Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 64
64 SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Opinn fundur
Umhverfisráðs Reykjavíkur
Umhverfisráð Reykjavíkur efnir til opins fundar í Tjarnarsal Ráðhússins
miðvikudaginn 21. september 2005 klukkan 16.00
Allir borgarbúar velkomnir.
Flutt verða stutt erindi um heilsu og umhverfi:
● Hollusta og hávaði. Gunnar Kristinsson, heilbrigðisfulltrúi, fjallar um hávaða á skemmtistöðum,
kvikmyndahúsum og stórtónleikum og aðgerðir til að vernda almenning gegn heyrnartjóni
á þessum stöðum.
● Umhverfishamfarir og matvæli. Óskar Í. Sigurðsson, deildarstjóri, fjallar um spurninguna hvort
umhverfishamfarir í fjarlægum heimsálfum geti haft áhrif á gæði og öryggi matvæla á Íslandi.
● Mengun og bifreiðar. Kristín L. Ólafsdóttir og Tómas G. Gíslason, heilbrigðisfulltrúar, fjalla um
starfsemi tengda farartækjum, en það er eitt viðamesta verkefni Mengunarvarna.
Álaborgarskuldbindingar. Lögð fram tillaga um að Reykjavík skrifi undir sáttmála evrópskra bæja og
borga fram til sjálfbærrar þróunar.
Umferðaröryggi er eitt af meginviðfangsefnum borga, stofnana og stærri fyrirtækja í Evrópu. Lögð verður
fram tillaga um að Reykjavíkurborg gerist aðili að Evrópusáttmála um umferðaröryggi.
Eftir fundinn verður árleg umhverfisviðurkenning Reykjavíkurborgar veitt fyrirtæki eða stofnun
sem leitast hefur við að haga rekstri sínum eða einstökum þáttum í samræmi við grunnregluna
um sjálfbæra þróun.
Opnun sýningar í tilefni af 100 ára afmæli Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur (nú Umhverfisráð
Reykjavíkurborgar). Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á sögu nefndarinnar.
Umhverfissvið Reykjavíkurborgar
DAVID Bowie kom aðdáendum
hljómsveitarinnar Arcade Fire
heldur betur í opna skjöldu þegar
hann kom fram á tónleikum hennar
í Central Park í New York á
fimmtudaginn. Bowie, sem er 58
ára, slóst í hópinn á sviðinu í lok
tónleikanna og áhorfendur ærðust
af fögnuði.
Bowie og Arcade Fire fluttu fyrst
lagið „Queen Bitch“ af plötu hans
Hunky Dory frá 1971, eins og lista-
mennirnir höfðu einnig gert á tón-
leikum í tilefni af Tískuvikunni í
New York í síðustu viku. Bowie var
klæddur í hvítan jakka og buxur, en
meðlimir Arcade Fire allir í svört-
um fötum. Að laginu loknu tók
Bowie fram kassagítar og söng lag
Arcade Fire „Wake Up“ ásamt Win
Butler, söngvara sveitarinnar.
Frábær sveit
Bowie hafði ekki komið fram op-
inberlega síðan hann fékk hjarta-
áfall á síðasta ári. „Ég sagði við þá
[aðstandendur Tískuvikunnar] að
ég myndi bara gera þetta ef þeir
fengju Arcade Fire til að spila. Það
er frábær sveit,“ segir Bowie.
Arcade Fire, sem er frá Montreal í
Kanada, sendi frá sér plötuna
Funeral í fyrra og hefur fengið
mikið lof gagnrýnenda fyrir. Tón-
leikarnir voru hluti CMJ-tónlist-
arhátíðarinnar.
Bowie
birtist öllum
að óvörum
Reuters
Bowie á fyrstu tónleikum sínum
síðan hann fékk hjartaáfall í fyrra.
BEST er að segja það strax, að nýj-
asta plata Rolling Stones, A Bigger
Bang, er þrælgóð. Platan er án efa
það besta sem sveitin hefur sent frá
sér í áratugi. Ef til vill er þetta besta
plata þeirra alveg frá því í byrjun átt-
unda áratugar síðustu aldar. Þetta er
auðvitað alveg einstakt, enda eru
Rolling Stones sér á parti og hljóm-
sveitin fyrir löngu orðin að stofnun.
Heil átta ár eru liðin frá því síðasta
stúdíóplata Rolling Stones, Bridges
To Babylon, kom út. Líklegt er að
eftir þá plötu hafi margir verið farnir
að hugsa sem svo að sveitin myndi
fyrst og fremst lifa á gamalli frægð
það sem eftir er. Það væri reyndar
hreint ekkert til að skammast sín
fyrir þegar haft er í huga hvað þessir
strákar hafa gert, eins og vel kom í
ljós á Forty Licks plötunni fyrir
þremur árum, sem spannar sögu
Stones frá 1964 til 2002. En svo ger-
ist hið óvænta. Þeir taka á sig rögg
og senda frá sér þessa flottu plötu.
Við hlustun á A Bigger Bang er
sérstaklega ánægjulegt að upplifa
það að þeir Mick Jagger, Keith Rich-
ards, Charlie Watts og Ron Wood
skuli enn hafa kraftinn sem ein-
kenndi fyrstu ár Rolling Stones. Það
var jú alltaf krafturinn sem var það
skemmtilegasta við þá. Þó eru þeir
engin unglömb strákarnir, komnir á
sjötugsaldurinn.
