Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 45 Leiðrétt Samvinna starfs- fólks og foreldra- félags skólans Í FRÉTT um vor- og afmælis- hátíð Mýrarhúsaskóla í blaðinu í gær var ranglega fullyrt að að- eins Foreldrafélag skólans stæði að vor- og afmælishátíðinni sem fram fór í skólanum fyrr í vik- unni. Hið rétta er að starfsfólk skólans og foreldrafélagið stóðu saman að hátíðahöldunum. Þann- ig sá starfsfólk skólans um allt sem fram fór innan veggja skól- ans, ljósmyndasýningu, skemmti- atriði barnanna, tónlistar- og dansatriði og myndlistasýningu, svo eitthvað sé nefnt, en foreldra- félagið sá um að koma leik- tækjum fyrir á skólalóð og bjóða upp á pylsur og drykk í tilefni dagsins. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. UMSÓKNARFRESTUR um meistaranám í viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla Íslands rann út 15. apríl sl. Fjöldi umsókna sló öll fyrri met, en umsóknirnar urðu á fjórða hundrað þegar upp var staðið. Á síðasta ári útskrifuðust rétt ríflega 100 nemendur með meistara- eða doktorspróf frá deildinni. Nú var í fyrsta sinn auglýst eftir umsóknum í meistaranám í reikn- ingshaldi og endurskoðun sem lýk- ur með M.Acc. gráðu. „Þá tekur deildin frá og með næsta skólaári inn hóp í MBA nám á hverju ári í stað þess að gera það á tveggja ára fresti. Kennslu- fyrirkomulagið hjá MBA hópnum sem byrjar í haust verður nokkuð frábrugðið því sem hefur tíðkast hingað til. Þær breytingar og raunar MBA námið allt hefur greinilega fallið í góðan jarðveg því að fjölmargar umsóknir bárust þótt einungis ár sé liðið síðan síð- ast var tekið inn í þetta nám en ekki tvö ár eins og hingað til. Aðsókn í hinar ýmsu línur í MS námi var einnig mjög góð og svip- uð eða meiri en áður hefur sést í öllum tilvikum. Fimm námslínur eru í boði við deildina í MS námi; fjármál, hagfræði, heilsuhagfræði, markaðsfræði og alþjóðaviðskipti og stjórnun og stefnumótun. Þá var aðsókn í MA nám í mannauðs- stjórnun góð sem endranær en tæplega 60 umsóknir bárust í nám- ið,“ segir m.a. í fréttatilkynningu. Metaðsókn í meistaranám FORNBÍLAKLÚBBURINN verður með árlega bílasýningu sína í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík laugardaginn 11. júní. Garðurinn er opinn frá kl. 10.00 til 18.00. Næstkomandi laugardag verður allt fullt af fornbílum í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum, að því er segir í fréttatikynningu frá Fornbílaklúbbnum. Sýn- ingin er nú haldin í fjórða sinn og hefur vaxið með hverju ári. Félagar í FBÍ koma með bíla sína upp úr kl. 8 um morguninn. Allt á svo að vera komið á sinn stað fyrir opnun garðsins. Fornbílasýning í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum HR og TR hafa gert samstarfssamning Íslenskur bóta- réttur kortlagður HÁSKÓLINN í Reykjavík og Tryggingastofnun ríkisins hafa skrifað undir samstarfssamning sem hefur að markmiði að efla rannsóknir og kennslu á sviði al- mannatryggingaréttar við HR, með sérstakri áherslu á sjúkra- og slysatryggingar. Tildrög samningsins er fyrirhug- uð vinna við rannsóknarverkefnið Almannatryggingar: hlutverk og samspil við önnur bótaúrræði en veittur var styrkur ú Rannsókna- sjóði til verkefnisins fyrr á þessu ári. Rannsóknin sjálf hefst í haust og er áætlað að hún taki þrjú ár. „Í rannsókninni er ætlunin að kortleggja íslenskan bótarétt út frá sjónarhorni bótaþega,“ segir í fréttatilkynningu frá HR og TR. Þar kemur einnig fram að í rann- sókninni á m.a. að bera íslenska bótakerfið og almannatrygginga- kerfið sérstaklega, saman við sam- bærileg kerfi á öðrum Norðurlönd- um. Lóð Orkuveitu Reykjavíkur