Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 45
Leiðrétt
Samvinna starfs-
fólks og foreldra-
félags skólans
Í FRÉTT um vor- og afmælis-
hátíð Mýrarhúsaskóla í blaðinu í
gær var ranglega fullyrt að að-
eins Foreldrafélag skólans stæði
að vor- og afmælishátíðinni sem
fram fór í skólanum fyrr í vik-
unni. Hið rétta er að starfsfólk
skólans og foreldrafélagið stóðu
saman að hátíðahöldunum. Þann-
ig sá starfsfólk skólans um allt
sem fram fór innan veggja skól-
ans, ljósmyndasýningu, skemmti-
atriði barnanna, tónlistar- og
dansatriði og myndlistasýningu,
svo eitthvað sé nefnt, en foreldra-
félagið sá um að koma leik-
tækjum fyrir á skólalóð og bjóða
upp á pylsur og drykk í tilefni
dagsins. Er beðist velvirðingar á
þessum mistökum.
UMSÓKNARFRESTUR um
meistaranám í viðskipta- og hag-
fræðideild Háskóla Íslands rann út
15. apríl sl. Fjöldi umsókna sló öll
fyrri met, en umsóknirnar urðu á
fjórða hundrað þegar upp var
staðið. Á síðasta ári útskrifuðust
rétt ríflega 100 nemendur með
meistara- eða doktorspróf frá
deildinni.
Nú var í fyrsta sinn auglýst eftir
umsóknum í meistaranám í reikn-
ingshaldi og endurskoðun sem lýk-
ur með M.Acc. gráðu.
„Þá tekur deildin frá og með
næsta skólaári inn hóp í MBA nám
á hverju ári í stað þess að gera
það á tveggja ára fresti. Kennslu-
fyrirkomulagið hjá MBA hópnum
sem byrjar í haust verður nokkuð
frábrugðið því sem hefur tíðkast
hingað til. Þær breytingar og
raunar MBA námið allt hefur
greinilega fallið í góðan jarðveg
því að fjölmargar umsóknir bárust
þótt einungis ár sé liðið síðan síð-
ast var tekið inn í þetta nám en
ekki tvö ár eins og hingað til.
Aðsókn í hinar ýmsu línur í MS
námi var einnig mjög góð og svip-
uð eða meiri en áður hefur sést í
öllum tilvikum. Fimm námslínur
eru í boði við deildina í MS námi;
fjármál, hagfræði, heilsuhagfræði,
markaðsfræði og alþjóðaviðskipti
og stjórnun og stefnumótun. Þá
var aðsókn í MA nám í mannauðs-
stjórnun góð sem endranær en
tæplega 60 umsóknir bárust í nám-
ið,“ segir m.a. í fréttatilkynningu.
Metaðsókn í
meistaranám
FORNBÍLAKLÚBBURINN verður með árlega bílasýningu sína í Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík laugardaginn 11. júní. Garðurinn er
opinn frá kl. 10.00 til 18.00.
Næstkomandi laugardag verður allt fullt af fornbílum í Fjölskyldu- og hús-
dýragarðinum, að því er segir í fréttatikynningu frá Fornbílaklúbbnum. Sýn-
ingin er nú haldin í fjórða sinn og hefur vaxið með hverju ári. Félagar í FBÍ
koma með bíla sína upp úr kl. 8 um morguninn. Allt á svo að vera komið á
sinn stað fyrir opnun garðsins.
Fornbílasýning í Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðinum
HR og TR hafa gert samstarfssamning
Íslenskur bóta-
réttur kortlagður
HÁSKÓLINN í Reykjavík og
Tryggingastofnun ríkisins hafa
skrifað undir samstarfssamning
sem hefur að markmiði að efla
rannsóknir og kennslu á sviði al-
mannatryggingaréttar við HR, með
sérstakri áherslu á sjúkra- og
slysatryggingar.
Tildrög samningsins er fyrirhug-
uð vinna við rannsóknarverkefnið
Almannatryggingar: hlutverk og
samspil við önnur bótaúrræði en
veittur var styrkur ú Rannsókna-
sjóði til verkefnisins fyrr á þessu
ári. Rannsóknin sjálf hefst í haust
og er áætlað að hún taki þrjú ár.
„Í rannsókninni er ætlunin að
kortleggja íslenskan bótarétt út frá
sjónarhorni bótaþega,“ segir í
fréttatilkynningu frá HR og TR.
Þar kemur einnig fram að í rann-
sókninni á m.a. að bera íslenska
bótakerfið og almannatrygginga-
kerfið sérstaklega, saman við sam-
bærileg kerfi á öðrum Norðurlönd-
um.
