Morgunblaðið - 18.09.2005, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 18.09.2005, Qupperneq 25
óvarinn. Hann var yngstur, fæddur 1941. Lát hans var hræðilegt áfall, for- eldrar okkar náðu sér aldrei að fullu eftir andlát hans,“ segir Kristín. Suðurgata 18 og Hólavellir Við yfirgefum nú æskuheimili systranna og höldum gönguferðinni áfram. Næst komum við að fallegu steinhúsi – Suðurgötu 18, þar sem Kristín býr en er að flytja úr. Það hús var byggt 1930 af Magnúsi Th. Blön- dal og Sighvati Blöndal. „Hér bjuggu þegar við vorum að alast upp frú Blöndal og frú Fjeld- sted,“ segir Hildur. „Frú Blöndal á miðhæðinni var gift Sighvati Blöndal og hann var bróðir frú Fjeldsted sem sem bjó á efri hæð- inni. Næsta hús, sem er á baklóð, segja þær systur vera stórmerkilegt. Það er Hólavellir – Suðurgata 20 – Hólavelli byggði 1903 Jón Þorkelsson dr. phil. en Pétur Magnússon, fyrrum ráðherra, bjó þar í okkar minni. Við höfðum ekki nein tengsl við það fólk. Börnin þar voru eldri en við og þar að auki fannst okkur það hús frekar til- heyra Garðastræti því oftast er geng- ið þaðan í húsið. Núna búa að Hóla- völlum Sveinn Magnússon læknir og Kristín Bragadóttir bókasafnsfræð- ingur, þau héldu upp á 100 ára afmæli hússins með myndarbrag fyrir 2 ár- um. Suðurgata 22 Suðurgata 22 var eitt þeirra húsa við götuna þar sem rekið var fyrir- tæki kvenna. Þar bjó frú Laufey Vil- hjálmsdóttir sem ásamt Önnu Ás- mundsdóttur vinkonu sinni stofnaði og rak fyrirtækið Íslensk ull þar til um 1950. Laufey og maður hennar Guðmundur Finnbogason, lands- bókavörður og rithöfundur, bjuggu á neðri hæð og áttu líka kjallarann. Þau reistu húsið 1927 ásamt fyrrnefndri Önnu Ásmundsdóttur sem þá var orð- in ekkja og bjó á efri hæðinni. „Eftir lát hennar bjuggu á efri hæðinni Páll Ísólfsson tónskáld og organleikari ásamt síðari konu sinni Sigrúnu Eiríksdóttur. Í kjallaranum átti heima um tíma dóttir Páls og fyrri konu hans Kristínar Norðmann, frú Þuríður Pálsdóttir söngkona og eig- inmaður hennar Örn, sonur Guð- mundar og Laufeyjar. Vilhjálmur, annar sonur þeirra hjóna, kom ásamt fjölskyldu til Íslands frá Petsamo með Esjunni 1945 og þá eignuðumst við systur nýjan leikfélaga, Laufeyju yngri. Þau bjuggu þarna nokkur ár en fluttu síðar til Siglufjarðar. Vilhjálm- ur féll frá á besta aldri. Síðar eignaðist Krabbameinsfélag- ið húsið og þá var leitarstöðin í kjall- aranum. Á árum áður var stór garður við Suðurgötu 22, þar máttum við leika okkur að vild og það var gaman, í garðinum voru margir felustaðir og falleg laut. Frú Laufey og allt hennar fólk var mjög þægilegt við okkur krakkana. Við bárum mikla virðingu fyrir frú Laufeyju og hneigðum okkur fyrir henni þegar við hittum hana. Við hneigðum okkur raunar fyrir frúnum í götunni og karlmennirnir tóku of- an,“ segir Hildur. Suðurgata 24 og 26 Næst er það Suðurgata 24, sem reist var 1904. „Þar bjó í okkar minni Andrés Andrésson klæðskeri sem rak verslun sem enn starfar. Hann átti unga konu og ung börn, þau voru aðeins yngri en ég og við lékum okkur stundum