Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 10
UMRÆÐA utan dagskrár um nið- urstöður kosninga um tillögur að sameiningum sveitarfélaga sem fram fóru á laugardaginn, var óvænt tekin upp á Alþingi í gær. Sólveig Péturs- dóttir, forseti Alþingis, sagði í upp- hafi þingfundar að henni hefðu borist óskir frá fjórum þingmönnum um að umræður færu fram um málið og þá hefðu minnst tveir þingmenn til við- bótar ætlað að biðja um slíka um- ræðu. Hún hefði því beðið félags- málaráðherra, Árna Magnússon, að hefja umræðu um málið. Lýðræðisleg niðurstaða liggi fyrir og henni verði unað Árni sagði að mikið hefði verið rætt um þörf á að bera mál milliliða- laust undir þjóðina í auknum mæli og þessar kosningar hefðu verið í anda þeirra sjónarmiða. Hann lýsti ánægju sinni með umræðu sem farið hefði fram um málefni sveitarfélaga og sagðist sannfærður um að hún myndi nýtast til styrkingar á þessu mikilvæga stjórnsýslustigi. Árni sagði að þverpólitísk samein- ingarnefnd hefði sett fram tillögur eftir víðtækt samráð og hlutverk ráðuneytisins hefði fyrst og fremst verið samræming milli aðila. Fullyrti hann að ráðuneytið og aðrir sem að verkefninu hefðu komið, hefðu sinnt skyldum sínum. Árni sagði að hér væri málum komið fyrir á lýðræðislegri hátt en í nágrannalöndum og íbúar hefðu í raun neitunarvald gagnvart samein- ingu. Því valdi hefði nú verið beitt og því yrði að una. Hann sagði að tekju- stofnaumræðum hefði lokið í mars með samkomulagi ríkis og sveitarfé- laga um verulega aukna fjármuni til sveitarfélaga. Almennar ástæður þess að íbúar væru andvígir samein- ingum væru mismunandi skulda- staða, ótti við hina stóru, ótti við hið óþekkta, ótti við að vera jaðarbyggð, samgönguvandamál og fleira. „Kjarni málsins er að sveitar- stjórnarmenn óskuðu eftir að ríkis- valdið kæmi að verkefni um samein- ingu sveitarfélaga. Við því var að sjálfsögðu orðið og Alþingi sam- þykkti það,“ sagði Árni. „Kosning hefur farið fram og lýðræðisleg nið- urstaða liggur fyrir. Við unum henni að sjálfsögðu að stjórnarandstöðu undanskilinni og það er óskiljanlegt að lýðræðisleg niðurstaða kosningar skuli fara svona í taugarnar á lýð- ræðislega kjörnum fulltrúum fólks- ins í landinu.“ Úrslitin vonbrigði Kolbrún Halldórsdóttir sagði und- irbúningsaðila kosninganna hafa uppskorið eins og sáð var til. Hún sagði tekjustofnanefndina hafa rekið á sker og að varanlegar úrlausnir vantaði. Hún spurði hvort væntan- legar væru viðunandi tillögur sem gerðu sveitarfélögum kleift að standa straum af kostnaði lögbundinna verkefna og þjónustu. Þær vantaði en á sama tíma teldi ríkisstjórnin sig geta orðið af tugum milljarða króna í formi skattalækkana. Einar Már Sigurðarson sagði úr- slitin vonbrigði og ein ástæða þess að illa fór væri að tekjuskiptanefndin hefði verið of lengi að finna lausnir. Hann spurði síðan hver væru næstu skref. Árni M. Mathiesen, fjármálaráð- herra, sagði umræðuna einkenni- lega. Niðurstaða lýðræðislegrar at- kvæðagreiðslu væri að kjósendur hefðu ekki áhuga á sameiningu og væru ánægðir með sitt. Þá kæmu þingmenn og leituðu blóraböggla en niðurstaðan væri afgerandi og aug- ljóslega væri hvorki eftirspurn eftir sameiningum né auknum verkefnum til sveitarfélaga. Menn yndu sáttir við sitt og á meðan svo væri yrði stað- an óbreytt. Fyrst þurfi að efla sveitarfélög Sigurjón Þórðarson sagði samein- ingarumræðuna á villigötum og að hún væri aðferð til að forðast að taka á raunverulegum vanda. Sveitar- félögin væru ófær um að taka við auknum verkefnum og nær væri að ná fram sparnaði í opinberum rekstri með sameiningum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Steingrímur J. Sigfússon sagði að fyrst hefði þurft að sjá sveitarfélög- um fyrir viðunandi tekjustofnum til að standa sómasamlega að núverandi verkefnum. Menn væru leiðir á að