Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ götu 16 en Kristín er nýlega búin að kaupa aftur miðhæð hússins af Pétri Marteinssyni sem keypt hafði hana fyrir nokkru af syni Kristínar. Kristín hafði raunar ekki flutt langt, átti um skamman tíma íbúð að Suðurgötu 18. Hún er sem sé aftur að flytja í húsið sem hún fæddist í 1936. „ Ég er fædd í risherbergi að Suðurgötu 16 en hin systkinin fæddust í sjúkrahúsinu Sól- heimum við Tjarnargötu. Það gekk svo illa fæðingin þegar ég fæddist að mamma fór á sjúkrahús til rektor MR fæddist. Pabbi bar móður sína upp í svefnherbergi hennar rétt áður en Guðni skaust í heiminn,“ seg- ir Kristín. „Við vorum því sífellt á ferðinni í miðbænum, afi var með gullsmíða- verkstæðið sitt við Lækjargötu, það var freistandi að fara til hans og segja: „Afi, áttu krónu fyrir ís?“ Alltaf átti afi krónu fyrir ís,“ bætir hún við. Aftur að flytja í Suðurgötu 16 Nú eiga dóttir Kristínar og eigin- maður hennar efri hæðina að Suður- okkur í fjölskyldunni fjölgaði nánast dag frá degi,“ segir Hildur. Foreldrar systranna bjuggu í tveimur herbergjum. „Í kjallaranum var 5 manna fjöl- skylda í einni stofu, litlu svefnher- bergi og eldhúsi, klósettið var frammi í þvottahúsi. Ég var eins og grár kött- ur hjá þessari fjölskyldu,“ segir Krist- ín. Í æsku þeirra systra var kartöflu- garður mjög fyrirferðarmikill í fram- garðinum við húsið og amma þeirra plantaði í garðinn fjölda trjáa sem mjög hafa verið grisjuð á síðari árum. „Ég hugsa að amma hafi keypt þessa stóru lóð til þess m.a. að geta ræktað grænmeti til heimilisins,“ seg- ir Hildur. Húsið Suðurgötu 16 reisti Guð- mundur Magnússon prófessor 1920, hann bjó í því í fjögur ár eða þar til hann lést. Ekkja hans, frú Katrín Magnússon, bjó í húsinu til 1932 er hún lést í júlí. Háskóli Íslands eign- aðist samkvæmt erfðaskrá húsið við lát hennar, verið var að byggja yfir skólann vestur á Melum og drifið var í að selja húsið. Afi og amma keyptu Suðurgötu 16 í september og það var alltaf skráð á nafn ömmu. Afi sagði okkur oft að amma ætti húsið og okk- ur fannst það hinn eðlilegasti hlutur. Ég held að ég hafi fundið skýringu á þessu – afi starfaði við Söfnunarsjóð Íslands, lán frá þeim sjóði hvíldi á húsinu og samkvæmt lögum mátti hann sem starfsmaður sjóðsins ekki eiga hús með láni frá sjóðnum. Afi varð hætta preststörfum vegna berklaveiki, hann þoldi ekki að fara á hestum yfir erfiðar ár og fleira sem prestar þeirra tíma þurftu að gera,“ segir Kristín. „Afi var alltaf í andarslitrunum frá því ég man eftir, hann fékk berkla um aldamótin 1900, fór á Vífilsstaði árið 1912. Amma vann fyrir þeim hjónum þegar hann var sem veikastur af berklunum, hún setti upp saumastofu á Laugaveginum en hætti að reka hana eftir að afi komst til vinnu á ný, hún kenndi líka á gítar,“ segir Hildur. „Hann var víst annars orðinn sæmilegur til heilsu 1932, þegar þau keyptu húsið og hann lifði til ársins 1959. Ég áttaði mig samt á því löngu seinna að hann snerti okkur aldrei, hann óttaðist að smita okkur,“ bætir hún við. Yfirnáttúrulegur umgangur á æskuheimilinu Unnur Briem, móðursystir þeirra Hildar og Kristínar, bjó alla tíð í sama húsi og móðir hennar, fyrst á Staða- stað á Snæfellsnesi, þá Laugavegi 18 og svo í Suðurgötu 16. „Unnur var skyggn, mamma trúði ekki neinu dulrænu en átti erfitt með að neita sumu af því sem fyrir bar en Eggert bróðir þeirra var