Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir heimsókn til Afganist-ans er mun auðveldara enáður að skilja hvernig þeirOsama bin Laden og Mull-ah Omar, sem var leiðtogi
talibanastjórnarinnar í Afganistan,
gátu horfið sporlaust eftir hernaðar-
íhlutun Bandaríkjamanna í landinu
haustið 2001. Hér hverfur allt í ryki
og móðu, landið er erfitt yfirferðar;
það er auðvelt að finna holur í jörð-
inni eða hella uppi í fjöllum til að fel-
ast í. Það er raunar svo, að maður átt-
ar sig varla á því, þegar flogið er inn
til lendingar á alþjóðaflugvellinum í
Kabúl, að fyrir neðan mann sé millj-
ónaborg. Húsin og fólkið og bílarnir
falla inn í landslagið, allt er svo þurrt
ásýndar, brúnt á lit.
Kannski má yfirfæra þessu lýsingu
á Afganistan í öðrum skilningi einnig;
það er erfitt að átta sig almennilega á
stöðu mála í þessu stóra landi í fárra
daga heimsókn, útilokað að fá ein-
hverja yfirsýn yfir stöðuna í stjórn-
málum, öryggismálum, samfélaginu í
heild sinni. Skýringin er kannski að
hluta til sú að sumpartinn er ekki til
neitt, eitt Afganistan; landið er svo
brotakennt sem þjóðríki. Grundvall-
arstofnanir samfélagsins virka varla,
dómskerfið hefur verið óvirkt til
margra ára, stjórnvöld hafa tak-
mörkuð völd utan við Kabúl. Hér búa
mörg þjóðarbrot, margir ættbálkar,
mörg tungumál eru töluð.
Landfræðilegar aðstæður og ára-
tuga löng hernaðarátök skipta máli
líka. Þetta er miðaldasamfélag þar
sem ekki er sjaldgæft að menn geri
mál upp sín í millum, án milligöngu
samfélagsstofnananna sem leika mið-
lægt hlutverk í lífi okkar sem búum á
Vesturlöndum.
Einn helsti sérfræðingurinn í mál-
efnum Afganistans, stjórnmálafræð-
ingurinn Barnett Rubin, hefur skrif-
að bók sem nefnist The Frag-
mentation of Afghanistan; titillinn
segir allt sem segja þarf.
5.800 manns í framboði
Þingkosningar fara fram í Afgan-
istan í dag og þær marka endalok
Bonn-ferlisins svokallaða, sem efnt
var til eftir fall talibanastjórnarinnar
síðla árs 2001. Með Bonn-ferlinu var
mörkuð sú leið sem síðan hefur verið
fylgt í pólitískum skilningi í Afganist-
an, átti hún að tryggja að komið væri
á fót ýmsum þeim stofnunum sem
hvert lýðræðisríki þarf að hafa. Sam-
in var stjórnarskrá og hún samþykkt,
í október á síðasta ári voru síðan
haldnar forsetakosningar, þar var
Pastúninn Hamid Karzai kjörinn for-
seti Afganistans með yfirburðum.
Þegar ég heimsótti Afganistan ný-
verið voru talsmenn alþjóðastofnana
og ISAF, stöðugleikasveitanna sem
Atlantshafsbandalagið (NATO) fer
fyrir skv. umboði öryggisráðs Sam-
einuðu þjóðanna, bjartsýnir á að
þingkosningarnar í dag færu vel. Og
þeim kann að verða að ósk sinni, það
kann allt að ganga vonum samkvæmt
– en ýmislegt er engu að síður bogið
við þessar kosningar, þegar mæli-
kvarði vestrænna kosninga er notað-
ur.
En vandamálin sem blasa við
skipuleggjendum kosninganna eru
líka viðamikil.
Það fara fram tvenns konar kosn-
ingar í Afganistan í dag. Kosið er til
neðri deildar afganska þingsins, Wol-
esi Jirga, en þar munu alls sitja 249
fulltrúar, a.m.k. tveir frá hverju
héraði landsins. En jafnframt er ver-
ið að kjósa héraðsþing [e. provincial
councils]; í framhaldinu mun hvert
héraðsþinganna 34 velja einn fulltrúa
á Meshrano Jirga, efri deild afganska
þingsins, öldungadeildina svokölluðu.
Alls eiga að sitja 102 fulltrúar í öld-
ungadeildinni, Hamid Karzai forseti
skipar persónulega þrjátíu og fjóra
þeirra, 34 eru tilnefndir af lands-
hlutaráðum [e. district councils] sem
enn á eftir að kjósa.
Alls eru um 5.800 manns í framboði
í dag, skiptist sá fjöldi nokkuð jafnt,
tæplega helmingur er í framboði til
Wolesi Jirga, ríflega helmingur til
héraðsþinganna. Notast er við flókið
hlutfallskosningakerfi, SNTV (e.
Single Non-Transferable Vote), sem
gerir það að verkum að engir stjórn-
málaflokkar eru í framboði sem slík-
ir, aðeins einstaklingar.
