Morgunblaðið - 10.06.2005, Side 6

Morgunblaðið - 10.06.2005, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LÖGMAÐUR sr. Hans Markúsar Hafsteinssonar, sóknarprests Garðasóknar, hefur ritað biskupi Ís- lands, Karli Sigurbjörnssyni, bréf þar sem biskup er lýstur vanhæfur til að fjalla um mál prestsins. Lög- maðurinn, Sveinn Andri Sveinsson, segir að öll tilmæli um að flytja Hans Markús til í starfi verði virt að vett- ugi þar sem kirkjumálaráðherra hafi einn vald til að skipa presta og leysa þá frá störfum. Í bréfinu gerir Sveinn Andri at- hugasemdir við „óeðlileg afskipti“ Biskupsstofu af máli sóknarprests- ins, „þar sem starfsmenn stofunnar hafa leynt og ljóst verið að liðsinna formanni og varaformanni sóknar- nefndar, presti og djákna í atlögu þeirra að sóknarpresti.“ Sveinn Andri segir biskup ekki hafa gripið til aðgerða til að stöðva tölvupóst sem hafi gengið milli manna á Biskupsstofu. Þar hafi starfsmenn stofunnar verið að skipu- leggja þrýstiaðgerðir til að bola prestinum frá störfum, „undir- róðursstarfsemi sem augljóslega þreifst á skrifstofu yðar, en mun skv. stjórnsýslureglum leiða til vanhæfis yðar sem biskups til að taka síðar á málum sr. Hans Markúsar Haf- steinssonar,“ segir ennfremur í bréf- inu. Er þess krafist í bréfinu að biskup leggi fyrir sóknarnefnd að boða til aðalsafnaðarfundar, en slíkan fund beri að jafnaði að halda fyrir lok maí ár hvert. Segir Sveinn Andri um- bjóðanda sinn lýsa allri ábyrgð á hendur Biskupsstofu af því að blanda hinu almenna sóknarstarfi inn í ágreining aðila fyrir áfrýjunar- nefnd þjóðkirkjunnar. Hafði Bisk- upsstofa ekki gert athugasemd við þá ákvörðun sóknarnefndar að fresta aðalsafnaðarfundi um óákveð- inn tíma. Hyggst ekki virða tilmæli um flutning Biskups- stofa neitar ásökunum BISKUPSSTOFA sendi í gær- kvöldi frá sér stutta yfirlýs- ingu þar sem neitað er alfarið þeim „alvarlegu ásökunum á hendur starfsfólki hennar sem fram koma í bréfi Sveins Andra Sveinssonar, nýs lög- manns séra Hans Markúsar Hafsteinssonar, og sent hefur verið fjölmiðlum. Að öðru leyti tjáir Biskupsstofa sig ekki um innihald bréfsins meðan málið er til umfjöllunar í áfrýjunar- nefnd Þjóðkirkjunnar.“ STOFNFRUMUR hafa verið teknar úr 16 Ís- lendingum og græddar aftur í 13 þeirra á um einu og hálfu ári, að því er fram kom á ráð- stefnu lífeindafræðinga í gær, en ráðstefnan stendur yfir í Háskólabíói fram á laugardag. Steinunn Jóna Matthíasdóttir, lífeindafræð- ingur í Blóðbankanum, segir að um tíu sjúk- lingar fari í stofnfrumuígræðslu hér á landi á ári, en meðferðin fer þannig fram að safnað er úr blóði sjúklingsins svonefndum blóðmyndandi stofnfrumum og þær græddar í hann aftur að lokinni meðferð. Eftir að frumunum hefur verið safnað eru þær sendar til rannsóknar í Blóðbankanum og þær svo frystar í fljótandi köfnunarefni áður en ígræðslan fer fram. Steinunn segir að hjá þeim þrettán sjúkling- um sem fengið hafa stofnfrumuígræðslu hafi hvítar blóðfrumur verið komnar upp í eðlilegt magn 12-14 dögum eftir að stofnfrumurnar voru græddar í sjúklinginn, en hvít blóðkorn minnka við krabbameinsmeðferð. Farið var að bjóða upp á þessar aðgerðir í desember árið 2003 en fram að því höfðu sjúk- lingar þurft að fara út til Svíþjóðar í slíka ígræðslu. Steinunn segir að það hafi verið mik- ið framfaraspor að hægt hafi verið að bjóða upp á aðgerðirnar hér á landi. „Það léttir heilmikið á sjúklingunum að þurfa ekki að fara þegar þeir eru lasnir,“ segir Steinunn. Áhersla á vísindi og félagsskap Alls eru um 300 vísindamenn frá Norðurlönd- unum á ráðstefnunni, sem haldin er á tveggja ára fresti. Kristín