Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 21
MINNSTAÐUR
Garðabær | Eigendur jarðarinnar
Selskarðs hafa mótmælt harðlega
upptöku lands sem er hluti af beitar-
rétti jarðarinnar, en nokkuð land
hefur þegar farið undir framkvæmd-
ir og byggingar á vegum Garða-
bæjar. Þá hafa eigendur mótmælt
því að Vegagerðin taki land undir
tvöföldun Reykjanesbrautar á
beitarréttareigninni. Telja eigendur
Selskarðs bæði Vegagerðina og
Garðabæ hafa brotið á eignarrétti
sínum og báða aðila nú áforma enn
frekari brot á eignarréttinum. Hafa
landeigendur kært málið til umboðs-
manns Alþingis.
Að sögn landeigenda er Garðabær
byrjaður að skipuleggja og fram-
kvæma á beitareigninni án þess að
hafa samráð við eigendur beitar-
réttar. Hafa nú þegar verið reistar
byggingar í Molduhrauni, sem er
innan beitarréttar Selskarðs. „Í frétt
í Morgunblaðinu á laugardag sagði
formaður skipulagsnefndar í Garða-
bæ að tekið hafi verið tillit til athuga-
semda. Við gerðum athugasemdir
við að þeir séu að skipuleggja á
beitareigninni, en við getum ekki séð
að það sé tekið nokkurt einasta tillit
til eignarréttinda jarðarinnar Sel-
skarðs,“ segir einn landeigenda í
samtali við Morgunblaðið.
Beitareign Selskarðs hefur ekki
verið nýtt síðan 1967, en eigendur
jarðarinnar segja það ekki skipta
máli. Þeir hafi haft í undirbúningi að
leigja út og selja beitarhólf og svæði
fyrir hestamennsku, sem er sívax-
andi tómstundaiðja á höfuðborgar-
svæðinu. Þá segja landeigendur lög-
mann Garðabæjar hafa haft í hótun-
um við sig í bréfi þar sem hann
skýrði frá ætluðum aðgerðum bygg-
ingaryfirvalda í Garðabæ.
„Þeir hafa hótað okkur aðgerðum
ef við fjarlægjum ekki girðingar í
kringum beitarhólfin okkar,“ segir
einn landeigenda. „Þessar girðingar
og beitarhólfin eru ekki fram-
kvæmdarleyfisskyldar eða bygg-
ingaleyfisskyldar samkvæmt skipu-
lags- og byggingalögum nr. 73 frá
1997. Engu að síður er Garðabær
með hótanir í garð eigenda jarðar-
innar Selskarðs.“
Landeigendur segjast vilja fá að
njóta eignar sinnar í friði samkvæmt
lögum og mannréttindasáttmálum.
Bætir viðmælandi Morgunblaðsins
við að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði
hafi alltaf átt gott samstarf við þá, en
Garðabær og Vegagerðin hafi sýnt
yfirgang og Vegagerðin m.a. gengið
gegn eigin bókun sem gerð var fyrir
héraðsdómi, þar sem hún viður-
kenndi eignarréttinn.
Beitarréttur ekki í gildi nú
Bæjaryfirvöld í Garðabæ segja
ljóst að einhvern tíma hafi Selskarði
fylgt hlunnindi. Þannig hafi það ver-
ið á sínum tíma. En síðan þá hafi
samfélagið tekið miklum breytingum
og réttindin þurfi ekki að vera til
staðar í nútímasamfélagi. Sem dæmi
nefna yfirvöld mótökurétt sömu
bænda í Arnarnessvogi, en þar hafi
viðkomandi aðilar reynt að gera
kröfur til bóta þegar Sjálandsskóli
var byggður.
Bæjaryfirvöld segja ljóst að eng-
inn búskapur sé á Selskarði og því
forsendur til vangaveltna um beitar-
rétt og verðmæti hans hæpnar.
Landeigendur hafa krafist bóta
vegna lands sem færi undir nýja
Reykjanesbraut en Vegagerðin
hafnaði þeirri kröfu. Í úrskurði
Matsnefndar eignarnámsbóta frá 1.
nóvember árið 2004 var kröfu land-
eigenda vísað frá. Þennan úrskurð
hafa landeigendur kært til umboðs-
manns Alþingis og hefur umboðs-
maður að sögn landeigenda sent
matsnefndinni erindi þar sem gerðar
eru athugasemdir við vinnubrögð
hennar í málinu.
