Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Allir velkomnir Vinsamlegast tilkynnið þáttöku á netfangið ingibjörg@rf.is eða í síma 530 8600 13:15-13:30 Ávarp sjávarútvegsráðherra Árni M. Mathiesen 13:30-13:45 Starfsemi Rf árið 2004 Sjöfn Sigurgísladóttir 13:45-14:05 Ferskur í fiski Þórólfur Árnason, Icelandic Group 14:05-14:20 Jákvæð áhrif fisks á heilsu Ingibjörg Gunnarsdóttir, LSH 14:20-14:35 Neytendur og viðhorf til fiskneyslu Emilía Martinsdóttir, Rf 14:35-15:00 Kaffi 15:00-15:15 Lýsi er hollt Katrín Pétursdóttir, Lýsi hf. 15:15-15:30 Eldisfiskur sem markfæði Rannveig Björnsdóttir, Rf 15:30-15:45 Er kraftur í íslenskum sæbjúgum? Margrét Geirsdóttir, Rf 15:45-16:00 Heilsuvörur úr sjávarafurðum Sigurður Vilhelmsson, Rf 16:00-16:15 Íslenski markaðurinn, er hann til? Guðbjörg Glóð Logadóttir, Fylgifiskar Fundarstjóri: Friðrik Friðriksson, stjórnarformaður Rf Boðið verður upp á veitingar að fundi loknum Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins boðar til fundar í tilefni af 40 ára starfsafmæli föstudaginn 23. september kl. 13:15 á Grand Hóteli, Sigtúni 38. Dagskrá Fiskur er heilsufæði ÞAÐ má búast við því að mikið verði um dýrðir í músíkheimum 27. janúar á næsta ári, en þá verður því fagnað að 250 ár verða liðin frá fæð- ingu Mozarts. Kammermúsíkklúbb- urinn hefur vetrarstarf sitt í kvöld kl. 20 með tónleikum í Bústaða- kirkju, og segir Helgi Hafliðason, einn stjórnarmanna klúbbsins, að dagskrá hans í vetur verði að tals- verðu leyti helguð tónskáldinu elsk- aða. „Næsta ár verður Mozart-ár, og við verðum með verk hans á þrennum tónleikum í vetur. Við byrjum á þessu ári, og flytjum með- al annars Kvintettinn fyrir píanó og blásara. Það verða Blásarakvintett Reykjavíkur og Víkingur Heiðar Ólafsson sem leika. Þessir tónleikar verða 16. október og marka byrj- unina á Mozartárinu hjá okkur. 20. nóvember verður Óbókvartett í F-dúr á efnisskrá tónleika þar sem Greta Guðnadóttir, Una Sveinbjarn- ardóttir, Guðmundur Kristmunds- son og Hrafnkell Orri Egilsson leika. Daði Kolbeinsson leikur með þeim á óbóið, en Daði er frábær óbóleikari og verður mjög gaman að heyra hann spila í þessu verki. Aðal Mozarttónleikarnir verða svo í jan- úar, en þá leikur Camerarctica Divertimento í Es-dúr fyrir fiðlu, víólu og selló, og Kvartett í G-dúr fyrir flautu og strengi.“ Síðustu misseri hefur Kamm- ermúsíkklúbburinn lagt áherslu á að flytja kvartetta Sjostakovitsj, og í vetur verður engin undantekning þar á. „Við erum að „safna“ Sjost- akovitsj og ætlum að láta spila alla kvartettana. Camerarctica hefur svo gaman af því að spila Sjostakov- itsj og þau spila Kvartett nr. 2 í A-dúr á tónleikunum sínum í jan- úar.“ Það er skylda að hafa Beethoven á dagskrá, einhvern tíma yfir vet- urinn, en Helgi segir að í vetur verði það aðeins eitt verk, Strengjakvart- ett í Es-dúr sem Sigrún Eðvalds- dóttir, Sif Tulinius, Helga Þórarins- dóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir leika á tónleikum í mars. Á sömu tónleikum verður líka Kvartett í g-moll fyrir píanó og strengi eftir Brahms, en í píanóhlutverkinu verð- ur Gerrit Schuil. „Við ætlum að hefja starfsárið vel, og í kvöld verðum við með stóra Schubert kvintettinn, með tveimur sellóum. Svo verður þar verk sem ég hef aldrei heyrt, Strengjasextett eftir Richard Strauss, en sextettinn er jafnframt upphafið að óperunni Capriccio. Ég er mjög forvitinn að heyra þetta verk. Þriðja verkið er svo Kvintett í Es-dúr eftir Dvorák, sem er alltaf jafn elskulegt verk.