Hafsteinsdóttir, forseti Norðurlandasamstaka lífeindafræðinga, segir að bæði sé lögð áhersla á vísindaþáttinn á ráð- stefnunni en ekki síst líka að hittast og koma saman. Meðal þess sem rætt er á vettvangi samtak- anna er samræming á menntunarskilyrðum líf- eindafræðinga innan Evrópu, þannig að þeir eigi auðveldara með að starfa í öðrum löndum. Kristín segir þetta ferli komið frekar skammt á veg meðal líftæknifræðinga en vilji sé til að halda því áfram. Helga Erlendsdóttir, líftæknifræðingur á sýklafræðideild Landspítala – Háskólasjúkra- húss, heldur erindi á ráðstefnunni um faralds- fræði sýkinga og íslenskar rannsóknir á því sviði. Að sögn Helgu liggja fyrir mjög ítarlegar upplýsingar um sýkingar hér á landi undanfar- in 30 ár og segir hún að þær upplýsingar séu mjög gagnlegar vegna þess hve auðvelt er að halda utan um rannsóknir hér á landi. Þegar rýnt sé í upplýsingarnar megi meðal annars sjá hvernig gangi að eiga við sýkingar og hverjar þeirra séu það erfiðar að sýklalyf dugi ekki á þær, þannig að aðrar aðferðir, eins og til dæmis bólusetningu, þurfi til. „Þessi vinna sem við erum að leggja okkar af mörkum til, er í forvarnarskyni,“ segir Helga og bætir við að fjölmargir möguleikar hafi opn- ast til að tengja þessar rannsóknir við erfða- fræðina, einkum á sviði smitsjúkdóma. Erindi á ráðstefnu norrænna lífeindafræðinga sem fram fer á Íslandi 13 Íslendingar hafa farið í stofnfrumuígræðslu Undirbúningur var í fullum gangi í Skautahöllinni í Laugardal í gær- kvöldi fyrir stóra tískusýningu sem verður þar í kvöld á vegum Mosaic Fashions. Gera þurfti klárar 36 fyr- irsætur sem munu sýna kvenfatnað frá Karen Millen, Oasis, Coast, Whistles og Odille Oasis. Af þessum fyrirsætum eru 16 íslenskar. Að sögn Kjartans Þórs Þórðar- sonar, framkvæmdastjóra Storm Event, er þetta ein umsvifamesta tískusýning sem fram hefur farið hér á landi. Koma 170 manns að henni með einum eða öðrum hætti og meðal 600 boðsgesta verða þekktir Bretar, m.a. poppstjarnan Samantha Mumba, auk fjölmiðla eins og BBC og OK Magazine. Morgunblaðið/Sverrir Stór- sýning í tískunni REYNT er að laða þorsk af hefð- bundinni rækjuslóð með því að gefa honum æti annars staðar í rann- sóknarverkefni sem nú stendur yfir í Arnarfirði. Hafrannsóknastofnun, með stuðningi frá Vesturbyggð, lagði af stað með verkefnið í vetur eftir að ljóst var að innfjarðarækj- ustofninn var í sögulegu lágmarki. Eftir 15 daga rannsóknaleið- angur síðasta haust var ljóst að inn- fjarðarækjustofninn í Arnarfirði var að hruni kominn. Veiðar á inn- fjarðarækju eru ekki stundaðar um þessar mundir, en áður voru þær stundaðar í Ísafjarðardjúpi, Húna- flóa, Skagafirði, Öxarfirði og Arnarfirði. Á árunum 1990 til 2000 nam innfjarðarækjuveiðin að jafn- aði 7 til 10 þúsund tonnum og því ljóst að um töluvert tjón er að ræða. Ástæður hrunsins eru ekki að fullu kunnar. Að sögn Jóhanns Sigurjónssonar, forstjóra Hafrann- sóknastofnunar, er líklegasta skýr- ingin afrán í kjölfar aukinnar gengdar þorsks og ýsu á grunn- slóðina en einnig má vera að hækk- un hitastigs sjávar hafi haft áhrif. Eftir rannsóknarleiðangurinn í haust var ljóst að rækjan hafði hop- að mikið. Hún fannst einungis á af- mörkuðu svæði í botni fjarðarins en þorskur og ýsa fundust víða. Að sögn Björns Björnssonar, verk- efnisstjóra rannsóknarinnar og fiskifræðings hjá Hafrann- sóknastofnun, var fyrir áeggjan heimamanna ákveðið að reyna að bregðast við þróuninni. Reynt að lokka þorsk af rækjuslóð Morgunblaðið/Ómar Sarfsmenn Hafró rannsaka maga- innihald þorsks úr Arnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.