Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Mig setti hljóðan þegar ég frétti andlát Geir Þorsteinssonar, Geir sem ætlaði að verða að minnsta kosti 100 ára eða svo sagði hann mér einu sinni. Leiðir okkar Geirs lágu saman um sameiginlegt áhugamál okkar, hesta- mennsku og hestaferðir. Geir var um árabil gjaldkeri Hestamannafélagsins Fáks, og þar lágu leiðir okkar saman fyrst er ég réðst til starfa þar og starfaði undir handleiðslu Geirs í nokkur ár. Geir var einn af þessum fágætu mönnum sem gott var að vinna með og gæddur þeim fágæta eiginleika að það var ekki óþægilegt að vera hon- um ósammála, hann hafði eitthvert lag á að umbera það eða þá að sann- færa mann um að hann hefði á réttu að standa, enda hafði hann það oftast í okkar samskiptum þó að ég sæi það ekki alltaf fyrr en seinna. Fyrir mér var hann einn af þessum einstaklingum sem maður mætir á lífsleiðinni og staldrar við. Hann var mikill höfðingi og góður kennari sem hver maður má kalla sig heppinn að fá að verða samferða þó ekki sé nema stuttan spöl, og fyrir það er ég þakk- látur forsjóninni. Hann sagði stundum, þegar við vorum að basla við reksturinn á hestamannafélaginu: „Jæja, Þorgeir, í versta falli lendum við á ónefndum stað fyrir austan fjall, en þá verður þú að læra að spila bridge, strákur.“ Aldrei fór það svo að við lentum þar og ég kann ekki enn að spila bridge. Ég átti þess eitt sinn kost að fara í langferð með þeim félögum Geir og Óla Páls. Þetta var snemma vors og skyldi haldið norður í land, Langadal í Húnavatnssýslu nánar til tekið. GEIR ÞORSTEINSSON ✝ Geir Þorsteins-son fæddist í Reykjavík 5. júlí 1916. Hann lést á Landspítalanum 8. september síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Lang- holtskirkju 16. sept- ember. Geir hafði veg og vanda af allri skipu- lagningu, enda sagði hann að það væri hálft gamanið að undirbúa ferðina. Geir tók að sér að vera trúss í ferðinni á gula Bensanum sem hann kallaði hálf- kassabílinn. Þegar ég spurði af hverju hálf- kassabíl hló hann og sagði sposkur á svip: „Af því að það kemst hálfur kassi af víni í hólfin undir framsæt- unum, strákur.“ Og Geir var um leið sjálfskipaður fararstjóri enda stjórnaði hann ferð- inni af mikilli röggsemi. Ég furðaði mig oft á úthaldi þeirra félaga og satt að segja þótti mér stundum nóg um, ég sem var miklu yngri maður átti fullt í fangi með að fylgja þeim fé- lögum. Leiðir okkar skildu í Miðfirði þar sem ég ætlaði að koma mínum klár- um í heimahaga en þeir félagar héldu för áfram í Langadalinn en var fast- mælum bundið að hittast á Hvamms- tanga tveimur dögum seinna. Þegar ég svo kom á stefnumótsstað á til- settum tíma bíður Geir þar heldur óþolinmóður. Ástæðan, jú, hann hafið frétt af Þjóðverja sem var á hring- ferð um landið á hestvagni og iðaði í skinninu að hitta hann sem svo varð og hoppaði sá gamli upp í hestvagn- inn og tók sér far með honum niður allan Norðurárdalinn. Þá var mér öll- um lokið, hafði haldið að nóg væri komið af slarki. Hvað um það, þessi ferð með þeim félögum norður yfir heiðar árla sum- ars, í erfiðu færi, er mér ógleymanleg og verður örugglega í minningu minni eftirminnilegasta hestaferð sem ég hef farið. Nú eru orðin þáttaskil og minn- ingin ein er eftir, en það eru góðar minningar sem gott er að ylja sér við og hafðu þökk fyrir samfylgdina, Geir Þorsteinsson. Eftirlifandi eiginkonu Geirs, Inge Jensdóttur Laursen, og öðrum ætt- ingjum sendi ég samúðakveðjur. Þorgeir Ingvason. ✝ Orri Gunnars-son fæddist í Reykjavík 29. októ- ber 1930. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 4. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Björnsdóttir, f. 1901, d. 1981, og Gunnar Halldórs- son, f. 1894, d. 1962. Orri var elstur þriggja barna þeirra hjóna, en systur hans eru Gyða, f. 1931, og Nana, f. 1933. Orri kvæntist hinn 12. júlí 1952 Margréti Ólafsdóttur, f. 28. nóv- ember 1930. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Símonar- dóttir, f. 1908, d. 1992, og Ólafur Friðriksson, f. 1905, d. 1983. Börn Orra og Margrétar eru: 1) Ólafur, f. 1950. 