Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 29 DÓMUR HÆSTARÉTTAR þann hátt að sjá megi hvernig hann geti fallið undir hilmingarákvæði 254. gr. almennra hegn- ingarlaga. Að auki verður að líta til þess að samkvæmt hljóðan þessa lagaákvæðis getur það ekki átt við nema brot varði verðmæti, sem aflað hefur verið á þann hátt, sem greinir í 244., 245. eða 247.-252. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt áðursögðu er háttsemi varnarað- ilanna Jóns Ásgeirs og Tryggva í þessum lið ákæru ekki lýst á þann veg að 247. gr. eða 249. gr. almennra hegningarlaga geti átt við um hana. Brestur því þegar af þeirri ástæðu skil- yrði til að sækja varnaraðilann Kristínu til saka fyrir brot gegn 254. gr. laganna á þann hátt, sem hér er gert. Með 13. lið ákærunnar er varnaraðilunum Jóni Ásgeiri og Tryggva gefið að sök að hafa í desember 1999 látið millifæra tiltekna fjárhæð af bankareikningi Baugs hf. sem greiðslu Fjár- festingafélagsins Gaums ehf. í nánar tilteknum viðskiptum. Þá eru þessir varnaraðilar í 14. lið ákærunnar sakaðir um að hafa í sama mánuði látið færa tiltekna fjárhæð af bankareikningi Baugs hf. á bankareikning Fjárfestingafélags- ins Gaums ehf., sem hafi notað féð í nánar til- greindum viðskiptum. Í báðum ákæruliðunum er tekið fram að umræddar fjárhæðir hafi verið færðar sem krafa á viðskiptamannareikningi Fjárfestingafélagsins Gaums ehf. í bókhaldi Baugs hf. Við þessa tvo liði ákærunnar eiga öll sömu atriðin og áður var getið varðandi 10. lið hennar. Í 15. lið ákæru eru varnaraðilarnir Jón Ás- geir og Tryggvi bornir sökum fyrir að hafa 13. febrúar 2001 látið færa til skuldar á viðskipta- mannareikningi Fjárfestingafélagsins Gaums ehf. hjá Baugi hf. tiltekna fjárhæð vegna kaupa fyrrnefnda félagsins á hlut í því síðarnefnda í hlutafjárútboði. Í 16. lið er þessum varnarað- ilum jafnframt gefið að sök að hafa sama dag fært tiltekna fjárhæð til skuldar á viðskipta- mannareikningi varnaraðilans Kristínar hjá Baugi hf. í sama tilgangi og áður er getið. Í báð- um tilvikum er síðastnefndum varnaraðila gefið að sök að hafa ekki dulist að lánveitingarnar annars vegar til einkahlutafélagsins, sem hún var framkvæmdastjóri hjá, og hins vegar til hennar persónulega, sem hafi verið án skulda- viðurkenninga, trygginga eða samninga um endurgreiðslu og lánskjör, hafi verið ólögmæt- ar og andstæðar hagsmunum Baugs hf. Um þá tvo liði ákærunnar, sem hér um ræðir, eiga öll sömu atriðin við og áður var getið varðandi 12. lið hennar. Í 17. lið ákæru er varnaraðilanum Jóni Ás- geiri gefið að sök að hafa í maí 2001 látið milli- færa tiltekna fjárhæð af bankareikningi Baugs hf. á bankareikning Fjárfestingafélagsins Gaums ehf., sem hafi síðan notað féð í nánar til- greindum viðskiptum, en fjárhæðin hafi verið færð til skuldar á viðskiptamannareikningi einkahlutafélagsins hjá Baugi hf. Þá er varn- araðilanum Kristínu gefið að sök í þessum lið ákærunnar að hafa ekki dulist að ráðstöfun þessi væri ólögmæt og andstæð hagsmunum Baugs hf., enda hafi ekki verið gerð skuldavið- urkenning, sett trygging eða samið um endur- greiðslu og lánskjör. Um þennan lið ákæru eiga við öll sömu atriðin og áður var getið varðandi 12. lið hennar, að því frátöldu að hér er sak- argiftum ekki jafnframt beint að