Morgunblaðið - 18.09.2005, Síða 49

Morgunblaðið - 18.09.2005, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 49 MINNINGAR Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Komum heim til aðstandenda ef óskað er Sverrir Einarsson Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, JÓNÍNU VILHELMÍNU DAVÍÐSDÓTTUR frá Möðruvöllum í Hörgárdal. Sigríður Jósteinsdóttir, Kristján Jósteinsson, Sólveig Hrafnsdóttir, Jónas Jósteinsson, Hjördís Hrönn Hauksdóttir, Svavar Jósteinsson, Svava Jósteinsdóttir, Hildur Jósteinsdóttir, Bjarni Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÖRÐUR ÁGÚSTSSON listmálari, Grænuhlíð 12, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 20. september kl. 15:00. Sigríður Magnúsdóttir, Gunnar Ágúst Harðarson, Guðbjörg Benjamínsdóttir, Steinunn Harðardóttir, Magnús Ólafsson, Guðrún Harðardóttir, Árni Svanur Daníelsson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, BERGÞÓRA ÁRNADÓTTIR frá Flatey á Breiðafirði, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fimmtu- daginn 8. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sunnuhlíðar fyrr og síðar fyrir alúð og hlýju við hina látnu og vinsemd við aðstandendur. Fyrir hönd fjölskyldna okkar. Freyja, Auður og Aðalbjörg. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, KRISTJÁN ST. FJELDSTED, Skúlagötu 20, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítala, Landakoti, föstudaginn 16. september. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju föstu- daginn 23. september kl. 11.00. Sveinn Fjeldsted, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Sturla Fjeldsted, Kristín Þórðardóttir, Stefán Fjeldsted, Helga Gísladóttir, Sverrir Fjeldsted, Christina Fjeldsted, Rúnar Fjeldsted, Björk Sigurðardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og systkini. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, systir og mágkona, INGA INGÓLFSDÓTTIR, Núpalind 6, Kópavogi, lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi við Hring- braut fimmtudaginn 15. september. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju föstudag- inn 23. september kl. 13:00. Gunnlaugur Guðmundsson, Elín Gunnlaugsdóttir, Heimir Gunnlaugsson, Hulda Sigurbjörnsdóttir, Egill Gunnar Ingólfsson, Kristrún Gunnarsdóttir. glösunum. Tölurnar í boxinu sem hægt var að búa til heilu leikina í kringum. Sérstaklega hugsa ég um sumrin okkar í Flatey hjá afa Árna og Hafliða frænda, við amma fórum fyrstar á fætur, gengum saman niður hönd í hönd til að borða heimsins besta hafragraut. Við sátum saman tvær í morgunkyrrðinni og amma sagði mér frá gömlu góðu dögunum, hún sagði mér frá Önnu frænku og langömmu Guðbjörgu. Þannig kynnt- ist ég væntumþykju í garð fólksins míns sem ég þó aldrei kynntist. Þegar amma var ung missti hún systur sína, hana Önnu. Í þau 46 ár sem þær hafa verið aðskildar hefur amma saknað hennar mikið. Í huga mér sé ég þær systur sameinaðar á ný, frjálsar hlaupa þær um græn blómguð tún og hlæja af gleði yfir endurfundunum. Þegar ég skrifa þessar línur óma í huga mér laglínur sem amma söng gjarnan og spilaði undir á orgelið: ,,Ég er þreyttur, ég er þreyttur og ég þrái svefnsins ró ...“ Þessi orð eiga svo vel við núna þegar amma mín hefur loks fengið hvíldina sína eftir langt heilsuleysi og tilbúin til þess að fara til nýrra heimkynna. Elsku amma mín, ég kveð þig og bið algóðan Guð að gæta þín. ,,Peðið“ þitt, Ásta Pála. Ástarfaðir himinhæða, heyr þú barna þinna kvak, enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. Náð þín sólin er mér eina, orð þín döggin himni frá, er mig hressir, elur, nærir, eins og foldarblómin smá. Einn þú hefur allt í höndum, öll þér kunn er þörfin mín, ó, svo veit í alnægð þinni einnig mér af ljósi þín. Anda þinn lát æ mér stjórna, auðsveipan gjör huga minn, og á þinnar elsku vegum inn mig leið í himin þinn. (Þýð. Stgr. Thorst.) Far þú í friði, kæra amma. Anna Leif, Hafliði, Íris Jana, Finnur Ari og Sóley Ósk. Blátt lítið blóm eitt er, ber nafnið: gleymd ei mér. Væri ég fleygur fugl flygi ég til þín. Svo mína sálu nú sigraða hefur þú, engu ég unna má öðru en þér. (Þýsk þjóðvísa.) Elsku langamma. Guð gæti þín. Sindri, Atli og