Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 62
62 SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
BENJAMIN
BRITTEN
the turn of the screw
ef t i r
25 ára
og yngri:
50%
afsláttur
af miða-
verði
í sal
Íslenska óperan v/Ingólfsstræti Pósthólf 1416 - 121 Reykjavík Sími: 511 6400
21. okt. kl. 20 - Frumsýning
23. okt. kl. 20 - 2. sýning - 30. okt. kl. 20 - 3. sýning
4. nóv. kl. 20 - 4. sýning - 6. nóv. kl. 20 - 5. sýning
6. nóv. kl. 20 - 6. sýning - Lokasýning
www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200
Kynning fyrir sýningar á Tökin hert , 2. - 6. sýning
Kl. 19.15 – Stutt kynning á verkinu og uppsetningu þess.
Kynningin fer fram á sviðinu og er innifalin í miðaverði.
Í dag kl. 14
16. sýn. sun. 2/10 kl. 14
17. sýn. sun. 16/10 kl. 14
www.leikhusid.is
Sala á netinu allan sólarhringinn.
Afgreiðsla í húsinu frá kl. 12.30
Sími 55 11 200 - opinn frá 10:00
StórA Sviðið kl. 20.00 LitLA Sviðið kl. 20.00
KODDAMAÐURINN
Fös. 23/9 örfá sæti laus, lau.
24/9 örfá sæti laus, fös. 30/9
nokkur sæti laus, lau. 1/10.
Takmarkaður sýningafjöldi.
KLAUFAR OG KÓNGSDÆTUR
Í dag sun. 18/9 kl. 14:00 örfá sæti
laus, sun. 25/9 kl. 14:00 nokkur
sæti laus, sun. 2/10 kl. 14:0, sun.
9/10 kl. 14:00.
EDITH PIAF
Sun. 18/9 örfá sæti laus, fim. 22/9,
fös. 23/9 örfá sæti laus, lau. 24/9
örfá sæti laus, fim. 29/9, fös. 30/9.
Sýningum lýkur í október.
Stóra svið
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
ÞAÐ BORGAR SIG AÐ GERAST ÁSKRIFANDI
Nýja svið
KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren
Í samstarfi við Á þakinu
Í dag kl 14 - UPPSELT
Su 25/9 kl. 14
Lau 1/10 kl. 14
Su 2/10 kl. 14
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Fi 22/9 kl. 20 - UPPSELT
Fö 23/9 kl. 20 - UPPSELT
Lau 24/9 kl. 20 - UPPSELT
Má 26/9 kl. 20 - Aukasýning
Fim 29/9 kl. 20- UPPSELT
Sala áskriftarkorta stendur yfir
Ef þú gerist áskrifandi fyrir 20. september færðu að
auki gjafakort á leiksýningu að eigin vali
- Það borgar sig að vera áskrifandi -
MANNTAFL
Í kvöld kl. 20 FRUMSÝNING - UPPSELT
Su 25/9 kl. 20
Su 2/10 kl. 20
Fö 7/10 kl. 20
WOYZECK: Í samstarfi við Vesturport.
– 5 FORSÝNINGAR Í SEPTEMBER
Frumsýnt í London 12. okt. og á Íslandi 28. okt
Miðaverð á forsýningar aðeins kr. 2.000
Í kvöld kl. 21
Fö 23/9 kl. 20
Fi 29/9 kl. 20 - UPPSELT
Fö 30/9 kl. 20
Lau 1/10 kl. 20 (Sýning á ensku)
HÍBÝLI VINDANNA
Örfáar aukasýningar í haust
Lau 24/9 kl. 20
Su 25/9 kl. 20
Su 2/10 kl. 20
Fö 7/10 kl. 20
Fö 30/9 kl. 20- UPPSELT
Lau 1/10 kl. 16 - Aukasýning
Lau 1/10 kl. 20 - UPPSELT
Fi 6/10 kl. 20 - Aukasýning
Pakkið á móti - Örfáar aukasýningar
fös. 23. sept. 12. kortasýning kl. 20
Belgíska kongó
- gestasýning
fös. 30. sept. 1. kortasýning kl. 20
lau. 1. okt. 2. kortasýning kl. 20
Áskriftar-
kortasala
stendur
yfir
3. SÝN FÖS 23. kl. 20.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS
4. SÝN LAU 24. kl. 20.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS
5. SÝN FÖS 30. kl. 20.00
6. SÝN LAU 1. OKT kl. 20.00
7. SÝN FÖS 7. OKT kl. 20.00
MÁLVERK Eiríks Smith eru vel
kynnt um þessar mundir, stór sýning
í Hafnarborg og allnokkur olíu-
málverk í Listasafni Reykjanes-
bæjar. Þar sýnir Eiríkur ásamt
nokkrum nemendum sínum af nám-
skeiðum í Baðstofunni svokölluðu, fé-
lagsskapar sem stofnaður var í Kefla-
vík 1972 og hafði að markmiði ýmsa
menningarstarfsemi eins og segir í
bæklingi, m.a. myndlist. Sýningin er
haldin í tilefni þess að 30 ár eru liðin
síðan Eiríkur hóf kennslu í Baðstof-
unni, en þar kenndi hann í ellefu ár.