varnarað- ilanum Tryggva um hlutdeild í ætluðum brot- um varnaraðilans Jóns Ásgeirs. Í 18., 19. og 20. lið ákæru er varnaraðilunum Jóni Ásgeiri og Tryggva gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína þegar þeir í maí og júní 2000 og febrúar 2001 lánuðu þrívegis nánar til- greindar fjárhæðir frá Baugi hf. til Fjárfars ehf., sem varnaraðilinn Jón Ásgeir „stjórnaði og rak“, án lánssamninga, trygginga eða ábyrgða. Þessi háttsemi varnaraðilans Jóns Ásgeirs er í ákæru talin varða aðallega við 247. gr. almennra hegningarlaga, en til vara 249. gr. þeirra, og háttsemi varnaraðilans Tryggva við sömu lagaákvæði, sbr. 22. gr. laganna. Þessi heimfærsla er ekki í samræmi við þann verkn- að, sem lýst er í ákæru, en þar er í engu greint frá háttsemi, sem gæti fallið undir verkn- aðarlýsingu 247. gr. almennra hegningarlaga. Þá er brotum varnaraðilans Tryggva ekki lýst sem hlutdeild í brotum varnaraðilans Jóns Ás- geirs, heldur með þeim hætti að hann sé að- almaður í þeim. Þá er til þess að líta að í þess- um þremur liðum ákærunnar er rætt um lánveitingar Baugs hf. til Fjárfars ehf. Ekki er leitast við að skýra frekar hvernig þær geti tal- ist hafa verið varnaraðilunum, báðum eða öðr- um, til auðgunar eða leitt af sér hættu á tjóni fyrir Baug hf., en samkvæmt því, sem fram kemur í niðurlagi allra þessara ákæruliða, virð- ast þessi lán hafa verið endurgreidd hlutafélag- inu eða gerð upp á annan hátt á árinu 2002. Með 21. lið ákærunnar er varnaraðilanum Jóni Ásgeiri gefið að sök að hafa á árunum 1998 til 2002 látið Baug hf. greiða kostnað, sem hann hafi stofnað til með samtals 229 nánar til- greindum persónulegum úttektum á greiðslu- kortum „í reikning Baugs hf.“, eins og segir í ákærunni, en þær hafi verið félaginu óviðkom- andi. Greiðslur þessar hafi verið færðar á við- skiptamannareikning varnaraðilans hjá Baugi hf. Í þessari verknaðarlýsingu er ekki frekar skýrt hvort umrædd greiðslukort hafi verið gefin út til Baugs hf. og reikningum vegna út- tekta verið af þeim sökum beint til félagsins eða hvort þau hafi verið á nafni varnaraðilans, sem hafi látið félagið greiða reikninga, sem hafi verið gefnir út á hendur honum persónulega. Á hvorn veginn, sem þessu kann að hafa verið háttað, kemur fram í ákæru að greiðslurnar hafi verið færðar varnaraðilanum til skuldar á viðskiptamannareikningi hans hjá félaginu. Ekki er skýrt frekar hvernig háttsemi sem þessi verði heimfærð til 247. gr. almennra hegningarlaga, sem varnaraðilinn er hér að- allega sakaður um að hafa brotið gegn. Verkn- aði er hér að engu leyti lýst á þann hátt að 249. gr. sömu laga geti tekið til hans, en í ákæru er háttsemi varnaraðilans, sem um ræðir í þessum lið, til vara heimfærð til þess ákvæðis. Í 22. lið ákærunnar er varnaraðilanum Jóni Ásgeiri gefið að sök að hafa á árunum 1999 til 2002 látið Baug hf. inna í átta skipti af hendi greiðslur til sín, þar af fimm sinnum með milli- færslum af bankareikningum félagsins á banka- reikning varnaraðilans, einu sinni með milli- færslu á bankareikning annars manns og tvisvar með því að afhenda reiðufé. Greiðslur þessar hafi verið færðar á viðskiptamannareikn- ing varnaraðilans hjá félaginu. Ekki er frekar skýrt í ákærunni hvernig háttsemi af þessum toga verði heimfærð til 