Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 19 MINNSTAÐUR AUSTURLAND Ný Fjarðabyggð | Fjarðabyggð, Austurbyggð, Fáskrúðsfjarðar- hreppur og Mjóafjarðarhreppur sameinast í eitt sveitarfélag á næsta ári. Íbúar sveitarfélaganna fjögurra samþykktu allir sameiningu í kosn- ingum um helgina. Kosið verður til bæjarstjórnar hins nýja sveitarfé- lags í almennum sveitarstjórnar- kosningum 27. maí 2006 og mun sameiningin taka gildi 9. júní 2006. Íbúafjöldi hins nýja sameinaða sveit- arfélags var 1. desember sl. 4.137. Sameiningu Skeggjastaðarhrepps og Vopnafjarðarhrepps var hins vegar hafnað af hálfu Vopnfirðinga. FAS til Ungverjalands | Tíu nem- endur úr Framhaldsskólanum í Aust- ur-Skaftafellssýslu (FAS) lögðu í gær af stað ásamt tveimur kennurum í hálfsmánaðarlangt ferðalag til Ung- verjalands. Á vefnum hornafjordur.is segir að krakkarnir sem fóru út séu þátttakendur í svokölluðu Water and Fire-verkefni, sem hófst eftir áramót- in. Kynni hafa tekist við skóla í vest- anverðu Ungverjalandi, í bæ sem heitir Zalaegerszeg. Í hvorum skóla eru 10 nemendur sem koma að verk- efninu og var afraksturinn settur á vefsíðu sem ber nafnið www.water- fire.fas.is/ og er áherslan lögð á að kynna land og þjóð. Í febrúar á næsta ári er svo gert ráð fyrir heimsókn Ungverjanna.    um til allt að fjögurra verkefna í senn. Menningarsjóður Lands- bankans leggur 150 þúsund krónur til sjóðsins næstu fimm árin og sveitarfélagið leggur sömu upphæð á móti. Vekur athygli á landsbyggðinni Steinþór Pétursson, sveitarstjóri Austurbyggðar, segir samstarfs- samninginn stórt skref til að fá ungt og upprennandi athafnafólk til Fáskrúðsfjörður | Fyrir helgi gerðu sveitarfélagið Austurbyggð og Landsbankinn með sér sam- komulag um stofnun rannsókn- arsjóðs. Er markmið hans að efla samstarf sveitarfélagsins við há- skólastofnanir landsins og hvetja stúdenta til að vinna lokaverkefni sín í og um Austurbyggð, en verk- efnatengsl við sveitarfélagið eru skilyrði fyrir úthlutun. Verður fyrst úthlutað 1. desember nk. og styrkir frá 50 til 100 þúsund krón- að líta til svæðisins og vekja athygli á þeim tækifærum sem þar er að finna. Sjóðnum sé m.a. ætlað að virkja og þróa hugmyndir við úr- vinnslu verkefna sem tengjast landsbyggðinni og efla tengsl við háskólasamfélagið. Björn Guð- mundsson, útibússtjóri Landsbank- ans, segir það von Landsbankans að rannsóknarsjóðurinn verði þekktur og eftirsóttur hjá há- skólanemum um allt land. Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, upplýsinga- og kynningarfulltrúi Austurbyggðar, segir háskólanema geta sótt hugmyndir að verkefnum í sérstakan hugmyndabanka á vef- síðu sjóðsins, www.austurbyggd.is/ rannsoknarsjodur.php. „Það er ljóst að lítil samfélög úti á landi hafa ekki haft sama aðgengi að há- skólum hvað varðar verkefna- og rannsóknavinnu. Þessu viljum við breyta með sjóðnum.“ Hún segir Austurbyggð nú leita til atvinnu- rekenda á svæðinu varðandi frekari fjármögnun sjóðsins og hann hafi því alla burði til að stækka. Með breytingum á stjórnsýslumálum í kjölfar sameiningarkosninga geti samningsaðilar endurskoðað samn- inginn með það að markmiði að stækka og efla sjóðinn. Austurbyggð og Landsbankinn stofna rannsóknarsjóð Hvatning til stúdenta Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Björn Guðmundsson, útibússtjóri Landsbankans, og Steinþór Pét- ursson, sveitarstjóri Austur- byggðar, innsigla samkomulag um rannsóknarsjóð. Lagt í jörð | Dreifilínur Rafmagns- veitna ríkisins á Héraði verða víða lagðar í jörð á næstunni. Um er að ræða dreifilínur frá aðveitustöð við Eyvindará til Eiða, línur á Völlum, í Skriðdal og Fljótsdal. Alls er áætlað að verkið kosti um 90 milljónir króna og tekur Landsvirkjun að hluta þátt í kostnaðinum, á svæði þar sem fjar- lægja þarf línur Rarik vegna Fljóts- dalslína 3 og 4 sem miðla munu raf- magni frá Kárahnjúkavirkjun til álvers á Reyðarfirði. Með jarðlagningu línanna er kom- ið í veg fyrir tjón af völdum veðurs, sem einatt hefur orðið á vetrum, lok- ið verður þrífösun og gert ráð fyrir rekstrarhagræðingu skv. upplýs- ingum frá Rarik.    Reykjavíkurborg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.