Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Húsið er vestast í Kópavogi neðst við sjóinn og með frábæru útsýni til sjávar og víðar. Húsið er alls um 428 fm sem er 261,5 fm aðalíbúð, 33,2 fm bílskúr og 4ra herbergja íbúð á jarðhæð 133,5 fm. Aðal- íbúðin skiptist í forstofu, hol, sjónvarpsstofu, 3 stofur, eldhús, búr, tvö baðherbergi, 3 svefnherbergi, þvottahús og geymslu. Aukaíbúðin skiptist í forstofu, þrjú stór herbergi, borðstofu, stofu, eldhús, bað- herbergi, þvottahús og geymslu. Húsið hefur fengið gott viðhald og garður er í góðri rækt. Einstakt út- sýni. Einkasala. V. 82 m. 6985 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 - Ægir Breiðfjörð löggiltur fasteignasali Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 ÞINGHÓLSBRAUT - EINSTÖK STAÐSETNING TVÆR SAMÞYKKTAR ÍBÚÐIR - BÍLSKÚR Búland Fallegt, mikið endurnýjað og vel skipu- lagt 194 fm raðhús á tveimur hæðum ásamt 24 fm sérstæðum bílskúr. Eign- in skiptist í forstofu, hol, nýlega endur- nýjað eldhús, stofu með arni og stór- um gluggum, borðstofu, 5 herbergi og nýlega endurnýjað baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf auk gestasal- ernis, þvottaherb. og geymslu. Suður- svalir út af stofu sem er með góðri loft- hæð. Ræktuð lóð með nýlegri timbur- verönd. Verð 46,0 millj. Suðurgata - Hafnarfirði Fallegt 232 fm einbýlishús sem er kjall- ari og tvær hæðir ásamt 22,0 fm sér- stæðum bílskúr. Eignin skiptist m.a. í eldhús með góðum innréttingum, borðstofu og setustofu með arni, flísa- lagt baðherbergi auk gestasalernis og fjölda herbergja. Geymsluris. Gler og gluggar endurnýjað að mestu. Vel staðsett eign, mikil veðursæld. Gott útsýni af efri hæð yfir höfnina. Falleg afgirt ræktuð lóð. Stutt í skóla, sund- laug og þjónustu. Arkitekt: Einar Sveinsson. Verð 53,0 millj. Fýlshólar Mjög vandað 316 fm einbýlishús á tveimur hæðum með 70 fm innbyggð- um bílskúr á mjög fallegum útsýnis- stað við Elliðaárdalinn. Eignin skiptist m.a. í 5 svefnherb., samliggjandi stofur og líkamsræktarherbergi með heitum potti og gufubaði. Tvennar svalir og stór verönd með skjólveggjum. Laust við kaupsamning. Afhendist nýmálað að innan. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Melhæð - Garðabæ Einbýlishús á tveimur hæðum í Hæða- hverfi í Garðabæ. Húsið er um 230 fm auk 62 fm bílskúrs. Eignin skiptist m.a. í stórar stofur með allt að 6 metra loft- hæð, eldhús með sérsmíðuðum inn- réttingum, eldunareyju og góðri borð- aðstöðu, fimm herbergi og baðher- bergi sem er flísalagt í hólf og gólf auk baðherb. innaf hjónaherb. Parket, flísar og náttúrusteinn á gólfum. Gott útsýni úr stofum. Ræktuð lóð, timburverönd. Hiti í stéttum og fyrir framan bílskúr. Verð 68,5 millj. Skólavörðustígur - Útsýnisíbúð Glæsileg um 135 fm 3ja herb. útsýnis- íbúð á tveimur efstu hæðunum í nýlegu húsi í miðborginni. Íbúðin er innréttuð á afar vandaðan og smekklegan hátt. Vandaðar viðarinnréttingar í eldhúsi, með granítborðpl. og vönduðum tækj- um. Stórar samliggj. bjartar stofur með mikilli lofthæð, vandað flísal. baðherb. og eitt herb. með miklum skápum. Skáli á efri hæð með útgengi á suður- svalir. Flísar á gólfum. Mikils útsýnis nýtur. Verð 35,9 millj. Grandavegur - Eldri borgarar 3ja herb. íbúð 87 fm 3ja herb. íbúð á 6. hæð í lyftu- húsi fyrir eldri borgara ásamt stæði í bílskýli og sérgeymslu í kjallara. Íbúðin skiptist í forstofu með skáp, parket- lagða stofu með útgangi á svalir, eld- hús, tvö herb., bæði með skápum, flísalagt baðherb. og þvottaherb. Mikið útsýni yfir fjallahringinn og sjóinn. Mikil sameign. Tvær lyftur. Húsvörður og ýmis þjónusta. Verð 27,5 millj. Sólvallagata 10 - Einstakt tækifæri Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Mjög glæsilegt og virðulegt 307,2 fm tveggja íbúða einbýlishús með bílskúr á frábærum stað í hjarta Reykjavíkur. Húsið er teiknað af Einari Erlendssyni og byggt árið 1931. Lóðin er 792,7 fm. Má segja að hér sé um að ræða einstaklega glæsilegt og reisulegt hús á mjög vinsælum stað. Eignin skiptist á eftirfarandi hátt: Aðalhæð 114,5 fm: Komið er inn í rúmgóða forstofu með fallegu munstri á gólfi og massífri og óvenju stórri útihurð. Að öðru leyti skiptist aðalhæð í þrjár bjartar og stórar stofur og lítið eldhús með snyrtilegum