Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Hún sýnir mikla oginnilega trú, nefnist„Ein góð bæn dag-lega nauðsynleg“ oger á þessa leið: Eg befala mig í dag og hvern annan í vald föður og sonar og heilags anda. Eg befala mig þeim heilaga líkama, sem hin skírasta mey og móðir, jómfrú María, huldi í sínum kviði og offraður var til líkn- ar og lausnar öllum syndugum mönnum. Eg befala mig í vernd drottins vors Jesú Christí. Eg befala mig því hinu dýrmæta blóði, sem af hans síðu rann og flaut. Eg befala mig undir öll kristilegheit guðs. Eg befala mig undir varðveizlu hins heil- aga Michaelis engils og annarra heilagra engla. Eg befala mig þeim heilaga anda, sem Jesús Christus sendi yfir sína lærisveina á hvítasunnudegi, og hann megi mitt hjarta upplýsa með öllum lukkusamlegum hlut- um, hvar eg er eða fer. Eg befala mig undir pínu og dauða guðs sonar og alla þá náð, mildi og makleg- leika, sem hann hefur með henni forþénað og þegið af sínum himneska föður, vorum drottni. Eg befala mig undir þá náð og miskunn, trú og von, sem hann styrkti við sína signuðu móður. Eg befala mig undir þann náðarkraft, sem þú gafst hinum heilaga Jóhanni Baptista og öllum höfuðfeðrunum. Eg befala mig undir þá náð og miskunn, sem hann veitti og yfirhellti þann sæla Petrum, og alla aðra postula, guð- spjallamennina og lærisveinana. Eg befala mig undir alla krafta þeirra himnesku anda og hirðsveita og undir varðveizlu drottins Jesú Christí, sem hann hefur umboðið sínum engli að hafa yfir mér í svefni og vöku. Eg befala mig undir þann skírlífisanda, sem hann veitti helgum mönnum. Nú signi eg mig í nafni föður og sonar og heilags anda. Nú signi mig faðir og sonur, svo að eg megi ganga í heilags anda friði. Nú signi mig sá hinn sami Jesús Christus, sem á krossinum hékk, hver af Gyðingum var spottaður og í sína ásjónu háðulega hræktur, með nöglum negldur, með spjóti lagður og aumlega særður. Bevara þú mig, mína sál, mitt hold og blóð, æðar og sinar, brjósk og bein og all- an minn samsettan líkama, frá öllu járni og stáli, byssum og bogum, sem smíðaðir hafa verið, síðan Jesús Christus var fædd- ur. Eg deyfi og sljóvga öll vopn við það heil- aga hold og blóð drottins vors Jesú Christí, sem mér eða mínum nokkrum í minni ættkvísl til skaða og skammar eða nokkurra vondra hluta hugsað eða talað er af nokkrum manni, minni eða meiri, svo að mínu holdi verði ekki að meini. Verndi mig svo guð faðir, sem þú vernd- aðir og geymdir þinn elskulegan son fyrir Heródis kóngs sendiboðum. Bevara þú mig, drottinn minn guð, frá öllu því, sem mér kann til nokkurs skaða að vera, sem er fyrir vondu rykti og for- djörfun, fyrir morðingjum og manndráp- urum, fyrir þjófum og skeytum fljúgandi um nætur. Bevara þú mig fyrir eldi, himneskum og jarðneskum. Bevara þú mig, drottinn minn, fyrir öllum illum hlutum á sjó og landi, sem öfluglega að mér koma, frá eldingum og reið- arþrumum, jarðskjálftum, hagli og óveðri. Bevara þú mig, drottinn minn, frá falsi og flærð, fjölkynngi og göldrum. Eg deyfi og sljóvga öll vopn allra manna, galdra og gjörninga, sem mér eru ætlaðir af nokkrum manni eður skepnu, við allar fimm undir vors drottins, Jesú