Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 275. TBL. 93. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is 4 Það dregur til tíðinda! dagar til Dags byggingariðnaðarins í Hafnarfirði laugardaginn 15. október Með dúskum og dúllum Flest í t́ísku þegar kemur að skjólgóðum fylgihlutum | Daglegt líf Blindur og dverghagur Smíðisgripir Þórðar Jónssonar í Safnahúsi Borgarfjarðar | Menning Íþróttir í dag Gunnar Heiðar klár í slaginn  Zlatan verður líklega með  Woods miður sín  Englendingar brattir HÆSTIRÉTTUR vísaði í gær meginhluta Baugsmálsins frá dómi eða 32 ákæruliðum af 40 vegna verulegra galla á ákæru ríkislögreglu- stjóra. Í þeim hluta ákærunnar sem vísað var frá er að finna alvarlegustu atriði ákærunnar. Þeir átta ákæruliðir sem eftir standa fjalla ann- ars vegar um rangar upplýsingar í ársreikn- ingum og hins vegar um undanskot á hluta af opinberum gjöldum vegna innflutnings á bílum. Fimm hæstaréttardómarar kváðu einróma upp dóminn. Ástæðurnar fyrir frávísunin voru m.a. þær að ekki væri ljóst í hverju hin meintu brot áttu að felast eða hvaða lög hefðu verið brotin. Ákæran væri á köflum óskýr og mót- sagnakennd og ekki væri skýrt í hverju þátt- taka hvers og eins hinna ákærðu átti að felast. Auk þess að vísa frá 32 ákæruliðum sagði Hæstiréttur að fjórir ákæruliðir, þeir sem fjalla um rangar upplýsingar í ársreikningum, væru óskýrir en þó ekki svo að það varðaði frávísun. Ekki voru gerðar athugasemdir við síðustu fjóra ákæruliðina. Farið yfir dóminn Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjóra, sagði að ekki væri hægt að fullyrða nokkuð um framhald málsins fyrr en starfsmenn ríkislögreglustjóra og rík- issaksóknara hefðu farið gaumgæfilega yfir dóminn. Spurður um skýringar á þeim marg- víslegu göllum sem Hæstiréttur fann í ákær- unni sagði hann að verið væri að fara yfir dóm- inn. Aðrir en hann yrðu að dæma um hvort þessi niðurstaða væri áfellisdómur yfir embætt- inu. Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að saksóknari efnahagsbrotadeildarinnar hefði afhent sér af- rit af dómnum. Ekki væri þó hægt að tala um fund í þessu samhengi. Aðspurður sagði hann að ekki væri ósennilegt að fundað yrði um málið í dag. Málið væri réttilega í höndum ríkislög- reglustjóra enda færi það embætti með þennan málaflokk. Skulda þjóðinni skýringar Eiríkur Tómasson, lagaprófessor við Há- skóla Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið ekki muna til þess að hafa lesið svo harða gagn- rýni á ákæruvaldið í hæstaréttardómi. Tekið væri óvanalega djúpt í árinni með orðlagi eins og „sundurlausri rakningu á bókhaldsfærslum“ og um „fábrotnar skýringar“ í ákærunni. Svo virtist sem ekki væri rökrétt hugsun að baki sumum ákæruliðanna. Frávísun meginhluta málsins væri augljóslega áfellisdómur yfir efna- hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Gestur Jónsson hrl., verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, sagði að rík- islögreglustjóri skuldaði þjóðinni skýringar á vinnubrögðum sínum. Ef þetta væri niðurstað- an eftir þriggja ára rannsókn með öllum þeim hörmulegu afleiðingum sem málinu hefðu fylgt, öllum þeim átökum, árásum og sárindum sem því fylgdu, þá væri ríkislögreglustjóri í þeirri stöðu að embættið yrði að útskýra hvers vegna staðið hefði verið að málum með þessum hætti. Hann sagði að það myndi brjóta gegn megin- reglunni um sjálfstæða og óvilhalla dómstóla ef lögregla gæfi út nýja ákæru á grundvelli leið- beininga sem hún hefði fengið frá dómstólum. Baugur Group hf. skoraði í gær á yfirvöld að hætta frekari áreitni í garð fyrirtækisins. „Það á að heita fórnarlamb hinna meintu afbrota en hefur fremur orðið fórnarlamb lögreglurann- sóknarinnar sem hefur staðið í þrjú ár og valdið fyrirtækinu ómældu tjóni. Nú er mál að linni,“ segir í yfirlýsingunni sem er undirrituð af Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs. Hæstiréttur vísaði 32 af 40 ákæruliðum frá dómi  Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar segir að lögreglan skuldi þjóðinni skýringar  Háskólaprófessor segist ekki muna eftir jafn harkalegri gagnrýni í hæstaréttardómi  Ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari segjast munu fara gaumgæfilega yfir dóminn Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is  Hæstiréttur | 11, miðopna Muzaffarabad. AP, AFP. | Stjórnvöld í Pakistan sögðu í gær, að líklega hefðu allt að 40.000 manns týnt lífi í jarðskjálftanum á laugardag og meira en 60.000 slasast. Vaxandi reiði er meðal fólks á hamfarasvæð- unum en það sakar yfirvöld um sein- leg viðbrögð við neyðinni. Heita má, að ekkert vegasamband sé við þau svæði, sem urðu verst úti, þar er rafmagns- og vatnslaust og flest sjúkrahús og skólar rústir ein- ar. Pakistanskur embættismaður sagði í gær, að talið væri, að á milli 30 og 40.000 manns hefðu farist í fjallahéruðunum í Norðaustur-Pak- istan og hálfu fleiri slasast. Fyrstu alþjóðlegu hjálparsveitirn- ar komu á jarðskjálftasvæðin í gær en aðstæður eru óskaplega erfiðar vegna samgönguleysis og mikill skortur á þyrlum háir björgunar- starfinu. Fjöldamörg ríki hafa sent hjálp- arsveitir til Pakistans og önnur boð- ist til að senda þangað vistir og lyf og styðja við björgunarstarfið með fjár- framlögum. AP Slasaður drengur er dreginn í sjúkrarúmi fyrir utan sjúkrahús í bænum Abbottabad en það hrundi í skjálftanum. Allt að 40.000 fórust  Heil kynslóð | 16 Berlín. AFP. | Brotið var í blað í þýskum stjórnmálum í gær þegar um það var samið, að Angela Merkel, leiðtogi kristilegra demó- krata, yrði kanslari í stjórn þeirra og jafnaðarmanna. Verður hún fyrsta konan til að gegna því emb- ætti. Merkel sagði á fréttamanna- fundi í gær, að samkomulag væri um, að kristilegir demókratar fengju sex ráðherraembætti auk kanslaraembættisins en jafn- aðarmenn átta. Eiginlegar mál- efnaviðræður munu þó líklega ekki hefjast fyrr en eftir næstu helgi. Gerhard Schröder, fráfar- andi kanslari, verður ekki ráð- herra og hugsanlegt er, að stjórnmálaafskiptum hans sé að ljúka. Merkel sagði, að umbætur í efnahagslífinu yrðu brýnasta verkefni næstu stjórnar og undan þeim yrði ekki vikist. Þá kvaðst hún vilja bæta sam- skiptin við Bandaríkin. Merkel, prestsdóttir, sem ólst upp í Austur-Þýskalandi, verður fyrst kvenna til að stýra stjórn í stóru Evrópulandi síðan Edith Cresson var for- sætisráðherra Frakklands í stuttan tíma snemma á síðasta áratug. | 15 Tímamót í Þýskalandi Angela Merkel, væntanlegur kanslari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.