Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN N ú þegar tæpt ár er til sveitarstjórnar- kosninga hefur fjör færst í leikinn í Reykjavík. Allt stefnir í að skipulag höfuðborg- arinnar verði mál málanna. Sjálf- stæðismenn riðu á vaðið og kynntu ítarlegar og framsæknar hug- myndir um skipulag Reykjavíkur á næstu árum, undir yfirskriftinni „Búum til betri borg – horfum lengra, hugsum stórt.“ Margt gott má um þessar tillögur segja en eins og borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins bentu á eiga þær áreið- anlega eftir að taka breytingum, ekki síst að loknu íbúaþingi og því sem sent verður í hugmyndabank- ann á vefnum betriborg.is. Ég tek heilshugar undir hug- myndir um landfyllingar þar sem þeim verður auðveldlega komið fyrir. Sjálfstæðismenn bentu rétti- lega á að á undanförnum áratug- um hefði landsvæði Reykjavíkur stækkað verulega, eða um 240 hektara, sem jafngildir um 360 fót- boltavöllum. Ein er þó sú hugmynd sjálfstæð- ismanna sem ég tek ekki alvarlega, þ.e. byggð í austurhluta Viðeyjar. Þótt verið sé að tala um fámenna byggð lít ég svo á að sjálfstæð- ismenn hafi sett hugmyndina fram í góðlátlegu gríni, svona til að æsa menn upp og vekja þá af værum skipulagsblundi. Eftir að hafa ver- ið nýlega á ferð um Viðey trúi ég því ekki upp á nokkurn mann að hann vilji fyrir alvöru reisa íbúð- arbyggð á þessari kyrrlátu eyju þar sem sagan er við hvert fótmál. Hana verður að vernda. Yrði hug- ur Reykvíkinga kannaður spái ég því að Viðey yrði álíka heilög í huga okkar borgarbúa og Esjan. Ég trúi því og treysti að góðir menn eins og Gísli Marteinn og Vilhjálmur Þ. verði sömu skoð- unar, hyggi þeir á frekari frægð og frama í borgarpólitíkinni. Minni ég í þessu sambandi á fleyg ummæli annars góðs manns er hann sagði: Svona gera menn ekki! Skipulagshugmyndir sjálfstæð- ismanna og þær hugmyndir sem í kjölfarið hafa komið, m.a. frá Stef- áni Jóni Hafstein á Reykjavík- urlistanum um göng undir Álfta- nes og hringbraut um borgarkjarnann, hafa leitt hugann að skipulagi höfuðborgarsvæðisins í heild. Nú hefur byggðin tútnað svo út á þessu svæði að varla er eftir blettur til að ráðstafa. Sveitarfélögin liggja þétt hvert að öðru og erfitt er að átta sig á mörk- um þeirra sums staðar. Þannig átta ég mig sjaldan á því á sunnu- dagsbíltúrnum hvenær og hvar ég ek frá Reykjavík yfir í Seltjarn- arnes, ekki síst þegar ekið er eftir Ægissíðunni. Stutt er í að svipað gerist á mörkunum við Mosfells- bæ, enda er það ágæta sveitarfélag nánast orðið eyland í höfuðborg- inni eftir samruna Reykjavíkur við Kjalnesinga. Þess vegna ættu ekki eingöngu skipulagsmál að verða heitasta kosningamálið á næsta ári heldur einnig sameiningarmál á höfuðborgarsvæðinu. Það er ekkert vit í öðru en að sameina þessi sveitarfélög og sem fyrsta skref í þeim áfanga mæli ég með samruna Reykjavíkur, Mosfellsbæjar og Sel- tjarnarness. Síðar mætti halda áfram í suður- átt og sameina höfuðborgina og Kópavog, Garðabæ, Álftanes og Hafnarfjörð. Mörkin milli þessara síðastnefndu sveitarfélaga eru víða orðin óljós og svo stutt á milli að ná- grannar geta spjallað saman um daginn og veginn yfir limgerði eða girðingar. Í raun ætti að gera kröfu um það í sveitarstjórnarlögum að sveitarfélög sameinist þegar innan við 50 metrar