Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ K Y N N T U Þ É R S É R F E R Ð I R F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A s: 570 2790www.baendaferdir.is til Saalbach - Hinterglemm 4. febrúar - 1 vika / 11. febrúar - 1 vika / 4. febrúar - 2 vikur Fararstjórar: Sævar Skaptason & Guðmundur K. Einarsson Skíðaferð Ferðaþjónustu bænda árið 2006 er til Saalbach - Hinterglemm í Austurríki. Gist verður á 4 stjörnu hóteli í þorpinu Hinterglemm. Hótelið er vel staðsett í jaðri bæjarins rétt við skíðalyfturnar. Saalbach - Hinterglemm oft nefnt skíðaparadís Alpanna og hefur verið valið eitt af 10 vinsælustu skíðasvæðum Austurríkis. Farastjórar eru með hópnum og skipuleggja daglegar ferðir um skíðasvæðið fyrir þá sem vilja. Verð: 104.900 kr. á mann í tvíbýli í 1 viku Verð: 154.500 kr. á mann í tvíbýli í 2 vikur Nánari upplýsingar í síma 570 2790 eða á www.baendaferdir.is þessu sinni undir fána austurþýskra kommúnista. Gárungar höfðu á orði að Gysi og Lafontaine minntu svolít- ið á þá kumpána Jack Lemmon og Walter Matthau í víðfrægum bíó- myndum, þar sem þeir eiga stund- um í nokkrum erfiðleikum með að koma óskum sínum heim og saman. Hvað sem slíkum samanburði líður virðist samstarf þeirra félaga hafa verið merkilega snurðulaust til þessa. Oskar Lafontaine á sér mikla og merka sögu í þýskum stjórnmálum. Hann er borinn og barnfæddur í fylkinu Saarlandi, þar sem hann var forsætisráðherra í rúman áratug. Síðar varð hann formaður þýska jafnaðarmannaflokksins og stóð að því ásamt félögum sínum að gera Gerhard Schröder að kanslara í kosningunum 1998. Þegar ríkisstjórn jafnaðarmanna og græningja undir forystu Schröd- ers settist á valdastóla tók Lafont- aine við embætti fjármálaráðherra. Fljótlega varð þó ljóst að kanslarinn og fjármálaráðherrann gátu ekki starfað saman. Það leið heldur ekki á löngu þar til upp úr sauð. Í mars- mánuði 1999 stóð Lafontaine upp úr stóli fjármálaráðherra og hvarf til síns heima í Saarlandi. Skömmu síð- ar lét hann þau boð út ganga að hann segði af sér formennsku í flokknum sem og öllum pólitískum embættum. Ástæðuna sagði hann vera ágreining við forystu flokksins um stefnuna í skattamálum. Frétta- skýrendur tóku þessum skýringum Lafontaines engu að síður með mikl- um fyrirvara. Það þótti einsýnt að valdabarátta hans við flokksbróður sinn og félaga Schröder væri meg- inástæðan fyrir því að hann kaus að enda pólitískan feril sinn með þess- um snögga og óvænta hætti. Enda hefur komið á daginn að frá því að þessi tíðindi urðu fyrir rúmum sex árum hafa þeir Oskar Lafontaine og Gerhard Schröder aldrei talast við. Eftir að Lafontaine hafði látið fremur lítið á sér bera um langa hríð fór hann á síðasta ári að skjóta upp kollinum endrum og sinnum í um- ræðuþáttum í sjónvarpi. Þar kom að hann sagði sig opinberlega úr flokknum sem hann eitt sinn var í forsvari fyrir og stofnaði nýja hreyf- ingu sem setti á oddinn að stuðla að auknum félagslegum jöfnuði og rétta hlut þeirra sem minnst mega sín í samfélaginu. Í framhaldi af því hóf hann að starfa með Gregor Gysi og það samstarf leiddi til þess að hreyfing Lafontaines og gamli aust- urþýski kommúnistaflokkurinn gengu um síðir í eina pólitíska sæng. Þessi nýja sameinaða andófshreyf- ing mældist von bráðar með rúm- lega 10 prósenta fylgi í skoðana- könnunum. Þó að þetta upphafsfylgi hafi dalað ofurlítið að undanförnu virðist þetta nýja vinstri bandalag, „die Linke“, eftir sem áður á góðri leið með að verða þriðja stærsta afl- ið í þýskum stjórnmálum. Það leikur heldur enginn vafi á því að bandalag Gysis og Lafontaines sækir fylgi sitt fyrst og fremst til ófullnægðra áhangenda jafnaðarmanna og græn- ingja. Málefni Það fer varla framhjá þeim sem fylgdust með kosningaslagnum í Þýskalandi fyrir þremur árum að kosningabaráttan snýst um talsvert önnur málefni nú en þá. Þó að efna- hagsmálin hafi auðvitað skipað sinn sess í kosningabaráttu flokkanna 2002 voru jafnframt ýmis önnur mikilvæg mál í brennidepli. Þar má nefna lokun kjarnorkuvera í landinu, lög um málefni erlendra flótta- manna, hjónabönd samkynhneigðra, breyttar áherslur