Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 51 MINNINGAR Sumir dagar marka sér sérstöðu hjá fólki. Þannig er 24. ágúst stór dagur í minni fjölskyldu, amma mín Hildur, sem ég heiti í höfuðið á, var fædd þennan dag, foreldrar mínir giftu sig þennan dag, þrjú af fjórum börn- um þeirra voru skírð á þessum degi og fleira mætti nefna. 24. ágúst 2005 byrjaði ekki á að fylgja viðjum van- ans. Við Gugga systir vorum á Gjögri og ætlaði ég þennan morgun að vera kominn til verka í Karlshöfn á fjörunni um kl. 6. Það fór hins- vegar svo að ég, aldrei slíku vant, steinsvaf. Hinsvegar vaknaði Gugga systir og ýtti við mér um kl. 5.45 en það er henni ekki tamt að vakna á þessum tíma. Þegar út var komið blasti við hinn fádæma fallegi fjalla- hringur og einungis söngur og tíst smáfugla rauf morgunkyrrðina. Um nóttina hafði snjóað í efstu kletta- belti Háafellsins. Haustið hafði minnt á sig og sumri tekið að halla. Eftir um þriggja tíma strit á Karlshöfn fór ég inn að hvíla lúin bein. Stuttu seinna hringdi síminn, Kristín, tengdadóttir Jóhönnu, sagði að nú væri svo komið fyrir Jóhönnu að hún væri rænulaus og ætti trú- lega ekki langt eftir. Aðeins um hálftíma seinna hringdi Kristín aft- ur og þá var Jóhanna dáin. Dagurinn breyttist, gangur til- finninga minna skipti um takt. Á slíku þarf að jafna sig og það tekur tíma. Í sjálfu sér komu þessi tíðindi ekki á óvart þeim sem fylgst höfðu með hetjulegri baráttu Jóhönnu fyr- ir lífi sínu og heilsu rúm hálft annað ár. Þegar ég fór frá Reykjavík til Gjögurs þann 21. ágúst sl. leit ég við hjá Jóhönnu þar sem hún lá á líkn- ardeild Landakots. Þó mjög væri nú af henni dregið þá spjölluðum við saman nokkra stund, hugsun Jó- hönnu var skýr, áhugi fyrir sam- ferðafólki og málefnum jafnframt því sem hún hélt reisn sinni. Það rifjast upp í þessu sambandi að þrem dögum áður en pabbi dó komu Jóhanna og Bent og heimsóttu hann á sjúkrahúsið á Selfossi. Þegar ég nú lít yfir farinn veg með Jóhönnu frænku minni, sem varað hefur í rúm 64 ár, dáist ég að lífshlaupi hennar, dugnaði, baráttu og stefnufestu. Kemur mér í hug er- indi úr sálmi Matthíasar Jochums- sonar: Legg þú á djúpið, þú, sem enn ert ungur, og æðrast ei, þótt straumur lífs sé þungur, en set þér snemma háleitt mark og mið, haf Guðs orð fyrir leiðarljós í stafni og stýrðu síðan beint í Jesú nafni á himins hlið. Nesti, eitthvað líkt boðskapnum í þessu erindi sálmaskáldsins góða, gæti Jóhanna hafa haft í huga þegar hún ung hélt út í lífið, fátæk af ver- aldlegum verðmætum, þeim sem mölur og ryð fá grandað. Og lífs- ganga Jóhönnu frænku var á stund- um enginn dans á rósum. En Jó- hanna gerði ekki bara að bjarga sér heldur var hún einatt boðin og búin að leggja öðrum lið með dugnaði sínum og notalegheitum. Kemur mér í hug þegar Emil bróðir fædd- ist, 1. janúar 1954. Þetta var erfið fæðing í meira lagi og barátta Jens- ínu Guðrúnar Óladóttur, ljósmóður og Óla Kr. Guðmundssonar, læknis einkenndist af fagmannlegri færni og gott ef ekki kom líka hjálp að handan. Staðan var þannig að bar- áttan snerist um að bjarga lífi mömmu, talið var að barnið ætti ekki möguleika á að lifa. Þetta fór JÓHANNA SIGRÚN THORARENSEN ✝ Jóhanna SigrúnThorarensen fæddist á Gjögri í Árneshreppi á Ströndum 6. októ- ber 1932. Hún lést á líknardeild Landa- kots miðvikudaginn 24. ágúst síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Há- teigskirkju 2. sept- ember. þó allt á besta veg og þarna kom Jóhanna frænka mjög við sögu, m.a. með aðstoð við ljósmóður og lækni. Seinna kom í ljós að Jóhanna var á þessum tíma ófrísk en um það vissu foreldrar mínir ekki og sagði mamma síðar að ef