eru orðnir milli húsa þeirra, alveg eins og gerð er krafa um sameiningu þegar íbúar sveitar- félaga eru orðnir færri en 50. Fátt ætti að geta verið í vegi fyrir einni allsherjar sameiningu. Við höfum ágæt nöfn á öllum hverfum Reykjavíkur og lítið mál að bæta við „hverfunum“ Mosfellsbær, Sel- tjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Álftanes og Hafnarfjörður. Nú þeg- ar eiga þessi sveitarfélög samstarf umsameiginlegan rekstur slökkvi- liðs, strætisvagna, og sorpeyðingar, þau kaupa vatn og raforku af Orku- veitu Reykjavíkur og hafa aukið samstarf í hafnamálum, svo dæmi séu tekin. Þá hafa sveitarfélögin í bráðum 30 ár starfað saman í félagsskap er nefnist Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SSH. Ég vissi ekki fyrr en nýlega að þessi ágætu samtök héldu úti vefsíðu. Á vefnum má lesa enskan texta um samtökin og athygli vekur að þar er ætíð tal- að um „the greater Reykjavik area,“ eða Stór-Reykjavíkur- svæðið, sem okkur blaðamönnum hefur verið uppálagt að forðast að nota. Stjórn SSH kemur saman mán- aðarlega og í henni sitja æðstu stjórnendur sveitarfélaganna, þ.e. borgarstjóri, bæjarstjórar og sveit- arstjórar. Einnig er starfandi svæð- isskipulagsráð, sem er góðs viti og vonandi upphafið að sameiningu framtíðarinnar. Af lestri fundar- gerða þessarar þéttskipuðu stjórn- ar má ráða að verkefnin eru afar fjölbreytt, allt frá hrossataði til samgönguáætlunar Alþingis. Svo hefur eitt mál verið á dagskrá hvers einasta fundar frá áramótum, þ.e. skipting kostnaðar vegna tónlistar- kennslu og samræmdar reglur sveitarfélaganna í þeim efnum. Til að fjölga viðfangsefnum væri til- valið að hafa samstarf í fleiri mála- flokkum, þannig að á endanum sjái menn ekki annan kost í stöðunni en að sameinast frá suðurenda Hval- fjarðarganga og allt suður í Straumsvík. Ég tek sjálfstæðismenn á orðinu, leyfi mér að horfa lengra og hugsa stærra þegar að lokum er sett fram hugmynd um nýtt slagorð sem von- andi verður notað: Búum til stærri borg. Búum til stærri borg Í raun ætti að gera kröfu um það í sveit- arstjórnarlögum að sveitarfélög samein- ist þegar innan við 50 metrar eru orðn- ir milli húsa þeirra, alveg eins og gerð er krafa um sameiningu þegar íbúar sveitarfélaga eru orðnir færri en 50. VIÐHORF Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is ENN er Vatnsmýrin til umræðu. Nú teflir R-listinn fram hug- myndum sínum um flutning innan- landsflugsins til Keflavíkur. Undir þau sjónarmið tek ég enda um að ræða lang- tímahagsmuni þjóðar- innar. Ég hlýt hins vegar að benda á að þarna sækir R-listinn í smiðju til Suðurnesja því í tvígang hefur Ey- steinn Jónsson, Fram- sóknarmaður í Reykjanesbæ, viðrað hugmyndir um það sem hann kallar Bessastaðahjáleið. Gengur hún í stuttu máli út á að opna leið frá Straumsvík, yfir Álftanes og áfram í miðbæinn, m.a. um göng. Þessar hugmyndir viðraði Ey- steinn Jónsson í Víkurfréttum þann 18. nóvember 2004 og í Morg- unblaðinu þann 8. janúar 2005. Gott er til þess að vita að hugmyndir Eysteins hafa ratað inn á borð stjórnenda Reykjavíkurborgar. Getum við rekið tvo flugvelli á sama svæði? Ljóst er að Íslendingar munu þurfa að standa straum af kostnaði við rekstur Keflavíkurflugvallar innan skamms. Stóra spurningin er því sú hvort við sem þjóð teljum