kaupa köttinn í sekknum og ætluðu nú ekki að láta svelta sig til hlýðni. Hann lýsti jafnframt undrun sinni á ummælum ráðherra og sagði íbúa sveitarfélaga hreint ekki ánægða með stöðu mála. Jóhann Ársælsson sagði samstöðu hafa ríkt á þingi um að stækka og efla sveitarfélög og tók undir orð Steingríms um að menn hefðu þurft að sjá til þess að sveitarfélögin væru nógu sterk til að taka við verkefnum. Guðjón Hjörleifsson sagði um- ræðuna ósanngjarna og að ákvörð- unarvaldið lægi hjá íbúunum. Hann sagði hluta af skýringunni vera mis- jafna fjárhagsstöðu sveitarfélaga en minnti á að sveitarfélög hefðu haft frumkvæði að sameiningartilraun- um. Guðjón A. Kristjánsson sagði marga ósátta eftir sameiningar á síð- asta áratug og að ekki hefði verið séð nægilega fyrir sveitarfélögum. Þá hefði Frjálslyndi flokkurinn ekki fengið sæti í hinni þverpólitísku nefnd sem Árni talaði um. Utandagskrárumræða um niðurstöður kosninga um sameinuð sveitarfélög Félagsmálaráðherra segir að niðurstöðu verði unað Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði við utandagskrárumræðuna að hérlendis væri málum komið fyrir á lýðræðislegri hátt en í nágrannalöndunum og að íbúar hefðu hér í raun neitunarvald gagnvart sameiningu. 10 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „AUGLJÓST er að þessi mikla út- lánaþensla sem orðið hefur í landinu hefur verið sjálfstæður spennuvald- ur og gert það að verkum að við höf- um verið að sjá einkaneyslu aukast mjög mikið og langt umfram aukn- ingu kaupmáttar sem hefur skilað sér í aukinni skuldasöfnun heimil- anna. Nú þegar við sjáum það gerast að vextir eru að hækka á verðtryggð- um lánum í kjölfar stýrivaxtahækk- unar Seðlabankans sjá allir að við búum við þær aðstæður að þörf er á aðgát í útlánum, sérstaklega hjá bönkum,“ segir Einar K. Guðfinns- son sjávarútvegsráðherra í samtali við Morgunblaðið. Hann telur að það þurfi að ná utan um lánaumfangið sem skapað hafi mikla spennu í þjóðfélaginu, sérstak- lega í ljósi þess að húsnæðisverð muni að öllum líkindum lækka með hækkandi vöxtum og því varasamt að hafa of hátt lánshlutfall án há- marksfjárhæða. Hann vill jafnframt að menn skoði hvort ekki sé skyn- samlegt að auka gjaldeyrisforða þjóðarinnar, meðal annars í ljósi inn- komu útlendinga á skuldabréfa- markaðinn og aukinnar skuldasöfn- unar þjóðarbúsins, jafnvel þó að ríkissjóður sé að greiða niður sínar erlendu skuldir. Jafnframt telur Einar það geta sett þrýsting á gengið til lækkunar og kunni raungengið að lækka í kjöl- farið án þess að það kosti einhverjar kollsteypur eða ýti undir launaskrið í landinu. Það sé hins vegar ekki vandalaust í framkvæmd og gæti haft í för með sér að útlánageta bankanna ykist ef ekkert annað væri að gert. Bendir Einar á að auka mætti bindiskyldu bankanna en einnig þyrfti að koma samspil við minnkandi útlán. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra Bankar fari var- lega í útlánum HALLDÓR Ásgrímsson, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í gær að hann teldi ekki ástæðu til að auka kröfur um eiginfjár- hlutföll bankanna í þeim tilgangi að draga úr útlánum þeirra. Halldór var að svara fyrirspurn frá Kristjáni L. Möller, þingmanni Samfylking- arinnar, sem spurði hvort ekki væri ástæða til að huga að því að nota reglur um eig- infjárstöðu bankanna og fjárfestingarsjóða meira sem hagstjórnartæki með því að hækka þau viðmið sem gilda og draga úr möguleikum bankanna til að lána fé. Þannig yrði dregið úr nauðsyn Seðlabankans til að hækka stýrivexti. Halldór sagði að Íslendingar byggju við frjálsa fjármagnsflutninga. Lýsti hann þeirri skoðun, að erlend skuldabréfakaup í íslenskri mynt, sem hefðu styrkt gengi krónunnar að undanförnu, drægju úr þörf Seðlabankans á næstunni til að hækka stýrivexti. Halldór sagði, að staða bankanna væri