Christí. Stöðva þú, drottinn minn, alla þá, sem mér eða mínum vilja nokkuð vont gjöra, og heft þú þá þar í frá, svo sem þú stöðv- aðir ána Jórdan, þá vor herra Jesús Christus var skírður af hinum heilaga Jó- hanni Baptista, hjálpari minn og guð minn. Stöðva þú, drottinn minn, mig frá öllu vondu, svo sem þú stöðvaðir sjó og vatn fyrir þína lærisveina, og sem þú stöðvaðir Hafið rauða, svo still þú alla mína mót- stöðumenn og banna þeim, drottinn minn, mér vont að gjöra, svo sem þú bannaðir óhreinum anda himnaríki. Bevara þú mig, drottinn minn, frá allri illsku minna óvina, sýnilegra og ósýni- legra, svo sem þú leystir þrjá sveina úr ofninum, Daníelem úr ljónagröfinni og Davíð kóng af hendi Sáls og syndasaur. Vernda þú mig, drottinn minn, fyrir þína bitru pínu og dauða. Gef þú mér mína lífs- næring, að eg fari svo með það, sem þú lánar mér, að þér sé þægilegt, en mér sjálfum nytsamlegt og öllum mínum af- kvæmum, alla vora lífdaga. Hlíf mér, lausnari, lifandi guðsson, sem fyrir allt mannlegt kyn var krossfestur. Eg bið þig fyrir þitt dýrmæta hold og blessaða blóð, sem þú úthelltir á kross- inum, svo og fyrir þann blóðuga sveita og helgustu undir, að þú gjörir mig heil- brigðan af öllum mínum syndum. Þyrm þú mér, drottinn minn, og öllu mínu lífi. Geym mig og bevara frá öllu illu, komnu og ókomnu, fyrir skaðsömum og illum freistingum. Þín óumræðileg mildi verndi mig í dag og hvern dag annan fyrir öllum háskasemd- um lífs og sálar. Vernda þú mig fyrir bráðum og óvísum dauða, fyrir helvítis pínum og kvölum, draugum, illum öndum og öllu skaðlegu eðli heims og himins, loft og lagar og fyrir illum draumum. Lát mig nokkuð vorkennast í þessari ver- öldu, þó eigi eftir mínum verðugleika, eft- ir þinni náð, fyrir þína beisku pínu og dauða. Gef þú mér góðan endadag og vel að deyja á minni síðustu stundu, vor ljúfi lausnari, Jesús, með ósegjanlegri náð og píslarvætti. Geym þú mig og bevara, drottinn minn, mína sál frá öllu illu. Send þú mér varð- haldsengil þinn mér til verndar í móti öll- um illum hlutum. Varðveit þú mig og bevara þennan dag, og alla aðra, og á hverri stundu, vakandi og sofandi, standandi og liggjandi, ríðandi og gangandi, á nótt og degi og öllum tím- um míns lífs. Varðveiti mig þinn heilagi engill, svo að sá hinn slægi fjandi og allir mínir óvinir fái mér ekki skaða gjört, hvorki á lífi né sálu, fyrir Jesú Christum, þinn elskulega son, sem með þér og heilögum anda lifir og ríkir, ræður og stjórnar um eilífar aldir. Amen. Ein góð bæn sigurdur.aegisson@kirkjan.is Þegar Brynjólfur Sveinsson kom í þennan heim, fyrir 400 árum, var lútherskur siður á Ís- landi ekki nema um hálfrar aldar gamall. Sigurður Ægisson er hér með sýnishorn af kaþólskri bæn, sem eflaust var enn í notkun um það leyti. HUGVEKJA ✝ Bergþóra Árna-dóttir fæddist í Holti á Barðaströnd 12. mars 1918. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð að morgni 8. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Árni Jón Ein- arsson, f. 3. apríl 1893, d. 15. nóv. 1980, fæddur og upp alinn á Barðaströnd, og kona hans Guð- björg Jónsdóttir, f. 23. sept. 1896, d. 16. sept. 1971, ætt- uð af Ströndum. Bergþóra var elst systkina sinna, hin eru Anna Að- alheiður, f. 11. maí 1920, d. 24. mars 1959, Sigurjón, f. 24. apríl 1923, býr á Patreksfirði, Hafliði Arnberg, f. 16. okt. 1934, d. 26. maí 1977, og Elísabet Matthildur, f. 8. júní 1924, býr í Reykjavík. Fyrri maður Bergþóru var Þor- valdur K. Þorvaldsson frá Skerð- ingsstöðum í Grundarfirði, f. 23. maí 1916, d. 10. júlí 1993. Þau skildu. Seinni maður Bergþóru var Einar J. K. Árnason frá Hólkoti á Reykjaströnd, f. 7. júní 1923, d. 5. maí 1962. Dætur Bergþóru eru: 1) Freyja Kolbrún Þorvaldsdóttir, f. 26. feb. 1947, maður hennar er Hörður Sigþórsson, f. 2. ág. 1947. Börn þeirra eru: a) Birgitta, f. 19. júní 1966, b) Hrafnhildur, f. 3. okt. 1967, gift Guðmundi A. Sigurðs- syni, f. 8. júní 1965, og eiga þau 26. maí 1980, unnusta hennar er Stella Guðjónsdóttir, 16. des. 1981, d) Árni Freyr, f. 12. des. 1985. 3) Aðalbjörg Sólrún Einarsdóttir, f. 19. sept. 1953, gift Valgeiri Guð- mundssyni, f. 14. mars 1952. Börn þeirra eru: Einar, f. 18. feb. 1974, sonur hans úr fyrri sambúð er Michael Aron, f. 12. des. 1999. Unn- usta Einars er Lára Dagbört Hall- dórsdóttir, f. 19. feb. 1985, b) Guð- mundur, f. 26. maí 1976, c) Bergþóra, f. 18. júní 1978, dóttir hennar er Elísabert Ósk, f. 9. mars 1998, d) Valgerður, f. 6. feb. 19, e) Aðalgeir, f. 5. sept. 1990, d. 18. okt. sama ár. Bergþóra ólst upp með foreldr- um sínum og systkinum vestur í Breiðafjarðareyjum, Hergilsey, Sauðeyjum og frá árinu 1930 í Flat- ey, en um miðjan þrítugsaldurinn bjó hún um tíma í Reykjavík og kynntist þar fyrri manni sínum og giftust þau 1946, en þau skildu eftir fárra ára hjónaband. Með seinni manni sínum bjó Bergþóra ásamt dætrunum um hríð í Flatey og síð- an á Hellissandi, eða til ársins 1958. Þegar Einar lést hafði fjölskyldan búið um tíma í Kópavogi, og þar átti Bergþóra heimili sitt upp frá því. Bergþóra var verkakona, og vann sem slík víða á yngri árum, en í rúm 20 ár vann hún hjá Málningu hf., eða þar til verksmiðjan við Kársnesbraut brann. Eftir það átti hún ekki afturkvæmt á vinnumark- aðinn. Árið 1988, aðeins sjötug að aldri, flutti Bergþóra á sambýli fyr- ir aldraða, en frá því í desember 1991 var hún á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi, þar sem hún naut hinnar bestu umönnunar og hjúkrunar til síðasta dags. Útförin hefur farið fram. börnin Arnór, f. 20. apríl 1988, Andra, f. 8. ág. 1990, og Huldu Björk, f. 21. okt. 2001, c) Ásta Pála, f. 27. júní 1970, gift Albert Sveinssyni, f. 7. nóv. 1969, og eru synir þeirra Sindri, f. 29. nóv. 1990, Atli, f. 3. nóv. 1994, og Albert Páll, f. 19. jan. 1996, d) Árni Jón, f. 13. maí 1973, börn hans eru Alexandra, f. 17. okt. 1994, og Hörður Ró- bert, f. 28. júlí 1998, e) Kolbrún Hrönn, f. 12. júlí 1978, gift Ólafi Ey- berg Rósantssyni, f. 6. feb. 1975, börn þeirra eru Sunneva Lind, f. 17. des. 1997, og Theódór Sölvi, f. 21. mars 2001. 