Albert Páll Albertssynir. Elsku amma Bergþóra og langamma. Núna ertu farin frá okk- ur og komin á betri stað. Þjáningar þínar eru liðnar og við vitum að núna ertu sátt og ánægð. Við eigum öll margar góðar minningar frá stund- um okkar með þér sem við komum til með að varðveita alla okkar tíð. Eins vitum við öll að við eigum eftir að hitta þig aftur þarna hinum megin og að þú ert sjálfsagt ásamt öllum hin- um að passa litla bróður okkar og frænda.Við gleymum aldrei frosnu kleinunum þínum sem við hlökkuð- um alltaf til að fá þegar við komum að heimsækja þig. Eins er erfitt að gleyma litabókunum og stáldollunni með öllum litunum í og öllum stund- unum sem við eyddum hjá þér við að leika okkur með tölurnar og tölubox- in og við að glamra á orgelið þitt, þær stundir voru ófáar og skemmti- legar.Við vitum að lífið var þér oft erfitt og í dag gerum við okkur grein fyrir því hversu rosalega dugleg þú varst alla þína tíð. Þú gafst ekki upp þótt að á móti blési og ættu konur í dag að taka þig sem fyrirmynd sína í mörgu sem þær taka sér fyrir hend- ur. Við þökkum þér fyrir allar þær samverustundir sem við áttum með þér og munum ávallt hugsa til þín með söknuði og geyma þig í hjörtum okkar Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, - líf mannlegt endar skjótt. Ég lifi í Jesú nafni, í Jesú nafni ég dey, þó heilsa og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti eg segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgr. Pét.) Einar, Guðmundur, Bergþóra, Valgerður, Elísabet Ósk og Michael Aron. ✝ Ásmundur Guð-mundsson mál- arameistari fæddist í Vogatungu í Borgarfirði 12. september 1921. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi hinn 9. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðlaug Grímsdóttir hús- móðir og Guðmund- ur Guðmundsson skipstjóri. Ásmund- ur ólst upp hjá Kristbjörgu Þórð- ardóttur og börnum hennar á Akranesi. Ásmundur kvæntist Sólrúnu Yngvadóttur leikkonu 9. apríl 1949. Börn þeirra eru 1) Krist- björg, gift Ólafi Ingólfssyni. Börn þeirra eru Ásbjörn, Ingólfur, Rúnar og Guðrún Helga. 2) Elín Ebba, gift Jon Kjell Seljeseth. Börn þeirra eru Kjell Þórir, Jon Ingvi og Helge Snorri. 3) Ásmund- ur Einar, kvæntur Sigrúnu Óskars- dóttur. Börn þeirra eru Ásmundur Ósk- ar og Loftur. Ásmundur starfaði við málara- iðn alla starfsævi sína. Hann var einnig liðtækur hljómlistarmaður á dansleikjum í Borgarfirði. Útför Ásmundar fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Elsku afi minn, þá ertu farinn frá okkur og kominn á góðan stað. Ég mun ávallt muna eftir því hversu góður og hlýr þú varst við mig og hafðir alltaf trú á mér, að ég gæti gert hvað sem ég vildi. Þegar ég var tíu ára og var að byrja að tromma ákvaðst þú að sýna mér hvernig ætti að gera það með tilþrifum og brosti ég hringinn þeg- ar þú gerðir það fyrir framan fjöl- skylduna og hafðir ekkert fyrir því. Svo var það fyrir tveimur árum síð- an að þið amma komuð í heimsókn og ég vildi endilega sýna þér nýja trommusettið mitt en þú hljópst beint á bakvið það og byrjaðir að tromma fyrir okkur með sömu til- þrifum og um árið sem gladdi mig mjög mikið. Ég mun sakna þín mikið og á margar góðar minningar um þig sem munu fylgja mér um aldur og ævi. Við munum hittast á ný á góðum stað og spila sem aldrei fyrr. Þitt barnabarn, Rúnar. Elsku afi. Nú ertu farinn frá okk- ur og við munum öll sakna þín mikið. Ég tel mig vera mjög heppna að hafa átt þig sem afa minn. Ég á svo marg- ar góðar minningar um þig sem eiga eftir að hjálpa mér mikið. Ég man svo vel eftir því þegar ég var lítil og sat yfir þér og ömmu í sunnudags- kaffinu og minnti þig á að þú mættir ekki blóta. Það varð enn meira spennandi þegar þú borgaðir mér smá pening fyrir hvert skipti sem ég minnti þig á það. Síðan varstu alltaf svo stoltur af okkur systkinunum og ert eflaust enn. Það gladdi þig líka svo mikið þegar við fórum að læra á hljóðfæri. Það gladdi mig líka mikið þegar þú komst á tónleika hjá okkur. Elsku afi, þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu og ég mun sakna þín. Eina dótturdóttir þín, Guðrún Helga Ólafsdóttir. ÁSMUNDUR GUÐMUNDSSON Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.