“ Á opnunartónleikunum í kvöld leika tveir erlendir gestir, þau James Dunham víóluleikari sem áður spil- aði með Cleveland kvartettinum og Nina Flyer sellóleikari, sem hefur talsvert komið við sögu í íslensku tónlistarlífi, og lék um tíma með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Með þeim leika Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran og tveir íslenskir tónlistarmenn sem starfa við góðan orðstír erlendis, þau Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikari sem leik- ur með Pacifica kvartettinum og Ás- dís Valdimarsdóttir víóluleikari sem lengi spilaði með Chilingirian kvart- ettinum. Allt er þetta þrautreynt fólk og í fremstu röð kammermús- íkanta. Sigurbjörn Bernharðsson hefur oft leikið með þeim Guðnýju og Gunnari, en svo skemmtilega vilji til, að hann hafi áður leikið Kvintett Dvoráks með James Dunham. „Ég spilaði þennan víólukvintett með honum í Valencia og Bilbao á Spáni fyrir um einu og hálfu ári,“ segir Sigurbjörn. „Pacifica kvartettinn sem ég spila með var á tónleikaferð í Evrópu, og við vorum beðin að spila þetta verk á þessum stöðum. Við vorum nýbúin að vinna Cleve- land-verðlaunin, sem Chamber Music America veitir. James Dun- ham hafði verið í Cleveland kvart- ettinum þar til að hann var lagður niður, og þess vegna var það kjörið að hann spilaði verkið með okkur á Spáni. Ég hef ekki áður spilað með Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðný Guðmundsdóttir, Ásdís Valdimarsdóttir, Sigurbjörn Bernharðsson, Gunnar Kvaran, Nina Flyer og James Dunham spila verk eftir Schubert, Richard Strauss og Dvorák á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins í kvöld. Góðir hlustend- ur í Kammer- músíkklúbbnum Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is heillaðist af þessu hljóðfæri. Ég var svo áhugasamur að kennarinn hans talaði við foreldra mína og sannfærði þá um að þeir ættu að leyfa mér að læra tónlist. Ég fór því að læra á harmonikku hjá þessum sama manni og seinna hjá fleiri kennurum. Ég hef lokið námi frá tónlistarskólanum í Pescara og lærði þar meðal annars á selló. Seinna tók ég próf í djass- píanóleik frá CPM-tónlistarskól- anum í Mílanó og kennarinn minn þar var Franco D’Andrea.“ Hvers vegna er svona rík hefð fyr- ir harmonikkunni í bænum Castel- fidardo? „Þetta má rekja aftur ársins 1863 og sagan er nátengd sögu bænda- fjölskyldu í Castelfidardo sem ber ættarnafnið Soprani. Þetta ár naut austurrískur pílagrímur gestrisni Soprani-fjölskyldunnar. Hann hafði með sér harmonikku og hinn ungi Paolo var svo heillaður af þessu hljóðfæri að hann kynnti sér hvernig hún var smíðuð og smíðaði svo sína eigin harmonikku. Fljótlega var hann farinn að smíða og selja harm- onikkur og þetta var upphafið að harmonikkuiðnaðinum í Castelfid- ardo. Harmonikkurnar frá Paolo urðu mjög vinsælar og bárust um allan heim, ekki síst til Bandaríkj- anna með innflytjendum frá Ítalíu. Harmonikkusmíði varð að heil- miklum iðnaði í bænum og sumir kalla Castelfidardo harmonikkuhöf- uðborg heimsins í dag. Ástæðan er væntanlega sú að menn hafa alltaf lagt mikinn metnað í hljóðfærasmíð- ina og vilja einungis senda frá sér mjög góð hljóðfæri.