Endanlegur kostnað- ur liggur ekki fyrir FRAMKVÆMDIR standa enn yfir við þrjár lóðir Orkuveitu Reykjavíkur (OR) við Bæjarháls og Réttarháls og endanlegur kostnaður við lóðirnar liggur ekki fyrir, að því er fram kem- ur í fréttatilkyningu Guðmundar Þór- oddssonar, forstjóra OR, vegna fréttaviðtals í ríkissjónvarpinu, en fréttatilkynningin fer hér á eftir í heild. „Vegna fréttaviðtals í Ríkissjón- varpinu í gær um kostnað við lóðir Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls og Réttarháls er rétt að fram komi eftirfarandi: Endanleg kostnaðar- áætlun við allar lóðirnar þrjár, þar á meðal norðurhús við Réttarháls 4 þar sem er aðstaða vinnuflokka og verk- stæða, er um 300 milljónir króna á nú- virði. Framkvæmdir standa enn yfir við lóðirnar svo ekki liggur fyrir hver endanlegur kostnaður verður. Þó að kostnaður kunni að fara eitthvað fram úr áætlun er ljóst að það er á miklum misskilningi byggt, að hann fari 150% fram úr áætlun eins og haldið hefur verið fram. Lóðirnar þrjár eru um 4,3 hektarar (43000 m²) að stærð eða jafn stórar og 60 einbýlishúsalóðir. Gert er ráð fyrir á fimmta hundrað bílastæð- um. Orkuveita Reykjavíkur hefur haft það sem stefnu að mannvirki hennar séu fyrirtækinu og íbúum höfuðborg- arsvæðisins til sóma og lóðir séu snyrtilegar og vel hirtar. Þessi stefna hefur reynst vel og ekki ástæða til að breyta henni.“ Tækniháskólinn brautskráir í síðasta sinn SÍÐASTA brautskráning frá Tækniháskóla Íslands fer fram laugardaginn 11. júní kl. 16.15 í Grafarvogskirkju. Sem kunnugt er hefur skólinn verið sameinaður Há- skólanum í Reykjavík. Að þessu sinni útskrifast 59 nem- endur úr öllum deildum skólans. Þar af útskrifast 25 nemendur úr frumgreinadeild, 20 úr heilbrigð- isdeild, tveir úr rekstrardeild og 12 úr tæknideild, að því er segir í fréttatilkynningu. Barnahúsið kynnt á ráðstefnu í Slóveníu „Mikil viðurkenn- ing fyrir okkur“ EVRÓPURÁÐIÐ hefur boðið Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, að halda einn aðalfyrirlestra á fjölþjóðlegri ráð- stefnu sem haldin verður í Lju- bljana í Slóveníu í júlí. Ráðstefnan er haldin í framhaldi af alheims- ráðstefnu í Tókýó um kynferðisof- beldi gegn börnum í verslunarskyni. Öll þjónusta á einum stað Bragi mun fjalla um hugmynda- fræðina sem starfsemi Barnahúss byggist á og gera grein fyrir hlut- verki þess. Grundvallarhugsunin er að börn, sem eru fórnarlömb kyn- ferðisofbeldis, fái alla nauðsynlega þjónustu á einum stað og þurfi ekki að aðlaga sig þörfum ólíkra stofn- ana sem fari með þessi mál. Það eru til dæmis barnaverndarnefndir, lög- regla, dómstólar og læknar. Bragi segir fyrirmyndina að Barnahúsinu sótta til Bandaríkjanna, en að fram- kvæmd hennar hafi verið með nokk- uð öðrum hætti hér á landi og í meiri tengslum við réttarvörslu- kerfið. Árið 2002 gerðu Barnaheillasam- tök úttekt í tíu Evrópuríkjum á fyr- irkomulagi í kynferðisbrotamálum gegn börnum. Bragi segir niður- stöðuna hafa orðið að Barnahúsið væri til fyrirmyndar og Evrópuráð- ið hefði nú ákveðið að fylgja henni eftir. Bragi þekktist boð ráðsins um að halda fyrirlestur. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir okkur, því þarna verða fulltrúar allra ríkja í Evr- ópu.“ Norðmenn og fleiri með Barnahús til athugunar Í dag er íslenska Barnahúsið hið eina í Evrópu, en Svíar munu opna eitt slíkt í september á þessu ári. Fleiri lönd eru með það til skoðunar og hafa Norðmenn meðal annars verið áhugasamir. „Þeir hafa ekki tekið málið til formlegrar meðferð- ar, en þeir eru vel meðvitaðir,“ seg- ir Bragi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.