sam- an og líka barnabörnin hans frá fyrra hjónabandi. Síðar gerði Stefán Aðal- steinsson þetta hús og garðinn mjög fallega upp. Jón Ólafsson lögfræðingur átti Suðurgötu 26, hann giftist Margréti Jónsdóttur sem var ættuð úr Skóla- bænum. Engin börn voru þar til að leika við. Lengra en að Skólabæ náði veröld okkar varla á uppvaxtarárun- um og þótt við þekktum ýmsa af íbú- unum við götuna okkar þá vorum við lítið inni í húsunum, það tíðkaðist ekki þá, við vorum bara í görðunum að leika okkur,“ segja þær systur og ljúka þar með gönguferð sinni með blaðamanni um götuna sína – Suður- götu í Reykjavík.  Upplýsingar um byggingarár húsanna eru fengin frá Árbæjarsafni. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 25 ALLAR götur tæmdust þegar Helgi Hjörvar las framhaldssöguna Bör Börson á árunum 1944 til 1945. Það þýddi ekkert að halda nein mannamót á þeim tíma sem sagan var lesin. Þetta er líklega frægasti framhaldssögulestur Íslandssög- unnar. Helgi var mjög þekktur í íslensku þjóðlífi, bæði sem útvarpsmaður en einn- ig sem rithöfundur. Af verkum hans má nefna smásagnasafnið Sögur og konur á Sturlungaöld. Auk þess að þýða hinn margfræga Bör Börson eftir J. Falkberget þýddi Helgi ýmislegt fleira, m.a. Gróður jarðar eftir Knud Hamsun. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Sextándi febrúar 1961. Helgi Hjörvar heilsar Kjarval á sýningu hans í Lista- mannaskálanum. Allar götur tæmdust … gudrung@mbl.is ítar skóli ólafs gauks 30árawww.gitarskoli -olg auk s.is OPIÐ HÚS Í DAG KL.14–17 Í TILEFNI 30 ára starfsafmælis Gítarskóla Ólafs Gauks verður opið hús í dag, sunnudag 18. sept., kl. 14.00 – 17.00. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér skólann, námsefni, aðstöðu o.s.frv. eru boðnir velkomnir í skólann, Síðu- múla 17. Komið og „takið í“ kennslugítarana sem notaðir eru í hóptímum, litlum hóptímum og einkatímum! ME‹ JÓNI ÓLAFSSYNI POPPGRÚSK H V A ‹ E I N K E N N I R fi Á B E S T U ? Á þessu námskeiði Endurmenntunar HÍ mun Jón Ólafsson tónlistar- maður dusta rykið af nokkrum helstu poppperlum sögunnar. Að sjálfsögðu verður hann með flygilinn innan seilingar sem og grammó fóninn. Meðal þess sem hann veltir upp í tali og tónum er: Notkun hljóðfæra í popptónlist, útsetningar og „grúv”, röddun og rytmi, stúdíóvinna, galdurinn á bak við vinsældir lags og texta og taktar hinna ýmsu menningarheima. Og ef tími vinnst til: Hvað er þetta með hommana og Eurovision? Meðal þeirra sem koma við sögu á þessu námskeiði eru: Magnús Eiríksson, Bítlarnir, Bee Gees, Simon and Garfunkel, Trúbrot, Tom Waits, Bob Marley, Abba, Hinn íslenski flursaflokkur, Phil Spector, Everly Brothers, Beach Boys, Hljómar, Spilverk þjóðanna, Megas, Stuðmenn, Nýdönsk o.fl. Gestir úr þessum hópi mæta og pæla. Námskeiðið verður í Salnum Kópavogi mánu dagana 17. og 31. okt. og 14. nóv. kl. 20–22. fiátttakendur fá frían a›gang a› tónlist.is í mánu›. Nánari upplýsingar og skráning á endurmenntun.is og í síma 525 4444. 05 -0 59 3 / AR GU S ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.