Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ J á, ég er að ganga frá loka- útgáfu handrits, eða líbrettós, fyrir óperu sem Hróðmar Ingi Sigur- björnsson semur tónlist- ina við,“ segir Hallgrímur H. Helgason þar sem við höfum sest hvor sínum megin við skrifborðið í þröngri skrifstofu sem hann leigir á móti vin- konu sinni í Reykjavík- urakademíunni í gamla JL-húsinu vestast í vesturbænum. „Hugmyndin að henni er orðin nokkurra ára gömul. Við Hróðmar þekkjumst síðan í skóla og einhverju sinni er við hittumst spurði hann mig hvort ég ætti ekki óp- erutexta handa sér. Ég átti hann nú reyndar ekki en langaði strax að prófa að skrifa slíkan texta, ekki síst vegna þess að Hróðmar er mjög spennandi tónskáld. Hann hefur samið mikið fyr- ir leikhús, sjónvarpsverk og kvik- myndir og skrifar bæði fjölbreytta, aðlaðandi og dýnamíska tónlist. Svo var ég staddur úti í löndum, settist niður og fór að pæla í um hvað ópera á Íslandi árið tvöþúsundogeitthvað ætti að fjalla. Í framhaldi af því sendi ég Hróðmari margra síðna bréf með hugmyndum að ýmsum ólíkum verk- um hvað varðaði efni, tíma og rúm. Hann svaraði um hæl að sér fyndust allar hugmyndirnar góðar. Þar með var ég kominn í heljarinnar klípu. Ég hélt ég hefði verið að hoppa upp á ein- hvern vagn þar sem Hróðmar réði ferðinni, en svo snerist dæmið þannig að hann bað mig eiginlega um að draga vagninn; að ég ákveddi meira og minna um hvað óperan ætti að snú- ast. Ég fékk styrk frá Íslensku óper- unni til verksins, er búinn að skrifa tvær útgáfur af handritinu og er núna að binda endahnútinn á þá þriðju og síðustu. Enda ekki seinna vænna, þar sem Hróðmar er búinn að semja helminginn af tónlistinni.“ Söngvar hjartans Og um hvað fjallar svo íslensk ópera árið tvöþúsundogeitthvað? „Hún heitir Söngvar hjartans, en handritið sjálft hefur farið í nokkra hringi. Hilmar Oddsson leikstjóri kom reyndar strax inn sem þriðji maður- inn í þessum pælingum og okkur fór fljótt að langa í verk sem vísaði í verk eins og Töfraflautuna eða Draum á Jónsmessunótt. En um leið fann ég fljótt að persónur þess og forsendur yrðu að vera nútímalegar. Og til að gera langa sögu stutta þá fjallar óper- an um vel stæð hjón um fimmtugt og uppkomna dóttur þeirra sem stödd eru uppi á hálendinu. Í ljós kemur að móðirin er með sjúkdóm sem gæti brátt leitt hana til dauða og að fjöl- skyldan hangir kannski meira saman á skyldunni en ástinni. Dóttirin, sem er hugsanlega aðalpersónan í verkinu, fær fyrst að vita um sjúkdóminn þarna í óbyggðunum og því fylgir heil- mikil togstreita. Þetta er það sem við getum kallað hinn tragíska þátt verksins. Á móti þessu er svo teflt kúnstugum áhugamannaleikhópi sem er þarna á hálfbiluðum Willys-jeppa á leiðinni á leiklistarhátíð norður í landi. Hópurinn kemst á snoðir um tragedíu fjölskyldunnar og ákveður að hlut- verk sitt sé að leggja henni lið. Í kjöl- farið fer verkið að snúast um forsögu og innviði þessarar fjölskyldu og um leið má eiginlega segja að það losi mestu jarðtenginguna og fari á svolít- ið flug. Þriðja elementið í verkinu er síðan karlakór úr röðum virkjunar- manna sem eru að störfum í nágrenn- inu. Ég vildi tefla saman þessum ólíku þáttum vegna þess, sem fyrr segir, að Hróðmar semur svo fjölbreytilega músík. Hann er núna búinn að semja tónlistina við helminginn af verkinu og mér þykir það sem komið er mjög spennandi. En um leið hefur tónlistin haft áhrif á endurskoðun handritsins svo ég hef endalaust verið að breyta textanum og er aldrei nógu ánægður með hann. Hróðmar segir hins vegar að á meðan ég sé óánægður sé hann ánægður. Við höfum síðan fundað reglulega með Hilmari Oddssyni og Finni Arnari Arnarssyni leikmynda- smið og þar hef ég fengið þarflegar ábendingar og tillögur. Ég verð samt að segja að þetta er eitthvað það snú- nasta sem ég hef fengist við um dag- ana, að vera að reyna að marka svona verki stefnu og stíl sem er um leið háð tónlist sem ekki er búið að semja. En um leið hefur þetta verið