Morgunblaðið - 18.09.2005, Síða 39

Morgunblaðið - 18.09.2005, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 39 UMRÆÐAN MÁNUDAGINN 12. ágúst skrifar Friðrik Sophusson langa grein í Morgunblaðið undir yf- irskriftinni „Staðhæfingar og stað- reyndir um Kára- hnjúkavirkjun“ þar sem hann setur fram og svarar þrettán staðhæfingum. Frið- rik gerir sitt besta til að sannfæra sig og aðra um að allt sé í lukkunnar velstandi með virkjunarfram- kvæmdirnar, en stundum dugir hið besta skammt. Sér- staklega þegar mál- staðurinn er erfiður. Hér langar mig að gera athugasemdir við eitt af svörum Friðriks, þótt fleiri svör hans séu vafasöm. Staðhæfing 12 hjá Friðriki er svohljóðandi: Því er haldið fram að vatnsafl úr jökulám sé ekki endurnýjanleg orka. Kjarninn í svari Friðriks er þessi: „End- urnýjanleg orka er unnin úr end- urnýjanlegum orkulindum eins og vindi, sól, fallvötnum og jarðhita, þ.e. orkulindum sem endurnýjast fyrir tilstilli náttúrulegra ferla. Orkulind vatnsaflsvirkjana er náttúruleg hringrás vatnsins. Vél- ar Kárahnjúkavirkjunar verða því knúnar með þeirri orku sem fólgin er í falli jökulvatnsins á leið þess frá jöklinum til sjávar og end- urnýjast í sífellu.“ Þetta er út af fyrir sig alveg rétt hjá Friðriki, en þó er ekki nema hálf sagan sögð. Vandinn við virkjun jökuláa er sá að orku- vinnslan gengur smátt og smátt á möguleikana til að halda slíkri vinnslu áfram. Þegar uppistöðulón Kárahnjúkavirkjunar verða orðin full, sem gæti gerst á innan við 100 árum (enginn veit raunar hvað það tekur langan tíma), þá halda árnar að vísu áfram að renna til sjávar, endurnýjaðar í sífellu af þeirri úrkomu sem fellur á jöklana. En það er ekki lengur hagkvæmt að virkja þær. Vegna þess að vetr- arrennsli jökuláa er svo miklu minna en sumarrennslið eru miðlunarlón forsenda þess að haghvæmt sé að virkja árnar. Án slíkra lóna yrði orku- framleiðslan á vet- urna, þegar orkuþörf- in er mest, ekki nema brot af orkuframleiðslunni á sumr- in. Eftir því sem miðlunarlón Kárahnjúkavirkjunar fyllast verð- ur rekstur virkjunarinnar óhag- kvæmari og loks, kannski þegar Hálslón, sem er stærst af uppi- stöðulónunum, er orðið ríflega hálffullt verður virkjunin orðin óhagkvæm. Það má kannski segja að orkan sem mun knýja Kárahjnúkavirkj- un sé endurnýjanleg, þar sem árn- ar halda áfram að renna. En árnar hætta að vera nýtanlegar orku- lindir vegna þess að það verður ekki lengur hægt að byggja ný miðlunarlón. Jökulár eru því ekki endurnýjanlegar orkulindir, eins og t.d. bergvatnsár, vindurinn og sólarljósið. Í flestum tilvikum fer saman að orkulindin og orkan séu endurnýjanleg. Íslenskar jökulár eru undantekning frá því. Þegar meta þarf hvort orku- framleiðsla (en ekki bara orkan) er endurnýjanleg og þar með t.d. hvort virkjun telst sjálfbær þá þarf að meta bæði líftíma mann- virkjanna, en einnig líftíma mögu- leikanna á að virkja orkulindirnar. Friðrik bendir á að líftími vind- myllugarðanna úti fyrir Jótlands- ströndum sé einungis 20 ár og segir svo: „Fáir álíta að svo skammur endingartími vindmylla þýði að vindurinn sé ekki end- urnýjanlegur orkugjafi“. Þetta er alveg rétt hjá Friðriki. Ástæðan er sú að það er hægt að skipta um vindmyllur vegna þess að virkjun vindorkunnar gengur ekki á möguleikana til áframhaldandi virkjunar. Sömu sögu er ekki að segja um Kárahnjúkavirkjun. Þeg- ar Hálslón er orðið fullt er ekki hægt að skipta út virkjuninni fyrir nýja. Það verður einfaldlega að slökkva á vélunum. Ævintýrið er búið Af þessari ástæðu eru það öld- ungis innantóm orð, sem Friðrik lætur falla í svari við annarri stað- hæfingu, að komandi kynslóðir muni eignast uppgreitt orkuver. Það sem komandi kynslóðir munu eignast er minnisvarði um orkuver sem starfaði kannski í mannsaldur til að knýja erlenda álbræðslu. Mánudagsmorið Ólafur Páll Jónsson svarar Friðriki Sophussyni ’Það sem komandi kyn-slóðir munu eignast er minnisvarði um orkuver sem starfaði kannski í mannsaldur til að knýja erlenda álbræðslu.‘ Ólafur Páll Jónsson Höfundur er lektor í heimspeki og stjórnarmaður í Náttúruvernd- arsamtökum Íslands. Erum að hefja sölu á síðustu íbúðunum í þessum glæsilegu húsum. 3 HÆÐA LYFTUHÚS • 2 - 4 HERBERGJA ÍBÚÐIR • 10 BÍLSKÚRAR LÆKJARGATA 26 - 28 HAFNARFIRÐI (Rafha reitur inn) Húsakaup, fasteignasala, Suðurlandsbraut 52 Sími 530 1500, husakaup@husakaup.is Guðrún Árnadóttir Löggiltur fasteignasali Traustur kaupandi óskar eftir 110-150 fm íbúð á framangreindu svæði. Rýming samkomulag. Staðgreiðsla. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali. ÍBÚÐ VIÐ MIÐBORGINA ÓSKAST - T.D. Í 101 SKUGGI - VIÐ KLAPPARSTÍG EÐA SKÚLAGÖTU Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Sérlega vel skipulögð, rúmgóð og björt 3ja herbergja íbúð á 4. hæð og aukaherbergi í risi og 7,8 fm sérgeymslu í kjallara, alls 102 fm. Forstofan er með fatahengi og efri skápum. Baðherbergi flísalagt, baðkar, innrétting og gluggi á baði. Stórt og rúmgott svefnherbergi með miklu skáplássi. Stofan er afar rúmgóð og björt. Í kjallara er sam- eiginlegt stórt þvottahús, þurrkherbergi, hjóla- og vagnageymsla ásamt sérgeymslu. Íbúðin er endaíbúð í suðurenda. Búið er að endurnýja skólplögn undir húsi og út í götu, hljóðstyrkur frá Reykjavíkurborg. Verð 20,9 millj. Bjalla merkt Árni, verið velkomin í dag frá kl. 13.00-15.00 Opið hús í dag, sunnudaginn 18. sept. LANGAHLÍÐ 25 - 4. HÆÐ T.H. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.