Segja bæjaryfirvöld landeigendur
áður hafa beitt fyrir sig það sem yfir-
völd nefna úreltan eignarétt. Sem
dæmi nefna þau dæmi um að land-
eigendur hafi vísað til mótökuréttar
á landinu þar sem Sjálandsskóli var
byggður, við Arnarnesvoginn, og
krafist bóta fyrir skerðingu hans.
Aðalathugasemd bæjaryfirvalda
er þó við girðinguna og beitarhólfin,
en bæjaryfirvöld segja ótækt að
girða í bæjarlandinu án þess að hafa
leyfi til þess. Segja þau þá ljóst að
landið sé ekki eignarland Selskarðs-
eigenda. Það sé í eigu Oddfellow
reglunnar. Nú séu menn farnir að
byggja á landinu og skipuleggja það
með öðrum hætti en var fyrir nokkr-
um áratugum.
Landeigendur Selskarðs segja
ljóst að beitarhólf þeirra séu ekki í
eign Oddfellow reglunnar, heldur
Garðakirkju, samkvæmt skýrum
mörkum, þinglýstum 1890 og einnig
samkvæmt lögum nr. 13 frá 1912 um
sölu á eign Garðakirkju. Telja land-
eigendur bæjaryfirvöld þar fara vís-
vitandi með rangt mál.
Hjá Vegagerðinni voru fulltrúar
lögfræðideildar staddir erlendis, en
væntanlegir til landsins í vikulokin.
Landeigendur telja
brotið á rétti sínum
Eldri réttindi
þurfa ekki að
vera til staðar
nú að mati bæjar-
yfirvalda
Eftir Svavar Knút Kristinsson
svavar@mbl.is
Morgunblaðið/Sverrir
Þrætuepli Hin umdeilda girðing og beitarhólf sem eigendur jarðarinnar
Selskarðs hafa reist á mótum Garðabæjar og Hafnarfjarðar.
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Miðborgin | Kveikt var
formlega á nýja gos-
brunninum í Tjörninni í
gær. Gamli gosbrunn-
urinn, sem þáverandi
sendiherra Bandaríkj-
anna gaf borginni 1980,
var búinn að skila sínu
og var ákveðið að
kaupa nýjan í hans
stað.
Nýi gosbrunnurinn
er nokkru minni en sá
gamli en sá hátturinn
var hafður á svo oftar
væri hægt að hafa
kveikt á honum. Sá
gamli var svo öflugur
að þegar hvessti úðaði
hann hressilega yfir
göngugesti í Hljóm-
skálagarðinum.
Írena Björk Ómars-
dóttir, nemi í leikskól-
anum Tjarnarborg,
setti gosbrunninn í
gang með farsíma. Með
henni er Katrín Jakobs-
dóttir, borgarfulltrúi Morgunblaðið/Golli
Nýr gosbrunnur
í Tjörninni
Reykjavík | Nýtt Menntasvið
Reykjavíkurborgar hefur tekið við
starfsemi Leikskóla Reykjavíkur og
Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur.
Skrifstofa Menntasviðs verður í Mið-
bæjarskólanum, Fríkirkjuvegi 1.
Á skrifstofu Menntasviðs verða:
Fagskrifstofur leik- og grunnskóla,
fjármálastjórnun, bókhalds- og
launaþjónusta leik- og grunnskóla og
innheimta leikskólagjalda, starfs-
mannaþjónusta leik- og grunnskóla,
upplýsingatækniþjónusta leik- og
grunnskóla og skrifstofa sviðsstjóra.
Undir Menntasvið heyra allir leik-
og grunnskólar sem reknir eru af
borginni, alls 120. Starfsmenn eru
um 4.300 og nemendur 21.000.
Á sama tíma flyst ýmis fagleg
þjónusta, sem áður var á skrifstofu
Leikskóla Reykjavíkur og Fræðslu-
miðstöð Reykjavíkur, s.s. leikskóla-
ráðgjöf, kennsluráðgjöf, sálfræðileg
þjónusta, nýbúaþjónusta og innritun
í leikskóla, yfir á þjónustumiðstöðv-
ar í hverfum sem verða í Vesturbæ,
Laugardal/Háaleiti, Breiðholti,
Árbæ/ Grafarholti, Miðbæ/Hlíðum
og Grafarvogi.
Menntasvið
tekur
til starfa