A Bigger Bang er á vissan hátt aft-
urhvarf, jafnvel alveg til fyrsta ára-
tugar sveitarinnar. Upp í hugann
koma ýmsar perlur, eins og „Jumpin’
Jack Flash“, „Angie“, „Emotional
Rescue“ og fleiri standardar. Þó eru
þeir alls ekki að stæla þessi lög, langt
þar í frá. Á plötunni eru sextán lög og
hún tekur rúma klukkustund í spil-
un. Sagt er að þeir Jagger og Rich-
ards hafi haft nánari samvinnu við
lagasmíðarnar að þessu sinni en þeir
hafi haft í langan tíma, eins og í
gamla daga. Og það er ekkert verið
að flækja málin með aukahljóðfærum
eða stórum útsetningum. Hinn hrái
gítarleikur Richards og fastur
trommuleikur Watts er það sem
segja má að sé einna mest einkenn-
andi fyrir plötuna. Er það ekki ein-
mitt það sem Stones hafa alltaf verið
bestir í ásamt söng Jaggers?
Platan byrjar af krafti með laginu
„Rough Justice“, þar sem fyrstu gít-
artónarnir gefa til kynna hvað í
vændum er. Þarna er enginn glassúr
heldur bara ekta Stones. Og þannig
fara þeir úr einu laginu í annað. „Let
Me Down Slow“ og „It Won’t Take
Long“, sem segja má að séu ekta
Sones-lög og síðan danslagið „Rain
Fall Down“. Það er ekki oft sem svo-
kölluð danslög eru eitthvað sér-
staklega skemmtileg, en þetta er
það. Þá fyrst róast þeir pínulítið nið-
ur með „Streets Of Love“, flottri
ballöðu þar sem söngur Jaggers nýt-
ur sín sérstaklega vel. Og ekki tekur
síðra við, ekta blús, „Back Of My
Hand“, sem Jagger, Richards og
Watts sjá alfarið um bara þrír með
Jagger á slædgítar og munnhörpu.
„She Saw Me Coming“ og „Biggest
Mistake“ eru bæði nokkuð hefð-
bundin og þá tekur við lagið „This
Place Is Empty“, sem Richards raul-
ar á viðeigandi hátt. „Oh No Not You
Again“ er á háu nótunum hjá Jagger
og því næst eru þeir aftur bara þrír
Jagger, Richards og Watts í „Dang-
erous Beauty“ þar sem gítarinn og
trommurnar kallast skemmtilega á.
Textinn í þessu lagi fjallar um efni
sem þeir í Stones hafa oft áður leikið
sér með, nefnilega mannleg sam-
skipti á jaðrinum. Og aftur róast
platan með laginu „Laugh I Nearly
Died“, sterku sálarlagi sem Jagger
syngur af flottri innlifun.
Textar Stones hafa í gegnum árin
yfirleitt ekki verið mjög pólitískir,
með nokkrum undantekningum. Þeir
eru þó ekkert að skafa utan af hlut-
unum í þrettánda lagi plötunnar,
„Sweet Neo Con“. Þar fer ekki á milli
mála hvað átt er við. Jagger syngur:
„It’s liberty for all. Democrasy’s our
style. Unless you are against us.
Then it’s prison without trial“. Sterkt
lag sem þeir sjá aftur um bara þrír,
Jagger, Richards og Watts.
„Look What The Cat Dragged In“
og „Driving Too Fast“ eru bæði í
hraðari kantinum. Það kemur svo í
hlut Richards að syngja lokalagið
„Infamy“, sem hann gerir bara
þokkalega.
Eftir hlustun á A Bigger Bang er
ljóst að Mick Jagger og Keith Rich-
ards hafa enn það sem til þarf til að
halda Rolling Stones á þeim stalli
sem þeir hafa lengi verið á ásamt
þeim félögum Charlie Watts og Ron
Wood. Hrátt rokk í anda Chuck
Berry og klassísk R&B-músík í
þeirra stíl hafa alla tíð verið þeirra
helstu og bestu einkenni. Þau koma
vel fram á þessari nýju plötu þeirra
félaga.
Rolling Stones eru enn og aftur
farnir að túra um heiminn til að
fylgja A Bigger Bang eftir. Þeir
verða víst í Evrópu á næsta ári. Þá er
bara að mæta.
Besta plata Stones í áratugi
„Við hlustun á A Bigger Bang er sérstaklega ánægjulegt að upplifa það að þeir Mick Jagger, Keith Richards,
Charlie Watts og Ron Wood skuli enn hafa kraftinn sem einkenndi fyrstu ár Rolling Stones,“ segir í umsögn.
TÓNLIST
Geisladiskur
Nýjasta plata Rolling Stones er fyrsta
stúdíóplata sveitarinnar í átta ár. Mick
Jagger og Keith Richards semja öll lögin
og eru skrifaðir fyrir þeim saman eins og
vaninn er.
A Bigger Bang – Rolling Stones
Grétar Júníus Guðmundsson
Á TÍSKUVIKU í New York fara fram fjölmargar sýningar á fatalínum
næsta vors og sumars. Ein þeirra er lína fatahönnuðarins unga Zac Posen.
Hér má sjá fyrirsætur hans ganga allar saman undir lok sýningarinnar, sem
fram fór á fimmtudag, eins og venja er.
Sýning Zac Posen
AP
Tíska | Tískuvika í New York
GAGNASAFN
MORGUNBLAÐSINS
mbl.is