Honum var boðið að velja til sýningar
verk eftir nokkra nemendur sína og
myndir þeirra Ástu Árnadóttur, Ástu
Pálsdóttur, Sigríðar Rósinkars-
dóttur, Soffíu Þorkelsdóttur og Þór-
unnar Guðmundsdóttur prýða veggi
safnsins ásamt olíumálverkum Ei-
ríks. Konurnar fimm hafa allar sýnt
verk sín áður og myndir þeirra eru
þeim til sóma, þegar haft er í huga að
varla er hér hægt að tala um atvinnu-
málara eins og Eirík. Eiríkur sýnir
myndir sínar á einum vegg og skapar
sterka heild litsterkra verka, þar sem
andstæður í litum og formum virka
sterkt á áhorfandann. Þetta eru
myndir frá síðustu árum, að mínu
mati tekst Eiríki jafnan best upp þeg-
ar hann er hvað mildastur og sam-
hljómur verður til innan verksins, hin
ómstríðari verk eru erfiðari viðfangs.
Konurnar fimm sýna allar sín per-
sónulegu einkenni, Ástu Árnadóttur
tekst vel upp í að láta ósnerta fleti
pappírsins öðlast líf og hún sýnir
nokkra áræðni í því samspili. Myndir
Ástu Pálsdóttur eru raunsærri og
vetrarlitir farast henni ágætlega úr
hendi, sérstaklega þar sem ekki er of-
unnið. Sigríður Rósinkarsdóttir er
nokkuð abstrakt í myndum sínum þó
megi vel sjá í þeim náttúrutengingar.
Hún vinnur einnig með andstæður
ekki ósvipað og Eiríkur þó verk
þeirra líkist ekki að öðru leyti og er
tiltölulega djörf í litanotkun. Soffía
Þorkelsdóttir sýnir ekki ófrumlegar
klippimyndir sem ganga hvað best
upp þar sem uppbrot landslagsins er
mest, en þetta er vinnuaðferð sem
býður upp á góða möguleika. Einna
mildastar eru myndir Þórunnar Guð-
mundsdóttur en hún sýnir djörfustu
tilraunirnar í því að leyfa flæðandi og
gegnsæum eiginleikum vatnslitanna
að njóta sín.
Að sýningunni sem slíkri alls ólast-
aðri get ég þó ekki annað en spurt að
því hvort að ekki sé mál að Listasafn
Reykjanesbæjar fari að koma fram
með skýrari sýningarstefnu. Ég hef
nýverið fjallað um vanda íslensks
samfélags sem tæpast gerir upp á
milli atvinnumanna og áhugafólks í
myndlist, hér er enn eitt dæmið um
slíka sýningu og nú í opinberu lista-
safni. Að mínu mati á sýning sem
þessi ekki heima hér. Hlutverk safns-
ins hlýtur að vera annað og metn-
aðarfyllra en að sýna verk áhuga-
fólks, jafnvel þegar um er að ræða
alveg ágætis vatnslitamyndir. Hvern-
ig á almenningur að geta gert sér
grein fyrir eiginleikum, markmiði og
möguleikum myndlistarinnar sem
eru svo ótal margir og spennandi,
jafnt fyrr á tímum sem í dag, en end-
urspeglast að afar takmörkuðu leyti í
vatnslitamyndum á borð við þessar –
þegar söfnin sjálf hirða ekki um að
kynna listina og taka verk áhugafólks
fram yfir allan þann hæfileikaríka
fjölda yngri sem eldri atvinnulista-
manna sem vinna á Íslandi í dag? Þol-
inmæði listamanna og annarra sem
láta sig listir varða hefur verið of mik-
il gagnvart þessu viðhorfi en henni
hljóta að vera einhver takmörk sett.
Því er ástæða til að óska eftir meiri
metnaði í starfsemi Listasafns
Reykjanesbæjar í framtíðinni og
einnig eftir því að listamenn og
áhugamenn geri sér gleggri grein
fyrir ólíkum markmiðum sínum.
Atvinnumenn og áhugafólk
MYNDLIST
Listasafn Reykjanesbæjar
Til 16. október. Safnið er opið alla daga
frá kl. 13–17.30.
Eiríkur Smith og konurnar í baðstofunni,
málverk og vatnslitir
Ragna Sigurðardóttir
Þórunn Guðmundsdóttir: Sumardagur, 2005.
Michael Page
í Gel Gallery
Í GEL Gallery hefst í dag
sýning á verkum Michaels
Page.
Þetta fyrsta einkasýning
hans í Evrópu. Michael er 26
ára og er upprunalega frá
Orange County í Bandaríkj-
unum en hefur búið síðustu
ár í San Fransisco þar sem
hann hefur haldið vel á annan
tug samsýninga og einkasýn-
inga undanfarið ár.
Sýningin verður opnuð kl.
20 og stendur í viku. Á opnun
sýningarinnar munu PMS
Peacemusic (ný hljómsveit
þriggja meðlima úr Hjálm-
um) spila órafmagnað.
STARFSMAÐUR uppboðshússins
Christie’s í London virðir fyrir
sér áður óþekkt portrettmálverk
eftir ítalska meistarann Titian.
Heiti myndarinnar er Portrett af
konu og dóttur hennar og verður
boðið upp hjá Christie’s í desem-
ber. Búist er við að myndin fari á
meira en fimm milljónir punda,
eða ríflega hálfan milljarð króna.
Myndin var týnd í meira en
fjórar aldir, eftir að málað hafði
verið yfir hana, að líkindum af
nemanda Titians, Leonardo
Corona. Reuters
Titian á
hálfan
milljarð