Morgunblaðið - 18.09.2005, Side 4

Morgunblaðið - 18.09.2005, Side 4
4 SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SÉRA Árni Bergur Sigurbjörnsson, sókn- arprestur í Áspresta- kalli, lést á Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi í gærmorgun, 64 ára að aldri. Árni fæddist 24. janúar árið 1941 á Breiðabólsstað á Skógarströnd, sonur Sigurbjörns Einars- sonar biskups og konu hans, Magneu Þor- kelsdóttur. Árni varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1968 og lauk guð- fræðiprófi frá Háskóla Íslands 1972. Hann sótti námskeið í biblíuþýðingum í Halle í Þýskalandi árið 1971, stundaði nám við San Francisco Theological Seminary árið 1978 og framhalds- nám í Nýja testamentisfræðum við Háskólann í Lundi árin 1978 til 1980. Árni Bergur varð sóknarprestur í Ólafsvíkurprestakalli árið 1972 og þjónaði því til 1980, að hann varð sóknarprestur í Ásprestakalli í Reykjavík og gegndi því embætti til dauðadags. Áður en hann fór í guðfræðina gegndi Árni ýmsum störfum, m.a. við kennslu og skrifstofustörf og var um tíma bókari og síðar fulltrúi á skrifstofu ríkisspít- ala. Árni gegndi fjöl- mörgum trúnaðar- störfum innan Þjóð- kirkjunnar, m.a. í kjaranefnd Presta- félags Íslands, framkvæmdanefnd Hjálparstofnunar kirkjunnar, í stjórn Hins íslenska bibl- íufélags um árabil, í þýðingarnefnd Gamla testamentis- ins frá 1990 og þýðingarnefnd Nýja testamentisins frá 2001 til 2003. Þá vann hann að þýðingu svonefndra apókrýfra bóka Gamla testamentisins úr frummálinu, auk fleiri ritstarfa. Árni Bergur var stundakennari við guðfræðideild Háskóla Íslands frá 1982, próf- dómari í grísku og Nýja testa- mentisfræðum frá 1977 og Gamla testamentisfræðum og kirkjusögu frá árinu 1990. Eftirlifandi eiginkona Árna er Lilja Garðarsdóttir skrifstofumað- ur og eignuðust þau þrjú börn; Hörpu, Magneu og Garðar. Barna- börn eru orðin níu. Andlát ÁRNI BERGUR SIGURBJÖRNSSON ALÞJÓÐLEGRI ráðstefnu um jarð- vegsvernd er að ljúka á Selfossi um helgina en þar eru samankomnir nokkrir af fremstu sérfræðingum heims á þessu sviði, alls um 60 manns. Landgræðsla ríkisins og Landbúnaðarháskóli Íslands standa að ráðstefnunni í samvinnu við al- þjóðleg náttúruverndarsamtök og evrópska starfshópinn SCAPE, sam- ráðsvettvang sérfræðinga sem veitir Evrópusambandinu ráðgjöf um mót- un stefnu til að vernda jarðvegsauð- lindina. Ólafur Arnalds, prófessor við um- hverfisdeild Landbúnaðarháskólans, hefur í fjögur ár verið stjórnarmaður og ráðgjafi hjá SCAPE, eftir að hafa tekið þátt í að móta þennan starfshóp sem einn helsti sérfræðingur Evrópu á sviði jarðvegsverndar. Hann segir við Morgunblaðið að jarðvegseyðing sé gríðarlegt vanda- mál um allan heim. Ráðstefnan sé merkileg að því leyti að þar komi saman sérfræðingar, sem hafi verið að rannsaka vandamál vegna jarðvegsvernd- ar, og þeir sem fjalli um lagasetningu og stjórnsýslu á sama sviði. Vonast Ólafur til að ráðstefnan skili þannig tillögum að til hennar verði vitnað í framtíðinni við stefnu- mótun jarðvegsvernd- ar í heiminum. Til marks um vand- ann segir Ólafur að ár- lega gjöreyðist jarð- vegur á jörðinni sem samsvari flatarmáli Írlands og af- komu um milljarðs manna sé ógnað af jarðvegseyðingu. Á sama tíma sé fæðuþörfin að aukast. Evrópusam- bandið hafi tekið þá afstöðu að eitt- hvað þurfi að gera og í kjölfarið hafi SCAPE-hópurinn verið settur sam- an. Starfið á Íslandi vekur mikla athygli Ólafur segir staðarvalið fyrir ráð- stefnu sem þessa enga tilviljun. Ís- land eigi við mikinn