Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 19 Kabúl sem hafði með sér gamlan riff- il og í verslunarferð á Chicken Street var, þegar skoðað var í búðir í húsasundi einu, hægt að finna verslun sem bauð upp á hundruð kalashnikov-rifflna. Enn eru milljón- ir jarðsprengna grafnar í jörðu, haft var í flimtingum við okkur í heim- sókninni til Afganistans að allir ættu sitt eigið vopnabúr í kjallaranum. Blasir við að það er ekki ákjós- anlegt að byggja upp lýðræðissam- fleiri frambjóðendum að fara fram. Reglurnar eru hins vegar með þeim hætti, að til að menn yrðu dæmdir óhæfir til framboðs þurfti fyrst að sýna fram á að þeir hefðu hlotið dóma fyrir glæpi; dómskerfið í Afganistan hefur hins vegar verið ónýtt svo lengi, menn hafa leyst deilumál eftir öðrum leiðum, að margir sleppa í gegnum þessa síu sem það hefðu ekki átt að gera. Þá heyrast raddir um að Banda- ríkjamenn hafi komið í veg fyrir að ýmsir, sem þeir telja mikilvæga bandamenn í hinni svokölluðu bar- áttu gegn hryðjuverkum, yrðu dæmdir úr leik. Er ljóst að ekki allir eru jafn ánægðir með þessi afskipti Bandaríkjamanna. Mikið af vopnum í umferð Það er annars gífurlega mikið magn af vopnum í umferð í Afganist- an, ég gekk framúr manni í miðbæ félag við aðstæður, þar sem fjöldinn allur af smákóngum hefur yfir að ráða einkaher og miklu magni vopna; sem hann gæti kosið að beita ef hlut- ir þróuðust með öðrum hætti en hann kýs. Á hinn bóginn er ekki hægt að kippa öllum vopnum úr um- ferð í einu vetfangi; umræddir aðilar verða auðvitað að skynja að aðstæð- ur hafi breyst með þeim hætti, að rétt og eðlilegt sé að vopn séu fjar- lægð úr hinni pólitísku jöfnu. Er óhætt að álykta að sú stund sé ekki runnin upp, að nægilegur stöð- ugleiki hafi skapast í Afganistan til að þetta verði. Bandarískir hermenn í suðurhluta landsins lenda enn iðu- lega í bardögum við leifar liðs talib- anastjórnarinnar og al-Qaeda, svo dæmi séu nefnd. Annars konar árás- ir hafa einnig átt sér stað, m.a. gegn fulltrúum alþjóðastofnana og hjálp- arsamtaka. Sagðist James L. Jones, æðsti yf- irmaður herafla NATO í Evrópu (SACEUR), hins vegar á frétta- mannafundi sem ég sótti í Kabúl ekki telja að árásir í landinu væru skipulagðar af nákvæmni af talibön- um eða al-Qaeda. Árásirnar væru oft tilviljanakenndar, þær beindust ekki alltaf að erlendum herjum, stundum tengdust þær fremur glæpastarf- semi og/eða valmúaræktinni í nokkr- um héruðum landsins; en sem kunn- ugt er er hvergi framleitt meira heróín en einmitt í Afganistan. Flestir þreyttir á stríði Um tuttugu þúsund bandarískir hermenn eru í Afganistan sem hluti af svokölluðu „bandalagi“, þeirra hlutverk er að elta uppi leifar al- Qaeda og talibana. En bandarískir hermenn í Afganistan starfa einnig undir merkjum ISAF, alls eru nú um ellefu þúsund hermenn á vegum ISAF í landinu. Það eru því um þrjá- tíu þúsund erlendir hermenn í Afg- anistan. Þetta er ekki mikill fjöldi, spurn- ing hvort hægt sé að kalla slíkt lið hernámslið, eins og sumir hafa gert. Þeir Afganar sem við ræddum við gengu ekki svo langt – en það virtist vera stutt í að til þess gæti komið; og þá væri illt í efni. „Við erum ekki álit- in hernámslið hérna, renni sá dagur upp að þetta gerist þá er það hinn sami dagur og við verðum að yfir- gefa þetta land,“ sagði fulltrúi breska utanríkisráðuneytisins, Sus- an Crombie, sem við hittum að máli í Mazar-e-Sharif. Og það er án efa eins gott fyrir bæði Bandaríkjaher og ISAF að halda sig við það hlutverk sitt, að vera réttkjörnum stjórnvöldum Afg- anistan til aðstoðar svo lengi sem þau óska eftir því og stuðla að upp- byggingu í landinu; fari að hitna und- ir þeim gæti allt farið í bál og brand. Sagan sýnir að stórveldum hefur ekki reynst auðvelt að halda Afgan- istan hernumdu. „Fólkið er þreytt á átökum, þess vegna styður það veru ISAF í land- inu,“ sagði Mohammad Sadiq Mub- ashir, óháður frambjóðandi í kosn- ingunum í dag sem við hittum að máli í Kabúl. „Afganar þurfa á ISAF að halda í nokkur ár til að standa vörð um friðinn. En síðan ætti að halda þjóðaratkvæði um veru þeirra hér. Og ef Afganar vilja að þeir fari þá eiga þeir að fara. Neiti þeir væru Afganar í fullum rétti að neyða þá til að fara.“ Sömuleiðis gæti farið að hitna undir Hamid Karzai forseta ef hann reitir of marga héraðshöfðingja til reiði og/eða getur ekki staðið við stóru loforðin, sem hann hefur gefið þjóð sinni. Það má merkja að þegar sé tekið að fjara undan Karzai, vin- sældir hans teknar að dvína. Hitt er ljóst að velflestir eru yfir sig þreyttir á stríði. Staðan er brot- hætt, aðeins tíminn getur leitt í ljós hver þróunin verður. Kosningarnar í dag skipta ekki sköpum í þeim efn- um, en þær marka leið í átt að stærra markmiði; samfélagi þar sem allar helstu stofnanir virka, þar sem brot- unum hefur verið raðað saman. david@mbl.is AFGANISTANer um 650 þúsund ferkílómetrar að flatarmáli, þ.e. ríf- lega sex sinnum stærra en Ísland. Áætlað er að um 28,5 milljónir manna búi í landinu. Þetta er ung þjóð, meðalaldur landsmanna er 17,5 ár, 44,7% þjóðarinnar eru á aldrinum 0 til 14 ára. Aðeins 2,4% landsmanna eru eldri en 65 ára, lífs- líkur manna eru í kringum 42 ár. Þessar tölur skýrast að nokkru leyti þegar haft er í huga að Afganistan er talið fimmta fátækasta ríki ver- aldar. Um 42% Afgana eru af þjóð Pastúna, uppruni þeirra er óljós en sumir telja þá komna af Hebreum. 27% íbúa Afganistans eru Tadjíkar, þ.e. af persneskum uppruna, Haz- arar eru síðan 9% en þeir eiga sér mongólskan uppruna. 9% Afgana teljast vera Úsbekar að ætt og upp- runa, þ.e. eiga sér tyrkneskan bak- grunn. 80% Afgana eru súnní-múslímar, um 19% hins vegar sjítar. Helstu tvö tungumálin eru pastú, austur- írönsk tunga sem pastúnar tala, og darí; en darí er afgönsk útgáfa af farsi-tungumálinu (persnesku). Flókinn þjóðernis- kokkteill
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.