Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 61
Ninu Flyer áður, en með Ásdísi spil- aði ég í fyrsta skipti á afmælistón- leikum Tónmenntaskólans. Ég hef vitað af henni lengi og litið upp til hennar síðan ég var krakki. Hún er frábær víóluleikari og gaman að fá tækifæri til að spila með henni aft- ur, eins og þeim öllum.“ Á öðrum tónleikunum, 16. októ- ber, leikur Blásarakvintett Reykja- víkur auk verks Mozarts, Tríó fyrir horn, klarinettu og fagott eftir Jón Nordal, Blásarakvintett eftir Jean Françaix og Sextett eftir Poulenc, með gesti sínum, Víkingi Heiðari. Helgi segir þá tónlistarmenn sem spila í Kammermúsíkklúbbnum allt- af ánægða með að fá að spila þar. „Við gleðjumst auðvitað yfir því. Tónlistarfólkinu finnst áheyrendur klúbbsins sérstaklega góðir – þeim finnst þeir fá mjög góða svörun frá salnum. Ég held að þetta sé rétt. Nú eru félagsmenn í klúbbnum tæp- lega 250. Félagsmenn okkar eru tryggir, en við erum þó alltaf að reyna að fjölga í hópnum, því það detta alltaf einhverjir út. Besta leið- in hefur reynst að hvetja fé- lagsmenn til að taka með sér gesti eða bjóða fólki að koma. Í vetur bjóðum við nýjum áskrifendum eina tónleika fría, eða 20% afslátt á tón- leikaröðinni með fimm tónleikum. Næsta starfsár verður Kamm- ermúsíkklúbburinn 50 ára, og við erum farnir að undirbúa það. Þá fáum við hingað Cuvilliés kvart- ettinn frá Þýskalandi sem hefur mikið yndi af því að spila hér, og lík- lega Erling Blöndal Bengtsson og tengdadóttur hans, píanóleikarann Ninu Kavtaradze.“ Tónleikarnir í kvöld verða sem fyrr segir í Bústaðakirkju kl. 20, eins og allir tónleikar Kammermús- íkklúbbsins. mest held ég þó upp á Miles Davis.“ Hvað ertu að fást við í dag og hvað er að gerast hjá þér á næstunni? „Ég fæst við kennslu, tónsmíðar og tónleikahald. Ég er alltaf með nokkra fasta nemendur og nem- endur mínir hafa náð ágætum ár- angri í alþjóðlegum harmonikku- keppnum. Svo held ég námskeið víða í Evrópu. Ég hef gefið út nokkra hljómdiska og nú eru nýkomnir tveir nýir diskar. Annar er sólódiskur en hinn er með djasshljómsveit minni, Renzo Ruggieri Group. Við gáfum út disk fyrir nokkrum árum sem heitir Spaghetti Time en nýi diskurinn heitir Bends og hann hefur fengið fína dóma á Ítalíu, enda eru félagar mínir í hljómsveitinni í hópi þeirra allra bestu á Ítalíu. Með þessum diskum eru að verða viss vatnaskil í tónlistarferli mínum. Nú er að ljúka dálitlu tilraunatímabili í tónlist hjá mér og á næstunni mun ég þróa tón- list mína með ákveðnari hætti en hingað til. Til dæmis er ég að vinna að útsetningum fyrir nýjan hljóm- disk þar sem ég leik á harmonikku við undirleik strengjasveitar.“ Hvað ætlar þú að leika fyrir Ís- lendinga á tónleikum þínum? „Þetta er önnur heimsókn mín til Íslands, í hinni fyrri var ég gestur hjá vini mínum Leifi Magnússyni og þá hélt ég hefðbundna sólótónleika. Að þessu sinni verður djassinn í að- alhlutverki. Tónleikarnir skiptast í tvo meginhluta. Það verður djass- hljómsveit og með henni leik ég lög sem eru á efnisskrá Renzo Ruggieri Group, bæði þekkt djasslög og lög eftir mig. Það verður líka strengja- sveit og með henni leik ég útsetta tónlist sem liggur á milli sígildrar tónlistar og djasstónlistar.“ Því má bæta við að lokum að sjö tónlistarmenn koma að tónleikahald- inu með Renzo og allir starfa þeir á Íslandi. Fyrstu tónleikarnir eru í Safnaðarheimilinu á Hellu föstudag- inn 23. september og hinn 24. sept- ember verða tónleikar í Ketilhúsinu á Akureyri. Á þessum tónleikum leika þeir Eyþór Gunnarsson, Ró- bert Þórhallsson og Erik Qvick með Renzo. Síðustu tónleikarnir verða í Salnum í Kópavogi mánudaginn 26. september og þá bætist fjögurra manna strengjasveit í hóp meðleik- ara hans. Allir hefjast tónleikarnir klukkan 20 nema tónleikarnir í Ket- ilhúsinu, sem hefjast kl. 15. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 61 MENNING SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Diddú býður til veislu Á fimmtudaginn eru fyrstu tónleikar starfsársins í grænu röðinni. Þá mun okkar ástsæla söngkona Sigrún Hjálmtýsdóttir - Diddú - flytja margar af sínum uppáhalds perlum, frá klassísku konfekti Mozarts og Verdis, til gamansamrar skrautaríu úr Birtíngi eftir Bernstein. Tryggðu þér miða í síma 545 2500 eða á www.sinfonia.is. græn tónleikaröð í háskólabíói miðaverð ::: 2.900 / 2.500 kr. efnisskrá: FIMMTUDAGINN 22. SEPTEMBER KL. 19.30 FÖSTUDAGINN 23. SEPTEMBER KL. 19.30 Hljómsveitarstjóri ::: Kurt Kopecky Einsöngvari ::: Sigrún Hjálmtýsdóttir Thomas Arne ::: The Soldier Vincenzo Bellini ::: Norma, forleikur Vincenzo Bellini ::: Casta Diva úr Normu Antonín Dvorák ::: Slavneskir dansar op. 72 Antonín Dvorák ::: Söngur til mánans úr Rusölku Wolfgang Amadeus Mozart ::: Don Giovanni, forleikur Wolfgang Amadeus Mozart ::: Der Hölle Rache (aría Næturdrottningarinnar úr Töfraflautunni) Jacques Offenbach ::: Les oiseaux dans la charmille (söngur dúkkunnar úr Ævintýrum Hoffmanns) Leonard Bernstein ::: Candide, forleikur Leonard Bernstein ::: Glitter and be gay úr Candide Giuseppe Verdi ::: La traviata, forleikur Giuseppe Verdi ::: Caro nome úr Rigoletto Giuseppe Verdi ::: È strano úr La traviata M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 0 9 0 5 GRÆN ÁSKRIFTARRÖÐ Undraheimur klassískrar tónlistar. Ashkenazy, Mozart, óperusviðið, Diddú og Vínartónleikar. VERÐ FYRIR 5 TÓNLEIKA FRÁ 11.985 KR. Eldgos ÚT ER komin bókin Hættumat vegna eldgosa og hlaupa frá vestanverðum Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli. Hér er á ferðinni verk þar sem fjallað er um þá vá sem stafað getur af tveimur mikilvirkum eldstöðvum. Annars veg- ar er það Mýrdalsjökull með eldstöðinni Kötlu, sem kölluð hefur verið hættulegasta eldstöð Íslands, og hins vegar er það Eyjafjallajökull sem er ein af hinum tignarlegu eldkeilum Íslands. Í ritinu er að finna niðurstöður rannsókna sem unn- ar voru að tillögum vinnuhóps sem skipaður var af almanna- varnaráði í byrjun árs 2003. Rannsóknun-um var ætlað að fylla upp í skörð sem voru í þekkingu manna á tíðni og hegð- un eldgosa í Eyjafjalla- og Mýrdalsjöklum. Höfundar efnis í ritinu eru 23, þeir starfa hjá rúmum tug fyrirtækja og stofnana. Ritstjórar bókarinnar eru Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor við Háskóla Íslands, og Ágúst Gunnar Gylfason, verkefnafulltrúi áhættugreiningar hjá almannavarnadeild rík- islögreglustjóra Bókin er 210 bls. Verð: 3.490 kr. Dreifing: Háskólaútgáfan. Spennandi verkefni hjá Samkór Selfoss SAMKÓR Selfoss hefur nú hafið vetrar- starf sitt. Mörg spennandi verkefni eru framundan. Má þar nefna vinakóramót þriggja kóra um miðjan október í Víði- staðakirkju í Hafnarfirði og jólatónleikar þar sem Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) kemur til liðs við kórinn. Í kórnum starfa um 40 félagar. Nokkrir nýliðar hófu störf með kórnum í haust og er það ánægjulegt. Karlaraddirnar vantar þó liðsauka og því er skorað á karlmenn sem gaman þykir að syngja að hafa samband við Keith Reed stjórnanda Samkórs Selfoss í síma 895 3807 eða við Ingibjörgu Stefánsdóttur formann Samkórsins í síma 864 2972. Æf- ingastaður Samkórsins er í Safnaðarheim- ili Selfosskirkju og er æft einu sinni í viku á mánudögum kl. 19–22. HØRSHOLM Fløjteensemble leikur á tón- leikum í Norræna húsinu á morgun kl. 14. Flautukórinn samanstendur af nemendum á aldrinum 18 til 25 ára sem stunda nám eða hafa stundað nám við tónlistarskólann í Hørsholm í Danmörku. Efnisskrá flautukórsins, sem hóf starfsemi sína árið 1992, er víðfeðm og fjöl- breytt. Flautukórinn kemur fram við ólík til- efni og hefur ferðast víða, meðal annars til Prag, Parísar, Rómar, Stokkhólms og Malaga. Hørsholm Fløjteensemble mun koma fram á 400 ára afmælishátíð Brynjólfs Sveinssonar Skálholtsbiskups föstudaginn 16. september í Þjóðarbókhlöðunni kl. 17.45 og aftur sunnu- daginn 18. september í Skálholti kl. 14.30. Þar mun kórinn flytja tónlist frá 17. öld. Á tónleikunum í Norræna húsinu verða með- al annars flutt verk eftir Haydn, Debussy, Ibert og Brahms. Stjórnandi Hørsholm Fløjteen- semble er Nina Udsen. Aðgangur er ókeypis. Danskur flautukór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.