2) Auður Sigurdís Þorvaldsdóttir, f. 21. jan. 1949, maður hennar er Elí Halldórsson, f. 30. des. 1946. Börn þeirra eru: a) Anna Leif, f. 21. apríl 1970, gift Ás- geiri Kristinssyni, f. 19. maí 1966. Börn þeirra eru Hafliði, f. 2. ág. 1990, Íris Jana, f. 27. des. 1995, og Finnur Ari, f. 15. sept. 1997, b) Þóra Björg, f. 17. nóv. 1971, hennar börn með fyrrverandi manni sín- um, Herði Harðarsyni, f. 31. júlí 1965, eru Auður Elísa, f. 14. ág. 1990, Hörður Þór Húnfjörð, f. 21. júní 1996, og Maron Snær, f. 9. feb. 2001. Unnusti Þóru Bjargar er Skarphéðinn Magnússon, f. 26. mars 1971, dóttir hans er Svanhild- ur, f. 22. apríl 1998, c) Sóley Ósk, f. Hvernig kveður maður móður sína? Þess spyrjum við systurnar nú þegar móðir okkar er látin og horfin okkur að eilífu. Mikið var hann fal- legur fimmtudagsmorgunninn í Kópavogi, sólin skein á haustlitaðan gróðurinn fyrir utan stofugluggann og færði birtu og yl að dánarbeði mömmu, þar sem erfiða undanfarna viku hafði ríkt sorg og kvíði var nú friður og ró og lausn frá átakanlegri tilveru síðari ára. Í uppvexti okkar systranna vorum það alltaf við og mamma; mamma og við. Sem ein- stæð móðir var hún okkur allt, hún var móðirin og faðirinn, og sú sem gerði heimilið okkar að þeim griða- stað sem allir þurfa á að halda. Hún var skjólið þegar á móti blés, leið- beinandinn þegar við vorum að reyna að feta okkur áfram veginn, huggaði og hughreysti þegar eitt- hvað angraði og olli áhyggjum, og umvafði okkur með takmarkalausri elsku sinni. Hún lagði nótt við dag til að sjá heimilinu farborða og naut við það aðstoðar foreldra sinna, ömmu okkar og afa, sem bæði voru okkur systrum afar kær. Mamma naut lítillar skólagöngu, en þeim mun betur var hún menntuð af sjálfri sér. Hún var vel að sér í mörgu, las dönsku, ensku og þýsku sér að gagni, kunni sögur og ljóð og spilaði á orgel fyrir sjálfa sig og sína. Mamma gerði miklar kröfur til sjálfrar sín en var þrjósk og gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Hún var skapmikil og hafði ríka réttlæt- iskennd og fór misréttið í heiminum mikið fyrir brjóstið á henni, ekki hvað síst þau misjöfnu kjör sem bíða barna strax við fæðingu, t.d. vegna meðfæddrar fötlunar. Hún var póli- tísk og lét sig þjóðmálin miklu varða, fylgdi vinstri flokkunum að málum og kaus alltaf, ef ekki á almennum kjörstað þá með aðstoð í Sunnuhlíð. Raunar er ótrúlegt hversu hún gat verið vakandi fyrir umhverfi sínu þrátt fyrir þessar langvarandi heilsufarslegu hömlur. Hér áður fyrr var mamma oftast sjálfri sér nóg, og naut þess gjarnan að dunda sér ein. Á sumrin gat hún verið tímunum saman í garðinum sínum og hlúð að plöntunum og bætt öðrum við. Hún fór reglulega með strætisvagninum í gróðrarstöðina Garðshorn og keypti sér eina og eina trjáplöntu, sem nú eru löngu orðin reisuleg tré sem gnæfa yfir litla hús- ið sem einu sinni var hennar. Þau eru minnisvarði um það sem einu sinni var. Lífið var henni mömmu óvægið. Lengstum voru kjörin kröpp, þar sem tilveran snerist um að lifa af, og skyndileg dauðsföll í fjölskyldunni voru henni þungbær. Fyrir miðjan aldur fór að bera á heilsubresti sem ágerðist með árunum, og svo kom að aðeins sjötug að aldri gat hún ekki lengur búið heima. Mörg hin síðari ár voru henni sérstaklega erfið þar sem hún þurfti að öllu leyti að vera upp á aðra komin. Það tók á að sjá hvernig smám saman dró úr allri færni, jafnt getunni til að hreyfa sig um og nota hendurnar og að tjá sig við annað