Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ og Landsbanki Íslands hafa gert með sér sex ára samstarfssamning. Samningurinn felst í uppbyggingu á nýju sviði Þjóðleikhússins, Kassanum, sem er á jarðhæð íþróttahúss Jóns Þorsteinssonar á Lindargötu 7 en þar hefur verið æfingarsalur um árabil. Samningurinn, sem var undirritaður í gær af Björg- ólfi Guðmundssyni, formanni bankaráðs Landsbankans, Sigurjóni Þ. Árnasyni bankastjóra og Tinnu Gunnlaugs- dóttur þjóðleikhússtjóra, felst í kaupum á nauðsyn- legum búnaði; sætum, hljóð- og ljósabúnaði. Lands- bankinn vill ekki láta uppi hversu hár heildarstyrkurinn er en hann verður í formi sex árlegra fjárframlaga. Húsið, sem er fasteign ríkisins, verður lagfært af rík- inu svo það standist almennar kröfur um leikhús- aðstöðu. Björgólfur Guðmundsson sagði við undirritunina í gær að mikilvægt væri að öflug fyrirtæki styðji við menningarlífið í landinu og að bankinn væri stoltur af því að taka þátt í opnun nýs leiksviðs. „Það er von okkar og trú að í Kassann komi áhorf- endur til með að sækja sér andlega næringu og verð- mæti og fari heim með fjársjóð í sálinni,“ sagði Tinna Gunnlaugsdóttir. Stefnt er að því að vígja nýja sviðið 4. nóvember næst- komandi með frumsýningu á Pétri Gaut eftir Henrik Ib- sen í leikgerð Baltasars Kormáks og í nýrri þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar. Leikhús | Landsbankinn og Þjóðleikhúsið í samstarf Byggja upp nýtt svið, Kassann Morgunblaðið/Golli Brynhildur Guðjónsdóttir og Björgólfur Guðmundsson brugðu á leik við undirritun samningsins í gær. NORSKA kammersveitin Cikada hlýtur Tónlistarverðlaun Norð- urlandaráðs árið 2005. Ellefu nor- rænar kammersveitir voru til- nefndar í ár en í umsögn dómnefndar segir: „Með markvissu starfi í áraraðir er Cikada mikilvægur fulltrúi nor- rænnar nútímatónlistar. Dóm- nefndin leggur áherslu á sérstakt tjáningarform sveitarinnar, lifandi flutning og nýskapandi viðhorf gagnvart stílrænni fjölbreytni. Með óbilandi trú sinni og áherslu á gæði á öllum sviðum tekst Cik- ada að vekja athygli á mikilvægi nútímatónlistar fyrir norrænan sjálfsskilning okkar.“ Hróður Cikada nær langt út fyr- ir landsteina Noregs fyrir flutning á norrænni og alþjóðlegri nútíma- tónlist. Meðal norrænna tónskálda sem Cikada hefur unnið með má nefna Rolf Wallin, Arne Nordheim, Cec- ilie Ore, Kaija Saariaho, Anders Nilsson og Magnus Lindberg. Á verkefnaskrá sveitarinnar eru einnig verk eftir Iannis Xenakis, Luigi Nono, Morton Feldman og John Cage. Cikada hóf feril sinn árið 1989 og starfa nú með sveitinni níu hljóðfæraleikarar undir stjórn Christian Eggen. Í Cikada starfa þrír hópar sem eru í senn inn- byrðis tengdir og sjálfstætt starf- andi: Cikada Ensemble, Cikada Strengjakvartett og Cikada Dúó. Sameiginlegt markmið þeirra er bæði að leggja sitt af mörkum fyr- ir nýsamda tónlist og flétta raf- ræna tónlist inn í verkefnaskrá sína. Tónlistarverðlaun Norð- urlandaráðs nema 350.000 danskra króna og verða þau afhent í tengslum við Norðurlandaráðsþing sem haldið verður í Reykjavík í lok október. Tónlist | Verðlaun Norðurlandaráðs Cikada-sveitin hlutskörpust „ÉG STOFNAÐI kórinn 22. nóvember árið 1965 klukkan hálffimm,“ segir Egill Frið- leifsson kórstjóri þegar við spjöllum saman yf- ir kaffibolla á fallegu heimili hans í Hafn- arfirðinum. Tilefnið er einmitt það; kórinn hans, Kór Öldutúnsskóla, fagnar fjörutíu ára afmæli á árinu. Kórinn hefur um áratuga skeið verið einn af virtustu barnakórum landsins og komið víða við á ferli sínum. Hundruð stúlkna hafa sungið með kórnum, hann hefur ferðast til fjölda landa í fimm heimsálfum og flutt margs konar tónlist frá ýmsum tímabilum, en lagt sérstaka áherslu á að flytja tónlist eftir ís- lensk tónskáld, sem mörg hafa samið fyrir kórinn. Samstarf við Erkki Pohjola „Þessi fjörutíu ár hafa verið ævintýri líkust þegar ég horfi til baka,“ segir Egill, sem nam á sínum tíma við kennaradeild Tónlistarskól- ans í Reykjavík undir handleiðslu Róberts A. Ottóssonar ásamt nokkrum af þekktustu kór- stjórum Íslands; Þorgerði Ingólfsdóttur, Jóni Stefánssyni og Jónasi Ingimundarsyni, sem stjórnaði kórum á árum áður. „Róbert kveikti með okkur óslökkvandi áhuga og virðingu fyr- ir kórstarfi. Strax þegar ég byrjaði í Öldutúns- skóla sem fullgildur, útlærður kennari haustið 1965 stofnaði ég kórinn.