Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 56
Mímí og Máni Kalvin & Hobbes HEFUR ÞÚ KYSST STELPU HOBBES? JÁ, ÆTLI ÞAÐ EKKI HVERNIG ER ÞAÐ EIGINLEGA? EINHVERN VEGINN SVONA AÐ VONA AÐ ÞAÐ YRÐI EKKI SVONA LOÐIÐ ÉG VAR Risaeðlugrín VETURINN ER KOMINN © DARGAUD NÚ ÞEGAR HVERNIG SÉRÐU ÞAÐ? ÞAÐ ER NÝFALLINN SNJÓR, AUÐVITAÐ! HVAR SÉRÐU ALLAN ÞENNAN SNJÓ? REYNDAR EKKI MIKIÐ BARA EITT SNJÓKORN! HA? BARA EITT SNJÓKORN, EN ÓTRÚLEGT JÁ, EN EKKI HVAÐA SNJÓKORN SEM ER ÞETTA ER MEÐ ÓLÍKINDUM. BARA EITT STÓRT SNJÓKORN. ALDREI HEF ÉG SÉÐ ÞAÐ?? ÞETTA ER EKKI SVO SKRÝTIÐ. ÍMYNDAÐU ÞÉR AÐ ÖLL SNJÓKORNIN HAFA ÁKVEÐIÐ AÐ FALLA ÖLL Á SAMA TÍMA Á SAMA STAÐ ... ... OG ÞANNIG SAMEINAST Í EINU RISASTÓRU SNJÓKORNI JÁ, ÞÚ SEGIR NOKKUÐ ...EF MAÐUR SKOÐAR ÞETTA SVONA VÆRI ÞETTA MÖGULEIKI. EN HVAR DATT ÞETTA SNJÓKORN? ÞARNA! HÍ, HÍ, HÍ HONUM DÍNÓ VERÐUR EKKI HEITT NÆSTU VIKURNAR Dagbók Í dag er sunnudagur 18. september, 261. dagur ársins 2005 Víkverji rak augun ípistil Jóns Gnarr aftan á Fréttablaðinu á föstudag. Í pistlinum fjallar Jón um viðtal sem hann las þar sem rætt var við homma sem sagði farir sínar ekki sléttar. Vildi Jón meina að fátt væri sorglegt við að vera hommi á Íslandi í dag og engin ástæða til að kvarta. Eins og frægt er orð- ið kom Víkverji úr skápnum á Gay-pride- daginn í sumar og hefur því, sem innanbúðarmaður, ýmislegt við skrif Jóns að athuga. Víkverji er ósammála því sem Jón skrifar, að það sé „bara fínt“ að vera hommi á Íslandi og að samkynhneigðir séu hér á landi einhvers konar forrétt- inda-minnihlutahópur. Vissulega hefur margt færst til batnaðar í málum samkynhneigðra en enn er fjöldi vandamála sem sam- kynhneigðir, jafnt hommar sem lesbíur, þurfa að kljást við og gera það að verkum að það er alveg hreint ekki „fínt“ að vera samkyn- hneigður Íslendingur. Á síðustu tveimur áratugum hefur orðið algjör umpólun á viðhorfi til samkynhneigðar hjá langflestum Íslend- ingum – en ekki öllum. Víkverji veit sem er að á ótal stöðum (og ótrú- legustu stöðum!) verða hommar á Íslandi fyrir barðinu á fáfræði og fordómum landa sinna. Víkverji heyrir enn sög- ur um mismunun á vinnustað og líkams- árásir sem hommar verða fyrir, eingöngu kynhneigðar sinnar vegna. Slík tilvik eru blessunarlega fá, en þó það mörg að ástæða er til að vekja máls á. Líkja má stöðunni við kjarabar- áttu kvenna: að segja að hommar hafi það „alveg nógu gott“ er eins og að segja að konur hafi „alveg nógu há laun“ þar sem bara vanti nokkrar prósentur upp á að ná karlmönn- unum. En það er einmitt ekki fyrr en fullu jafnrétti er náð að hætta má jafnréttisbaráttunni – og jafnvel ekki svo fljótt, því alltaf er sú hætta fyrir hendi að allt fari í sama farið. Þá koma pistlar eins og Jóns Gnarr ekki að gagni því síst þarf að draga úr fólki sem sættir sig ekki við neitt minna en jafnsjálfsagðan hlut og algjört jafnrétti. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is            Staðir | Blaðamenn standa undir risavöxnu hnattlíkani sem Vincenzo Coron- elli byggði fyrir Loðvík XIV Frakklandskonung. Coronelli var ítalskur korta- gerðarmaður og fjölfræðingur og smíðaði seint á 17. öld jarðlíkanið sem hér sést, og annað eins sem sýndi himintunglin en báðir hnettirnir eru nærri fjór- ir metrar í þvermál og mikil listasmíð. Líkanið er til sýnis í Grand Palais sem nú hefur verið opnað eftir tólf ára viðgerðir. Reuters Hnöttur Sólkonungsins MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Halt þú þeirri trú, sem þú hefur með sjálfum þér fyrir Guði. Sæll er sá, sem þarf ekki að áfella sig fyrir það sem hann velur. (Róm. 14, 22.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.