al- mennt mjög góð og eiginfjárstaða þeirra sterk og því væri ekki mikilvægt að auka kröfur á þá um eiginfjárhlutfall. Sagði Hall- dór að útlán væru afar mikil vegna þess að mikil bjartsýni væri ríkjandi í þjóðfélaginu. Hins vegar væru merki um hjöðnun spenn- unnar á fasteignamarkaði, dregið hefði úr eftirspurn eftir lánum og stærstu eignir hefðu jafnvel lækkað aðeins í verði upp á síðkastið. Ekki ástæða til að auka kröfur um eiginfjár- hlutföll banka ÁRNI M. Mathiesen, fjármálaráðherra, sagði i fyrirspurnartíma á Alþingi í gær að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki skipt um skoðun og hefði áfram áhuga á að lækka virðisaukaskatt á matvælum. Sagði Árni að flokkurinn ynni með samstarfsflokki sínum að því og nægur tími væri til þess á kjör- tímabilinu. Árni sagði hins vegar ekki skyn- samlegt að fresta þeim tekjuskattsákvörð- unum, sem hefðu verið teknar, en lækka matarskattinn á móti. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að lengi hefði legið fyrir að víðtæk sátt væri um það á Alþingi og í þjóðfélaginu að lækka bæri skatta á mat- vælum. Slík lækkun kæmi láglaunafólki og meðaltekjufólki mun betur en lækkun á tekjuskatti. Minnti Ingibjörg Sólrún á að Sjálfstæðisflokkurinn hefði haft það á stefnu- skrá sinni fyrir síðustu kosningar að lækka virðisaukaskatt á matvæli. Sagði hún að slík aðgerð myndi slá á þensluna því ef mat- arskatturinn yrði lækkaður um helming myndi vísitala neysluverðs lækka um 0,9%. Árni sagði um þetta, að slíkt myndi bara breyta verðbólgumælingunni en ekki þensl- unni. Segir unnið að því að lækka virðisaukaskatt á matvælum FJÓRÐA ráðstefnan um Konur og lýðræði var haldin í Pétursborg í síðustu viku. Var það síðasta ráð- stefnan í röðinni en þær hófust í Reykjavík árið 1999. Sigríður Anna Þórðardóttir, um- hverfisráðherra, flutti ræðu við setningu ráðstefnunnar, en fyrir hönd Alþingis sátu hana Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, og Jónína Bjartmarz, Jóhanna Sigurð- ardóttir og Þuríður Backman úr forsætisnefnd Alþingis. Jafnframt sótti Rannveig Guðmundsdóttir ráðstefnuna sem forseti Norð- urlandaráðs. Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis og Jónína Bjart- marz, alþingismaður, tóku þátt í pallborðsumræðum, en Íslendingar höfðu umsjón með tveimur vinnu- hópum á ráðstefnunni. áherslu á að mikilvægum áfanga væri náð með nýlegum Evrópu- samningi gegn mansali, en hann tekur sérstaklega á mannréttindum fórnarlamba mansals, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Jónína Bjartmarz tók þátt í pall- borðsumræðum um konur og at- vinnu- og efnahagslíf. Lagði hún áherslu á mikilvægi framlags kvenna til hagkerfisins og ræddi um mikla atvinnuþátttöku þeirra á Íslandi, þrátt fyrir það að íslenskar konur eigi flest börn evrópskra kvenna. Þátttakendur í ráðstefnunni voru um sex hundruð talsins frá ellefu þjóðlöndum. Íslensku þátttakend- urnir voru 22 talsins, stjórn- málamenn, embættismenn og fulltrúar frjálsra félagasamtaka. Umhverfisráðherra fjallaði meðal annars um launamun kynjanna og samþættingu fjölskyldu- og at- vinnulífs í ræðu sinni og vakti um- fjöllun um fæðingarorlofið mikla at- hygli sem og frásögn af fyrir- ætlunum kvenna á Íslandi í tilefni af 30 ára afmæli kvennafrídagsins, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu. Ræddi aðgerðir gegn mansali Sólveig Pétursdóttir tók þátt í pallborðsumræðum um ofbeldi gegn konum þar sem hún ræddi um að- gerðir gegn mansali. Sagði hún frá ýmsum aðgerðum íslenskra stjórn- valda til að sporna gegn mansali og ræddi baráttuna gegn mansali út frá bæði lagalegum sjónarmiðum og mannréttindamálum. Hún lagði Íslenskar konur á ráðstefnu um konur og lýðræði Kynntu fæðingarorlof og kvennafrídag Segir mál afgreidd á lýðræðislegan hátt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.