Morgunblaðið - 10.06.2005, Page 48

Morgunblaðið - 10.06.2005, Page 48
48 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hrúturinn finnur sig knúinn til þess að verja afstöðu sína í máli sem tengist heim- ili eða fjölskyldumeðlimi. Kannski fór ein- hver yfir strikið. Best væri að segja sem minnst. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið finnur sig knúið til þess að stilla til friðar. Kannski fær það tækifæri til þess að jafna ágreining við einhvern í fjöl- skyldunni. Bíddu með það fram að helgi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburinn finnur hjá sé hvöt til þess að spreða peningum um þessar mundir. Það er eitthvað sem hann hefur hug á að kaupa. Til allrar óhamingju er einhver andsnúinn því. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Einhver gagnrýnir krabbann hugsanlega fyrir rausnarskap við fjölskyldumeðlimi. Ekki örvænta, gildismat fólks er mismun- andi. Vertu þú sjálf/ur og haltu áfram að brosa. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið er stórhuga í dag. Áætlanir þess gætu falið í sér afnot af eigum annarra. Vertu viss um að þú hafir leyfi viðkom- andi eða stuðning áður en haldið er af stað. Annars gæti farið illa. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Vinátta við ríkt fólk getur verið dýrkeypt. Það er kannski mótsagnakennt en satt. Ekki eyða peningum bara til þess að ganga í augun á einhverjum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vogin vill vera stór í sniðum í einhverju verkefni. Það gæti þýtt að hún þurfi að sannfæra einhvern um að spila með. Það verður líklega ekki jafn létt og hún held- ur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Málefni sem tengjast útgáfu, ferðalögum, útlöndum, fjölmiðlum og menntun ganga vel í dag. Ekki rífast um skipti á einhverju þar að lútandi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Gjafir sem bogmanninum berast vekja hugsanlega afbrýðisemi með einhverjum. Ekki er víst að makar og ástvinir gleðjist af heilum hug með honum. Gruna þeir einhvern um græsku? Steingeit (22. des. - 19. janúar) Góðvild eða greiði yfirmanns veldur inn- byrðis deilum á vinnustað. Kannski verð- ur einhver afbrýðisamur. Farðu pent í hlutina til þess að halda friðinn. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Svo virðist sem vatnsberinn fái tækifæri til þess að auka tekjur sínar eða bæta að- stæður á vinnustað. Ekki taka óþarfa áhættu í fjárfestingum samt sem áður. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Löngun fisksins til þess að skemmta sér og stunda gleðskap veldur hugsanlega spennu á heimilinu. Það er í lagi að lyfta sér upp, en ekki gleyma að hlúa að heim- ilisfólkinu. Stjörnuspá Frances Drake Tvíburar Afmælisbarn dagsins: Þú ert djörf/djarfur að eðlisfari og líf þitt oft sveiflukennt þar sem þú hikar ekki við að taka áhættu. Þú ert mjög hæf/ur á því sviði sem þú kýst að vinna á hverju sinni. Afmælisbarn dagsins hefur djúpar og flóknar hliðar sem ekki er víst að allir átti sig á. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 illmenni, 4 kúst- ur, 7 stafagerð, 8 vind- urinn, 9 fjör, 11 friður, 13 skjóta, 14 hefja, 15 málm- ur, 17 muna óljóst eftir, 20 hress, 22 pretti, 23 óvætt- ur, 24 galdurs, 25 þjónar fyrir altari. Lóðrétt | 1 rúmin, 2 sjald- gæf, 3 lélegt, 4 skarn, 5 sekkir, 6 aflaga, 10 hóla- tröll, 12 vond, 13 spor, 15 skurðar, 16 hugrekki, 18 spilið, 19 sálir, 20 gufu, 21 dægur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 skáldlegt, 8 sýpur, 9 nefið, 10 inn, 11 unnur, 13 armar, 15 hængs, 18 kraft, 21 ýsa, 22 látin, 23 plaga, 24 sinnulaus. Lóðrétt | 2 kápan, 3 lúrir, 4 linna, 5 gæfum, 6 æsku, 7 iður, 12 ugg, 14 rýr, 15 hali, 16 nýtni, 17 sýnin, 18 kapal, 19 at- aðu, 20 traf. Tónlist Alþjóðahúsið | Hafnarfjarðarbær og Al- þjóðahús efna til söngvakeppni á léttum nótum 10. júní kl. 20 í Hafnarfjarðarleik- húsinu. Hún er liður í Björtum dögum, lista– og menningarhátíð Hafnarfjarðar og nefnist CANTARE – Söngvakeppni hinna mörgu tungumála. Þar syngja keppendur á ýmsum tungumálum. Aðgangur 500 kr. Egilsbúð | RNB-hljómsveitin VAX spilar milli kl. 00–03. Gallerí Humar eða frægð! | Hljómsveitin Skátar ásamt bandaríska tvíeykinu The Foghorns. The Foghorns er skipað rit- stjórum Grapevine og Grapevine.is, þeim Bart Cameron (gítar & söngur) og Paul David Nikolov (þvottabali og banjó). Tón- leikarnir hefjast kl. 17:00. Skjólbrekka | Kórtónleikar þátttökukóra kórastefnu í Skjólbrekku, Mývatnssveit kl. 20:30. Flytjendur: Árnesingakórinn í Reykjavík undir stjórn Gunnars Ben, Kór Dalvíkurkirkju undir stjórn Hlínar Torfa- dóttur og Noorus-kórinn frá Tallinn, Eist- landi undir stjórn Raul Talmar. Þjóðminjasafn Íslands | Strengjakvartett- inn Loki verður með hádegistónleika kl. 12:00. Tónleikarnir standa í um hálfa klukkustund og geta gestir keypt sér veit- ingar í veitingastofu safnsins meðan á tón- leikunum stendur. Aðgangur ókeypis. Myndlist 101 gallery | Ólafur Elíasson til 1. júlí. Café Karólína | Hugleikur Dagsson – „I see a dark sail“. Energia | Sigurður Pétur Högnason. Feng Shui Húsið | Diddi Allah sýnir olíu– og akrýlverk. Opið kl. 10–18 virka daga, kl. 12– 18 um helgar. Gallerí 100° | Dieter Roth til 21. ágúst. Gallerí I8 | Lawrence Weiner til 6. júlí. Gallerí Sævars Karls | Kristín Blöndal sýn- ir málverk. Gerðuberg | Sýningin Stefnumót við safn- ara II er opin virka daga frá kl. 11–17. Lokað um helgar í sumar. Kaffikönnur, bangsar, gosdrykkjamiðar, dúkkulísur, munkar, lista- verk úr brotajárni og herðatrjám og margt fleira skrýtið og skemmtilegt. Sjá www.gerduberg.is. Götur Reykjavíkur | Margrét H. Blöndal til 1. ágúst. Hafnarbakkinn í Reykjavík | Kristinn Benediktsson. Fiskisagan flýgur, ljós- myndasýning til 31. ágúst. Hafnarborg | Wilhelm Sasnal, Bojan Sarce- vic, Elke Krystufek, On Kawara til 21 ágúst. Hallgrímskirkja | Sumarsýning Listvina- félags Hallgrímskirkju. Guðbjörg Lind Jónsdóttir sýnir myndverk í forkirkju og kór Hallgrímskirkju. Sýningin stendur til 14. ágúst. Hallgrímskirkja | Þórólfur Antonsson og Hrönn Vilhelmsóttir sýna ljósmyndir í Hall- grímskirkjuturni. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi | Auð- ur Vésteinsdóttir. Hrafnista Hafnarfirði | Rúna (Sigrún Guð- jónsdóttir) sýnir í Menningarsalnum á fyrstu hæð. Kaupfélag listamanna | KFL-group er með hressandi myndlist í Gamla Kaupfélaginu í Hafnarfirði að Strandgötu 28, 2. hæð. Myndlist 27 listamanna leikur um alla hæð- ina, í herbergjum, í sal, á klósettum og dregur sig einnig út úr húsinu. Sýningin stendur til 23. júní og er opið alla daga frá 14–18. Aðgangur er ókeypis. Kling og Bang gallerí | John Bock til 26. júní. Leonard | Mæja sýnir út júnímánuð. Sjá nánar á www.maeja.is. Listasafn ASÍ | Ólafur Árni Ólafsson, Libia Pérez de Siles de Castro til 3. júlí. Listasafn Einars Jónssonar | Opið er alla daga nema mánudaga frá kl. 14-17. Listasafnið á Akureyri | Matthew Barney, Gabríela Friðriksdóttir til 26. júní. Listasafn Íslands | Dieter Roth til 21. ágúst. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Gabríel Kuri, Jennifer Allora og Guilliermo Calza- dilla, Brian Jungen, Hekla Dögg Jónsdóttir, John Latham, Kristján Guðmundsson til 21. ágúst. Listasafn Reykjanesbæjar | 365 skúlptúr- ar eftir Martin Smida. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Dieter Roth, Peter Fischli, David Weiss, Haraldur Jónsson, Urs Fischert til 21. ágúst. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sum- arsýning – Aðföng, gjafir og lykilverk eftir Sigurjón Ólafsson. Safnið er opið milli klukkan 14 og 17. Norræna húsið | Norski málarinn Örnulf Opdahl. Norska húsið í Stykkishólmi | Ástþór Jó- hannsson. Nýlistasafnið | Thomas Hirschhorn til 24. júlí. Safn | Carsten Höller til 10. júlí. Saltfisksetur Íslands | Kristinn Benedikts- son ljósmyndari með ljósmyndasýningu. Skaftfell | Anna Líndal til 26. júní. Slunkaríki | Elín Hansdóttir, Hreinn Frið- finnsson til 26. júní. Smekkleysa Plötubúð – Humar eða frægð | Ólöf Nordal og Kelly Parr. Sýningin heitir Coming Soon og er fyrsta úrvinnsla í sam- vinnu þeirra. Sýningin stendur til 15. júní. Vatnstankarnir við Háteigsveg | Finnbogi Pétursson. Sjá nánar www.or.is. Við Fjöruborðið | Inga Hlöðvers. Ný og eldri verk. Vinnustofa Aðalheiðar Valgeirsdóttur | Aðalheiður Valgeirsdóttir er með mál- verkasýningu á vinnustofu sinni, Grett- isgötu 3, opið fim.–sun. kl. 14–18 til 12. júní. Þjóðminjasafn Íslands | Mynd á þili í Boga- sal. Sýningin er afrakstur rannsókna Þóru Kristjánsdóttur á listgripum Þjóðminja- safnsins en munirnir eru frá 16., 17. og 18. öld. Sýningin er liður í Listahátíð í Reykja- vík 2005. Bækur Þjóðmenningarhúsið | Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, opnar sýn- inguna Norrænt bókband 2005 kl. 17 í bókasal Þjóðmenningarhússins. Á sýning- unni er 81 verk eftir jafnmarga bókbindara frá Norðurlöndunum. Fjórðungur verkanna hefur hlotið heiðursútnefningu m.t.t. tækni, efnisvals og hönnunar. Listasýning Árbæjarsafn | Samsýning á bútasaumi, Röndótt – Köflótt, í Kornhúsinu. Opið í sumar frá kl. 10–17. Söfn Bókasafn Kópavogs | Sýning á ljós- myndum úr fórum Kópavogsbúa af börn- um í bænum í tilefni af 50 ára afmæli Kópavogsbæjar í samstarfi Bókasafns og Héraðsskjalasafns Kópavogs. Fransmenn á Íslandi | Safnið Fransmenn á Íslandi á Fáskrúðsfirði opnaði 1. júní. Þar er rakin a fjölbreyttan hátt saga franskra sjó- manna á Íslandsmiðum. Á kaffihúsinu sem rekið er samhliða safninu er ljósmyndasýn- ingin Fáskrúðsfjörður fangaður stafrænt. Opið alla daga kl 10–17. www.fransmenn- .net. Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Hljóð- leiðsögn um húsið, margmiðlunarsýning og skemmtilegar gönguleiðir í nágrenninu. Jagúarinn í hlaðinu. Opið alla daga í sumar frá kl. 9–17. Ráðhús Þorlákshafnar | Á sýningu í Ráð- húsi Ölfuss gefur að líta margar tegundir uppstoppaðra fiska, bæði vel þekktar teg- undir og furðufiska. Þjóðmenningarhúsið | Sýningar í Þjóð- menningarhúsinu eru opnar alla daga frá kl. 11 til 17. Helstu sýningar eru: Handritin, Fyrirheitna landið og Þjóðminjasafnið – svona var það. Á veitingastofunni Matur og menning er gott að slaka á og njóta veit- inganna og útsýnisins yfir Arnarhólinn og höfnina. Dans Kramhúsið | Helgina 10.–12. júní verður helgarnámskeið í hinum sívinsæla Argent- íska tangódansi í Kramhúsinu við Berg- staðarstræti. Gestakennarar frá Buenos Aires, Cecilia Pugin og Mariano Galeano. Í helgarlok verður Milonga-kvöld á Iðnó. Tangósveit Lýðveldisins leikur fyrir dansi og Cecilia og Mariano sýna dans. Mannfagnaður Borgfirðingahátíð | Borgfirðingahátíð verður haldin 10.