Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hdl. og lögg. fasteignasali OPIÐ HÚS í dag, sunnnud., kl. 16:00-17:00 NÚPALIND 2, önnur hæð, 3ja herbergja - Lyftuhús Vel skipulögð og björt 3ja herbergja 87,2 fm íbúð, þar af 5,5 fm geymsla í nýlegu lyftuhúsi á góðum stað í Kópavogi. Rúmgóð svefnherbergi. Baðherbergi er bæði með baðkari og sturtu. Þvottahús inn af íbúðinni. Stórar svalir. Gott aðgengi fyrir fatlaða um húsið og bílaplan. Íbúðin er laus 1. nóvember 2005. Verð 21,2 millj. ... í öruggum höndum 565 5522Reykjavíkuvegi 60 • Fax 565 5572 Opið: mán-fim 9-18 og fös 9-17 Gunnar Sv. Friðriksson hdl. löggiltur fasteinga- og skipasali www.fasteignastofan.is • Allar eignir á mbl.is Nýkomið í einkasölu glæsilegt ca. 200 fm. einlyft einbýli, ásamt innbyggðum bílskúr, á glæsilegum stað í Hafnarfirði, við lækinn neðst í Setberginu. Fallegar innréttingar og gólfefni, gegnheilt parket. Mjög fallegur garður. Mjög rólegur og friðsæll staður. Verð kr. 59,8 millj. Nánari upplýsingar og myndir á www.fasteignastofan.is Lækjarberg Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali SIGTÚN - FRÁBÆR STAÐSETNING Á þessum eftirsótta stað höfum við fengið í sölu efri sérhæð og ris í tvíbýlishúsi við Sigtún í Reykjavík. Eignin skiptist m.a. í 4ra herbergja hæð og 2ja herbergja risíbúð. Tvennar svalir á hæðinni. Bílskúr. Eignin er í dag nýtt sem tvær aðskildar íbúðir. Húsið er klætt að utan með steni. Fallegur garð- ur. 5280 OPIÐ HÚS - SÓLVALLAGATA 27, 3. HÆÐ Falleg og vel skipulögð þriggja til fjögurra herbergja íbúð á þriðju hæð við Sólvallagötu. Íbúðin skiptist í gang, tvö til þrjú herbergi, stóra stofu (hægt að bæta við herbergi), eld- hús og baðherbergi. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Tvennar svalir eru á íbúðinni, annars vegar úr stofu og hins vegar útaf eldhúsi. Íbúðin hefur verið endurnýjuð og eru innréttingar og gólfefni vönduð. Góð staðsetning í vesturbæ Reykjavíkur. V. 21,92 m. 5126 Opið hús í dag (sunnudag) á milli kl. 14-16 - Guðrún á bjöllu. BLIKASTÍGUR - FRÁBÆR STAÐUR Á ÁLFTANESI Vel staðsett 175 fm einbýli á tveimur hæðum í útjaðri byggðar rétt við sjávarsíðuna, ásamt sérstæðum 57 fm bílskúr. Húsið er á tveimur hæðum og skiptist þannig: Á neðri hæð er forstofa, forstofuherbergi, stofa, borðstofa, eldhús, þvottahús og baðherbergi. Á efri hæð eru þrjú svefnherbergi (gert ráð fyrir að eitt þeirra sé baðherbergi, lagnir eru til staðar) og stór sjónvarpsstofa. V. 33,9 m. 4867 REYNIMELUR Falleg 82,0 fm 4ra herbergja íbúð við Reynimel með fallegu útsýni í vesturbæn- um. Eignin skiptist í hol, gang, baðher- bergi, þrjú herbergi, eldhús og stofu. Ný- standsett baðherbergi. Falleg og vel skipu- lögð íbúð. 5278 HRAUNBÆR Góð 63 fm 2ja herbergja íbúð á 3. hæð. Íbúðin skiptist í hol, stofu, eldhús, bað og herbergi. Íbúðin er í góðu standi. Í kjallara fylgir sérgeymsla, sam. þvottahús, hjóla- geymsla o.fl. Húsið hefur verið klætt að hluta. Snyrtileg lóð. Stórar vestursvalir. V. 12,5 m. 5269 GRENIMELUR - LAUS STRAX Fimm herbergja rúmgóð 126 fm kjallara- íbúð við Grenimel í Reykjavík. Eignin skipt- ist í forstofu, hol, borðstofu/eldhús, stofu, þrjú herbergi, baðherbergi, geymslu og snyrtingu. Sérinngangur. Húsið er vel staðsett rétt við Hagatorg og stutt er í alla þjónustu, skóla o.fl. V. 19,5 m. 5267 BREIÐAVÍK 3ja herbergja falleg 108,9 fm endaíbúð á 3. hæð með sérinngangi af svölum. Íbúðin skiptist í forstofu, sérþvottahús, hol, 2 rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi, stór- ar stofur og eldhús. V. 21,2 m. 5266 SKJÓLBRAUT - FRÁBÆR STAÐSETNING 4ra herbergja vel staðsett hæð á frábær- um stað, sem skiptist í forstofu, innra hol, 3 svefnherbergi þar af eitt forstofuher- bergi, stofu, eldhús og baðherbergi. Búið er skipta um gler og glugga á austur- og suðurhlið. Svalahurð er ný og stofan er ný parketlögð. Sameignlegt þvottahús fylgir í kjallara. V. 21 m. 5078 KÖTLUFELL - M. SÓLSTOFU Góð 3ja herbergja íbúð með yfirbyggðum svölum í blokk, sem nýlega er búið að klæða að utan. Íbúðin skiptist í hol, eld- hús, baðherbergi, tvö svefnherbergi og stofu með svölum út af. Fallegt útsýni. Elliðaárdalurinn er við túnfótinn. 