Morgunblaðið - 18.09.2005, Side 11

Morgunblaðið - 18.09.2005, Side 11
um alla sem eiga og reka flugvélar hér á vell- inum, en það hefur enginn spurt okkur að einu eða neinu frekar en fyrri daginn. Það eru ekki eingöngu sex Fokkerar sem nota völlinn og það virðist því miður gleymast í umræðunni. Minni flugrekstraraðilum og flugvélaeigendum er ekki sýnd sú virðing að gefa þeim kost á að vera með í umræðunni sem er merkilegt miðað við hinn mikla fjölda flugvéla á vellinum. Ég fullyrði að þær séu nálægt eitt hundrað.“ Þekkingarþorp í flugi Matthías er á því að hægt sé að snúa vörn í sókn og nýta flugvallarsvæðið og alla starfsem- ina þar miklu betur og miklu frekar megi bæta við margs konar starfsemi. „Það er talað um að Háskólinn í Reykjavík flytjist í Vatnsmýrina. Því ekki að nota tækifær- ið og fá hann til að taka upp kennslu í ýmsum greinum sem tengjast flugi. Þá er ég að tala um flugrekstrarfræði, margs konar tækninám, flug- vélaverkfræði, sálarfræði og annað sem tengist mannlega þættinum í flugi sem mikið hefur ver- ið rannsakaður síðustu árin, markaðsfræði í flugi og ferðamálafræði. Þetta yrði hluti af því þekkingarþorpi í Vatnsmýrinni sem menn eru að tala um í sambandi við háskóla- og vísinda- starf hér,“ segir Matthías og er ekki í vafa um að ná megi samstöðu um þróun í þessa átt. Þetta myndi allt styrkja flugvöllinn í sessi og hann bætir við: „Áfram yrði síðan hægt að hlúa að flugrekstrinum hér, halda áfram að laga til á flugvallarsvæðinu, rífa gamla skúra og bygging- ar sem hafa runnið sitt skeið á enda og byggja upp betri aðstöðu. Þetta á við um aðstöðu fyrir Flugfélag Íslands, samgöngumiðstöðin myndi taka við flugafgreiðslu og þannig mætti áfram telja.“ ri flugvöllurinn Meðal stærstu vinnuveitenda á Reykjavíkurflugvelli eru áætlunarflugfélögin Flugfélag Íslands og Landsflug sem bæði sinna flugi innanlands og utan. joto@mbl.is Rúmlega 30 manns starfa í flugdeild Landhelgisgæslunnar sem hefur aðsetur á flugvellinum, flug- menn, flugvirkjar, tæknimenn og fleiri. Hér eru nokkrir sem voru við störf í skýlinu, frá vinstri: Tómas Vilhjálmsson, Hilmar Ægir Þórarinsson, Reynir Garðar Brynjarsson, Daníel Hjaltason, Grétar Þór Björgvinsson, Jón Pálsson, Sigurjón Sigurgeirsson og Oddur Garðarsson. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 11 HÉR að neðan eru talin upp helstu fyrir- tæki, stofnanir og félög sem hafa aðsetur og starfsemi á Reykjavíkurflugvelli. Flugfélag Íslands Landsflug Landhelgisgæslan Flugfélagið Ernir Air Flugþjónustan Þyrluþjónustan Flugskóli Íslands Flugskóli Reykjavíkur Flugskóli Helga Jónssonar Flugfélagið Geirfugl Flugklúbburinn Þytur Garðaflug Landssamtök flugíþróttamanna Félag íslenskra einkaflugmanna Flugbjörgunarsveitin Flugklúbbur Íslands Flugtækni sf. Flugvélaverkstæði Reykjavíkur ehf. Flugvélaverkstæðið ehf. Flugsögufélag Íslands Félag fallhlífastökkvara Sportflug ehf. Lagsmenn ehf. Svalt loft ehf. Hangar 1 Yfir 20 fyrir- tæki og klúbbar góðu hóteli og sækja góða veitingastaði. Orð- spor veitingastaða Reykjavíkur og hótela er gott og menn sækja beinlínis í að koma hing- að á góða veitingastaði og lúxushótel. Það eru