í landbúnaðarmál- um og fleira. Í heild má segja að slagurinn fyrir þremur árum hafi ekki síður snúist um réttinda- og menningarmál, þó að efnahagsmálin hafi auðvitað þá sem endranær verið býsna fyrirferðarmikil. Í kosninga- baráttu undanfarinna vikna hafa efnahagsmálin hins vegar verið alls- ráðandi. Það heyrir til undantekn- inga að frambjóðendur takist á um önnur mál á opinberum vettvangi. Þetta er auðvitað öðrum þræði skilj- anlegt í ljósi þess hve illa hefur gengið að kveða niður atvinnuleys- isvofuna í Þýskalandi. Þrátt fyrir margvíslegar aðgerðir stjórnvalda, sem sumar hverjar eru kenndar við fjármálaspekinginn Peter Hartz, eru enn tæpar 5 milljónir manna at- vinnulausar í Þýskalandi. Flest þau ráð sem stjórnvöld hafa notað til að stemma stigu við þessu ófremdar- ástandi hafa verið undirbúin af stjórn og stjórnarandstöðu í samein- ingu. Enda hefur stjórnarandstaðan ráðið því sem hún hefur viljað um framvindu slíkra mála, vegna mikilla yfirburða sinna í efri deild þýska þingsins. Ríkisstjórnin hefur í flest- um „stóru málunum“ orðið að hafa stjórnarandstöðuflokkana með sér. Kjósendur eiga því ekki alltaf auð- velt með að skilja, í hverju ágrein- ingur flokkanna í efnahagsmálum sé raunverulega fólginn. Þar er helst tekist á um prósentustig til eða frá; hvort hátekjuskatturinn eigi að vera 42 eða 39 prósent, hvort virðisauka- skatturinn eigi að vera 16 eða 18 prósent og annað í líkum dúr. Þess vegna hafa kjósendur tíðum látið þá skoðun í ljósi að þeim finnist fram- bjóðendur oftar en ekki vera að karpa um keisarans skegg. Undan- tekning frá þessu var þegar Angela Merkel kallaði fyrrnefndan Kirchhof til liðs við sig í kosningabaráttunni. Umræddur fræðimaður er þekktur fyrir þá skoðun sína að Þjóðverjar eigi að taka upp flatan tekjuskatt. Hann vill að allir, jafnt háir sem lág- ir, daglaunamenn og milljónamær- ingar, greiði 25 prósent af tekjum sínum í skatt. Þessar hugmyndir hafa fengið misjafnar undirtektir, enda þykir ýmsum þær vera nokkuð „bylting- arkenndar“. Skoðanakannanir sýna líka að meiri hluti Þjóðverja er þeim greinilega mótfallinn. Þess vegna hefur forysta kristilegra demókrata farið nokkuð varlega í að halda þeim á lofti. Þannig hefur Angela Merkel hvað eftir annað lýst því yfir að Kirchhof sé „sjáandi“ eða „hug- sjónamaður“ (visionär) sem sé vissu- lega góðra gjalda vert, þó að ekki séu nein tök á að gera hugsjónir hans að veruleika í náinni framtíð. Sirkusinn um þennan lítt þekkta „prófessor frá Heidelberg“, eins og Schröder og fylgismenn hans kalla Kirchhof gjarnan, hefur sett mikinn svip á kosningabaráttuna. Þeir eru margir sem halda því fram að Ang- ela Merkel hefði betur látið ógert að kalla til jafn reynslulítinn og „óharðnaðan“ sérfræðing í efna- hagsmálum, enda sé hann auðveld bráð fyrir pólitíska hákarla á borð við Schröder og liðsmenn hans. Þó að efnhagsmálin hafi verið alls- ráðandi í kosningabaráttu undanfar- inna vikna má þó segja að í þeim málum sé – þegar grannt er skoðað – minnstur munur á stefnu stóru flokkanna tveggja. Raunverulegur og skýr munur á flokkunum kemur ekki í ljós, fyrr en horft er á önnur mál sem lítið hefur farið fyrir í um- ræðunni síðustu vikur. Þar má nefna kjarnorkumálin. Ef kristilegir og frjálsir demókratar mynda næstu ríkisstjórn er einsýnt að það verður hætt við að loka þeim kjarnorkuverum sem enn eru notuð til að framleiða orku í Þýskalandi. Þá er einnig líklegt að minni áhersla verði lögð á það en áður að leita nýrra, umhverfisvænna orkugjafa. Ný stjórn kristilegra og frjálsra demókrata mun tvímælalaust leggja nýjar línur í utanríkismálum. Rík- isstjórn Schröders andmælti á sín- um tíma þeirri ákvörðun Banda- ríkjamanna að ráðast inn í Írak og krafðist þess að málið væri afgreitt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þessi afstaða Þjóðverja olli töluverð- um kalsa í samskiptum þeirra við ríkisstjórn Georges Bush. Það má gera ráð fyrir að ný ríkisstjórn kristilegra og frjálsra demókrata geri það sem í hennar valdi stendur til að treysta vináttuböndin við stjórnvöld í Washington. Ríkisstjórn Schröders hefur verið