Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 39 UMRÆÐAN MÁNUDAGINN 12. ágúst skrifar Friðrik Sophusson langa grein í Morgunblaðið undir yf- irskriftinni „Staðhæfingar og stað- reyndir um Kára- hnjúkavirkjun“ þar sem hann setur fram og svarar þrettán staðhæfingum. Frið- rik gerir sitt besta til að sannfæra sig og aðra um að allt sé í lukkunnar velstandi með virkjunarfram- kvæmdirnar, en stundum dugir hið besta skammt. Sér- staklega þegar mál- staðurinn er erfiður. Hér langar mig að gera athugasemdir við eitt af svörum Friðriks, þótt fleiri svör hans séu vafasöm. Staðhæfing 12 hjá Friðriki er svohljóðandi: Því er haldið fram að vatnsafl úr jökulám sé ekki endurnýjanleg orka. Kjarninn í svari Friðriks er þessi: „End- urnýjanleg orka er unnin úr end- urnýjanlegum orkulindum eins og vindi, sól, fallvötnum og jarðhita, þ.e. orkulindum sem endurnýjast fyrir tilstilli náttúrulegra ferla. Orkulind vatnsaflsvirkjana er náttúruleg hringrás vatnsins. Vél- ar Kárahnjúkavirkjunar verða því knúnar með þeirri orku sem fólgin er í falli jökulvatnsins á leið þess frá jöklinum til sjávar og end- urnýjast í sífellu.“ Þetta er út af fyrir sig alveg rétt hjá Friðriki, en þó er ekki nema hálf sagan sögð. Vandinn við virkjun jökuláa er sá að orku- vinnslan gengur smátt og smátt á möguleikana til að halda slíkri vinnslu áfram. Þegar uppistöðulón Kárahnjúkavirkjunar verða orðin full, sem gæti gerst á innan við 100 árum (enginn veit raunar hvað það tekur langan tíma), þá halda árnar að vísu áfram að renna til sjávar, endurnýjaðar í sífellu af þeirri úrkomu sem fellur á jöklana. En það er ekki lengur hagkvæmt að virkja þær. Vegna þess að vetr- arrennsli jökuláa er svo miklu minna en sumarrennslið eru miðlunarlón forsenda þess að haghvæmt sé að virkja árnar. Án slíkra lóna yrði orku- framleiðslan á vet- urna, þegar orkuþörf- in er mest, ekki nema brot af orkuframleiðslunni á sumr- in. Eftir því sem miðlunarlón Kárahnjúkavirkjunar fyllast verð- ur rekstur virkjunarinnar óhag- kvæmari og loks, kannski þegar Hálslón, sem er stærst af uppi- stöðulónunum, er orðið ríflega hálffullt verður virkjunin orðin óhagkvæm. Það má kannski segja að orkan sem mun knýja Kárahjnúkavirkj- un sé endurnýjanleg, þar sem árn- ar halda áfram að renna. En árnar hætta að vera nýtanlegar orku- lindir vegna þess að það verður ekki lengur hægt að byggja ný miðlunarlón. Jökulár eru því ekki endurnýjanlegar orkulindir, eins og t.d. bergvatnsár, vindurinn og sólarljósið. Í flestum tilvikum fer saman að orkulindin og orkan séu endurnýjanleg. Íslenskar jökulár eru undantekning frá því. Þegar meta þarf hvort orku- framleiðsla (en ekki bara orkan) er endurnýjanleg og þar með t.d. hvort virkjun telst sjálfbær þá þarf að meta bæði líftíma mann- virkjanna, en einnig líftíma mögu- leikanna á að virkja orkulindirnar. Friðrik bendir á að líftími vind- myllugarðanna úti fyrir Jótlands- ströndum sé einungis 20 ár og segir svo: „Fáir álíta að svo skammur endingartími vindmylla þýði að vindurinn sé ekki end- urnýjanlegur orkugjafi“. Þetta er alveg rétt hjá Friðriki. Ástæðan er sú að það er hægt að skipta um vindmyllur vegna þess að virkjun vindorkunnar gengur ekki á möguleikana til áframhaldandi virkjunar. Sömu sögu er ekki að segja um Kárahnjúkavirkjun. Þeg- ar Hálslón er orðið fullt er ekki hægt að skipta út virkjuninni fyrir nýja. Það verður einfaldlega að slökkva á vélunum. Ævintýrið er búið Af þessari ástæðu eru það öld- ungis innantóm orð, sem Friðrik lætur falla í svari við annarri stað- hæfingu, að komandi kynslóðir muni eignast uppgreitt orkuver. Það sem komandi kynslóðir munu eignast er minnisvarði um orkuver sem starfaði kannski í mannsaldur til að knýja erlenda álbræðslu. Mánudagsmorið Ólafur Páll Jónsson svarar Friðriki Sophussyni ’Það sem komandi kyn-slóðir munu eignast er minnisvarði um orkuver sem starfaði kannski í mannsaldur til að knýja erlenda álbræðslu.‘ Ólafur Páll Jónsson Höfundur er lektor í heimspeki og stjórnarmaður í Náttúruvernd- arsamtökum Íslands. Erum að hefja sölu á síðustu íbúðunum í þessum glæsilegu húsum. 3 HÆÐA LYFTUHÚS • 2 - 4 HERBERGJA ÍBÚÐIR • 10 BÍLSKÚRAR LÆKJARGATA 26 - 28 HAFNARFIRÐI (Rafha reitur inn) Húsakaup, fasteignasala, Suðurlandsbraut 52 Sími 530 1500, husakaup@husakaup.is Guðrún Árnadóttir Löggiltur fasteignasali Traustur kaupandi óskar eftir 110-150 fm íbúð á framangreindu svæði. Rýming samkomulag. Staðgreiðsla. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali. ÍBÚÐ VIÐ MIÐBORGINA ÓSKAST - T.D. Í 101 SKUGGI - VIÐ KLAPPARSTÍG EÐA SKÚLAGÖTU Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Sérlega vel skipulögð, rúmgóð og björt 3ja herbergja íbúð á 4. hæð og aukaherbergi í risi og 7,8 fm sérgeymslu í kjallara, alls 102 fm. Forstofan er með fatahengi og efri skápum. Baðherbergi flísalagt, baðkar, innrétting og gluggi á baði. Stórt og rúmgott svefnherbergi með miklu skáplássi. Stofan er afar rúmgóð og björt. Í kjallara er sam- eiginlegt stórt þvottahús, þurrkherbergi, hjóla- og vagnageymsla ásamt sérgeymslu. Íbúðin er endaíbúð í suðurenda. Búið er að endurnýja skólplögn undir húsi og út í götu, hljóðstyrkur frá Reykjavíkurborg. Verð 20,9 millj. Bjalla merkt Árni, verið velkomin í dag frá kl. 13.00-15.00 Opið hús í dag, sunnudaginn 18. sept. LANGAHLÍÐ 25 - 4. HÆÐ T.H. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.