Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 31
sem sýnir niðurstöður hvers og eins. Rescorla bendir á að móðirin gæti t.a.m. talið kvíða vera minniháttar vanda hjá barninu á meðan kennar- inn sé á öðru máli. Svo séu viss svið þar sem allir séu sammála um að vandinn sé af tiltekinni stærðar- gráðu. Aðferðin gerir þannig mönn- um kleift að sjá í fljótheitum hvernig ólíkir aðilar skynji barnið. Achen- bach bendir á að kennarar geti til- greint ólík vandamál eftir því hvaða kennslustund sé um að ræða. Einn verði lítið var við vanda á meðan ann- ar tekur eftir miklu. Þá er sú kennslustund skoðuð sérstaklega og um leið athugað hvort það sé eitt- hvað við kennsluna sem leiðir til vanda barnsins. Barnið geti átt við námsörðugleika að stríða eða þá að kennarinn nái ekki til barnsins. Einnig getur barnið verið afar reitt út í viðkomandi kennara eða ekki treyst honum og samskiptin þ.a.l. eftir því. Mynstrin nánast þau sömu Aðspurður segir Achenbach fleira hafa komið í ljós sem hafi vakið undrun. Hann segist hafa unnið að tölfræðilegri greiningu til að kanna það mynstur sem fylgi vandamálum. Það hafi upphaflega leitt til einkennamynstursins. Hann segist hafa átt von á ólíkum mynstrum hjá ólíkum þjóðum en það hafi hins vegar ekki komið á daginn. Enn og aftur séu samlíkingarnar margar. Rescorla segir samkvæmni ríkja einnig meðal landanna. Með því á hún við að sami munur sé á milli drengja og stúlkna. Hjá drengjum greinist t.d. frekar árásarhneigð og athyglisbrestur heldur en hjá stúlk- unum. Þar megi frekar greina kvíða eða þunglyndi. Þau segja þetta vera í sífelldri mótun en ljóst sé að tækið hafi sann- að sinn tilgang og aðstoði við að finna hvaða meðferðir eða lausnir henti hverju barni best. Rescorla bendir á að þar sem niðurstöðurnar séu tölur þá megi nýta þær til þess að fylgjast með breytingum á barni t.d. fyrir og eftir lyfjagjöf. „Við höfum verið að gera þetta lengi og þetta hefur verið að þróast stig af stigi. Fyrsta opinbera útgáfa á þessu var 1978. Þá voru listarnir einvörðungu fyrir foreldra og ákveð- inn aldurshóp. Síðan hefur smátt og smátt bæst við í hóp þeirra aðila sem máli skiptir að skili af sér gögnum,“ segir Achenbach. Þau segjast vinna mikið að öðrum rannsóknum sem miði að því að læra meira um vandamál barna. T.d. að samanburðarrannsóknum þar sem fylgst er með börnum yfir ákveðið tímabil, og þeim breytingum sem verða á lífi þeirra og umhverfi. Í gegnum þá vinnu hafi spurningar- listarnir þróast yfir í það að fullorðn- ir einstaklingar geti nýtt sér þá. vandamál jonpetur@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 31 THOMAS M. Achenbach er prófessor í sálfræði og geðlækningum við Ver- mont-háskóla og veitir þar forstöðu Miðstöð barna, ungmenna og fjöl- skyldna (Center for Children, Youth and Families). Hann hefur einnig starf- að við rannsóknir við National Instit- ute of Mental Health (NIMH). Achen- bach er í hópi þeirra sem hvað mest er vitnað til í ritum um sálfræði og geð- heilbrigðismál og er þekktastur fyrir skimunartækið Child Behavior Check- list (CBCL) sem nú nær til einstaklinga frá 18 mánaða aldri til 90 ára. Þessir matslistar eru fáanlegir á íslensku og hafa talsvert verið notaðir hérlendis. Leslie Rescorla er prófessor í sál- fræði við Bryn Mawr háskólann í Pennsylvaníu og stýrir deild fyrir dokt- orsnema í klínískri barnasálfræði, auk þess sem hún veitir forstöðu stofnun háskólans um barnarannsóknir. Helstu rannsóknir hennar beinast að frávik- um í málþroska, geðrænum vand- kvæðum barna og framvindu hæfileika og færni. Prófessorar í geðlækningum og sálfræði unglingageðlækna, sálfræðinga, fé- lagsfræðinga og hjúkrunarfræðinga að forvörnum. Það forvarnarstarf hafi gefist vel. Lægsta tíðni geðrask- ana meðal barna á Norðurlöndunum sé í Svíþjóð. Því megi m.a. þakka góðu forvarnarstarfi og háskóla- kennslu í greininni. Schleimer kom hingað til lands í vikunni til að taka þátt í Evrópufundi barna- og unglingageðlækna á veg- um EUMS (European Union of Medical Specialities). Hún var fulltrúi alheimssamtaka barna- og unglingageðlækna, IACAPAP, á fundinum, en hún hefur átt sæti í stjórn samtakanna sl. tólf ár. Á fundinum talaði Schleimer m.a. fyrir því að barna- og unglingageð- lækningar hér á landi yrðu gerðar að sérgrein innan læknadeildar Há- skóla Íslands eins og í flestum öðrum löndum Evrópu. Hún segir að barna- og unglingageðlækningar hér á landi séu undir fullorðinsgeðlækningum, innan læknadeildar HÍ og innan Landspítala – háskólasjúkrahúss. Það þýði m.ö.o., segir hún, að barna- og unglingageðlækningar hafi ekki sjálfstæði hér á landi, hvorki innan HÍ né innan LSH. Til að mynda sé engin prófessorstaða við HÍ í barna- og unglingageðlækningum. Hún telur hins vegar mikilvægt að breyta þessu sem fyrst. Með því að viðurkenna barna- og unglingageð- lækningar sem sérgrein sé verið að gefa þeim meiri viðurkenningu, bæði meðal almennings, stjórnvalda og innan háskólans. arna@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.