okkur hafa efni á því að reka tvo flugvelli í um 50 km fjarlægð hvorn frá öðrum. Hagkvæmni þess að reka einn flugvöll blasir við og má ætla að 3-400 milljónir króna sparist árlega vegna samlegðar- áhrifa. Þeim peningum má örugg- lega verja til þarfari verkefna. En fleira hangir á spýtunni. Úr viðjum Breta Þétting byggðar í Reykjavík er örugg- lega eitt af brýnustu úrlausnarefnum okk- ar. Stöðug þensla byggðar til austur leiðir til vaxandi um- ferðarþunga, meng- unar, kostnaðar og vandræðagangs. Svæðið um Vatnsmýr- ina er eins og fleygur inn í borgina og hindr- ar að þar megi skipu- leggja framsækið og nútímalegt miðbæjarsvæði. Hér er um að tefla líklegasta verðmætasta landskika á Íslandi. Við höfum einfaldlega ekki efni á að láta hann liggja undir gömlum og þröngum flugvelli – barni síns tíma frá hernámi Breta. Er ekki orðið tímabært að taka sjálfstæða ákvörðun um nýtingu landsins í stað þess að rekast eftir skipulagi sem Bretar lögðu fyrir um hálfri öld? Tvöföldun og Bessastaðahjáleið Andstæðingar þess að flytja flug- völlinn líta algjörlega framhjá kostnaði við rekstur flugvalla. Jafnframt bera þeir við hinum langa tíma sem taki að aka frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar. Hafa ber þar ýmislegt í huga. Í fyrsta lagi er ekki endilega rétt að miða allar ferðir til/frá Reykjavík við miðbæinn. Þjónusta ýmiskonar er dreifð um höfuðborgarsvæðið og má t.d. ætla að fjölmargir ferða- manna vilji heimsækja Smáralind eða önnur fyrirtæki á því svæði. Í annan stað skal minnt á að tvöföld- un Reykanesbrautar hefur gjör- breytt öllu er varðar akstur til/frá Suðurnesjum. Bessastaðahjáleið felur í sér að akstur úr miðbæ Reykjavíkur til Keflavíkurflug- vallar ætti ekki að taka nema rúm- ar 30 mínútur. Fyrir þá sem fara úr Breiðholti, Kópavogi eða sunnar má ætla svipaðan tíma. Samgöngu- bætur milli Suðurnesja og höfuð- borgarsvæðisins eru vitanlega lykill að hagkvæmni þess að flytja innanlandsflug úr Vatnsmýrinni. Gildir það jafnt um tvöföldun Reykjanesbrautar sem hina góðu hugmynd sem kölluð hefur verið Bessastaðahjáleið. Vatnsmýri – Suðurnes – Framtíðin Hjálmar Árnason fjallar um skipulags- og samgöngumál ’Bessastaðahjáleið fel-ur í sér að akstur úr miðbæ Reykjavíkur til Keflavíkurflugvallar ætti ekki að taka nema rúmar 30 mínútur.‘ Hjálmar Árnason Höfundur er varaformaður sam- göngunefndar. FRAMSÓKNARMÖNNUM líður greinilega illa yfir því að hafa ekki tögl og hagldir í Reykjanesbæ á þessum uppgangstímum. Eysteinn Jónsson ryðst nú fram á ritvöllinn með fjölda greina þar sem hann reynir allt sitt til að gera bæjarfélagið sitt ótrúverðugt vegna þess að við skuldfær- um ekki húsnæð- iskostnað bæjarins, við gjaldfærum leiguna en gerum grein fyrir samningum í ársreikn- ingi. Allt er þetta sam- kvæmt reikningsskila- reglum en hann hefur tekið í sig að nákvæm- lega þetta skipti óskaplega miklu máli! Staðreyndin er sú að Reykjanes- bær hefur stofnað félag um fast- eignir sínar, ásamt fjölda sveitarfé- laga og fjármálastofnana. Við eigum 35% í félaginu og eigum sæti í stjórn þess. Allur hagnaður af félag- inu kemur til okkar eigendanna, við fáum arðinn og tökum þátt í ákvörð- unum félagsins. Við bjóðum út allar nýframkvæmdir. Í samningum okk- ar tryggjum við að geta keypt eign- irnar aftur