Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 252. TBL. 93. ÁRG. SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 2 3 7 4 Við réttum þér hjálparhönd við bílakaup Hafðu samband í síma 440 4400 eða kynntu þér málið á glitnir.is. Steinarnir eru í miklu stuði Nýja platan frá Rolling Stones er sú besta í áratugi | Menning 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 Tímaritið og Atvinna í dag Tímaritið | Köttur eins og ljón og hundur í honum  Bræðsluver í bíó- bransanum  Auðvitað erum við mannleg  Hraðinn og fjölbreytnin heilla Atvinna | Enn dregur úr atvinnuleysi  Ofbeldi á vinnustað TUNGNAMENN láta fjárleysi ekki aftra sér frá því að ríða til rétta, syngja þar saman og borða svo réttarsúpu á einhverjum bæj- unum á heimleiðinni. Í gær var mikið um að vera í Tungnaréttum þó engin væri þar kindin, en ekk- ert fé var rekið á afrétt Tungna- manna þetta árið, vegna niður- skurðar í kjölfar riðusjúkdóms. Ekki þótti Tungnamönnum það nokkur hemja að fella niður þann gamla sið að ríða til rétta, þó fjár- laust verði í tvö ár, eins og lög gera ráð fyrir eftir slíkan nið- urskurð. Og eitthvert erindi verð- ur fólk að eiga í réttirnar og þar Fjöldi fólks kom á fákum sínum til hátíðarinnar og tók þátt í herleg- heitunum. Tungnamenn hafa æv- inlega verið stoltir af sínum rétt- arsöng, sem þykir einkar kraft- mikill. Kvenfélag Biskupstungna sá um veitingasölu eins og endranær og Skálholtskórinn sá um rétt- ardansleikinn um kveldið. sem Tungnaréttir eru fimmtugar um þessar mundir, þótti vel við hæfi að slá upp mikilli hátíð í sjálfum réttunum. Brynjar Sig- urðsson frá Heiði tók sig til og fékk leyfi fyrir því að halda hrossauppboð í réttunum og var gríðarleg stemmning í almenn- ingnum þar sem hver bauð öðrum betur í þau hross sem í boði voru. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hross boðin upp í fjárlausum Tungnaréttum Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Tungnamenn eru frægir fyrir hljómmikinn söng í réttunum. Þeir létu ekki sitt eftir liggja í gær og náðu auðveldlega hæstu tónum. ÁSTRALSKI tónlistarmaðurinn Nick Cave hefur tekið að sér að semja þrjú sam- hangandi leikverk fyrir Vesturports-leikhópinn. Leikritin eiga að fjalla um rokkhljómsveit. Cave semur alla texta og tónlist í uppfærslu Gísla Arnar Garðarssonar á Woyzeck eftir Georg Büchner. Leikritið er samstarfsverkefni Vest- urports og Borgarleik- hússins. Frumsýnt verð- ur í Barbican Centre-leikhúsinu í London hinn 12. október nk. Eftir 10 sýningar í London verður leikritið frumsýnt í Borg- arleikhúsinu 28. október. Nick Cave verður viðstaddur. Gísli Örn segir að upptökur tón- listarinnar í London hafi gengið mjög vel fyrir sig. „Ég verð að viðurkenna að þetta var dálítið sérstakt svona til að byrja með. Að vera þarna í stúdíói með Nick Cave og The Bad Seeds að taka upp sérsamin lög fyrir sýninguna! En við vorum búnir að forvinna þetta vel, svo það var nokkuð mikið á hreinu hverju við stefndum að í upptökunum. Upptökurnar gengu því mjög vel. Nick var snöggur að vinna og líkaði vel hvað ramminn var afmarkaður við verk- ið.“ | 26 Nick Cave semur leik- rit fyrir Vesturport Nick Cave Berlín. AFP. | Könnun Allensbach- stofnunarinnar fyrir Frankfurter Allgemeine Zeitung, sem birt var í gær, sýndi kristilegu systurflokk- ana í Þýskalandi, CDU og CSU, með alls 41,5% fylgi og Frjálslynda demókrata með 8%. Jafnaðar- menn, flokkur Gerhards Schröders kanslara, voru með 32,5% og græn- ingjar 7%. Frambjóðendur brutu í gær þá hefð að heyja ekki kosningabaráttu degi fyrir kosningar. Angela Merk- el, kanslaraefni kristilegra, var væntanleg til Bonn en kanslarinn hugðist heimsækja Frankfurt. Um 60 milljónir manna eru á kjörskrá í dag. Samtök áhuga- manna um gönguferðir, FUSS [Fótur], hvetja Þjóðverja til að ganga á kjörstað í stað þess að nota bílinn. Verði losun koldíoxíðs í and- rúmsloftið þá um 1.000 tonnum minni en ella á kjördag. | 12 og 36 Barist um hvert atkvæði Gerhard Schröder Angela Merkel TEIKNARI sem myndskreytti danska barnabók eftir Kåre Bluitgen um líf spámannsins Múhameð, sem eingöngu er byggð á textum músl- íma, þorði ekki að láta nafngreina sig í bókinni af ótta við árásir strangtrú- aðra múslíma, að sögn blaðsins Jyl- landsposten. Samkvæmt lögum og reglum íslams er bannað að búa til eftirmyndir af fólki þótt stundum sé fundin leið fram hjá reglunum. Þrír teiknarar höfnuðu boði um að myndskreyta bókina. Munu þeir m.a. hafa vísað til þess að öfgafullur músl- ími myrti hollenskan kvikmyndaleik- stjóra, Theo van Gogh, sem gerði umdeilda kvikmynd um íslam og konur. Lífshættuleg barnabók? ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hyggst reyna að torvelda þingkosningar Palest- ínumanna í janúar fari svo að fulltrúar samtak- anna Hamas verði í framboði, að sögn dagblaðs- ins The New York Times í gær. Kæmi m.a. til greina að fjarlægja ekki vegatálma og eftirlits- stöðvar en þannig yrði Palestínumönnum í Jerúsalem og víðar á Vesturbakkanum gert erf- itt að kjósa. „Við munum leggja okkur fram um að aðstoða þá ekki,“ sagði Sharon við frétta- menn í New York þar sem hann sat leiðtoga- fund Sameinuðu þjóðanna. Sagðist hann efast um að hægt yrði að kjósa án samvinnu við Ísr- aela. Hamas eru samtök strangtrúarmanna og hafa staðið fyrir mörgum hryðjuverkum. Þau hafa mikið fylgi á Gaza sem Ísraelar hafa nú yf- irgefið. Undanfarna daga hafa samtökin, sem segjast munu bjóða fram í janúar, staðið fyrir fjöldafundum á Gaza í trássi við bann Palest- ínustjórnar og Mahmoud Abbas forseta. Ham- as-menn hafa á stefnuskrá sinni að Ísraelsríki verði lagt niður og hafa jafnvel hótað að reka alla gyðinga á brott frá Mið-Austurlöndum. Ráðamenn Palestínustjórnar andmæltu kröftuglega í gær og sögðu að allir Palestínu- menn ættu rétt á að bjóða sig fram í kosningum. Embættismenn í Washington munu í samtölum við fréttamenn hafa lýst andstöðu við öll utan- aðkomandi afskipti af kosningum Palestínu- manna en á hinn bóginn sagt að menn skildu vel áhyggjur Sharons. Sumir spá Hamas allt að 40% stuðningi í þingkosningunum. Sharon hótar að torvelda kosningar Palestínumanna Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.