fullkomlega vantrúaður á allt yfirnáttúrulegt, hvað sem gerðist. Ýmsir hafa talið sig hafa orðið vara við ýmislegt illskiljanlegt að Suður- götu 16 í áranna rás. Sumir töldu sig sjá gömlu frú Magnússon með köttinn sinn, Stein- unn systir okkar hefur oftsinnis orðið vör við umgang í húsinu, t.d. heyrði hún garðhliði skellt sem löngu var horfið. Við báðar heyrðum „dregna búka“, eins og við orðuðum það við móður okkar, eftir gólfinu,“ segir Hildur. „Ég hef aldrei orðið vör við neitt og hef þó búið lengst okkar systra í þessu húsi,“ segir Kristín. Bjarni bar móður sína upp rétt áður en Guðni rektor fæddist „Mamma var komin á fertugsaldur þegar hún fór að eiga börn. Hann gengur fremur hægt fram þessi ættleggur okkar, við erum að- eins nær Jóni Arasyni en ýmsir aðrir á þessu landi,“ segir Kristín og hlær. Á heimilinu að Suðurgötu 16, eftir að Kristín og Hrafnkell tóku þar við búsforráðum, bjó móðurbróðir þeirra systra Eggert Briem síðustu ár sín, hann varð fjörgamall og var þekktur fyrir umtalsverðan fjárstuðning við raunvísindadeild Háskóla Íslands, en hann bjó lengi og starfaði í Bandaríkj- unum. Föðurforeldrar þeirra systra voru þekktir íbúar við Óðinsgötuna. „Þau voru Guðmundur H. Guðna- son gullsmiður og Nikolína Hildur Sigurðardóttir, á lóðinni við húsið þeirra voru þrjú hús og þar bjó nánast allt fólkið okkar í föðurætt. Faðir okk- ar var orðinn 16 ára þegar Guðni að fæða eftir það, ég byrjaði að gera vart við mig 28. febrúar en fæddist ekki fyrr en 2. mars, síðan hef ég allt- af verið með „seinni skipunum“,“ seg- ir Kristín og brosir. „Afi og amma urðu bæði háöldruð og Þórarinn Sveinsson læknir kom til þeirra á hverjum laugardegi, hann þurfti bílastæði og fyrir hann var fyrsta bílastæðið við húsið búið til,“ segir Hildur. Afi og amma systranna bjuggu allt- af á efri hæðinni og móðursystir þeirra Unnur bjó þar í herbergi inn af stofu um langan aldur. Foreldrar systranna fluttu á neðri hæðina. Ris- hæðin var leigð út og einnig kjallari. Samkvæmt lögum þeirra tíma var út- mælt hvað hver þyrfti mikið pláss, af- ganginn þurfti fólk að leigja út frá sér. Ekki var tekið tillit til þess þótt börn- in kæmu eitt af öðru hjá foreldrum systranna. Alls urðu börn þeirra Bjarna og Gunnlaugar fjögur. Einkasonurinn Gunnlaugur Bjarni dó þegar hann var 12 ára. „Hann lést í dráttarvélarslysi, ók á traktor út af brú og var algerlega Morgunblaðið/Árni Sæberg Suðurgata 22, þar bjuggu þær frú Laufey Vilhjálmsdóttir og Anna Ásmundsdóttir og ráku „Íslenska ull“, maður Laufeyjar var Guðmundur Finnbogason landsbókavörður. Eftir lát Önnu bjuggu Páll Ísólfsson og Sigrún kona hans á efri hæðinni. Þuríður Pálsdóttir og Örn Guðmundsson bjuggu í kjallaranum fyrstu búskaparárin. Morgunblaðið/Árni Sæberg Suðurgata 13—15, konur höfðu mikla atvinnustarfsemi í báðum þessum stiga- göngum og þarna ólst Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur upp. Morgunblaðið/Árni Sæberg Suðurgata 8, í b-hluta hússins bjuggu systkinin frk. Þuríður og Guðmundur, „faðir andanna“. Morgunblaðið/Árni Sæberg Suðurgata 14, þetta er eitt sögufrægasta hús götunnar, þar var vettvangur hins mikla slags milli yfirvalda og Ólafs Friðrikssonar um rússneskan fósturson Ólafs sem sendur var úr landi vegna augnveiki. Morgunblaðið/Árni Sæberg Suðurgata 6, Helgi Hjörvar og fjölskylda bjuggu í þessu húsi og síðar Brian Holt og frú á æskuárum systranna