á kaupverði, á fimm ára fresti. Þannig höfum við margfalt svigrúm til að tryggja ávallt bestu kjör fyrir bæjarbúa. Við bæði tök- um þátt í ákvörðunum félagsins, ákveðum leiguverðið og njótum hagnaðar af því eins og önnur sveitarfélög sem eru meðeigendur. Margbúið er að fara yfir rök fyrir því að við erum ekki skuldbundin á þann hátt að hér séu eignaleigu- samningar og það þýðir því ekkert að vitna í ágæta sjálfstæðis- þingmenn varðandi leigusamninga við óskyld félög þar sem bæjarfélag hefur ekkert lengur með eignirnar að segja. Þetta er mat endurskoð- enda, stimplað í bak og fyrir. Meðeigendur að félaginu okkar eru Garðabær, Seltjarnarnes, Ís- landsbanki, Sandgerði, Vogar, Grafnings- hreppur, Vestmann- eyjar og Sparisjóður Mýrarsýslu. Fleiri sveitarfélög eru að ganga í félagið. Nán- ast öll sveitarfélögin setja eignir sínar inn í félagið. Framhaldssúla í Morgunblaðinu? Á þessar stað- reyndir hefur Ey- steinn ekki viljað hlusta og heldur uppi áróðri eins og fasteignafélagið sé okkur alls óskylt. Hann hefur óstjórnlega löngun til að hækka skuldir í efna- hagsreikningi umfram lögbundin reikningsskil. Ef út í þessar reiknik- únstir er farið má hjálpa honum til að hækka skuldasúluna svo um munar: Ef hann telur að sveitar- félög eigi að skuldfæra öll verkefni í ársreikningum, ef í þeim felst lang- tímaskuldbinding , sleppir hann mjög mörgum stórum þáttum: Sveitarfélög eru skuldbundin til að reka grunnskóla. Varla værum við að greiða húsnæðiskostnað ef engir væru kennararnir. Að hætti Eysteins má því framreikna skuld- bindingar vegna launa kennara og starfsfólks t.d. næstu 30 ár. Þá þyrfti auðvitað að hita húsin og lýsa þau, rétt eins og það þarf að halda þeim við. Framreiknað til 30 ára gæti þetta numið yfir 11 milljörðum og bættist þá við greiðslu fyrir hús- næðisafnot og viðhald. Með þessum reiknileik er auðvelt að sýna fram á að Reykjanesbær væri orðinn hræðilega skuldbundinn og skuld- ugur samkvæmt þessum reikniað- ferðum – og af því að ekkert annað sveitarfélag hefur beitt þessum reiknikúnstum væri hægt að sýna gríðarstórt súlurit yfir skuldir og skuldbindingar Reykjanesbæjar umfram önnur bæjarfélög. Súlan yrði „svo stór að enginn kæmist yfir hana nema fuglinn fljúgandi“ – nema hún fengi að vera framhalds- súla í Morgunblaðinu næstu fimm vikur. Lokaorð Með miklu átaki í umhverfis- og skipulagsmálum hefur ímynd bæj- arins tekið stakkaskiptum um leið og aðrir þættir í þjónustu hafa auk- ist á öllum sviðum. Það er ekki til- viljun að fólki fjölgi nú í Reykja- nesbæ og að eftirspurn eftir lóðum hafi aldrei verið meiri. Þá er nið- urstaða rekstrarreiknings bæjarins mjög ásættanleg að teknu tilliti til þeirra miklu framkvæmda og upp- byggingar í bæjarfélaginu annars vegar og 800 milljón króna gjald- færslu hins vegar vegna lífeyris- skuldbindinga sem enginn gat séð fyrir en tekið var á. Þá er eignar- staða Reykjanesbæjar góð og fram- tíðartekjumöguleikar með besta móti. Reykjanesbær á réttri leið – líka í fjármálastjórnun Steinþór Jónsson fjallar um fjárhag Reykjanesbæjar ’Það er ekki tilviljun aðfólki fjölgi nú í Reykja- nesbæ og að eftirspurn eftir lóðum hafi aldrei verið meiri.‘ Steinþór Jónsson Höfundur er bæjarfulltrúi og formað- ur Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.