-12. júní, og er það í sjötta sinn sem Borgfirðingar bregða á leik með fjölbreyttri fjölskyldudagskrá. Hátíð- arhöldin hefjast á föstudag og standa fram á sunnudagskvöld. Meðal viðburða má nefna miðnætursund í Hreppslaug á föstu- dagskvöld, útihátíð við Hyrnutorg á laug- ardag, frían morgunverð í Skallagrímsgarði á sunnudagsmorgun og leiki og létt grín á nýjum ferðaþjónustustað í Fossatúni. Skemmtanir Ari í Ögri | Geiri Sæm og Tryggvi Hubner í kvöld. Borgfirðingahátíð | Skagfirskir tónar fylla Borgarfjörðinn á föstudagskvöld þegar Álftagerðisbræður þenja raddböndin á Baðstofukvöldi í hlöðunni á Indriðastöðum í Skorradal. Cafe Catalina | Garðar Garðars spilar í kvöld. Café Victor | DJ Jón Gestur a.k.a. Nonni 900 spilar í kvöld. Celtic Cross | Spilafíklarnir leika í kjall- aranum en á efri hæðinni leikur hljóm- sveitin 2 á milli strengja. Klúbburinn við Gullinbrú | Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar. Kringlukráin | Geirmundur Valtýsson og hljómsveit skemmta gestum í kvöld. Skemmtunin hefst kl. 23. VÉLSMIÐJAN Akureyri | Kiddi Grétar og Sigga Beinteins í kvöld. Húsið opnað kl 22. Fyrirlestrar Raunvísindadeild Háskóla Íslands | Mánu- daginn 13. júní kl. 13 í Tæknigarði, Dunhaga 5, mun Egill Skúlason verja ritgerðina: „Kennilegar rannsóknir á rafefnafræðileg- um ferlum – Myndun ammoníaks og vetn- is“. Í þessari ritgerð er sá möguleiki kann- aður hvort hægt sé að nota rafefnafræði til að mynda ammoníak við herbergishita og -þrýsting. Útivist Súgfirðingar – Heiðmörk | Súgfirðingar – hittumst í Heiðmörk laugardaginn 11. júní kl. 13. Við ætlum að grisja svolítið, þiggja veitingar og eiga góða stund saman í reitn- um okkar. Hittumst hress með áhöld. Súg- firðingafélagið í Reykjavík. Staður og stund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is  Í TENGSLUM við menningarhátíð Sel- tjarnarnesbæjar, 10. til 12. júní, býður Bón- us Seltirningum og öðrum landsmönnum upp á myndlistarsýningu á vinnustofu Tolla að Austurströnd 5 frá kl. 17 til 20 í dag. Sýningin verður formlega opnuð í dag kl. 17 og mun hljómsveitin Papar spila og sérstakir gestir verða Einar Már Guð- mundsson rithöfundur og Bubbi Morthens sem mun taka lagið með Pöpunum. Þess má geta að Bubbi var valinn bæjar- listamaður Seltjarnarness árið 2002. Sýningin á vinnustofu Tolla stendur frá kl. 14 til 18 bæði laugardag og sunnudag. Sýning á vinnustofu Tolla Vafasöm slemma. Norður ♠8762 ♥103 ♦G96 ♣KD54 Vestur Austur ♠DG94 ♠103 ♥8765 ♥42 ♦ÁKD10 ♦87543 ♣7 ♣G962 Suður ♠ÁK5 ♥ÁKDG9 ♦2 ♣Á1083 Vestur er gjafari og opnar á einum tígli. Sú sögn gengur til suðurs, sem doblar fyrst til úttektar, en linnir síðan ekki látum fyrr en í sex hjörtum. Sem er í meira lagi vafasöm slemma, en þó ekki alveg vonlaus. Vestur kemur út með tíguldrottn- ingu og prófar næst ásinn, sem suður trompar. Sagnhafi tekur fjórum sinn- um tromp og austur hendir tveimur tíglum. Hvernig á nú að ná í tólfta slag- inn? Strax frá upphafi var eini vinnings- möguleikinn sá að þvinga vestur með hæsta tígul og lengdina í spaða, en lík- urnar á þeirri legu dvína þegar vestur fylgir fjórum sinnum lit í trompi. En ef sagnhafi ákveður að berjast til þrautar, gefur hann sér þá forsendu að vestur eigi fjórlit í spaða og þá skiptinguna 4441 eða 4432. Með hliðsjón af því er best að spila næst laufi á kóng og svína svo lauf- atíunni til baka! Þegar það heppnast, tekur sagnhafi laufaás og spilar laufi á drottningu, en við það þvingast vestur með tígulkóng og spaðavaldið. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.