Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 23
Oft voru systurnar úr Suðurgötu 16 að leika sér í bakgörðum. „Við fórum inn á lóðirnar ef við þekktum krakkana í viðkomandi húsi,“ segja þær. Suðurgata 13 og 15 Næst víkur sögunni að dökkri blokk, sömu megin og Herkastalinn. „Þetta fjölbýlishús, Suðurgata 13 og 15, var reist 1938 af Guðjóni H. Sæmundsyni. Í nr. 13 var starfandi hálsbindagerðin Jaco sem Jakobína Ásmundsdóttir rak, dóttir hennar Unnur Guttormsdóttir býr nú í íbúð- inni. Hjá Jaco unnu eingöngu konur, þær höfðu viðurværi sitt af að búa til hálsbindi á karlmenn. Í einni íbúðinni bjó frú Ellen Sveinsson, Agnar Þórðarson rithöfundur, sonur henn- ar, bjó þar um tíma og nú býr þar annar sonur hennar Sverrir Þórðar- son, lengi blaðamaður á Morgun- blaðinu. Jón Árnason, héraðslæknir á Kópaskeri, fékk á stríðsárunum Önnu dóttur sína í Reykjavík til að kaupa hús fyrir fjölskylduna. Hún keypti húsið nr. 15. Jón dó fljótlega eftir að þau fluttu en Valgerður ekkja hans og dætur þeirra bjuggu áfram í húsinu. Dæturnar stofnuðu þar fyr- irtæki, Jórunn stofnaði sælgætisgerð sem framleiddi einkum lakkrís en Anna setti á stofn prjónastofu. Hún giftist Ólafi Jóhanni Sigurðssyni rit- höfundi sem ritaði bækur sínar með- an Anna prjónaði. Synir þeirra, Jón og Ólafur Jóhann Ólafssynir ólust upp í þessu húsi á efstu hæðinni, Val- gerður amma þeirra var á miðhæð- inni, Jórunn dóttir hennar bjó á neðstu hæðinni,“ segir Kristín. „Bjarni bróðir okkar var vinur sona systranna og borðaði mikinn lakkrís í uppvextinum. Ég hef hins vegar ekki verið fyrir slíkt, ég hef aldrei á ævinni borðað neitt eins vont og lakkrís,“ segir Hildur. Kristín læt- ur þess hæversklega getið að henni þyki lakkrís enn í dag hættulega góð- ur. Suðurgata 12 Næst nemum við staðar við húsið Suðurgötu 12 sem reist var 1899 af Ásgeiri Sigurðssyni kaupmanni. „Þar bjó þegar við munum eftir Níels Dungal prófessor. Hann var með gróðurhús og rækt- aði orkideur. Hann átti tvær konur hér, fyrri kona hans var Sigurlaug Jó- hannsdóttir og sú síðari Ingibjörg Al- exandersdóttir. Leifur Dungal bjó hér meðan Níels faðir hans var giftur Sigurlaugu móður hans, Leifur kann að rækta orkideur sem er víst vanda- söm ræktun. Ingibjörg, síðari kona Níelsar, bjó hér um tíma eftir að hann lést en seldi húsið þá ekkju með mörg börn. Haraldur sonur Níelsar keypti síðar húsið af henni, seldi það svo og nú er þar starfandi lækna- og sál- fræðingastöð. Hús þetta hafði verið forskalað og það þurfti víst mikillar viðgerðar við þegar læknarnir tóku við því en þeir hafa gert það upp mjög myndarlega,“ segir Kristín. Hinum megin við götuna var íshús, nú Tjarnarbær, og þar við hliðina brunastöðin „þar voru svokallaðir brunabílar og brunaliðsmenn“, segir Hildur. Suðurgata 14, slagurinn um rússneska drenginn Suðurgata 14 (byggt 1906 af Ólafi Árnasyni) er frægasta hús götunnar að sögn Hildar. „Hér var slagurinn mikli þegar Ólafur Friðriksson reyndi að koma í veg fyrir að rússneski drengurinn sem hann var með í fóstri væri tekinn af honum og konu hans vegna þess að hann var álitinn hafa smitandi augn- sjúkdóm og yfirvöld vildu senda hann úr landi, sem varð. Nú vinna fúkkalyf á sjúkdómi þeim sem hrjáði rúss- neska drenginn en landlæknir þeirra tíma vildi meina að sjúkdómurinn myndi smita marga. Drengurinn lifði af augnsjúkdóminn, hann kom aldrei til Íslands framar. Þau hjón Anna og Ólafur Friðriks- son voru með húsið á leigu en löngu eftir að þau skildu keypti hún húsið og stóð fyrir mikilli drift í bænum. Hún var dönsk og sagði: „Allir halda að ég sé kommúnist því ég einu sinni var gift með hann Ólafur Friðriks- son.“ Síðar var Pétur Pétursson hér með heildverslun en fyrir fáum árum keypti ungt fólk þetta hús og hefur gert það upp.“ Þær systur benda mér á inngang- inn í húsið, þar sem menn komust inn og drógu rússneska drenginn út. „Við fréttum fyrst um Suðurgötu- slaginn þegar Steinunn systir var á spítala, þegar kona sem lá á stofunni með henni frétti að hún ætti heima á Suðurgötunni sagði hún henni söguna af Ólafi Friðrikssyni og rússneska drengnum. Hún fór með mikinn kveðskap um þessa viðburði, ég var þá líklega tíu ára,“ segir Hildur. Suðurgata 16 Nú er komið að æskuheimili systr- anna, Suðurgötu 16. „Á fyrstu árum okkar var húsið leigt út að hluta. Þá voru í gildi húsa- leigulög sem gerðu húseigendum mjög erfitt fyrir að losna við leigjend- ur, þessi lög voru sett vegna hinna miklu húsnæðisvandræða sem þá voru í Reykjavík. Afi og amma, séra Vilhjálmur Briem og Steinunn, gátu ekki losnaði við leigjendur sína þótt MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 23 ÓLAFUR Jóhann Ólafsson er einn af kunnustu rithöfundum Íslendinga nú um stundir. Til stendur að kvikmynda bók hans; Slóð fiðrildanna. Kannski að einhverjum gömlum minn- ingum úr Suðurgötunni bregði fyrir í þeirri bók eða öðrum bókum hans, eða þá að ein- hverju gömlu húsanna sem hann minnist frá æskudögum eigi eftir að bregða fyrir í þeirri kvikmyndinni, sem að hluta gerist miðbæ Reykjavíkur. Kona kemur til Íslands eftir langa dvöl erlendis til að sjá son sinn sem hún lét frá sér ungan. „Ég geng nær, nem staðar. Honum líður vel. Ég sé það á honum að hann er glaður. Ég stend kyrr og horfi á hann, en þegar hann snýr baki í mig, geng ég innar í fordyrið til þess að sjá framan í hann. Mér miðar hægt í þvög- unni, en um leið og ég fer framhjá fatahenginu snýr hann sér við og gengur beint í fangið á mér. Mér bregður og ég missi töskuna í gólfið. Hún opnast; það hrökkva út úr henni tveir hlutir, varaliturinn minn og myndin af honum í fangi mér. Fyrirgefðu, segir hann. Ég biðst innilega afsökunar. Hann beygir sig fyrst eftir töskunni og varalitnum og teygir sig síðan í myndina. Þeg- ar hann réttir mér hana, tek ég um höndina á honum. Örskotsstund held ég um hönd- ina á honum. Hann brosir.“ Örskotsstund held ég um höndina á honum Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.