Augljóst var af viðræðum við
starfsmenn alþjóðastofnana og
sendiráða í Afganistan að þeim þykir
þetta kerfi flækja myndina um of,
þeir hefðu kosið annað, einfaldara
kerfi. En Karzai forseti mun hafa
beitt sér fyrir þessu fyrirkomulagi.
Hann er sagður hafa óbeit á stjórn-
málaflokkum og starfi þeirra, honum
þykir framganga þeirra í Afganistan
ekki gefa tilefni til að ýta beri undir
starfsemi þeirra.
En þá ber vitaskuld að gæta að því,
að stjórnmálaflokkar í Afganistan
hafa þróast með öðrum hætti en á
Vesturlöndum, þar sem stjórnmála-
flokkar eru ein af grundvallarundir-
stöðum lýðræðisins. Í Afganistan
hafa flokkar myndast í kringum ein-
staka stríðsherra eða einstaka vopn-
aða hópa.
Andstæðingar Karzais segja aftur
á móti að afstaða hans mótist fyrst og
síðast af því, að hann vilji ekki að til
verði öflugar stofnanir sem láti illa að
stjórn og séu líklegar til að beita sér
gegn honum.
Ekki þarf raunar að efa að einstak-
ir frambjóðendur tengjast einstökum
flokkum eða hópum. Ekkert er við
þetta að athuga og þegar þing kemur
saman að afloknum kosningum er
mönnum frjálst að draga sig saman í
dilka og mynda þingflokka. Þykir það
raunar eitt af því sem gerir þessar
kosningar spennandi; hvort nýtt þing
muni verða andsnúið forsetanum –
sem náði yfirburðakosningu í for-
setakjörinu fyrir ári – eður ei. Vekur
eftirtekt að sá sem auglýsir manna
mest í Kabúl-borg er einmitt Yunus
Qanuni sem fékk næstflest atkvæði í
forsetakosningunum í fyrra.
Qanuni, sem er tadjíki og kemur
frá Panjsher-dal, þar sem Sovétmenn
og talibanar mættu hvað mestri mót-
spyrnu á sínum tíma, hefur spáð því
að allt að helmingur þingmanna muni
verða á hans bandi. Hann segist ekki
vilja að löggjafarsamkundan og
framkvæmdavaldið fari í hár saman
en hefur hins vegar lýst því yfir að
þingið muni ekki endilega leggja
blessun sína yfir allt sem frá stjórn
Karzais kemur. Qanuni segir það
helsta vanda Afganistans að landinu
stýri veikur leiðtogi; ummæli sem
benda ekki til að sérstakir kærleikar
séu með honum og Karzai forseta.
Konur 12% frambjóðenda
Annað sem vekur athygli í þessu
íhaldssama samfélagi – þetta er
nokkuð sem alþjóðastofnanir hafa
haldið á lofti sem dæmi um þær
breytingar til batnaðar sem séu að
eiga sér stað í Afganistan – er að kon-
ur eru 10% frambjóðenda, alls 582.
Þar af eru 328 konur í framboði til
Wolesi Jirga, þ.e. þær eru 12% fram-
bjóðenda, og af 249 þingsætum er bú-
ið að taka 68 frá fyrir konur.
Kynjakvóti er semsé í gildi, ákveð-
ið hefur verið að 25% fulltrúa í neðri
deild þingsins verði konur en skv. töl-
um Þróunarhjálpar Sameinuðu þjóð-
anna (UNDP) er hlutfall kvenna á
þingi hærra í aðeins nítján löndum í
heiminum.
Þá er gert ráð fyrir því að 43%
kjósenda verði konur (konur voru
40% kjósenda í forsetakosningunum í
fyrra) en alls eru á kjörskrá ríflega
tólf milljónir manna.
Hver frambjóðandi fær tákn
Flókið mál og langdregið verður að
telja alla kjörseðla og fá niðurstöðu í
kosningunum, áætlað er að úrslita
verði ekki að vænta fyrr en að þrem-
ur vikum liðnum. Kjörseðlarnir eru
síðan sérkapítuli út af fyrir sig, líkt og
Richard Atwood, yfirmaður kjör-
stjórnar, skýrði fyrir okkur á fundi í
Kabúl.
Í ljósi þess að aðeins einstaklingar
eru í kjöri, og þegar fjöldi frambjóð-
enda er hafður í huga, gefur auga leið
að kjörseðillinn er stórt og mikið
plagg. Kemur einnig til annað vanda-
mál, sem er það að allt að 85% afg-
anskra kvenna og 55% karla eru
ólæs. Ekki er því nóg að setja nafn á
kjörseðla til að frambjóðendur þekk-
ist – og ólæsið flækir ennfremur
kosningabaráttuna, eins og gefur að
skilja, því að frambjóðendur geta
ekki treyst á að kjósendur skilji skrif
þeirra í bæklinga eða á veggspjöld.