Lóð Orkuveitu Reykjavíkur
Endanlegur kostnað-
ur liggur ekki fyrir
FRAMKVÆMDIR standa enn yfir
við þrjár lóðir Orkuveitu Reykjavíkur
(OR) við Bæjarháls og Réttarháls og
endanlegur kostnaður við lóðirnar
liggur ekki fyrir, að því er fram kem-
ur í fréttatilkyningu Guðmundar Þór-
oddssonar, forstjóra OR, vegna
fréttaviðtals í ríkissjónvarpinu, en
fréttatilkynningin fer hér á eftir í
heild.
„Vegna fréttaviðtals í Ríkissjón-
varpinu í gær um kostnað við lóðir
Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls
og Réttarháls er rétt að fram komi
eftirfarandi: Endanleg kostnaðar-
áætlun við allar lóðirnar þrjár, þar á
meðal norðurhús við Réttarháls 4 þar
sem er aðstaða vinnuflokka og verk-
stæða, er um 300 milljónir króna á nú-
virði. Framkvæmdir standa enn yfir
við lóðirnar svo ekki liggur fyrir hver
endanlegur kostnaður verður. Þó að
kostnaður kunni að fara eitthvað fram
úr áætlun er ljóst að það er á miklum
misskilningi byggt, að hann fari 150%
fram úr áætlun eins og haldið hefur
verið fram. Lóðirnar þrjár eru um 4,3
hektarar (43000 m²) að stærð eða jafn
stórar og 60 einbýlishúsalóðir. Gert er
ráð fyrir á fimmta hundrað bílastæð-
um.
Orkuveita Reykjavíkur hefur haft
það sem stefnu að mannvirki hennar
séu fyrirtækinu og íbúum höfuðborg-
arsvæðisins til sóma og lóðir séu
snyrtilegar og vel hirtar. Þessi stefna
hefur reynst vel og ekki ástæða til að
breyta henni.“
Tækniháskólinn
brautskráir
í síðasta sinn
SÍÐASTA brautskráning frá
Tækniháskóla Íslands fer fram
laugardaginn 11. júní kl. 16.15 í
Grafarvogskirkju. Sem kunnugt er
hefur skólinn verið sameinaður Há-
skólanum í Reykjavík.
Að þessu sinni útskrifast 59 nem-
endur úr öllum deildum skólans.
Þar af útskrifast 25 nemendur úr
frumgreinadeild, 20 úr heilbrigð-
isdeild, tveir úr rekstrardeild og 12
úr tæknideild, að því er segir í
fréttatilkynningu.
Barnahúsið kynnt á
ráðstefnu í Slóveníu
„Mikil
viðurkenn-
ing fyrir
okkur“
EVRÓPURÁÐIÐ hefur boðið
Braga Guðbrandssyni, forstjóra
Barnaverndarstofu, að halda einn
aðalfyrirlestra á fjölþjóðlegri ráð-
stefnu sem haldin verður í Lju-
bljana í Slóveníu í júlí. Ráðstefnan
er haldin í framhaldi af alheims-
ráðstefnu í Tókýó um kynferðisof-
beldi gegn börnum í verslunarskyni.
Öll þjónusta á einum stað
Bragi mun fjalla um hugmynda-
fræðina sem starfsemi Barnahúss
byggist á og gera grein fyrir hlut-
verki þess. Grundvallarhugsunin er
að börn, sem eru fórnarlömb kyn-
ferðisofbeldis, fái alla nauðsynlega
þjónustu á einum stað og þurfi ekki
að aðlaga sig þörfum ólíkra stofn-
ana sem fari með þessi mál. Það eru
til dæmis barnaverndarnefndir, lög-
regla, dómstólar og læknar. Bragi
segir fyrirmyndina að Barnahúsinu
sótta til Bandaríkjanna, en að fram-
kvæmd hennar hafi verið með nokk-
uð öðrum hætti hér á landi og í
meiri tengslum við réttarvörslu-
kerfið.
Árið 2002 gerðu Barnaheillasam-
tök úttekt í tíu Evrópuríkjum á fyr-
irkomulagi í kynferðisbrotamálum
gegn börnum. Bragi segir niður-
stöðuna hafa orðið að Barnahúsið
væri til fyrirmyndar og Evrópuráð-
ið hefði nú ákveðið að fylgja henni
eftir. Bragi þekktist boð ráðsins um
að halda fyrirlestur. „Þetta er mikil
viðurkenning fyrir okkur, því þarna
verða fulltrúar allra ríkja í Evr-
ópu.“
Norðmenn og fleiri
með Barnahús til athugunar
Í dag er íslenska Barnahúsið hið
eina í Evrópu, en Svíar munu opna
eitt slíkt í september á þessu ári.
Fleiri lönd eru með það til skoðunar
og hafa Norðmenn meðal annars
verið áhugasamir. „Þeir hafa ekki
tekið málið til formlegrar meðferð-
ar, en þeir eru vel meðvitaðir,“ seg-
ir Bragi.