247. gr. almennra hegn- ingarlaga, sem varnaraðilinn er aðallega sak- aður um að hafa brotið gegn á þennan hátt. Þá er ætluðum verknaði í þessum ákærulið að engu leyti lýst þannig að 249. gr. sömu laga geti átt við um hann, en háttsemi varnaraðilans er til vara heimfærð undir það ákvæði. Loks er varnaraðilinn Jón Ásgeir sakaður í 23. lið ákæru um að hafa á árunum 1999 til 2002 látið Baug hf. í 29 skipti greiða nánar tiltekna reikninga fyrir kostnaði, sem hann hafi stofnað til í eigin þágu og félaginu hafi verið óviðkom- andi, en fjárhæð þessara greiðslna hafi í bók- haldi félagsins verið færð á viðskipta- mannareikning varnaraðilans. Af verknaðarlýsingu þessari verður ekki skýrlega ráðið á hendur hverjum umræddir reikningar hafi verið gefnir út, varnaraðilanum eða Baugi hf. Þegar haft er í huga að greiðslur þessar eru sagðar hafa verið færðar varnaraðila til skuldar á viðskiptamannareikningi hans hjá félaginu skortir í ákæru viðhlítandi skýringar á því hvernig háttsemi þessi verði heimfærð til 247. gr. almennra hegningarlaga, sem hann er að- allega sakaður um að hafa brotið. Í ákæru er verknaður samkvæmt þessum lið til vara heim- færður til 249. gr. sömu laga. Í lýsingu á ætl- uðum verknaði er ekki að finna stoð fyrir því að það lagaákvæði geti átt hér við. Samkvæmt öllu framangreindu eru slíkir annmarkar á 10. til 23. lið ákærunnar að ófært er að fella efnisdóm á þær sakir, sem þar eru bornar á varnaraðilana Jón Ásgeir, Tryggva og Kristínu og taldar eru varða við 247. gr., 249. gr. og 254. gr. almennra hegningarlaga, svo og hlutdeild í brotum gegn tveimur fyrstnefndu lagagreinunum. Í niðurlagi IV. kafla ákær- unnar kemur fram að auk sakargifta um brot gegn þessum ákvæðum almennra hegning- arlaga séu ætluð brot varnaraðilans Jóns Ás- geirs samkvæmt öllum fyrrnefndum liðum ákærunnar talin varða ýmist við 1. mgr. eða 2. mgr. 104. gr., sbr. 2. tölulið 153. gr. laga nr. 2/ 1995 um hlutafélög. Þá er þar tiltekið að ætluð brot varnaraðilans Tryggva samkvæmt 10., 12. til 16. og 18. til 20. lið ákærunnar séu jafnframt talin varða við sömu ákvæði laga nr. 2/1995. Háttsemin, sem um ræðir í 10. til 23. lið ákær- unnar, er í öllum tilvikum reifuð á þann hátt að svo virðist sem ætlast sé til að sama verkn- aðarlýsing taki samtímis til ætlaðra brota gegn áðurgreindum ákvæðum almennra hegning- arlaga og gegn 104. gr., sbr. 2. tölulið 153. gr. laga nr. 2/1995. Þegar af þeirri ástæðu að ófært er vegna annmarka á þessum liðum ákærunnar að fella efnisdóm á sakargiftir, sem varða fyrr- nefndu lagaákvæðin, veldur þessi háttur á framsetningu hennar því að ekki er þá heldur unnt að fjalla að efni til um ætluð brot gegn þeim síðarnefndu. Af þessum sökum verður málinu vísað frá héraðsdómi að því er varðar 10. til 23. lið ákærunnar. VII. Í V. kafla ákæru eru varnaraðilarnir Jón Ás- geir og Tryggvi sakaðir um brot gegn lögum um hlutafélög með háttsemi, sem tilgreind er í 24. til 28. lið hennar á eftirfarandi hátt: „24. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa veitt Fjárfestingafélaginu Gaumi ehf., sem var í eigu ákærða Jóns Ásgeirs og fjölskyldu hans, lán vegna tveggja eftirtaldra reikninga frá Baugi hf. vegna útlagðs kostn- aðar fyrir einkahlutafélagið, en kröfurnar voru eignfærðar á árinu 1998 á viðskiptamanna- reikning einkahlutafélagsins hjá Baugi hf., samtals að fjárhæð kr. 401.430,00, svo sem hér greinir: Dags. færslu Skýring í bókhaldi Baugs Fjárhæð 30.09.1998 Gagnabanki Íslands R6824 399.807,00 06.11.1998 .Hagstofa Íslands 1.623,00 Samtals 401.430,0 25. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa veitt Fjárfestingafélaginu Gaumi ehf., sem var í eigu ákærða Jóns Ásgeirs og fjöl- skyldu hans, lán vegna þriggja eftirtaldra reikninga frá Baugi hf. vegna hlutdeildar einkahlutafélagsins í kostnaði Baugs hf., en kröfurnar voru eignfærðar á árinu 1999 á við- skiptamannareikning einkahlutafélagsins hjá Baugi hf., samtals að fjárhæð kr. 13.010.411,00, svo sem hér greinir: Dags. færslu Skýring í bókhaldi Baugs Fjárhæð 31.12.1999 Skrifstofuþjónusta 4.000.000,00 31.12.1999 .Hlutd. í launum forstjóra 6.000.000,00 31.12.1999 Ferðakostnaður 3.010.411,00 Samtals kr. 13.010.411,00 26. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa veitt Fjárfestingafélaginu Gaumi ehf., sem var í eigu ákærða Jóns Ásgeirs og fjöl- skyldu hans, lán vegna sautján eftirtaldra reikninga frá Baugi hf. vegna útlagðs kostn- aðar fyrir einkahlutafélagið, en kröfurnar voru eignfærðar á árinu 2000 á viðskiptamanna- reikning einkahlutafélagsins hjá Baugi hf., samtals að fjárhæð kr. 6.224.951,00, svo sem hér greinir: Dags. færslu Skýring í bókhaldi Baugs Fjárhæð 01.05.2000 Visa JÁJ 18/3 – 17/4 innanl. Visa JÁJ 18/4 – erlend 462.289,00 30.05.2000 Reikn. frá A…(ólæsil) 4.100,00 30.05.2000 Reikn. frá Útilíf 49.446,00 01.06.2000 Reikn. frá Útilíf 15.174,00 07.06.2000 MC kort JÁJ v. maí 341.526,00 23.06.2000 Reikn. frá Bílabúð Benna 70.934,00 30.06.2000 Reikn. frá Flugleiðum 134.725,00 30.06.2000 Reikn. frá Bílabúð Benna 132.826,00 30.06.2000 Reikn. frá Útilíf 22.602,00 05.07.2000 Visa JÁJ maí/júní 00 520.725,00 15.08.2000 Reikn. DHL Flísar v. JÁJ 448.401,00 15.08.2000 Reikn. frá Flugleiðum skv. JÁJ 129.085,00 01.09.2000 Euro JÁJ 1.045.294,00 01.09.2000 Euro JÁJ 1.881.953,00 19.10.2000 Visa JÁJ 18/8 – 17/9 erl. út 657.015,00 19.10.2000 Reikn. frá Gagnabanka 82.001,00 29.12.2000 Reikn. frá Flugleiðum 226.855,00 Samtals kr.: 6.224.951,00 27. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa veitt Fjárfestingafélaginu Gaumi ehf., sem var í eigu ákærða Jóns Ásgeirs og fjöl- skyldu hans, lán vegna eftirtaldra fjögurra reikninga Baugs hf., vegna hlutdeildar einka- hlutafélagsins í kostnaði Baugs hf., en kröf- urnar voru eignfærðar á árinu 2000 á viðskipta- mannareikning einkahlutafélagsins hjá Baugi hf., samtals að fjárhæð kr. 70.000.000,00, svo sem hér greinir: Dags. færslu Skýring í bókhaldi Baugs Fjárhæð 31.12.2000 Launakostnaður árið 2000 15.000.000,00 31.12.2000 Kostnaður yfirstjórnar 15.000.000,00 31.12.2000 Þátttaka í auglýsingaherferð (Reikn.10-11 á Gaum) 30.000.000,00 31.12.2000 Þátttaka í stjórnunarkostnaði (Reikn.10-11 á Gaum) 10.000.000,00 Samtals kr.: 70.000.000,00 28. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa veitt Fjárfestingafélaginu Gaumi ehf., sem var í eigu ákærða Jóns Ásgeirs og fjöl- skyldu hans, lán vegna eftirtaldra fjögurra reikninga Baugs hf. vegna útlagðs kostnaðar fyrir einkahlutafélagið, en kröfurnar voru eign- færðar á árinu 2001 á viðskiptamannareikning einkahlutafélagsins hjá Baugi hf., samtals að fjárhæð kr. 1.293.376,00, svo sem hér greinir: Dags. færslu Skýring í bókhaldi Baugs Fjárhæð 30.03.2001 Útl. kostn. JÁJ 463.443,00 30.04.2001 Visa JÁJ mar/apr 554.563,00 28.05.2001 Reikn. frá Flugleiðum 115.115,00 30.09.2001 Reikn. frá Flugleiðum 160.255,00 Samtals kr.: 1.293.376,00 Framangreindar lánveitingar samkvæmt töluliðum 24 til og með 28 voru að fullu gerðar upp með víxli útgefnum af einkahlutafélaginu Gaumi til hlutafélagsins Baugs, hinn 20. maí 2002 sem greiddur var 5. september sama ár.“ Í niðurlagi þessa kafla ákærunnar er tiltekið að ætluð brot varnaraðilanna Jóns Ásgeirs og Tryggva samkvæmt 24. til 28. lið hennar teljist varða við 1. mgr. 104. gr., sbr. 2. tölulið 153. gr. laga nr. 2/1995. Í framangreindum fimm liðum ákærunnar er varnaraðilunum Jóni Ásgeiri og Tryggva gefið að sök að hafa samtals í 30 skipti á árunum 1998 til 2001 veitt lán til Fjárfestingafélagsins Gaums ehf., sem þar er sagt vera í eigu fyrr- nefnda varnaraðilans „og fjölskyldu hans“ án nánari tilgreiningar. Samkvæmt því, sem fram kemur í upphafi ákærunnar, var varnaraðilinn Jón Ásgeir á öllu þessu tímabili forstjóri Baugs hf., en varnaraðilinn Tryggvi aðstoðarforstjóri félagsins. Háttsemi þeirra og heimfærslu ætl- aðra brota er hér lýst á þann hátt að ekki verð- ur annað ályktað en að miðað sé við að þeir hafi í hvert og eitt skipti staðið í sameiningu að öll- um þessum ráðstöfunum, en um þetta er þó ekki frekar fjallað í ákærunni. Ekki er í þessum liðum ákærunnar lýst að varnaraðilarnir hafi látið umræddu einkahlutafélagi í té peninga að láni frá Baugi hf., heldur að þeir hafi veitt því lán „vegna ... reikninga frá Baugi hf.“ eða „ vegna ... reikninga Baugs hf.“, sem taldir eru upp í hverjum ákærulið og sagðir eru ýmist varða útlagðan kostnað fyrir einkahlutafélagið eða hlutdeild þess í kostnaði Baugs hf., en kröf- ur þessar hafi verið færðar einkahlutafélaginu til skuldar á viðskiptamannareikningi hjá hlutafélaginu. Af verknaðarlýsingu verður ekki ráðið hvort átt sé við að Baugur hf. hafi í þess- um tilvikum lagt út fé fyrir Fjárfestingafélagið Gaum ehf. með því að greiða skuldbindingar, sem beindust að einkahlutafélaginu, og þannig veitt því lán eða hvort viðkomandi kröfur hafi beinst að Baugi hf., sem hafi greitt þær og gert reikning á hendur einkahlutafélaginu fyrir end- urkröfu, sem gjaldfrestur hafi síðan verið veitt- ur á. Vegna þess óskýrleika, sem gætir um þetta atriði í verknaðarlýsingu 24. til 28. liðar ákærunnar, er ekki ljóst hvort þar sé lýst ráð- stöfunum af þeim toga, sem refsing getur legið við samkvæmt 1. mgr. 104. gr., sbr. 2. tölulið 153. gr. laga nr. 2/1995. Af þeim ástæðum, sem að framan greinir, verður málinu vísað frá héraðsdómi að því er varðar 24. til 28. lið ákæru. VIII. Í VI. kafla ákærunnar eru varnaraðilarnir Jón Ásgeir og Tryggvi bornir sökum um brot á almennum hegningarlögum, lögum um bók- hald, lögum um ársreikninga og lögum um hlutafélög, sem greinir í 29. til 32. lið hennar, en þeir hljóða svo: „29. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa í sameiningu fært og eða látið færa til tekna í bókhaldi Baugs hf. hinn 30. júní 2001, samkvæmt lokafærsluskjali endurskoðanda dags. 27. september 2001, tvo tilhæfulausa reikninga, sem ekki áttu stoð í viðskiptum fé- lagsins, annars vegar frá P/F SMS, Þórshöfn, Færeyjum, dags. 30. júní 2001, að fjárhæð DKK 3.900.000, sem jafngildir ISK 46.679.000,00 og hins vegar frá Nordica Inc., Miami í Flórída í Bandaríkjunum, dags. 30. ágúst 2001, að fjárhæð USD 589.890, sem jafn- gildir ISK 61.915.000,00, eða samtals ISK 108.594.000,00 og hafa með því rangfært bók- hald og oftalið tekjur Baugs hf. sem þessu nam í rekstrarreikningi árshlutareiknings hinn 30. júní 2001, sem birtur var á Verðbréfaþingi Ís- lands og gaf til kynna að EBITDA hagnaður fyrstu sex mánuði ársins væri 15,6% hærri og hagnaður tímabilsins 24,6% hærri en var í raun. 30. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa fært og eða látið færa rangar og til- hæfulausar færslur um viðskipti og notkun fjármuna í bókhald Baugs hf., þegar þeir létu færa eigin hlutabréf í hlutafélaginu, að nafn- verði kr. 40.000.000,00 en bókfærðu verði kr. 330.764.000,00, til vörslu hjá Kaupthing Bank Luxembourg, eins og um sölu hlutabréfanna væri að ræða til Kaupthing Bank Luxembourg, á sama tíma og bréfin voru enn í eigu Baugs hf. og ráðstafað í nafni Baugs hf. í Lúxemborg. Bréfunum var meðal annars ráðstafað til greiðslna til nokkurra af æðstu stjórnendum hlutafélagsins. Ráðstafanir ofangreindra fjár- muna voru rangfærðar í bókhaldi og duldar með eftirgreindum færslum og fylgigögnum: Færsla nr. 9281 dags. 30.06.1999 með texta: „Hlutabréf í Baugi seld Kaupþingi“ Lykill Heiti lykils Debet Kredit V560882-0419 Kaupþing 330.764.000,00 F 73112 Biðreikningur 330.764.000,00 Færslan, til eignar á viðskiptamannareikningi Kaupþings hf., byggir á rangri skýringu í fylgi- skjali sem er handskrifað bréf, ódagsett og óundirritað, þar sem segir um færsluna „Kaup á eigin bréfum.(gamall samningur)“ „Baugur kaupir 5% í Baugi og fær lán hjá FBA“ „413.455.006.- Biðreikningur“ „Selur Kaup- þingi 4/5 hlut 330.764.000 út af biðreikn. D/ viðskm. KÞ“. Ytri frumgögn vantar í bókhaldið. Viðskiptamannareikningur Kaupþings V560882-0419 er færður til eignar meðal ann- arra skammtímakrafna í árshluta- og ársreikn- ingi félagsins. Færsla nr. S005114 dags. 07.07.1999 með texta: „Kaupþing“ Lykill Heiti lykils Debet Kredit V560882-0419 Kaupþing 165.382.000,00 B 77 SPRON 165.382.000,00 Færslan er byggð á fyrirmælum, án skýr- inga, um færslur á bókhaldslykla samkvæmt fylgiskjali sem er handskrifað bréf, ódagsett og óundirritað en með áprentuðu nafni Tryggva Jónssonar. Ytri frumgögn til staðfestingar vantar í bókhaldið. Greiðslan er framkvæmd með millifærslu af bankareikningi hlutafélags- ins í Lúxemborg, sem ekki er skráður í bók- haldi þess, inn á tékkareikning félagsins hjá SPRON. Færsla nr. S005128 dags. 08.07.1999 með texta: „Kaupþing“ Lykill Heiti lykils Debet Kredit F 73112 Biðreikningur 21.582.000,00 B 77 SPRON 21.582.000,00 Færslan, til eignar á biðreikningi, er byggð á fyrirmælum, án skýringa, um færslur á bók- haldslykla í fylgiskjali sem er handskrifað bréf, ódagsett og óundirritað en með áprentuðu nafni Tryggva Jónssonar. Ytri frumgögn til staðfestingar vantar í bókhaldið. Um er að ræða millifærslu af tékkareikningi hlutafélags- ins hjá SPRON á bankareikning þess í Lúx-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.