helst þeir sem eru í þokkalegum efnum og ferðast um á þotum sínum eða fyrirtækja sinna,“ segir Sveinn. Annar stór hópur við- skiptavina hans eru ferjuflugmenn, þeir sem starfa við að flytja flugvélar yfir hafið milli kaupenda og seljenda, og enn einn hópurinn samanstendur af einkaflugmönnum sem sí- fellt sækja heim ný lönd. „Það er að aukast talsvert að einkaflugmenn komi hingað og dvelji í nokkra daga, bæði í Reykjavík og svo fara þeir víðar um landið. Stundum eru þeir einn eða fleiri á einni vél en oftast kannski á fleiri vélum og stundum eru það einka- flugmenn eða flugklúbbar í hópflugi.“ Starfsmenn Flugþjónustunnar sjá um hvers kyns þjónustu og aðstoð við vélar sem hér hafa viðkomu. „Við fáum veðurupplýsingar fyrir ætlaða flugleið, gerum flugáætlanir og útvegum eldsneyti á vélarnar,“ segir Sveinn um helstu verkefnin. Flugmálastjórn sér um að kalla út tollverði og að öryggismálum og vopnaleit sé sinnt og Flugþjónustan sér einnig um að innheimta lendingargjöld og annað sem snýr að ríkinu. Síðan er ýmislegt annað sem Sveinn og samstarfsmenn hans sinna fyrir viðskiptavinina. Margs konar velta „Auk þess að sjá um allt sem viðkemur sjálfu fluginu og vélunum sjáum við oftast um allt sem viðkemur farþegum og áhöfn. Það þarf að ganga frá gistingu, það getur þurft að útvega bílaleigubíla og oft fylgir þessu einnig að útvega vistir fyrir áframhaldandi flug. Mér telst svo til að hótelin hér á höfuðborg- arsvæðinu fái milli þrjú og fjögur þúsund gisti- nætur vegna viðskiptavina sem koma gegnum okkur,“ segir Sveinn og bendir á að margs konar og umtalsverð velta skapist vegna við- dvalar þessara flugvéla hér. Sveinn segir að Reykjavíkurflugvöllur sé mjög góður eftir endurnýjunina og það þrátt fyrir að lengsta brautin, norður/suðurbrautin, hafi styst talsvert. „Það þýðir að sumar af smáþotunum sem þurfa langa braut geta ekki lent hér nema með ákveðnum takmörkunum og stundum gera menn það og koma síðan við í Keflavík til að fylla vélarnar af eldsneyti áður en haldið er yfir hafið.“ Þá segir Sveinn að sér finnist umræðan um flugvöllinn hafa verið á fremur neikvæðum nótum síðustu misserin og að menn átti sig ekki endilega á því að völlurinn sé stór vinnu- staður og verðmætur. „Verði flugvöllurinn lagður niður er hreint ekki sjálfgefið að um- svifin sem hér eru flytjist til Keflavíkur. Ferju- flugmenn sem vanið hafa komur sínar hingað og ekki síður vel stætt fólk sem sækir hingað bara til að heimsækja Reykjavík munu ekki í sama mæli hafa áhuga á að eiga viðdvöl í Keflavík. Hér er það nálægðin við borgina sem skiptir máli. Það er ekki önnur lausn til en Reykjavíkurflugvöllur eða að starfsemi flytjist til Keflavíkur, það sem ekki yrði lagt niður.“ Völlurinn í eins konar herkví Sveinn segir einnig að þrátt fyrir endurnýj- un vallarins hafi verið kreppt að honum á ýmsan hátt og ráðgerð sé ýmiss konar byggð austan við völlinn. „Þessi umræða og óvissa hefur líka haldið allri starfsemi hér í eins kon- ar herkví, þeir sem reka hér flugstarfsemi hafa ekki fengið að gera neitt og því ekki leyft að skipuleggja eða fjárfesta til framtíðar. Hér væri hægt að þróa áfram margs konar starf- semi sem tengist flugi og samgöngum og ég held að nær væri að íhuga alla kosti þess að hafa völlinn hér áfram í stað þess að leggja hann niður,“ segir Sveinn að lokum. ’Þú ert skemmtilega geggjaður en éghef gaman af geggjuðum mönnum.