innréttingum. Falleg gererft og gifsloftlistar. Þá eru tvennar tvöfaldar glerhurðir á milli stofa. Efri hæð 95,1 fm: Frá holi er gengið upp teppalagðan stiga á efri hæð og í stigaholi er fallegur gluggi. Efri hæð skiptist í fimm svefnherbergi, þar af eitt mjög stórt, snyrtingu og baðherbergi. Fallegir gifslistar eru í loftum. Frá holi er gengið út á stórar vestursvalir. Fyrir ofan efri hæð er ris sem er vel manngengt með gólfborðum á gólfi, furuklæðningu í loftum, kvistglugga og tveimur þakgluggum. Risið er ekki skráð hjá Fasteignamati ríkisins. Í kjallara, sem er 82,2 fm, er björt 3ja herbergja íbúð sem skiptist í hol, eldhús, tvö svefnherbergi, stóra og bjarta stofu, baðherbergi, geymslu og þvottahús. Þá er einnig geymsla í kjallara. Góð lofthæð er í húsinu og þ.m.t. í kjallara. Garður er fallegur og í mikilli rækt. Eigninni fylgir bílskúr og útigeymslur. Óskað er eftir tilboðum í eignina fyrir 23. september nk. Allar nánari upplýsingar og teikningar fást á skrifstofu eða hjá Reyni í síma 895 8321. Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli MIKIL umræða hefur farið fram um Reykjavíkurflugvöll undanfarin misseri, og sitt sýnist hverjum. Ýmsir borgarfulltrúar vilja völl- inn burt, og hefur þeim því miður farið fjölg- andi í aðdraganda prófkjörs sjálfstæð- ismanna vegna kom- andi borgarstjórn- arkosninga. Umræðan hefur fram til þessa fyrst og fremst snúist um hag- muni Reykvíkinga og kosti þess fyrir borg- ina að flytja flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni. Ég er hins vegar þeirr- ar skoðunar að þetta sé ekki einkamál Reykvíkinga, heldur mál sem varðar alla íbúa landsins og finnst ekki óeðlilegt að allir landsmenn fái að taka þátt í kosningu um framtíð vallarins. Staðsetning flugvallarins er ekki frekar einkamál Reykvíkinga en staðsetning stjórnarráðsins, Land- spítala – háskólasjúkrahúss, Þjóð- leikshúss, Sinfóníuhljómsveitar og margs fleira sem staðsett er í höf- uðborginni fyrir okkur öll, án tillits til þess hvar við búum. Höfum það líka hugfast að ríkið (les: við öll) á bróðurpart- inn af landinu sem völlurinn stendur á, og þannig koma allir landsmenn óbeint að málinu. Í þessu sambandi má benda á að Marshallaðstoðin sem Íslendingar fengu eftir stríð var ætluð okkur öllum, þó svo að stærsti hluti þeirra gríðarlegu fjármuna færi í að byggja upp virkjanir á Sognssvæðinu, eignir sem síðar runnu sem eignarhluti Reykja- víkurborgar inn í Landsvirkjun sem þannig myndar hina gríð- arlegu „eign“ borgarinnar í fyrir- tækinu. Hvar á völlurinn að vera? Ýmsar hugmyndir hafa komið fram um hvar völlurinn á að vera. Sumir leggja til að nýr völlur verði byggður á Lönguskerjum í Skerja- firði, aðrir vilja byggja völl á Álfta- nesi, enn aðrir benda á Hvamms- hraun, og margir telja hagkvæmast að flytja innanlandsflugið til Kefla- víkurflugvallar. Starfs míns vegna flýg ég mikið, og hitti fjöldann allan af flug- farþegum á ferðum mínum. Margir færa flugvallarmálið í tal við mig og verða umræður oft fjörlegar og mörg sjónarmið koma fram. Ferðatíminn til Keflavíkur hefur iðulega komið upp í þessum um- ræðum, og varð tilefni til þess að ég tók mig til og tímamældi eina ferð, þegar þoka hamlaði flugi frá Reykjavíkurflugvelli, og flogið var frá Keflavíkurflugvelli. Þetta var 22. febrúar síðast liðinn og tekið skal fram að farþegum var safnað saman á Reykjavíkurflugvelli og þeir keyrðir suður eftir með rútu. Svona lítur tímataflan út fyrir ferðina: Kl. 12.30 Farið frá bústað með leigubíl. Kl. 12.39 Komið á Reykjavík- urflugvöll. Kl. 13.04 Tilkynnt um Keflavík- urflug og rútuferð. Kl. 13.17 Kallað út í rútu. Kl. 13.23 Ekið af stað til Keflavíkur Kl. 13.33 Við bensínstöð Olís í Garðabæ. Kl. 13.38 Hringtorg í Hafnarfirði – 37 km til Keflavíkur. Kl. 13.42 Stödd við Straumsvík. Kl. 14.04 Beðið við hlið Keflavík- urflugvallar. Kl. 14.14 Tilkynnt um töf vegna þess að beðið væri eftir öryggisbíl!! Kl. 14.24 Bílstjóri fór út að athuga Flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni Kristján L. Möller fjallar um staðsetningu innanlands- flugvallar ’Mér finnst ekki óeðli-legt að allir landsmenn fái að taka þátt í kosn- ingu um framtíð vall- arins.‘ Kristján Möller
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.