5268 UNDIRRITAÐUR getur ekki látið hjá líða að gera athugasemd- ir við ótrúlegar yfirlýsingar Kjart- ans Ólafssonar tónskálds um væntanlegt tónlistar- hús og ráðstefnu- miðstöð í Reykjavík, sem birtust í viðtali við hann í Morg- unblaðinu hinn 15. september sl. Við undirbúning byggingar tónlistar- húss og ráðstefnu- miðstöðvar í Reykja- vík (TRH) hefur víðtækt samráð verið haft við tónlistarfólk á Íslandi. Færustu erlendir sérfræðingar hafa verið fengnir til að tryggja að húsið verði tónlistarlífinu í landinu sú lyftistöng sem vonir standa til. Þeir hafa skilgreint hvaða kröfur þarf að uppfylla varðandi hljóm- burð og hljómflutningstæki, að- stöðu á sviði, hljómsveitargryfju, aðstæður áheyrenda, svo sem sjónlínur og skýrleika hljómlistar, svo eitthvað sé nefnt. Til að geta gert þessar kröfur um bestu aðstæður sem hentuðu íslensku tónlistarfólki og tón- listarlífi urðu hinir er- lendu sérfræðingar auðvitað að hlusta á og kynna sér sjón- armið íslensks tónlist- arfólks. Og það var gert af mikilli vand- virkni: sérstakur sam- ráðshópur notenda hússins var skipaður þar sem sæti eiga m.a. sem fulltrúar tónlistar og menning- ar, formaður Samtaka um tónlist- arhús, framkvæmdastjóri Sinfón- íuhljómsveitar Íslands og listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykja- vík. Þessi hópur hefur fylgst með undirbúningi, komið með fjöl- margar ábendingar og á jafnframt aðild að mati á lausnum. Þessu til viðbótar hafa verið haldnir opnir kynningarfundir um málið auk fjölmargra funda með skipuleggj- endum, öðrum notendum og ein- stökum hagsmunaaðilum, sem tengjast verkefninu. Kjartan Ólafsson var í hópi þeirra sem samráð var haft við þegar aðal greiningin fór fram og það sama á við um fjölmarga hæfa menn úr heimi tónlistar, bæði tón- skáld, skipuleggjendur og flytj- endur. Í febrúar á þessu ári hafði Kjartan samband við undirritaðan og vildi koma á framfæri hug- myndum um einn salinn enn, 4. salinn; sal sem tæki 200 áheyr- endur og væri ódýr í leigu. Af því tilefni mætti ég undirritaður á fund stjórnar Tónskáldafélags Ís- lands og hlustaði á sjónarmið þeirra um þetta. Reyndi ég að sýna þeim fram á að æfinga/ kammermúsíksalur TRH væri mjög vel í stakk búinn til að upp- fylla þær kröfur og væntingar sem Kjartan hafði lýst. Í framhaldi af því voru sjónarmið Kjartans Ólafssonar og Tónskáldafélagsins kynnt fyrir stjórn Austurhafnar TRH sem fór yfir svar, sem félag- inu var sent í byrjun mars sl. Þá hófst undirskriftasöfnun sem lauk með því að um 200 tónlistarmenn skoruðu á yfirvöld og Austurhöfn TR að bæta 4. salnum við TRH. Salir Tónlistarhússins eru eft- irfarandi: Tónleikasalur fyrir 1.500–1.800 áheyrendur. Ráðstefnusalur fyrir 750 þátt- takendur. Æfinga- og kammermúsiksalur fyrir 450 áheyrendur. Auk þess ýmis fundarherbergi þ.á m tvö sem eru 110 m2 að stærð. Gert er ráð fyrir að skipta megi ráðstefnusalnum í tvennt til að halda þar fundi eða tónleika. Jafn- framt er gert ráð fyrir því að halda megi þar tónleika fyrir 1.000 standandi áheyrendur. Æfinga/ kammermúsiksalurinn hentar vel fyrir æfingar Sinfóníuhljómsveitar Íslands, einleikaratónleika, kamm- ermúsíktónleika og ýmsa viðburði með tiltölulega fáum áheyrendum. Hann verður með frábærum hljómburði og hæfilega stóru sviði og mun henta fyrir tónleika með 50–450 áheyrendur. Austurhöfn TR tók beiðni Tón- skáldafélagsins til alvarlegrar at- hugunar og setti í gang vinnu við að athuga hvað hægt væri að gera til að koma til móts við sjónarmið þeirra. Niðurstaða ráðgjafa Austur- hafnar var að hagkvæmast væri, Kjartani Ólafssyni tónskáldi svarað Stefán Hermannsson fjallar um tónlistar- og ráðstefnumiðstöð ’Tónlistarhúsið munverða opnað árið 2009. Það verður stórkostleg endurbót fyrir alla að- stöðu til tónleikahalds á Íslandi.‘ Stefán Hermannsson Nýjar vörur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.