í Suðurgötu 16. Í BÓK Þorbergs Þórðarsonar; „Íslenskum aðli“ segir talsvert frá Stefáni frá Hvítadal skáldi, m.a. af ástum hans og stúlku sem ólst upp í Hvítadal og hét Lára og var trúlofuð öðrum. „Haustið 1910 fór Lára til Reykjavíkur og ætlað að vera þar vetrarlangt og giftast, þegar hún kæmi heim um vorið. Þennan vetur var ég í Reykjavík og bjó í Suðurgötu 13. Þar var Lára tíður gestur minn, en hún bjó í Þingholtsstræti. Yfir ást okkar hvíldi dapur skuggi. Henni fannst hún ekki geta brugðið heiti sínu og óskaði þess iðulega, að hún fengi að deyja.“ Ástir Láru og Stefáns fóru leynt og hann dreymdi illa. Það fór líka svo að Lára fékk taugaveiki og var flutt á Landaskotsspítala. Stefán treysti sér ekki í heimsókn og skömmu síðar, aðfaranótt 2. maí 1911 lést Lára á spítalanum. Stefán frá Hvítadal (1887—1933). Óskaði þess iðulega að hún fengi að deyja Í ÆVISÖGU sinni Líf mitt og gleði segir Þuríður Pálsdóttir söngkona frá kynnum sínum af tengdamóður sinni Laufeyju Vilhjálmsdóttur, en Þuríður og Örn maður hennar hófu búskap og bjuggu í nokkur ár í kjall- aranum að Suðurgötu 22. „Laufey Vilhjálmsdóttir, tengda- móðir mín, var merkileg kona. Hún var mér sannur vinur, bar í mig góð- ar bækur og ég las mikið þessi ár. Hún hafði menntað sig bæði hér heima og erlendis, var kennari og mjög framfarasinnuð og hug- myndarík. Hún bjó til stafrófskver, sem Ásgrímur Jónsson mynd- skreytti, stofnaði Lestrarfélag kvenna og var formaður þess um árabil, var einn aðalhvatamaður þess að byggja Hallveigarstaði og stofnaði með Önnu Ásmunds- dóttur „Íslenska ull“. Hún starfaði alltaf utan heim- ilis og var virk í félagsmálum auk þess að eiga sex börn, en af þeim missti hún tvær dætur. Hún var orðin 35 ára þegar hún gifti sig. Það var þó ekki af því hana skorti biðla, síður en svo, enda var hún glæsileg kona. Framan af ævi hafði hún öðrum hnöppum að hneppa en hugsa um hjúskap, en þegar henni þótti það tímabært, sneri hún sér að því af sömu rögg- semi og öðru. Guðmundur Finnbogason lands- bókavörður var þekktur maður í þjóðlífinu. Hann var doktor í heim- speki, rithöfundur, mikill samkvæm- ismaður og annálaður ræðumaður. Laufey skrifaði bréf til doktors Guð- mundar sem þá var fjörutíu og eins árs og ókvænt- ur. Þau vissu hvort um annað en þekktust ekki. Hún benti honum á að þau væru bæði laus og liðug og hvort þau ættu ekki að hittast og kynnast. Guðmundur skrifaði henni um hæl, og sagði að svona góðu boði gæti hann ekki hafnað. Ári seinna voru þau gift.“ Þuríður lýsir nokkuð fjölskyldunni að Suðurgötu 22 sem var sannarleg stórfjölskylda. „Pabbi og Sigrún keyptu íbúð í húsinu sem við bjuggum í við Suðurgötu, svo þetta var í nokkur ár næstum eins og stórfjölskylda. Þarna bjó Laufey tengdamóðir mín og fjögur börn hennar og tengda- börn. Börn Laufeyjar voru auk Arnar þau Guðrún, gift Birni Þorsteinssyni sagnfræðingi og Vilhjálmur kvæntur Birnu Halldórsdóttur. Finnbogi, lengi lands- bókavörður var þá ókvæntur en átti síðar Kristjönu Helgadóttur lækni. Um tíma bjuggu og á Suðurgöt- unni Einar bróðir Þuríðar og kona hans Birgitta Laxdal. „Suðurgata 22 var því sannkallað fjölskylduhús á þessum árum og þar var oft glatt á hjalla. Þarna mynduðust sterk fjölskyldubönd sem aldrei hafa rofnað,“ segir Þuríður ennfremur. Suðurgata 22 — sannkallað fjölskylduhús Frú Þuríður Pálsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.