‘Víglundur Kristjánsson , steinahleðslumaður á Hellu, segir Stein Lárusson hjá Flugleiðum hafa lýst sér þannig, þegar hann bar hugmyndina að svokallaðri Íslandsveröld upp fyrir hann fyrir 15 árum. ’Það er svo indælt að ræða um frjálstflæði milli landa á vörum en ekki indælt að tala um frjálst flæði fólks.‘Robert Bestani , einn af yfirmönnum Þróunarbanka Asíu, útskýrir að fólk frá þróunarlöndunum, sem starfi í auðugum löndum, sendi mun meira fé heim til sín en sem nemi samanlagðri þróunaraðstoð. Pen- ingasendingarnar séu mjög umdeildar. ’Raunar var leiðin til Kárahnjúka-virkjunar mörkuð yfirgangi fyrirtæk- isins og stjórnvalda í garð þeirra sem settu sig upp á móti áformum þeirra. Má þar nefna að Náttúruvernd ríkisins var lögð niður, Skipulagsstofnun sætti hörðum ákúrum þáverandi forsætis- ráðherra og landgræðslustjóra var skipað að mýkja umsögn sinnar stofn- unar um áhrif Kárahnjúkavirkjunar á gróðurfar. Skilaboðin voru skýr: Kára- hnjúkavirkjun skal í gegn, hvað sem tautar og raular.‘Árni Finnsson , formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, í grein sinni um virkjanir þar sem hann svar- ar Friðriki Sophussyni, forstjóra Landsvirkjunar. ’Uppsafnaður vandi örbirgðarhefur skapast.‘Kofi Annan , framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í ræðu á leiðtogafundi í tilefni af 60 ára fundi samtak- anna. Þar varaði hann við örbirgð í heiminum. ’Mannkynið á alltaf möguleika á bæðistríði og friði og af Íslendingasögunum getum við lært margt um það hvernig hægt er að öðlast frið eftir ósætti. Kannski að þið ættuð bara að þýða þær yfir á hebresku og arabísku og færa Ísraelum og Palestínumönnum nokkur eintök. Þeir gætu svo lesið 105. kafla Njálu upphátt hvorir fyrir aðra, þar sem Þorgeir kveður upp sátt- arúrskurð sinn.‘Roy Jacobsen , rithöfundur frá Noregi, gestur Bókmenntahátíðar. ’Ímynd jógans hefur breyst úr síð-skeggjuðum hellisbúa á lendaskýlu yf- ir í framúrskarandi liðuga einstaklinga af báðum kynjum með þvottabrettis- magavöðva og stálrasskinnar.‘Bréf til blaðsins frá Guðjóni Bergmann , jógakennara og rithöfundi, miðvikudaginn 14. september. ’Við þurfum að byrja á jarðgöngumum Vaðlaheiði og stóriðju á Húsavík. Þá kemur hitt af sjálfu sér. Tuðið í Steingrími Sigfússyni og hans líkum, um „eitthvað annað“, er eins og jarm út úr kú. Það skapar ekki hagsæld.‘Sverrir Leósson , útgerðarmaður á Akureyri, um breytingar í pólitísku landslagi. Ummæli vikunnar Morgunblaðið/Jim Smart Milliþinghald fór fram á þriðjudag í Héraðs- dómi Reykjavíkur í Baugsmálinu. Dómarar í málinu hafa gert athugasemdir við 18 ákæru- liði af 40. Jón H. Snorrason, saksóknari rík- islögreglustjóra og yfirmaður efnahags- brotadeildar, fór þar yfir flesta þá ákæruliði, sem dómararnir höfðu gert athugasemdir við, og rökstuddi hvers vegna hann teldi að verknaðarlýsingin væri nægilega skýr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.