“ Egill segir að áhugi meðal nemenda hafi reyndar verið takmarkaður í fyrstu. Við aug- lýsingu sem hann hengdi upp brugðust tólf litlar stúlkur. „En þvílíkar stúlkur. Þær eru kjarninn að hópi sem stóð sig mjög vel og tók örum framförum á skömmum tíma. Árið 1966 komum við fyrst fram í útvarpi, ári síðar í sjónvarpi og árið 1968 var okkur boðið að taka þátt í norræna barnakóramótinu í Helsinki.“ Á því móti kynntist hann kórstjóra, sem átti eftir að hafa mikil áhrif á allt hans starf, Erkki Pohjola. „Hann er stofnandi hins fræga Tap- iola-kórs í Finnlandi og það urðu þáttaskil í mínu lífi þegar ég kynntist honum. Ég fór seinna og var hjá honum um tíma. Hann að- stoðaði mig mjög mikið og leiðbeindi mér, og það má í raun segja að fyrstu árin hafi hann fjarstýrt mínu starfi,“ segir Egill. Tónleikar á morgun Afmæli Kórs Öldutúnsskóla verður fagnað með þremur viðburðum á þessu afmælisári; tónleikum í Víðistaðakirkju á morgun, ferð á alþjóðlegt kóramót í Havana á Kúbu um miðj- an júlí og kórahátíð í nóvember, þar sem við- burðarík saga kórsins verður rakin í tali, tón- um og myndum. Á tónleikunum á morgun, sem hefjast kl. 17, er margt á efnisskránni. Þar á meðal eru nokkur lög í útsetningu eða samin af Jóni Ás- geirssyni, þar á meðal eitt sem samið er sér- staklega fyrir þetta tilefni. Það heitir Gleði söngvanna og er sungið við texta Sigríðar Þor- geirsdóttur sem einnig er saminn fyrir til- efnið. „Hvar söngur hljómar, sestu glaður; það syngur enginn vondur maður. Ég trúi því að söngurinn bæti hressi og kæti og geri mann- lífið bjartara, betra og bærilegra. Við hvaða kjör sem er og hvar í heiminum sem er geta menn sameinast í söng,“ segir Egill. Fjórir kórar Það er til marks um velgengnina í starfi Eg- ils með Kór Öldutúnsskóla, að á annað hundr- að söngvarar koma fram á tónleikunum. Í hin- um eiginlega Kór Öldutúnsskóla eru 35 stúlkur á aldrinum 11–16 ára, en á tónleik- unum kemur enn fremur fram Litli kór, sem er undirbúningsdeild fyrir kórinn og í eru 8–9 ára stúlkur. Þá stígur einnig á svið svonefndur Mömmukór, sem er skipaður fyrrum kór- félögum á fertugs og fimmtugsaldri, og Frænkukór, sem er skipaður stúlkum sem sungu með kórnum á árunum 1990–2000. Á tónleikunum koma enn fremur fram nokkrir einsöngvarar sem tengjast starfi kórs- ins á löngum ferli; Drífa Andrésdóttir, Guðrún Árný Karlsdóttir, Margrét Eir Hjartardóttir og Hanna Björk Guðjónsdóttir, en Brynhildur Auðbjargardóttir stjórnar ásamt Agli á tón- leikunum og píanóleikari er Antonia Hevesi. Egill segist þakklátur fyrir að forsjónin hafi valið honum þetta starf, starf kórstjóra við Öldutúnsskóla. „Fólk sem er svo heppið að vinna á þessum vettvangi eins og ég, verður svo ríkt í hjarta sínu með árunum. Þó að starf kennarans geti bæði verið erfitt og vanþakk- látt, getur það líka verið gefandi og skemmti- legt. Ef maður vinnur með dugnaðarunglingi í mörg ár í kór og gerir til hans kröfur að aga sig, taka tillit til annarra og þroskast með starfinu, verður úr því traust og ævilöng vin- átta. Nú orðið fer ég sjaldan út í bæ án þess að hitta fleiri eða færri kórfélaga, og það verða alltaf miklir fagnaðarfundir. Þetta gefur lífinu mikið gildi og meira því lengur sem tíminn líð- ur. Ég tel að fá önnur störf hefðu safnað slík- um auði í hjartað af kærleika, eins og þetta starf.“ Tónlist | Kór Öldutúnsskóla fagnar fjörutíu ára afmæli sínu með tónleikum á morgun Morgunblaðið/Þorkell „Fólk sem er svo heppið að vinna á þessum vettvangi eins og ég, verður svo ríkt í hjarta sínu með árunum,“ segir Egill Friðleifsson sem hefur stjórnað Kór Öldutúnsskóla undanfarin 40 ár. Árin hafa verið ævintýri líkust Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.