Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 53 AUÐLESIÐ EFNI TVENNT lést eftir að bátur sökk á Viðeyjar-sundi að-fara-nótt laugardags. Fimm voru um borð og var þremur bjargað, hjónum og 11 ára syni þeirra. Talið er að báturinn hefði siglt á sker og hvolft við það. Lög-regla vinnur nú að rann-sókn slyssins. Bogi Sigvaldsson, varð- stjóri í lögreglunni, var einn þeirra sem fann skip-brots- mennina þrjá um nóttina. Hann sagði það vera mikla heppni að þeir skyldu hafa fundist. Lögreglu-mennirnir fóru á litlum gúmbát til að leita eftir að fréttist af fólki í sjávar-háska á Viðeyjar- sundi. Að-stæður voru erfiðar. Myrkur, rok, rigning og tals-verður öldu-gangur. Ekki liðu nema um 20 mín- útur frá því að lögregla hafði fundið fólkið að bátur þeirra sökk. Ástand þeirra var ekki gott. Bæði konan og mað- urinn sem björguðust slös- uðust talsvert mikið og þurftu að gangast undir aðgerð á Land-spítalanum. Drengurinn var óslasaður. Kafarar fundu konu látna um borð í bátnum en ekkert sást til karlmanns sem hafði einnig verið um borð. Mikil leit upphófst í fram-haldinu sem hefur staðið í marga daga en án árangurs. Er maðurinn því talinn af. Konan hét Matthildur Harðardóttir og maðurinn Friðrik Ásgeir Hermannsson. Þrír komust lífs af er bátur sökk Morgunblaðið/Júlíus Mikill fjöldi lögreglu- og björgunarmanna tók þátt í leitinni að fólkinu sem saknað var eftir slysið á Viðeyjarsundi. ALÞJÓÐLEGU kvikmynda- hátíðinni í Toronto í Kanada, lauk í gær. Þrjár myndir, sem talist geta íslenskar, tóku þátt: Bjólfskviða, A Little Trip to Heaven og Strákarnir okkar. Að sögn Laufeyjar Guðjónsdóttur hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands var frumsýning Bjólfskviðu sérstaklega vel heppnuð og voru frumsýningargestir yfir sig ánægðir með myndina. Sturla Gunnarsson leikstjóri Bjólfskviðu flutti til Kanada ungur að árum en er í dag einn vinsælasti leikstjórinn þar vestra. Kvikmynd Baltasars Kormáks A Little Trip to Heaven hefur einnig hlotið ágæta dóma ef marka má kvikmyndavefi ýmiss konar. Einnig fær tónlistarmaðurinn Mugison hrós fyrir tónlist sína við myndina. Aðal- leikarar myndarinnar eru bandarísku leikararnir Forest Whittaker og Julia Stiles. Loks er það kvikmyndin Strákarnir okkar (Eleven Men Out) í leikstjórn Róberts Douglas. Að sögn framleið- enda myndarinnar voru viðtökurnar góðar. Þegar hafa borist tilboð í myndina frá stórum mörkuðum á borð við Bandaríkin, Ísrael, Frakkland og Japan. Gott gengi Íslendinga Úr kvikmyndinni Bjólfskviðu eftir Sturlu Gunnarsson. Kvikmyndahátíðinni í Toronto lokið KOSNINGA-BANDALAG vinstri-flokkanna náði meiri- hluta í þing-kosningunum í Noregi á mánu-dag. Banda- lagið ætlar ekki að lækka skatta, það vill hætta við að breyta sjúkra-húsum í einka- fyrirtæki og vill ekki að skólar í Noregi séu reknir af einka- aðilum. Það segir að ríkið eigi að reka skólana. Banda-lagið vill líka byggja meira af ódýru leigu-hús-næði. Flokkarnir kalla sig rauð- græna banda-lagið vegna þess að auk tveggja „rauðra“ flokka sem eru Verka-manna- flokkurinn og Sósíal-íski vinstri-flokkurinn er í hópnum Mið-flokkurinn sem vill aukna umhverfis-vernd og er því sagður „grænn“. Kjell Magne Bonde-vik for- sætis-ráð-herra úr Kristilega þjóðar-flokknum, sem er hægri-flokkur, lætur nú af völdum. Við starfi hans tekur leið-togi Verka-manna- flokksins, Jens Stolten-berg. Hann er 46 ára og er hag- fræð-ingur. Þegar hann var ungur maður var hann mjög rót-tækur vinstrimaður og var á móti Atlants-hafs-banda- laginu. Hann tók þá þátt í mót-mælum og braut rúður í sendi-ráði Banda-ríkjanna í Ósló. Rauð-græna banda-lagið fékk alls 87 þing-sæti en flokkarnir sem studdu Bonde- vik fengu 82 þing-sæti. Reuters Leiðtogi Verkamannaflokksins í Noregi, Jens Stoltenberg (til vinstri), ræðir við Kjell Magne Bondevik sem nú hættir sem forsætisráðherra. Vinstri-menn sigruðu HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í lok ávarps síns á leiðtoga-fundi Sam-einuðu þjóðanna í New York á fimmtudag að Ísland hefði í fyrsta sinn lýst yfir framboði til Öryggis-ráðs Sam-einuðu þjóðanna fyrir tíma-bilið 2009-2010. Áður hafði Halldór sagt í ávarpinu að Ísland gæti hjálpað til við að tryggja heims-friðinn og tryggja vel-ferð Sam-einuðu þjóðanna. Hann sagði sam-tökin hafa skipt miklu máli fyrir margar þjóðir en einnig brugðist vonum margra. Hann sagði nauðsyn-legt að endur-skipuleggja Öryggis-ráðið svo það myndi ekki skorta styrk til að tryggja og við-halda friði. Halldór minnti á að á næsta ári yrðu 60 ár frá því að Ísland gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum. Á þeim tíma hefði það verið afar mikil-vægt fyrir Ísland að gerast aðili að alþjóða- samtökum sem höfðu það mark-mið að tryggja frið og öryggi í sam-skiptum þjóða. Lýsti yfir framboði til Öryggis- ráðsins Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.