Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 57 DAGBÓK ● Stór heildverslun með góð umboð. Ársvelta 300 milljónir. ● Heildverslun - sérverslun með tæknivörur. Ársvelta 120 mkr. Góður hagnaður. ● Iðnfyrirtæki í Litháen sem framleiðir innréttingar fyrir fyrirtæki og verslanir. Ársvelta 400 mkr. Góður hagnaður. ● Stórt tréiðnaðarfyrirtæki. ● Þekkt raftækjaverlsun á góðum stað. Eigin innflutningur. Ársvelta 200 mkr. ● Sérverslun með byggingavörur. Ársvelta 260 mkr. ● Rótgróið framleiðslufyrirtæki. 5 starfsmenn. Ársvelta 100 mkr. ● Lítil heildverslun á sérhæfðum markaði. ● Þekkt kaffihús í Reykjavík. Mjög góð staðsetning. ● Stór heildverslun með byggingavörur. ● Danskt framleiðslufyritæki með kvenfatnað. Ársvelta 200 mkr. ● Lítil heildverslun með vefnaðarvörur. ● Stórt bakarí með mikla veltu í heildsölu. ● Gott iðnfyrirtæki fyrir trésmið sem vill breyta til. Ársvelta 150 mkr. ● Matvælavinnsla með þekkt vörumerki. Hentar til flutnings og/eða sameingingar. ● Vel þekkt iðnfyrirtæki með mikla sérstöðu. Ársvelta 70 mkr. Góð afkoma. ● Lítil sérverslun með þekktar gjafavörur. Ársvelta 40 mkr. ● Stór húsgagnaverslun með góð innkaupasambönd. ● Þekkt heildverslun - sérverslun með húsgögn og gjafavörur. Ársvelta 70 mkr. Góður hagnaður. ● Varmi, bílasprautun og réttingar. Þekkt nafn og stöðug velta ● Stór matvælavinnsla. Ársvelta 380 mkr. ● Lítil heildverslun með byggingavörur. Hentar vel til sameiningar. Píanóskóli Þorsteins Gauta Ármúla 38 12 vikna píanónámskeið að hefjast Spilaðu uppáhaldslögin þín. Allir aldurshópar velkomnir. Uppl. í símum 551 6751 og 691 6980 www.pianoskolinn.is pianoskolinn@pianoskolinn.is Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð til Rimini í september. Njóttu lífsins á þessum vinsælasta sumarleyfisstað Ítalíu. Bókaðu sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Rimini 22. september frá kr. 29.990 m.v. tvo Verð kr. 29.990 í viku Netverð á mann, m.v. að lágmarki tvo í herbergi/stúdíó/íbúð í viku. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Munið Mastercard ferðaávísunina Lægsta verðið - síðustu sætin 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Bc4 Db6 7. Rb3 e6 8. Be3 Dc7 9. f4 a6 10. Bd3 b5 11. Df3 Bb7 12. O-O Be7 13. Hae1 Hc8 14. g4 Rd7 15. g5 Rb4 16. Dh3 Rxd3 17. cxd3 b4 18. Rd1 O-O 19. Rf2 Dd8 20. Dg3 f5 21. Bd2 e5 22. h4 Hc2 23. exf5 Hxf5 24. Dh3 Hf7 25. f5 Staðan kom upp á franska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu í Chartres. Christian Bauer (2641) hafði svart gegn Manuel Apicella (2553). 25... Hxd2! 26. Rxd2 Bxg5! 27. Rde4 Bxh4 svartur hefur of mikið spil fyrir skiptamuninn til þess að hvítur geti ráðið við það með góðu móti. 28. He2 Rc5 29. Rg4 Rxe4 30. dxe4 Bg5 31. Db3 Db6+ 32. Kg2 h5 33. De6 Db5 34. Hee1 hxg4 35. Hh1 Dd7 36. Dg6 Dxf5 og hvítur gafst upp. Í kvöld, kl. 20.00, hefst mót í Bikarsyrpu Eddu og Tafl- félagsins Hellis á skákþjóninum ICC. Nánari upplýsingar er að finna á www.skak.is. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Tímasetning. Norður ♠1062 ♥9873 N/enginn ♦K5 ♣ÁD62 Suður ♠D7 ♥ÁKG106 ♦D103 ♣G54 Suður spilar þrjú hjörtu eftir þess- ar sagnir: Vestur Norður Austur Suður -- Pass Pass 1 hjarta Pass 2 hjörtu 2 spaðar Pass Pass 3 hjörtu Allir pass Vestur kemur út í lit makkers og austur tekur tvo fyrstu slagina á spaðakóng og ás (og vestur sýnir þrílit). Austur skiptir svo yfir í tromp og suður tekur á ásinn. Nú er rétt að staldra við og meta stöðuna. Ef vörnin á slag á tromp- drottningu verður einhvern veginn að komast hjá því að gefa slag á lauf. Laufkóngurinn er sennilega í vestur (samanber upphaflegt pass austurs), en varla annar. Sem þýðir að það verður helst að neyða vestur til að hreyfa laufið. En fyrsta skrefið er að spila tígli á kóng. Hann heldur auðvitað, en hver verða næstu skref? Norður ♠1062 ♥9873 ♦K5 ♣ÁD62 Vestur Austur ♠854 ♠ÁKG93 ♥D42 ♥5 ♦Á97 ♦G8642 ♣K983 ♣107 Suður ♠D7 ♥ÁKG106 ♦D103 ♣G54 Tímasetningin þarf að vera ná- kvæm. Fyrst er tígli spilað á tíu og það kostar ásinn. Vestur spilar spaða, sem suður trompar og svínar laufdrottningu. Hann fer svo heim á trompkóng, tekur tígluldrottningu og sendir vestur inn á hjartadrottn- ingu. Við þessu á vestur ekkert svar. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Finn ég Finn TIL stendur að skrifa sögu Finns Ólafssonar (1880-1957), heildsala frá Fellsenda í Dölum, og af því tilefni er óskað eftir því að þeir sem þekktu Finn hafi samband við undirritaða. Einnig væri fróðlegt að heyra í fólki sem þekkti til á Fellsenda, bæði starfsfólk á dvalarheimilinu, þeir sem dvöldu á Fellsenda við leik og störf eða bjuggu í nágrenni Fellsenda og þekktu til heim- ilishalds þar. Allar ljósmyndir og skjöl sem að gagni gætu komið við ritun þessarar sögu væru einnig vel þegin. Þeir sem eitthvað hafa fram að færa um Finn og Fellsenda vin- samlegast hafið samband við und- irritaða. Sigríður H. Jörundsdóttir, sagnfræðingur, sími 899-0489 og 557-7596. sigridur.hjordis@internet.is Vona að ráðherrar sjái að sér MÉR finnst Davíð Oddsson ekki skilja vel við ef hann ætlar ekki að leiðrétta svik við kjör gamals fólks í landinu, þar með talin skattfrels- ismörk sem ættu að vera mun hærri. Við verðum að vona að ráð- herrar sjái að sér í tæka tíð því að annað er bara til skammar. Varð- andi tekjuskattslækkun þá kemur þeim ljóslega best sem hæst hafa launin og þeim sem sjálfir hafa hlaðið undir sig. Björn Indriðason. Óskiljanleg gatnagerð í Grænastekk Í MEIRA en 30 ár hafa íbúar í vestanverðu Stekkjahverfi þurft að berjast við nokkuð bratta brekku í Grænastekk þegar snjóar á veturna. Brekkan hallast móti norðri svo að í hana safnast stund- um svo mikill snjór að erfitt getur verið að komast þar um akandi á leið í vinnuna á morgnana eða aft- ur heim að kvöldi. Við byggingu brúar við Staldrið í fyrra og hitteðfyrra var Græna- stekk breytt til hins verra. Dæld var grafin í götuna neðst rétt áður en hún fer að hækka. Núna mynd- ast þar pollur í rigningum og á veturna frýs vatnið eða að þar safnast krap, sem er eins konar hraðahindrun einmitt áður en lagt er í brekkuna. Um það bil 20 metrum ofar hefur verið gerð beygja á Grænastekk sem auð- veldar heldur ekki akstur í hálku eða snjó, hvorki á leið upp né nið- ur. Íbúarnir skilja heldur hvorki upp né niður. Svona 10 metrum ofan við beygjuna var nýlega sett hraða- hindrun sem veldur okkur íbúun- um miklum heilabrotum. Hver er eiginlega tilgangurinn? Rétt ofan við þessa hraðahindrun er skilti sem sýnir 50 km hámarkshraða. Þetta er hreinlega óskiljanlegt. Nú þegar hafa nokkrir íbúar leitað til þeirra borgarstarfsmanna, sem ákveða slíkar framkvæmdir, en engar skýringar hafa fengist. Nokkrir íbúanna eru þarna frum- byggjar og komnir á eða yfir sjö- tugsaldurinn þó að auðvitað séu þar kærkomnar undantekningar. Í umræðum stjórnmálamanna er lögð áhersla á að auðvelda öldruðu fólki að búa áfram í eigin húsnæði. En ef ekki er hægt að komast áleiðis gangandi, ekki í strætó og ekki á eigin bíl, hvað er þá til ráða? Væntanlegur kjósandi. Kettlingur í óskilum UNGUR högni fannst í Álfaheiði í Kópavoginum í kringum 12.-13. sept. Hann er grár að lit með hvítar loppur og hvítt trýni niður að hálsi og gráa doppu á nefinu. Hann er mjög blíður og góður og hlýtur eigandinn að sakna hans mikið. Upplýsingar gefur Herdís í síma 554 6126 eða 694 6886. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is HJÁ JPV-útgáfu er komin út Þrenn- ingin eftir Vigdísi Grímsdóttur. Þar eru komnar sam- an þrjár sögur Vigdísar sem áð- ur hafa komið út hver í sínu lagi: Frá Ljósi til ljóss, Hjarta, tungl og bláir fuglar og Þegar stjarna hrapar. Vigdís ritar formála að bókinni og eins og greint er frá í tilkynningu segir hún þar að mistök hafi verið að gefa bókina út í þremur pörtum enda sé sagan ein heild. Hún segir ennfremur í innganginum frá tilurð bókarinnar en hún kviknaði með bréfi sem Vigdís fann í fórum sínum og leiddi hana á endanum til Nýju- Mexíkó þar sem hún dvaldi í fjalla- þorpi um skeið. Bókin er 426 blaðsíður að lengd og í kiljuútgáfu. Þrenning Vigdísar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.