vanda að glíma í jarð- vegseyðingu en jafn- framt sé hér til staðar merk stofnun, Land- græðsla ríkisins, ein elsta jarðvegsstofnun veraldar, stofnuð árið 1907. Hér hafi náðst góður árangur á mörg- um sviðum en sömu- leiðis hafi okkur mis- tekist á mörgum sviðum. „Jarðvegsverndar- starf á Íslandi hefur breyst gríðarlega mikið til batnaðar. Menn eru ekki lengur að rífast um hvort raunverulegur vandi sé til stað- ar heldur snýst umræðan á Íslandi um lausnir. Landgræðslan hefur náð miklum árangri í grasrótarsamstarfi við bændur, þar sem þeir eru gerðir ábyrgir í jarðvegsvernd sem vörslu- menn landsins. Þetta hefur vakið mikla athygli erlendis,“ segir Ólafur, en margir erlendir sérfræðingar hafa jafnframt komið til Íslands til lengri og styttri dvalar og kynnt sér rann- sóknir og starfsemi Landgræðslunn- ar og fleiri landbúnaðarstofnana. Hann segir að þrátt fyrir góðan ár- angur sé enn verið að reka sauðfé á verst förnu afrétti landsins, eins og Landmanna- og Rangárvallaafrétt. Með gæðastýringu í landbúnaði verði þó vonandi farið að hlífa t.d. afréttum meira og mikilvægt að beingreiðslur til bænda fari í einhverja slíka um- hverfisvernd. Leiðin til árangurs í jarðvegsvernd sé að skilyrða greiðsl- ur við sjálfbæra landnýtingu. Morgunblaðið/RAX Á ráðstefnuna á Hótel Selfossi hafa komið saman nokkrir af helstu sérfræðingum heims á sviði jarðvegsverndar, alls um 60 manns. Árlega gjöreyðist land sem svarar til Írlands Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is HÓPUR frá bresku sjónvarpsstöð- inni BBC News var viðstaddur fyrsta dag ráðstefnunnar á Hótel Selfossi í liðinni viku. Ólafur Arnalds segir það til marks um hve ráðstefnan vekur mikla alþjóðlega athygli. Fjórir þáttagerðarmenn hafi í leiðinni komið til landsins til að fjalla um landgræðslu og jarðvegs- eyðingu á Íslandi. Hópur frá BBC News mætti Ólafur Arnalds. HERAGI ríkti á Miklatúni í gær- morgun þegar um 60 manns voru saman komin í svokallaða Boot Camp-þjálfun, en það er vísun í grunnþjálfun hermanna erlendis og tákn um mjög erfiðar líkamlegar æf- ingar. Birgir Konráðsson, þjálfari, og stofnandi Boot Camp á Íslandi, segir æfingarnar alla jafna eiga sér stað innan dyra. „En aðra hverja viku þá förum við út fyrir salinn til þess að brjóta þetta upp. Þá köllum við saman alla hópana okkar,“ segir Birgir. Aðspurður segir hann íþrótt- ina ekki einvörðungu höfða til karla heldur fólks á öllum aldri. „Konur eru yfirleitt í meirihluta og hafa rosalega gaman af þessu.“ Morgunblaðið/Þorkell Heræfingar á Miklatúni KVENNALIÐ Vals í knattspyrnu náði í gær þeim frábæra árangri að tryggja sér sæti í 8 liða úrslitum í Evrópukeppni kvenna í knatt- spyrnu þegar liðið vann stórsigur á liði Alma frá Kazakhstan, 8:0. Þetta var þriðji leikur liðsins í milliriðl- inum og fór hann fram í Eskiltuna í Svíþjóð. Valsstúlkur luku keppni í riðlinum með markatöluna 12:2. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Valsliðsins algjörir í leiknum og komu fimm markanna í fyrri hálfleik. Margrét Lára Við- arsdóttir fór á kostum í framlínunni og skoraði fjögur mörk, Málfríður Erna Sigurðardóttir gerði tvö mörk og þær Dóra Stefánsdóttir og Rakel Logadóttir sitt markið hvor. Frammistaða Vals í keppninni hefur verið hreint út sagt frábær og íslenskri knattspyrnu til mikils sóma, segir á heimasíðu Knatt- spyrnusambands Íslands. 8 liða úr- slitin verða leikin 8. og 19. október, heima og heiman. Góður árangur Valsstúlkna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.