hún hefði vitað það þá, hefði hún aldrei samþykkt að Jóhanna væri á vett- vangi. Þá líður mér seint úr minni þegar ég haustið 1958 heimsótti frænku mína í íbúð sem hún leigði við Miklubraut í Reykja- vík. Hún stóð þá ein með tvær dæt- ur sínar, aðra nýfædda. Eftir ára- mótin þennan vetur var Jóhanna komin til starfa upp að Álafossi þar sem hún vann síðan alla sína starfs- ævi. Þarna hafði hún búið smekk- lega um sig og dóttur sína Sjöfn í einu herbergi en ég fann sérstak- lega fyrir því að hún hafði ekki út- varp. Þetta fannst mér heldur and- stætt fyrir frænku mína við þessar aðstæður. Síðar kynntist Jóhanna eftirlif- andi manni sínum Benedikt Bent Ív- arssyni og giftist honum 1964. Þau byggðu einbýlishús við Lágholt 17 í Mosfellsbæ og komu þar upp ein- staklega fallegu og hlýlegu heimili. Fannst mér það einkennast að inn- an af hannyrðum, smekkvísi og myndarskap Jóhönnu. Staður fyrir hvern hlut og hver hlutur á sinum stað! Vettvangur Bents var meira utandyra, s.s. bílskúrinn og garð- urinn sem hann lagði mikla rækt við, í orðsins fyllstu merkingu, og uppskar líka samkvæmt því. Jóhanna var hógvær og átti ein- staklega gott með að vinna með og umgangast fólk enda er ég þess full- viss að hún átti sér enga óvildar- menn. Ef henni fannst einstaka samferðamaður fara framúr sjálfum sér, með orðum eða gjörðum, var það svæsnasta sem hún sagði: Ég skil bara ekkert í ... þessum eða hin- um. Þetta viðhorf/mat Jóhönnu man ég fyrst, þá innan við 10 ára gamall, þegar ég var áheyrandi að tali Jó- hönnu og mömmu. Jóhanna hafði þá nokkru áður verið fengin til að vera á heimili konu norðar í hreppnum sem átti von á barni. Áður en kom að því að konan legðist á sæng var Jóhanna látin baka flatbrauð. Þetta hélt Jóhanna sig kunna og hófst handa. Þegar hún hafði flatt út deig- ið og mótað nokkrar kökur bar hús- freyju að og líkaði ekki verklag Jó- hönnu. Hún mátti ekki nota disk til að móta kökurnar heldur varð hún að rúlla upp deiginu, skera það í hæfilega stóra bita og fletja út hvern fyrir sig þannig að úr yrði ein kringlótt flatkaka. Var furða þótt Jóhanna skildi ekki viðkomandi hús- freyju! Kemur mér hér í hug annar fá- gætur öðlingur og heiðursmaður, Guðmundur Árnason í Naustvík, Árneshreppi. Þrátt fyrir mikið basl og streð þá blótaði Guðmundur ekki, sagði í mesta lagi „ansans klúður“ og skellti hendi á lær sér. Einhverju sinn steðjuðu miklir erf- iðleikar á heimili Guðmundar og Steinunnar Guðmundsdóttur í Naustvík. Verður að ráði að Guð- mundur býr sig til að hitta kaup- félagsstjórann á Norðurfirði og biðja um aðstoð. Þetta var í geit- arhús að leita ullar, erindinu hafnað, vonbrigði. Þegar Guðmundur síðar ræddi málið við sveitunga sína, sem fannst lítið til um viðbrögð kaup- félagsstjórans, þá sagði Guðmundur aðeins að hann ætti skilið að ganga í kring og líka heyrði ég að hann hefði sagt: Jafngott á hann að ganga í kring. Þannig hagaði til að Guð- mundur hafði árabát og ferjaði gjarnan fótgangandi yfir á Kúvíkur, Reykjarfjarðarkaupstað. En það ber ekki allt upp á sama dag hjá fólki og þar kom að kaupfélagsstjór- inn bankaði dag einn upp á hjá Guð- mundi í Naustvík og bað hann að róa með sig yfir á Kúvíkur. Var Guðmundur við þetta tækifæri minntur á af heimafólki að ekki hefði aðkomumaður reynst honum vel þegar hann þurfti á aðstoð hans að halda. Guðmundur lét þessar úr- tölur ekki aftra sér frá að verða við bón komumanns og sagði „að hann væri nú orðinn svo gamall“ og reri með hann yfir á Kúvíkur. Því nefni ég þetta hér að ég hef fullvissu fyrir því að þetta er sann- leikanum samkvæmt og mig undrar þann þroska sem þessir einstakling- ar