fólk, og að finna vanlíð- anina hjá henni vegna eigin vanmátt- ar. En núna er hún frjáls og laus við allar hömlur, því viljum við trúa. Tek ég úr gleymsku myrkri, móðir, minninganna spjöld, það er eins og englar góðir að mér svífi í kvöld, ástar stjarna eilíf skíni inn í myrkrið svart, er sem kalinn hugur hlýni, húmið verði bjart. Man ég alla ástúð þína, öll þín tryggðabönd, yfir barnabresti mína breiddirðu milda hönd, stundum vildi ég vera góður vænsta yndið þitt. það er svo gott að eiga móður, sem elskar barnið sitt... Hver þekkir mátt, er móðir veitir, mild og kærleiksrík? Allri sorg í unað breytir, engin er henni lík. Hvar finnst vinur hlýr, svo góður, hjartans mýkja sár? Hvað er betra en blíðrar móður bros og hryggðartár? (Kristján Jónsson frá Skarði.) „Hvernig kveður maður móður sína,“ var spurt. Veit það nokkur? Guð blessi minningu móður okkar, Bergþóru Árnadóttur. Með þakklæti fyrir allt og allt. Freyja, Auður og Aðalbjörg. Þegar ástvinur kveður hellast yfir mann minningar. Elskuleg amma mín hefur nú kvatt þetta líf. Eftir sit ég með minningar um frosnu klein- urnar hennar, hálsmenið sem hún alltaf bar, vaxliti í áldós og kópal blöð til að teikna á, gömlu púsluspilin, ömmumýkt og ömmulykt. Amma var sterk og dugleg kona fram á síðustu stund en líf hennar var þó ekki alltaf dans á rósum þar sem hún átti sínar sorgir en jafn- framt sína sigra, lífssaga sem afkom- endur hennar munu halda á lofti í minningu hennar. Ævi hennar var viðburðarík og ber afkomendum hennar að vita hve sterk persóna ættmóðir þeirra var. Minning um konu sem ég er hreykin af að geta sagt að hafi verið hún amma mín. Undanfarin ár var amma heilsu- laus og því fóru lífsgæðin minnkandi með tímanum og veit ég að henni var farið að finnast það vel tímabært að kveðja okkur, kveðja þennan heim og halda áfram inn í þann næsta, þar sem ég vil trúa að hún hitti á ný alla þá ástvini sem hún hafði misst í gegnum lífið og að hún losni við þær hömlur sem höfðu smám saman komið með árunum. Nú veit ég að amma er frjáls. Með þessa mynd í huga mér af þér, elsku amma, þótt sorgin og söknuðurinn séu til staðar, þá er ég sátt af því að ég veit að þú ert sátt. Að lokum vil ég kveðja ömmu mína með þessu litla ljóði sem vísar til uppruna hennar: Bráðum vagga bjartar nætur blómi þínu föla jörð. Flýgur lóa senn um sveitir, senn er vor um Breiðafjörð. Hlustar bær í björtu túni bláa morgna, kvöldin rjóð, meðan svásir sunnanvindar syngja gömul hörpuljóð. Þar í hljóðri helgi geymast Hlýrrar æsku falin spor. Þar um velli tærust titrar tíbrá dagsins – góða vor! Bráðum vagga bjartar nætur blómi þínu, föla jörð. Flýgur lóa senn um sveitir, senn er vor um Breiðafjörð. (J. Kr. Jóh.) Elsku amma, megi góður Guð vaka yfir þér. Þín Kolbrún. Elsku amma mín, minningarnar hafa streymt fram síðustu vikurnar, meðan á veikindum þínum stóð og við vissum hvert stefndi. Ég hugsa um húsið þitt við Álfhólsveginn, rab- arbarann sem við tíndum í garðinum þínum, sem var sannkallaður skrúð- garður og geymdi stóru breiðurnar af gleym-mér-ei blómum. Frosnu kleinurnar og köldu mjólkina í litlu BERGÞÓRA ÁRNADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.