2) Kristín, f. 1953, maki Jóel Kristinn Jóelsson, f. 1951. Þeirra börn eru Margrét og Jóel Kristinn, en fyrir átti Jóel dótt- urina Lóu Björk. 3) Gunnar Frið- rik, f. 1958, maki Þóra Guðmunds- dóttir, f. 1960, þeirra sonur er Orri, en fyrir átti Þóra dæturnar Birnu og Örnu Björk. 4) Gylfi Þór, f. 1959. Barna- barnabörnin eru fimm talsins. Orri varð stúdent frá Verslunarskóla Íslands árið 1950. Lengst af starfsævi sinnar vann hann sem innkaupastjóri hjá Hörpu hf., eða í um 35 ár. Síðustu starfsárin vann hann hjá Sundlaugunum í Laugardal. Á sínum yngri árum lék hann handknattleik með Fram og lék m.a. einn landsleik í þeirri íþrótt fyrir Íslands hönd. Eftir að hann hætti keppni vann hann öt- ullega fyrir félagið um tíma og var hann sæmdur gullmerki Fram fyrir störf sín í þágu þess. Útför Orra var gerð frá Foss- vogskirkju 13. september, í kyrr- þey að hans ósk. Sumir ganga sólarmegin í lífinu frá fæðingu til grafar. Aðrir mæta mis- jöfnum raunum á lífsleiðinni, valda sumu sjálfir en mæta einnig mótlæti af annarra völdum auk þess að glíma við slaka heilsu um langa hríð. Orri bekkjarbróðir minn og sam- stúdent er einn af þeim sem sólin brosti ekki alltaf við. Hann var einn af þeim glöðustu í stúdentaárganginum sem brautskráðist frá gamla Verslun- arskólanum við Grundarstíg 16. júní 1950. Þá brosti sólin við Orra eins og okkur öllum nýstúdentunum 18 að tölu. Hann var oft glaðastur í hópn- um, örgeðja frá upphafi til æviloka, og kunni vel að gantast og kætast og skapa gleði. Og tilefnin voru mörg. Þetta var bekkurinn sem varð skólameistari í handknattleik strax í 2. bekk og hélt þeim titli í fimm ár. Þar var Orri í hlutverki afreksmanns- ins, en hann komst m.a. í landlið Ís- lands í handknattleik. Þetta var bekkurinn sem fór út- skriftarárið 1948 fljúgandi til Ísa- fjarðar með Catalina-flugvél Flug- félagsins, sigldi síðan með Esjunni til Akureyrar og kom akandi til Reykja- víkur. Í förinni var háð keppni við úr- valslið Ísafjarðar bæði í handknatt- leik og sundi og vann bekkjarliðið handknattleikinn með yfirburðum en nauman sigur í sundinu. Þegar keppt var við Akureyringa í handknattleik kom í ljós að ekki var dæmt þar eftir nýjum reglum sem samþykktar höfðu verið og endaði leikurinn í hálfgerð- um slagsmálum – og þar gaf Orri ekki sinn hlut eftir frekar en annars stað- ar. Sá þriðjungur árgangsins sem hélt áfram til stúdentsprófs í Verslunar- skólanum hélt upp á námslok með því að fara í fyrstu áætlunarferð Gullfoss til Kaupmannahafnar og dveljast þar milli ferða skipsins. Í þennan hóp féll Orri Gunnarsson ætíð einkar vel. Síðan dreifðist hópurinn og tók til við lífskapphlaupið. Á því skeiði skipt- ust á skin og skúrir hjá flestum. Allir nutu góðra sigra í lífsbaráttunni og stærsti fengur Orra var konuefnið, Margrét Ólafsdóttir, en þau eignuð- ust síðan þrjá syni og eina dóttur og áttu miklu barnaláni að fagna. En mótlæti og heilsubrestur setti einnig svip sinn á lífshlaup Orra og hann kvaddi þetta tilverustig saddur líf- daga 4. september sl. tæpra 75 ára að aldri. Ég naut þess að komast aftur í snertingu við minn góða bekkjarbróð- ur við spilaborð á síðustu mánuðum lífshlaups hans. Gaman var að kynn- ast aftur þeim mikla keppnisanda sem ávallt einkenndi Orra. Hann var fljótur að brjóta það til mergjar sem öðrum fannst firna flókið. Og við spilaborð lærist flestum að taka það súra með því sæta, að læra bæði að sigra og bera lægri hlut eins og nauð- synlegt er í lífsbaráttunni. Margréti og börnum þeirra, og fjöl- skyldum þeirra, votta ég dýpstu sam- úð við þessi þáttaskil, en minningin um góðan dreng verður þeim og öll- um sem honum kynntust dýrmæt eign. Atli Steinarsson. Félagi minn Orri Gunnarsson er fallinn frá eftir erfið veikindi sem hann tókst á við af mikilli hugprýði og æðruleysi. Kynni okkar hófust á fimmta áratugi liðinnar aldar er við fórum að æfa handbolta á vegum Knattspyrnufélagsins Fram. Þetta var á bernskudögum handboltans í fé- laginu og gekk á ýmsu í fyrstu. En ár- ið 1950 var mikið sigurár