“ Hvernig kom það til að þú fórst að spila djass á harmonikkuna? „Ég byrjaði að spila þjóðlaga- tónlist og spila raunar þannig tónlist enn í dag. En harmonikkuleikarinn Peppio Principe varð áhrifavaldur hjá mér. Hann er þekktur harm- onikkuleikari á Ítalíu; ég kynntist honum snemma og fékk að leika með frægur fyrir að harmonikkusmíði. Renzo Ruggieri kemur til Íslands á næstu dögum á vegum Sambands íslenskra harmonikkuunnenda og heldur tónleika með valinkunnum tónlistarmönnum. Af því tilefni náði Morgunblaðið tali af honum og ræddi við hann um harmonikkuna, djassinn og tónleika hans á Íslandi. Segðu okkur frá tónlistarbak- grunni þínum og kynnum af harm- onikkunni. „Frændi minn lærði á harmonikku og ég fór oft með honum í tíma og ÍTALSKI djasstónlistarmaðurinn Renzo Ruggieri er heimsþekktur harmonikkuleikari. Hann hefur tek- ið þátt í og unnið margar alþjóðlegar keppnir í harmonikkuleik, hann hef- ur ferðast víða um Evrópu og haldið tónleika og hann er eftirsótt tón- skáld í heimalandi sínu og afkasta- mikill í að semja tónlist fyrir leikhús. Tónlist hans byggist á sterkri hefð. Harmonikkan hefur skipað stóran sess í þjóðarsál Ítala og skammt frá heimili Renzo er Castelfidardo, lítill bær á Adríahafsströnd Ítalíu sem er honum og kynntist þannig harm- onikkunni sem djasshljóðfæri. Ég komst fljótt að því að þetta höfðaði til mín. Mig langaði að hafa frelsi til að spinna og áhuginn beindist því fljótt að djassinum. Átján ára gamall skipti ég yfir í hljómborð og fór að spila popp og rokk í hljómsveitum. En sex árum síðar sneri ég mér aftur að harm- onikkunni þegar ég var farinn að semja tónlist fyrir leikhús. Á sama tíma hóf ég nám í djasspíanóleik og þá lá alveg beint við að heimfæra það sem ég lærði í djassi á píanóið yfir á harmonikkuna.“ Hvað getur þú sagt um harm- onikkuna sem djasshljóðfæri? „Ýmsum þykir harmonikkan vera framandi sem djasshljóðfæri; öðrum finnst fá hljóðfæri henta betur í djassinn. Ég held sjálfur að það sem mestu máli skiptir í djassi sé tilfinn- ing þess sem leikur á hljóðfærið – ekki endilega hljóðfærið sjálft. Það má segja að harmonikkan sé orðin viðurkennt djasshljóðfæri í dag. Ef ég ber hana saman við píanóið verð ég að segja að hún gefur mér meiri möguleika á túlkun – fyrst og fremst vegna tónmyndunarinnar og uppbyggingar hennar sem hljóð- færis. Að auki er þetta fremur ungt hljóðfæri og mjög margt varðandi harmonikkuna sem enn á eftir að vinna með og prófa og þetta finnst mér spennandi áskorun.“ Hverjir eru helstu áhrifavaldar þínir í tónlist? „Ég hef alltaf reynt að fara mínar eigin leiðir og ekki herma eftir öðr- um tónlistarmönnum. En ég á samt mína áhrifavalda. Áhrifavaldar mínir í djassi eru margir en fyrstir koma í hugann harmonikkuleikararnir Peppino Principe og auðvitað Art Van Damme. Ég er einnig hrifinn af Thelonious Monk og Keith Jarret en Djassar á dragspil Ítalski harmonikkuleikarinn Renzo Ruggieri er væntanlegur hingað til lands. Helgi Þór Ingason ræddi við hann um harmonikkuna, djassinn og tónleika hans á Íslandi. „Ýmsum þykir harmonikkan vera framandi sem djasshljóðfæri; öðrum finnst fá hljóðfæri henta betur í djassinn,“ segir Renzo Ruggieri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.