Sættust menn á þá lausn að úthluta
öllum frambjóðendum sérstöku
tákni; tákni sem verður á kjörseðl-
inum auk nafns frambjóðandans og
myndar af honum. Frambjóðandi
getur því sagt væntanlegum kjósend-
um sínum að leita að sínu tákni – t.d.
hesti, tígrisdýri, demanti eða jarðar-
beri – og merkja X við það.
„Við munum taka viljann fyrir
verkið,“ segir Atwood. „Þó að seðill-
inn verði ekki nákvæmlega rétt út
fylltur, eins og við á Vesturlöndum
myndum skilgreina það, þá munum
við láta þá reglu gilda, að ef vilji kjós-
andans sé skýr þá sé í lagi með at-
kvæðið.“
Vafasamir aðilar í framboði?
Sé tæknileg framkvæmd kosning-
anna flókin þá virðast ýmsir aðrir
annmarkar jafnvel enn stærri; nefni-
lega þeir að óumdeilt er að í framboði
verða ýmsir aðilar sem við aðrar
kringumstæður fengju ekki að bjóða
fram og/eða væru e.t.v. á bak við lás
og slá.
Að vísu voru nýverið um tuttugu
frambjóðendir dæmdir úr leik; sann-
að þótti skv. þeim leikreglum sem
kjörstjórn vinnur eftir að þeir væru
leiðtogar vopnaðra hópa eða hefðu
bein tengsl við slíka hópa. En miðað
við þau samtöl, sem ég átti við starfs-
fólk alþjóðastofnana í Kabúl, hefði
farið best á því að meina talsvert
Brothætt staða í Afganistan
Þingkosningar fara fram
í Afganistan í dag en þær
marka lok Bonn-ferlisins
svokallaða. Davíð Logi
Sigurðsson heimsótti
Afganistan nýverið og
fjallar hér um kosningarnar,
þýðingu þeirra og um
stöðuna í þessu
stríðshrjáða landi.
Morgunblaðið/Davíð Logi
Richard Atwood heldur á lofti sýnishorni af kjörseðlinum.
Frambjóðendur í kosningunum í Afganistan hafa auglýst grimmt síðustu vik-
urnar, það hefur ekki farið framhjá neinum í Kabúl að kosningar eru fyrir dyrum.
UM 12,4 milljónir manna eru á kjör-
skrá í þingkosningunum í Afganist-
an, um 1,5 milljónum meira en í for-
setakosningunum í fyrra. Alls eru
konur 41% þeirra sem eru á kjör-
skrá, um 10% frambjóðenda en
25% sæta á þinginu hafa verið
eyrnamerkt konum.
Dreifing kjörgagna var flókið ferli,
enda samgöngur erfiðar í Afganist-
an, ýmis svæði eru erfið yfirferðar,
stundum getur tekið marga daga að
fara 150 km leið. Kjörstaðir eru alls
um 6.000 í þessum kosningum,
notast var við flutningaflugvélar til
að dreifa kjörgögnum út í einstök
héruð en þyrlur til þeirra héraða
sem afskekktust eru og þar sem
flugvélar geta ekki lent. Síðan var
notast við flutningabíla til að aka
gögnunum þaðan út í einstök þorp
og byggðir, asnar komu að góðum
notum þegar kom að dreifingu til
allra afskekktustu byggða.
Kjörseðlar verða ekki taldir á
staðnum, of mikil hætta þykir á því
að tilteknir héraðs- eða þorpshöfð-
ingjar frétti um niðurstöðuna í sinni
heimabyggð og reyni að grípa inn,
sé niðurstaðan þeim ekki þókn-
anleg. Því þarf að flytja kjörseðlana
í sérstakar talningastöðvar í hverju
héraði. Afganar bera sjálfir hitann
og þungann af þessu starfi, her og
lögregla þeirra munu sjá um öryggi
á kjörstöðum; ISAF eða Bandaríkja-
her koma ekki nálægt því starfi.
Sömuleiðis verða aðeins örfáir
starfsmenn alþjóðastofnana í hverju
héraði, það verða heimamenn sjálfir
sem sjá um framkvæmd kosning-
anna á einstökum kjörstöðum og
telja atkvæðin að kosningunum
loknum. Einungis örfáir alþjóðlegir
eftirlitsmenn verða á vettvangi;
Öryggis- og samvinnustofnun (ÖSE)
sendir lítið lið manna, sem og Evr-
ópusambandið.
Ellefu þúsund ISAF-hermenn eru
nú í Afganistan, var fjölgað um þrjú
þúsund vegna kosninganna. Menn
hafa nokkrar áhyggjur af því að ein-
stakir frambjóðendur kunni að efna
til vandræða þegar í ljós kemur að
þeir hafa ekki náð settu marki. „Við
þurfum örugglega að vera við öllu
búnir eftir kosningarnar,“ sagði
Scott Carnie, yfirmaður öryggismála
hjá kjörstjórn (JMEB), á fundi sem
við áttum með honum í Kabúl.
Heimamenn sjálfir
í aðalhlutverki
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
Nr. 1 í Ameríku
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
Góð heilsa - Gulli betri
Lið-a-mót
FRÁ
Extra sterkt