Morgunblaðið - 18.09.2005, Page 67

Morgunblaðið - 18.09.2005, Page 67
Nýjasta geisla-plata Pauls McCartneys, Chaos and Crea- tion in the Back- yard, er uppseld á Íslandi. Hún kom út á mánudaginn og hjá Senu feng- ust þær upplýs- ingar að hún hefði selst framar von- um. Platan hefur hlotið góða dóma víða um heim, m.a. gaf gagnrýnandi Morgunblaðsins henni fimm stjörn- ur, eða fullt hús. Nýtt upplag af plötunni er vænt- anlegt í verslanir á mánudag. Fólk folk@mbl.is Sýnd kl. 3 Í þrívíddSýnd kl. 3, 8 og 10.20 B.i 10 ára Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 O.H.H. / DV. . . / H.J. / Mbl.. . / l. kvikmyndir.comkvik yndir.co Verðið á karlhórum hefur lækkað töluvert fyrir evrópskar konur! Sprenghlægileg gamanmynd! Sýnd kl. 3, 6, 8 og 10 b.i. 14 ára Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 KVIKMYNDIR.COM  RÁS 2 Ó.H.T  S.K. DV  KVIKMYNDIR.IS  VINCE VAUGHN OWEN WILSON Sýnd kl. 2, 4 ísl tal Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i 16 ára ÞEGAR EKKI ER MEIRA PLÁSS Í HELVÍTI MUNU HINIR DAUÐU RÁFA UM JÖRÐINA  TOPPFIMM.IS  DV  KVIKMYNDIR.IS  ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA! MEISTARI HROLLVEKJUNNAR SNÝR AFTUR TIL AÐ HRÆÐA ÚR OKKUR LÍFTÓRUNA BESTA GRÍNMYND SUMARSINS „FGG“ FBL. Sýnd kl.5.30, 8 og 10.30 b.i. 16 ára Sýnd kl. 3 og 6 ísl tal Fyrsti hluti í epískum fantasíu þríleik Aldrei annað eins hefur sést í bíó hérlendis áður! Mynd sem slegið hefur í gegn! Missið ekki af þessari Night Watch is F***ING COOL! Quentin Tarantino Night Watch is F***ING COOL! Quentin Tarantino Til að hafa stjórn á hrottum og illmennum er sett á laggirnar sérstök sveit sem kallar sig Night Watch! il f j ill l i i ll i i ! Hið nýja andlit óttans Miðasala opnar kl. 14.15 Sími 551 9000 * TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400KR. ATH! SÝNINGAR SÉRMERKTAR MEÐ RAUÐU400 KR. Í BÍÓ!* 400 KR. Í BÍÓ!* 3 bíó - 400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningar merktar meðrauðu kl. 2, 4 í þrívídd Harðasta löggan í bænum er þann mund að fá stórskrýtinn félaga! FRÁBÆR GRÍN OG SPENNUMYND 553 2075☎ SAMUEL L. JACKSON EUGENE LEVY MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 67 BENEDIKT Hermann Her- mannsson heitir ungur maður á öðru ári í tónsmíðum við LHÍ sem vakið hefur nokkra athygli undanfarið fyrir að troða upp á hinum ýmsu stöðum borgarinnar með heljarinnar stórsveit sér til halds og traust. Við þau tækifæri kallar hann sig Benna Hemm Hemm og tónlistinni sem sveitin spilar, með Benna í broddi fylkingar, má ef til vill lýsa sem balkanskri þjóðlagatónlist í „elv- iskum“ stórsveitarútsetningum. Á dögunum kom svo út samnefnd breiðskífa Benna Hemm Hemm og af því tilefni var tónlistarmanninum boðið í heimsókn upp á Morg- unblaðið. Benedikt er fyrst spurður að því hvort Benni Hemm Hemm sé hljóm- sveit eða einfaldlega listamannsnafn tónlistarmannsins. „Því hefur einfaldlega verið haldið opnu hingað til. Ég er náttúrlega Benni Hemm Hemm en þetta er líka nafnið á hljómsveitinni svo að ég ákvað að þetta yrði bara óútskýrt og þannig er það óútskýrt í umslagi plötunnar“ Hvenær varstu þá stofnaður? „Ég gaf út EP-plötu fyrir tveimur árum sem kallaðist Summer Plate og þá var ég í hópi margra sem húktu heima hjá sér og bjuggu til takta í tölvunni. Ég uppgötvaði þó áður en það var of seint að ég var orðinn frekar tilgerðarlegur og þegar mér var boðið að spila á tónleikum bjó ég til hljómsveitina í stað þess að stíga upp á svið á ýta bara á play.“ Hvernig fara þá lagasmíðarnar fram í dag? „Ég vinn þetta að vísu einn ennþá. Ég smíða tónlistina í tölvunni og svo útset ég hana fyrir hvert hljóðfæri. Ég gæti aldrei búið þessa tónlist til með stórri hljómsveit því að það tek- ur heilar tvær vikur að koma öllu þessu fólki saman – við hefðum tíma til að fara yfir eitt lag og svo yrði ein- hver að fara.“ Lögin eru nefnilega mjög stór. Hvað tekur það þig langan tíma að semja eitt lag? „Það er mjög mismunandi. Fyrsta lagið, „Beginning End“, var samið með Oasis-aðferðinni – á engum tíma. En svo eru önnur sem kalla mætti mjög sársaukafull og taka mig mjög langan tíma.“ Hefur tónsmíðanámið breytt því hvernig þú semur lög? „Nei, það er frekar að það sem ég hef verið að gera breyti náminu. Reynslan af því að stjórna upptökum á stórri plötu og fylgja henni alla leið fyllir mig meira sjálfstrausti í nám- inu – held ég.“ Hafðirðu einhverjar fastar fyr- irmyndir við gerð þessarar plötu? „Ja, sumpart er þetta sótt í Elvis en svo má heyra áhrif frá balkanskri tónlist og þá í sambandi við hrynj- andina og svo bara almennri þjóð- lagatónlist.“ Er það eitthvað sem þú hlustar á dagsdaglega? „Já, eiginlega. Síðan eru margir í kringum mann sem eru að gera skemmtilega hluti og maður hlustar mikið á þá.“ Hvernig verða textarnir til? „Það er misjafnt. Til dæmis er lag- ið „The Doomed The Damned“ nefnt eftir reyfara sem kallast The Exe- cutioner. Ég get eiginlega ekki sagt að ég hafi lagt jafnmikið í þá alla og það er oft augljóst.“ Hvernig var það til dæmis með lagið „I can love you in a wheelchair baby“? „Ég fékk þessa setningu á heilann árið 1998. Þetta er svona „umfram Oasis-aðferðin“, textinn varð til áður en ég samdi hann.“ Annað lag á plötunni er „Til eru fræ“. Af hverju ákvaðstu að taka það lag? „Mig dreymdi að ég væri staddur í partíi með konunni minni og í einu horni herbergisins var hljómsveit að spila lagið í 4/4 í stað 6/8 og mér fannst það mjög flott. Þetta er eina dramatíska tilurðin á plötunni. Mér fannst það mjög kúl að dreyma lag.“ Hvert verður síðan framhaldið? Það verða tónleikar hinn 22. sept- ember á Grandrokki og svo spilum við á Airwaves, annað og meira er enn óráðið, enda ekkert grín að koma öllu þessu fólki saman.“ Tónlist | Ný plata frá Benna Hemm Hemm Morgunblaðið/Golli Benni Hemm Hemm er á öðru ári í tónsmíðadeild LHÍ. Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is Balkanskur Elvis

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.