alveg ómót- stæðileg áskorun,“ segir Hallgrímur, sem treystir sér ekki til að segja til um hvenær Söngvar hjartans verði frumfluttir, en vonar að það verði ein- hvern tíma á næsta ári. Regnlúðrar og Fótaskortur Hallgrímur Helgi Helgason er 47 ára gamall og vill ekki kalla sig rithöf- und, þótt hann hafi skrifað margt um dagana. Hann er sonur leikara- hjónanna Helga Skúlasonar og Helgu Bachmann og hefur skrifað nokkur leikrit, svo sem Trúðleik sem sýndur var í Iðnó árið 2000, Kossa og kúlissur sem var fantasía í kringum sögu Leik- félags Akureyrar og sýnt 1997 og Annað fólk, sem sýnt var í Kaffileik- húsinu 1998 og einnig flutt í Útvarps- leikhúsinu. Hann hefur líka komið að handritsgerð kvikmynda á borð við Eins og skepnan deyr eftir Hilmar Oddsson og Stikkfrí eftir Ara Krist- insson, auk fjölmargra þátta fyrir sjónvarp, og er um þessar mundir langt kominn með tvö handrit að leiknum sjónvarpsmyndum. „Ég fékk í fyrra styrk frá Kvik- myndamiðstöð til að skrifa handrit að leikinni sjónvarpsmynd í tveimur hlutum sem heitir Regnlúðrar og ger- ist í lúðrasveit. Ég var kominn langt með það handrit þegar ég sá í hendi mér að menn yrðu ragir við að ráðast í framleiðslu þess eins og ástatt er á þeim markaði. Ég ákvað þá að leggja það til hliðar um stund og einbeita mér að einhverju sem væri ódýrara og hægt að keyra í gegnum öll fram- leiðslustig á skömmum tíma. Ég sendi Óskari Jónassyni leikstjóra lýsingu á mynd sem fjallar um tvo útigangs- menn um fimmtugt í Reykjavík. Ann- ar þeirra hefur klúðrað öllu í sínu lífi, drukkið sig frá fjölskyldu og húsi, og er fyrir tilviljun allt í einu kominn með vídeókameru með spólu í hendurnar. Og í stað þess að selja hana strax og drekka peningana út, eins og hann og vinur hans vita vel að mun gerast, þá ákveður hann að sæta lagi þangað til og reyna að búa til einhvern vitnis- burð eða réttlætingu um sig og sitt líf. Það fer auðvitað svona og svona. Þetta er tragíkómísk mynd um líf og vináttu þessara tveggja manna, heitir Fótaskortur á vinnslustigi. Óskar Jónasson féll strax fyrir hugmynd- inni, kannski í og með vegna þess að hann hafði þá nýverið orðið fyrir því að brotist var inn til hans og meðal annars stolið vídeókameru. Það kom í ljós að þarna höfðu útigangsmenn verið að verki og þeir höfðu eitthvað verið að fikta í kamerunni og tóku óvart upp hljóðin í sjálfum sér á með- an þeir voru að athafna sig í inn- brotinu. Síðan fékk Óskar kameruna aftur og þá átti hann bara sándtrakk yfir innbrotið. Þessi mynd verður 30 eða 40 mínútur að lengd og verður framleidd af kvikmyndafyrirtækinu Storm. Reyndar stóð til að hún yrði tekin upp í sumar, en þá rigndi verk- efnunum yfir Óskar, til dæmis Stelp- urnar á Stöð 2, svo henni var skotið á frest.“ Hallgrímur hefur ákveðnar skoð- anir á því hvernig leiknar sjónvarps- myndir eigi að gera hér á Íslandi. „Regnlúðrar er til dæmis mynd sem stefnt er gegn þessari smörtu, nýríku Ópera uppi á hálendinu Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Hallgrímur H. Helgason vinnur nú að lokaútgáfu handrits fyrir óperu, sem nefnist Söngvar hjartans og gerist á hálendi Íslands. Hallgrímur H. Helgason er þessa dagana að ljúka við að skrifa texta fyrir nýja óperu sem væntanleg er á fjalirnar á næsta ári. Og hann er með ýmis fleiri verk í smíðum eins og Páll Kristinn Pálsson komst að er hann hitti Hallgrím að máli fyrir skömmu. ’Ég verð samt að segja að þetta er eitthvaðþað snúnasta sem ég hef fengist við um dag- ana, að vera að reyna að marka svona verki stefnu og stíl sem er um leið háð tónlist sem ekki er búið að semja. En um leið hefur þetta verið alveg ómótstæðileg áskorun.‘ ’Og það var mjög magnað að sjá hvernig tíuára strákar austur á Borgarfirði, sem voru að hlusta á Metallica og spila tölvuleiki, fóru létt með að leika aldamótastráka í Reykja- vík í hnébuxum og með sixpensara, og það svo vel að manni fannst að betur yrði naum- ast gert.‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.