náðu, lifandi í fátækt, bágindum, basli og endalausu striti. Það eru breyttir tímar nú og þeg- ar Jóhanna var að alast upp á Gjögri um og fyrir miðja síðustu öld. Lífs- baráttan var hörð og ekki alltaf nóg að bíta og brenna. Sleitulaus norðan bylur, svo vart sá á milli húsa, gat varað í allt að 2-3 vikur samfellt. Dæmi voru um að frost var inni þar sem fólkið svaf, þegar það vaknaði að morgni. Það áraði misvel, óþurrkasumur torvelduðu öflun heyfanga sem þó voru nógu torsótt með orf og ljá, heimatún lítil, heyja aflað á engjum og flutt heim á hest- um. Eldiviður var aðallega rekavið- ur og mór sem borinn var á bakinu eða dreginn á sleða. Kol voru lítið notuð, þau kostuðu peninga. Axel, faðir Jóhönnu, réri á árabát sem hann átti og Hringur hét og aflaði vel. Báturinn og byssan dugðu Axel best í harðri lífsbaráttu fjölskyld- unnar. Mest var róið með handfæri sem á þeim tíma voru úr hampi en einnig róið með lóðir og þá frekast þegar sumri tók að halla og á haust- in. Beitan var mest kúfiskur, kræk- lingur og síld sem veidd var fyrir framan Gjögur og fryst í svonefnd- um íshúsum, torfhúsum sem snjór var geymdur í. Um árabil stóðu þeir bræður, Axel og Karl faðir minn, saman við að leggja rauðmaganet, strax eftir áramót, þess vegna 2. janúar ef veður leyfði. Þannig náðu þeir í nýmeti í matinn á þeim tíma sem vetur var harðastur og dag- arnir stuttir. Nánast allar tekjur og útgjöld fóru í gegnum reikning í Kaupfélagi Strandamanna á Norðurfirði. Það kom hinsvegar fyrir að ef þeim sem þar réðu ríkjum fannst skuldastaða á viðskiptareikningi einstaka fé- lagsmanna vera of há þá áttu þeir til að loka fyrir frekari úttekt hjá við- komandi. Má nærri geta hvaða staða var þá uppi á viðkomandi heimilum því á þessum tímum var kaupfélagið nánast eina verslunin í hreppnum. Axel og hans fjölskylda fóru ekki varhluta af þessu verklagi. Það var því heldur kaldhæðnislegt að þegar kaupfélagið varð gjald- þrota, 1992, þá tapaði fjölskylda Ax- els nokkur hundruð þúsundum króna. Það skal þó tekið fram að einn kaupfélagsstjóri frá þessum tíma, Sveinn Sigmundsson, viðhafði ekki þetta verklag. Í kaupfélags- stjóratíð hans, 1956–1960, var ekki lokað fyrir úttekt hjá nokkrum fé- lagsmanni og þegar Sveinn lét af störfum var kaupfélagið skuldlaust og átti inni hjá Sambandinu. Þegar Axel fór að halla í fimm- tugt hugðist hann kaupa sér trillu. Gat hann fengið hana smíðaða í Bátalóni í Hafnarfirði en hann vant- aði peninga. Þeir voru hinsvegar til- búnir að lána Axel fyrir bátnum og vél ef hann fengi ábyrgð hreppsins. Þetta reyndi Axel en fékk synjun. Þá hafði Axel samband við Emil Jónsson, vitamálstjóra og spurði hvort mögulegt væri að fá laun sín sem vitavörður Gjögursvita fyrir- fram og þau gengju til Bátalóns til kaupa á nýrri trillu. Emil gat ekki komið því í kring en hann sagðist sjálfur vilja borga bátinn og hann myndi svo borga sér. Og þetta gekk eftir, Axel lét smíða fyrir sig bátinn, setja í hann vél og sendan norður á Gjögur. Emil Jónsson, þingmaður og ráðherra, borgaði. Axel sagði mér að hann hefði strax fyrsta sum- arið fiskað svo vel að hann gat gert upp skuld sína við Emil. Þetta drengskaparbragð mat Axel mikils enda má segja að hann hafi ekki átt að venjast slíku trausti. Hef hér brugðið upp svipmyndum af kjörum og mannlífi í Árneshreppi um og fyrir miðja síðustu öld og helst þeim sem tengjast fjölskyldu Jóhönnu. Mér finnst að hér eigi vel við hendingar í kvæði Arnar Arn- arsonar, (Magnúsar Stefánssonar), Stjána bláa: „Kjörin settu á manninn mark, meitluðu svip og stældu kjark“. Það var áhrifamikið og ógleym- anlegt að fylgjast með baráttu Jó- hönnu í