Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ ER nauðsynlegt að þeir sem eru að þjálfa og styðja við einstaklinga með mál- og talmein, starfi saman og hafi sama skilning á málefninu. Brýnt er að þeir stuðningsaðilar, sérkennarar og foreldrar sem starfa með tal- meinafræðingum, skilji þá grund- vallarþætti sem liggja að baki þeim talmeinum sem viðkomandi einstaklingur glímir við. Mismunandi leiðir til úrlausna Tal- og málmein eru af ýmsum toga og ekki er við hæfi að nota sömu aðferðir í þjálfun og örvun við alla. Einstaklingur með opið nefmæli þarf til dæmis annars konar aðstoð en barn með fram- burðarfrávik þó að sömu hljóð vanti. Einstaklingur sem stamar þarf aðra aðstoð en barn með seinkaðan málþroska. Barn með heyrnarskerðingu þarf ekki ein- göngu málörvun í sinni þjálfun. Heyrnarþjálfun er mjög mikilvæg til að heyrnartæki og heyrn- arleifar nýtist á sem besta mögu- lega hátt. Framburðarfrávik þar sem erfiðleikar eru með hljóðkerf- isþætti geta verið vísbending um náms- og lestrarörðugleika síðar. Þar þarf sérstaklega að meta og fylgjast stöðugt með fram- förum. Röddin er spegill sálarinnar hefur ver- ið sagt. Þeir ein- staklingar sem hafa upplifað það að geta ekki treyst á röddina, raddstyrk, hljómgæði eða raddtíðni, eiga oft í miklu sálarstríði og forðast jafnvel að koma fram og tala í margmenni. Radderfiðleikar barna s.s. stöð- ug hæsi og erting í hálsi fylgir þeim oft fram á fullorðinsár og geta haft áhrif á starfsval síðar á ævinni. Heilaáföll eða taugasjúkdómar sem hafa erfiðleika við tjáningu í för með sér geta breytt lífi og lífs- gæðum einstaklinga verulega. Tal- og raddþjálfun er mjög mik- ilvægur þáttur í endurhæfingu þessara einstaklinga. Leitað svara við algengum spurningum Þar sem ung börn eru sein til máls vakna oft spurningar hjá for- eldrum, leikskólastarfsfólki, hjúkr- unarfræðingum og læknum varð- andi inngrip. Hvenær á að leita til talmeinafræðings? Hvernig á að vinna með yngri/eldri börn? Hvaða sértæka þjálfunarefni er í boði? Hvernig á að ná árangri í mál- örvun? Hvað er snemmtæk íhlut- un? Hvernig notum við óhefð- bundnar tjáskiptaleiðir og boðskipti í málörvun? Öllum þess- um spurningum verður reynt að svara á námskeiði hjá Talþjálfun Reykjavíkur þar sem áhersla verð- ur á tal- og málörvun með áherslu á sértæk úrræði og árangur. Hinn 23. september næstkom- andi munu talmeinafræðingar sem hafa sérhæft sig á mismunandi sviðum talerfiðleika, fræða og kynna þjálfunarefni sem er sér- staklega ætlað til þjálfunar á tal- og máltruflunum. Reynt verður að leggja lóð á vogarskálarnar í þeirri viðleitni að samstarfsaðilar okkar og foreldrar hafi þekkingu á þeim þáttum sem liggja til grundvallar tal- og mál- örðugleikum. Öll fræðsla og þekk- ing er til góðs, ekki síst fyrir sam- eiginlega skjólstæðinga okkar sem eiga eingöngu það besta skilið! Fræðsla um mál- og talmein Bryndís Guðmundsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir fjalla um talerfiðleika ’Þeir einstaklingar semhafa upplifað það að geta ekki treyst á rödd- ina … eiga oft í miklu sálarstríði.‘ Bryndís Guðmundsdóttir Höfundar eru talmeinafræðingar hjá Talþjálfun Reykjavíkur. Jóhanna Einarsdóttir Skipholti 29a, 105 Reykjavík fax 530 6505 heimili@heimili. is Einar Guðmundsson, lögg. fast. Finnbogi Hilmarsson, lögg. fast. Bogi Pétursson, lögg. fast. sími 530 6500 Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Laugavegur 182 • 105 Rvík • Fax 533 481 • mid idborg.is BÁSBRYGGJA 2 – OPIÐ HÚS 105,5 fm stórglæsileg þakíbúð á tveimur hæðum auk stæðis í bílageymslu. Íbúðin skiptist í hol, stóra stofu með mikillri lofthæð, fallegt eldhús, þrjú svefnherbergi, þvottahús og baðherbergi. Yfir hluta íbúðar er ca 50-60 fm rými að gólffleti sem hægt er að nýta sem herbergi og sjónvarpshol. Í kjallara er sérgeymsla. 5823. V. 28,9 m. Guðmundur og Anna sími 617-6742 sýna í dag milli 14.00 og 15.00. Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Erum með 144,5 fm ein- býlishús á einni hæð ásamt 32,4 fm sambyggðum bíl- skúr á grónum og skjól- góðum stað. Í húsinu eru 4 svefnherbergi, sjónvarps- hol, stofa með arni, stórt eldhús, sérþvottahús og baðherbergi m. kari. Hellulagt bílaplan og gróin lóð að framanverðu og mjög skjólgóður suðvesturgarður. Húsið er laust til afhendingar. Verð kr. 32,9 m. Hafrún, s. 821 3225, tekur á móti gestum í dag á milli kl. 14 og 15. OPIÐ HÚS Í DAG Brattholt 17 - Mosfellsbæ Þverholti 2 • 270 Mosfellsbæ •sími 586 8080 • fax 586 8081 Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali Barðastaðir 41 Glæsilegt nýtt raðhús - útsýni Opið hús í dag frá kl. 14-17 Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Glæsilegt alls um 265 fm nýtt raðhús á frábærum og rólegum útsýnisstað í lokaðri götu. Húsið stendur neðan götu og er einstaklega vel skipulagt með tvöföldum innb. bílskúr (innangengt), gegnheilu parketi og vönduðum innréttingum. Glæsilegt útsýni yfir Esjuna, sundin, Faxaflóa o.fl. Stór heitur pottur og frábær aðstaða kringum hann. Ásett verð 44,8 millj./ tilboð. Glæsileg og algjörlega endurnýjuð 123 fm efri sérhæð í fallegu tvíbýl- ishúsi í miðborginni. Hæðin skiptist m.a. í stórt eldhús, borðstofu, setu- stofu með arni, vandað flísalagt baðherbergi og tvö herbergi. Búið er að endurnýja gler og glugga, gólfefni, allar innréttingar, tæki í eldhúsi og á baðherbergi og lagnir. Parket og flísar á gólfum. Svalir út af hjónaherbergi til suðurs. Falleg ræktuð lóð. Íbúðin er til sölu eða leigu. Til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 15.00-18.00. Verið velkomin! FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Smáragata 3 Opið hús í dag frá kl. 15-18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.