handboltans í Fram, karlaliðið varð Íslandsmeist- ari bæði innanhúss og utan og kvennaliðið einnig innanhúss. Í þessu liði var Orri og var orðlagður fyrir skothörku sína. Orri lék einnig með landsliðinu í handbolta í fyrsta leik þess hér heima gegn Finnum og skor- aði mark, en leiknum lauk með jafn- tefli 3:3. Orri var alla tíð eldheitur Framari enda faðir hans einn af stofnendum félagsins. Þann áhuga hafa börn hans einnig erft í ríkum mæli og hafa þau öll starfað og keppt fyrir félagið alla tíð. Systur Orra, Gyða og Nana, voru í kvennaliðinu sem varð Íslandsmeist- ari 1950. Orri var alltaf mikill keppnismaður í öllu því sem hann tók sér fyrir hend- ur. Hann var mikill áhugamaður um bridge og tók á fyrri árum þátt í ýms- um mótum í þeirri ágætu íþrótt. Ég var svo lánsamur að eiga þess kost að vera með honum í spilaklúbbi í mörg undanfarin ár. Þar var Orri í essinu sínu, spilamat hans frábært, sagn- djarfur en þó raunhæfur. Yrðu makk- er á einhver afdrifarík mistök gat hann æst sig smástund en það var bara í nösunum á honum. Hann var góður félagi við spilaborðið sem og annars staðar. Við leiðarlok þakka ég og hinir spilafélagarnir Orra fyrir samveruna. Félagarnir í Fram þakka honum gott starf og mikinn stuðning. Margréti og börnum þeirra svo og öðrum ættingj- um vottum við samúð okkar. Kristján Oddsson. Orri Gunnarsson, kær vinur okkar og nágranni, er látinn. Langri baráttu við illvígan sjúk- dóm er lokið. Sláttumaðurinn slyngi hafði sigur að lokum. Það var á miðju sumri árið 2003 að við hjónin fluttum í Þórðarsveig 1–5 í Grafarholti. Þar hófust okkar kynni er við Margrét kona hans unnum saman í frístundaráði hússins sem hann þrátt fyrir veikindi sín studdi af miklum áhuga. Við Orri vorum búnir að ákveða að fara í ferð saman í sum- ar, en sú ferð var aldrei farin. En hann er farinn í þá ferð sem við öll för- um að lokum. Við þökkum Orra góða viðkynn- ingu og hlýhug og vottum Margréti og ástvinum þeirra okkar dýpstu samúð. Veri hann að eilífu Guði falinn. Aðalsteinn Dalmann Októsson og Gyða Erlingsdóttir. ORRI GUNNARSSON SÆMUNDUR JÓNSSON, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 13. september. Jarðarför fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 20. september kl. 11.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á minningarkort Hrafn- istu í Hafnarfirði. Fyrir hönd ættingja og vina, Margrét Magnúsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Árni Geir Þórmarsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR GUNNARSDÓTTIR, Dalbraut 27, áður Bogahlíð 10, verður jarðsungin frá Háteigskirkju mánudaginn 19. september kl. 13.00. Þórunn Nanna Ragnarsdóttir, Jóhann Hólmgrímsson, Ingunn Ragnarsdóttir, Már Óskar Óskarsson, Gunnar Ragnarsson, Ásthildur Ágústsdóttir, Heiðar Ragnarsson, Sigrún Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur sonur, bróðir og mágur, STEINGRÍMUR KRISTJÓNSSON, Laugavegi 143, Reykjavík, lést mánudaginn 12. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 20. september kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Boðunarkirkjuna í Kópavogi. Guðbjörg Jóhannsdóttir, Guðrún Kristjónsdóttir, Gylfi Knudsen, Laufey Kristjónsdóttir, Sverrir Þórólfsson, Linda Rós Kristjónsdóttir, Sigurður Gunnarsson, Jóhann Kristjónsson, Kristín Egilsdóttir, Arnrún Kristinsdóttir, Einar Þorvarðarson, Finnbogi E. Kristinsson, Sólveig Birgisdóttir, Hjörtur Kristinsson, Dagný Emma Magnúsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Gunnar Örn Harðarson, Árni Kristinsson, Ingibjörg Jónsdóttir og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, BESSI BJARNASON leikari, Hlunnavogi 13, Reykjavík, sem andaðist á Landspítalanum mánudaginn 12. september, verður jarðsunginn frá Hallgríms- kirkju þriðjudaginn 20. september kl. 15:00. Margrét Guðmundsdóttir, Kolbrún Bessadóttir, Pétur Jóhannesson, Bjarni Bessason, Guðrún E. Baldvinsdóttir, Ivon S. Cilia, Kristín B. Jóhannsdóttir, Victor G. Cilia, Solveig Óladóttir, María Dís Cilia, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.