veikindum hennar og ekki síður viðbrögðum hennar þegar henni var ljóst að meira en hálfs annars árs barátta við sjúkdóminn var töpuð. Heimsótti hana á líkn- ardeild Landakotsspítala 5. júlí sl. og hafði þá ekki hitt hana í 2-3 mán- uði. Þessi heimsókn snart mig djúpt og um kvöldið skrifaði ég eftirfar- andi í dagbók mína: „ ... hún sat í stól fyrir framan stofuna sem hún er á. Jóhanna leit vel út, þannig miðað við ástand hennar. Hún var frjálsleg, bros og birta yfir andliti hennar. Spjallaði nokkra stund við hana og nú gekk mér betur að skilja hana en stund- um áður. Spurði hana hvort ég gæti eitthvað gert fyrir hana, náð í nammi eða eitthvað að drekka. Hún svaraði því neitandi, það væri allt í lagi hjá sér, „ég er bara að bíða“. Þegar ég kvaddi og fór þá sagði hún, „þú kemur kannski aftur Hilli minn“. Hún hvorki táraðist né klökknaði en það gerði ég hinsvegar eftir þessa áhrifamiklu heimsókn, þegar ég gekk niður stigana af 5. hæð Landakotsspítala.“ Eftirfarandi hendingarnar úr sálmi Hallgríms Péturssonar fengu meiri dýpt í mínum huga en áður: „Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti eg segi: Kom þú sæll, þá þú vilt“. Aftur snart hún mig djúpt þegar ég kvaddi hana áður en ég fór í ferð til Pétursborgar í byrjun ágúst sl. Jóhanna var þá furðu hress og lét vel af líðan sinni. Þegar ég kvaddi sagðist ég vonast til að hitta hana hressa og við sem besta líðan þegar ég kæmi til baka, eftir rúma viku. Jóhanna sagði þá ... „að við ættum eftir að hittast aftur, einhversstað- ar“. Þarna mælti manneskja sem hafði framtíðarsýn. Þegar ég nú lít um öxl og reyni að finna eitthvað sem mér líkaði miður í samskiptum mínum við Jóhönnu, þá þarf að grafa djúpt og einhver hefði nú sagt af þessu tilefni að það væri fátt sem hundstungan fyndi ekki. Þannig var einn góðviðrisdag á Gjögri að við Steina, systir Jóhönnu, vorum að leika okkur í búi sem við höfðum niðri í klettum, sennilega verið 6 ára gömul. Við höfðum náð að búa til og „baka“ þessar líka fal- legu drullukökur og komum með þær upp á hlað hjá Axelshúsi þar sem fólk var samankomið og hróðug sýndum við fólkinu kökurnar og gott ef við buðum þeim ekki að fá sér að smakka. Ekki man ég eftir viðbrögðum annarra en Jóhanna benti á okkur og sagði: „Sjáið þið hjónin“. Þetta voru ekki viðbrögð sem við Steina vorum að leita eftir. Öðrum sem þarna voru þótti þetta fyndið. Fyrir stuttu spurði ég Steinu hvort hún myndi eftir þessu atviki og hún gerði það. Hlógum við nú dátt að þessu enda teljum við að við höfum tekið alvarlega hlutverki okkar sem „bakarar“ sem og öðru því sem við tókum okkur fyrir hend- ur. Sem betur fer hafði Jóhanna gleði og gáska til að bera og ég tel mig geta fullyrt að depurð og þung- lyndi náðu aldrei tökum á henni. Hún bar gæfu til að vinna sjálf úr sínum málum. Jóhönnu hlotnuðust hvorki orður né auðæfi í þessu jarðneska lífi. Hennar auðæfi er að finna í mann- vænlegum og jákvæðum afkomend- um sem hún mat mikils og fylgdist með gangi mála hjá þeim í blíðu og stríðu jafnframt því að leggja þeim lið, styrkja og styðja eftir mætti. Á kveðjustund ylja góðar minn- ingar og þakklæti fyrir ánægjulega samfylgd og vináttu. Ég og fjöl- skylda mín vottum Bent, Sjöfn, Ív- ari, Agnesi og fjölskyldum þeirra sem og systkinum Jóhönnu og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hilmar F. Thorarensen. Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj, s. 691 0919 Helluhrauni 10, 220 Hf., sími 565 2566, www.englasteinar.is Englasteinar Fallegir legsteinar á góðu verði Erfidrykkjur Upplýsingar í símum 555 4477 eða 555 4424
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.