hlynnt því að taka upp samninga- viðræður við Tyrki um aðild þeirra að Evrópumsambandinu. Rökin eru fyrst og fremst þau að í ljósi auk- innar hryðjuverkastarfsemi sem eigi rætur að rekja til öfgafullra múslima sé mikilvægt að tengja jafn öflugt Múslimaríki og Tyrkland við Evr- ópu og evrópska menningu. Slíkt geti orðið til að draga úr þeirri háskalegu spennu sem hefur mynd- ast á milli vestrænna þjóða og músl- ima, brúa gjána sem hefur opnast á milli þessara ólíku menningarheima. Kristilegir demókratar hafa hins vegar lýst sig með öllu mótfallna því að Tyrkir fái aðild að Evrópusam- bandinu. Og það eru vissulega fleiri „smærri“ mál sem skilja á milli stóru flokkanna tveggja í þýskum stjórnmálum, þó að þau hafi orðið að mestu útundan í langvinnum um- ræðum síðustu vikna um efnahags- mál. Svanasöngur ’68-hreyfingarinnar Ýmsir þýskir fréttaskýrendur hafa haldið því fram að fyrirsjáanleg endalok samsteypustjórnar jafnað- armanna og græningja, sem farið hefur með völd hér í Þýskalandi undanfarin sjö ár, marki um leið annars konar tímamót. Gerhard Schröder, Joschka Fischer og liðs- menn þeirra eru flestir fulltrúar hinnar svokölluðu ’68-kynslóðar sem stóð fyrir stúdentaóeirðunum á sín- um tíma og vildi koma á laggirnar nýjum og betri heimi. Þrátt fyrir að þeir draumar séu nú að mestu löngu horfnir út í veður og vind má þó segja að síðustu leifar þeirra lifi enn í stefnuskrá græningja og að nokkru í brjóstum þýskra jafnaðarmanna. Fari svo sem allar skoðanakannanir benda til að ríkisstjórn Schröders og Fischers láti af völdum eftir helgina má segja að „hin langa ganga“ í gegnum stofnanir samfélagsins sem þýska ’68-hreyfingin lagði upp í á sínum tíma, eftir að henni var ljóst að hún gæti ekki kippt stoðunum undan samfélagi kapítalismans, sé nú á enda gengin. Hvort þessi ganga á eftir að skila þeim árangri sem fyr- irliðarnir óskuðu sér mun síðan koma í ljós þegar stundir líða fram. Mögulegt stjórnarmynstur Það er mjög erfitt að segja fyrir um það daginn fyrir kosningar, hvaða flokkar eigi eftir að mynda næstu ríkisstjórn Þýskalands. Skoð- anakannanir hafa sýnt að Angela Merkel gæti fengið nægilegt fylgi til að mynda samsteypustjórn með frjálsum demókrötum. Sá meiri hluti virðist hins vegar hanga á bláþræði. Frjálsir demókratar hafa lýst yfir að þeir fari ekki í stjórnarsamstarf með neinum öðrum en kristilegum demókrötum. Þess vegna virðist úti- lokað að þeir fari í samsteypustjórn með jafnaðarmönnum og græningj- um. Og jafnvel þótt jafnaðarmenn, græningjar og vinstri bandalag Gys- is og Lafontaines nái saman meiri hluta atkvæða má telja hæpið að úr því verði barn í brók. Bæði Schröder og Joschka Fischer hafa svarið og sárt við lagt að þeir muni aldrei svo mikið sem íhuga þann möguleika að mynda stjórn með fjandvini sínum Oskari Lafontaine. Og fleiri stjórnarmynstur virðast ekki inni í myndinni, nema þá að jafnaðarmenn og kristilegir demó- kratar myndi stóra samsteypu- stjórn. Slík stjórn er reyndar talin líklegur kostur, ef kristilegir og frjálsir demókratar ná ekki hreinum meiri hluta á þingi. Þessir flokkar sátu saman við völd í nokkur ár á sjöunda áratug síðustu aldar. Margir eru þó efins um að slíkri stjórn tækist að ráða við at- vinnuleysið og önnur þau vandamál sem bíða nýrra valdhafa í Þýska- landi. En þó að þetta sé staðan daginn fyrir kosningar getur auðvitað allt gerst. Það er ekkert einsdæmi í Þýskalandi frekar en í öðrum lönd- um að stjórnmálamenn skipti um skoðun og ákveði að mynda stjórn með öðrum en þeir ætluðu sér fyrir kosningar. Slíkt er gjarnan réttlætt með því að þeir sjá sér ekki fært að „skorast undan skýrum vilja kjós- enda sinna“. Það getur því orðið býsna spenn- andi að fylgjast með þýskum stjórn- málum á komandi vikum. Reuters Tillögur Pauls Kirchhofs, fyrrverandi dómara í þýska stjórnlagadómstólnum og sérfræðings í efnahagsmálum, um skattamál hafa vakið harðar deilur. Joschka Fischer, utanríkisráðherra og leiðtogi græningja, kemur fram á kosningafundi í Wiesbaden. Höfundur fæst við ritstörf og almannatengsl í Þýskalandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.