Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Verðið á karlhórum hefur lækkað töluvert fyrir evrópskar konur! Sýnd kl. 4 ísl.tal RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY HÖRKU SPENNUTRYLLIR FRÁ WES CRAVEN LEIKSTJÓRA SCREAM MYNDANNA. Topp5.is Í 36.000 FETUM VARÐ HENNAR VERSTA MARTRÖÐ AÐ VERULEIKA.Sími 564 0000í i Miða sala opn ar kl. 15.15i l l. . kl. 8 og 10.40 Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40 B.i. 14 ára Hrikalega hraður háloftatryllir með Jamie Foxx, Josh Lucas og Jessicu Biel í aðalhlutverkum. FRÁ LEIKSTJÓRA FAST AND THE FURIOUS & XXXF LEI F E F I Hrikalega hraður háloftatryllir með Jamie Foxx, Josh Lucas og Jessicu Biel í aðalhlutverkum. Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 14 ára Göldrótt gamanmynd! Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15  S.V. / MBL  S.V. / MBL RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY Sýnd kl. 4 og 6 Sprenghlægileg gamanmynd! Sýnd kl. 8 og 10 b.i. 14 ára Sýnd kl. 4 í þrívídd Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20 B.i. 14 ára Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 14 ára RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY Hrikalega hraður háloftatryllir með Jamie Foxx, Josh Lucas og Jessicu Biel í aðalhlutverkum. FRÁ LEIKSTJÓRA FAST AND THE FURIOUS & XXX HÖRKU SPENNUTRYLLIR FRÁ WES CRAVEN LEIK- STJÓRA SCREAM MYNDANNA. Í 36.000 FETUM VARÐ HENNAR VERSTA MARTRÖÐ AÐ VERULEIKA. Topp5.is  S.V. / MBL Sýnd kl. 6 Skemmtileg ævintýramynd með íslensku tali. Skemmtileg ævintýramynd með íslensku tali. 450 kr. 450 kr. TÉKKNESKA myndin Hákarl í höfðinu eftir Máriu Procházková fjallar um sérkennilegan, miðaldra mann, hr. Seman, sem býr í lítilli íbúð í stórri borg. Hann heldur sig að- allega heima hjá sér, er oftast klædd- ur í hlýrabol og nærbuxur, og segir stundum eitthvað óskiljanlegt við þá sem ganga framhjá glugganum hans. Seman á greinilega við geðræn vandamál að stríða, en hann virðist þó sæmilega ánægður með lífið og nokkrir nágrannar hans virðast bera fyrir honum virðingu. Kannski er það að einhverju leyti vegna þess að hann tekur eftir hlutum sem aðrir sjá ekki; hann getur bent á fegurð á stöðum sem hennar er síst að vænta, eins og ruslatunnum, í tómum gosflöskum eða í einfaldri biðröð. Hugarheimur Semans er undir- strikaður með fjölda tæknibrella sem, ef miðað er við draumaverk- smiðjuna í Hollywood, eru býsna frumstæðar. Þær virka þó ágætlega og við fáum að upplifa ofskynjanir sem eru sláandi, en einkennilega merkingarlausar. Þannig líða heilar 75 mínútur án þess að nokkuð annað gerist. Þeir sem búast við venjulegri kvikmynda- framvindu verða örugglega fyrir vonbrigðum og þeir sem halda að þeir séu að fara á grínmynd verða fyrir enn meiri vonbrigðum. En sem mynd af hugarheimi geðsjúks manns er Hákarl í höfðinu aðdáunarvert listaverk og hún situr í manni lengi á eftir. Hákarl í höfðinu KVIKMYNDIR Regnboginn: AKR 2005 Leikstjórn: Mária Procházková. 75 mín. Tékkland. 2005. Hákarl í höfðinu (Zralok v hlave)  Jónas Sen FULLUR salur fylgdist með óvissubíói og verðlaunaafhendingu í Sal 1 í Regnboganum við lok vel heppnaðrar Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík á sunnudagskvöld. Eftir að búið var að hlýða á ræðuhöld og horfa á skilaboð frá sigurvegaranum Cristi Puiu, leikstjóra Dauða herra Lazarescu, birtist heimildarmyndin Africa United eftir Ólaf Jóhannesson á tjaldinu og vakti hún almennt lukku viðstaddra. Að sýningunni lokinni héldu gestir í aðalútibú Landsbanka Íslands við Austurstræti þar sem efnt var til veglegrar veislu með mat, drykk og tón- list. Kvikmyndafólk fagnaði Ásgeir Friðjónsson, Kristjana Samper, Baltasar Samper og Sigurjón Árnason. Lilja Pálmadóttir, Baltasar Kormákur, Þór Túliníus og Þorfinnur Ómarsson. Ali Amoushahi, túlkur Abbas Kiarostamis á Íslandi, dagskrárstjórinn Dimitri Eipides og aðstoðarmaður hans, Athanasios Ntovas. Morgunblaðið/Sverrir ALÞJÓÐLEGRI kvikmyndahátíð í Reykjavík lauk um helgina og að- standendur undu mjög sáttir við við- tökur áhorfenda. „Við erum svo þakklát áhorf- endum fyrir að taka svona vel við há- tíðinni, en hún hefði ekki getað geng- ið nema fólk mætti á staðinn. Það er búið að vera uppselt á fjölda sýninga og sætanýtingin hefur verið með besta móti, eða 76%,“ sagði Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi hátíð- arinnar. „Það er greinilegt að fólk þyrstir í að sjá eitthvað annað en það sem hef- ur verið kannski mest áberandi í bíó- húsunum. Hátíðin tókst líka vel í ár vegna mikillar og góðrar samvinnu margra, starfsfólks sem hefur lagt mjög hart að sér, dagskrárnefndar, samstarfs- og styrktaraðila og svo um 90 sjálfboðaliða og háskólanema í kvikmyndafræði sem störfuðu að há- tíðinni.“ Hrönn segir fjölbreytt úrval mynda á hátíðinni hafa trúlega haft áhrif á hve margir sóttu hana. „Við vorum mjög stolt af dag- skránni, allar myndirnar voru góðar og hver hafði eitthvað til síns ágætis. Það var einnig mikil breidd í dag- skránni svo margir gátu fundið eitt- hvað við sitt hæfi.“ Hrönn segir heimildamyndirnar hafa gengið sérstaklega vel og það hafi komið sér á óvart. Farin að huga að næstu hátíð Danska myndin Kongekabale verður sýnd eitthvað áfram í Há- skólabíói og Hrönn segist hafa heyrt að svo verði einnig með myndirnar Summer of Love og Adams Æbler, sem báðar voru sýndar á hátíðinni. „Endursýningarnar eru þó ekki á okkar vegum heldur eru myndirnar í eigu dreifingaraðila. Við reynum að sýna það ferskasta og framsæknasta og vonum svo að dreifingaraðilarnir taki við sér og sýni áfram þær mynd- ir sem voru mest sóttar,“ sagði Hrönn. Hún sagði erfitt að nefna þær myndir sem voru í uppáhaldi hjá henni á hátíðinni. „Það er mjög erfitt að gera upp á milli. Get þó nefnt Antares og Mar- tröð Darwins en þær fannst mér mjög góðar.“ Fjöldi erlendra leikstjóra var við- staddur sýningar á myndum sínum hér á landi og segir Hrönn þá alla hafa verið mjög ánægða með heim- sóknina. „Þeir nefndu það allir að íslenskir áhorfendur væru mjög skemmti- legir, vel upplýstir og mjög fróðleiks- fúsir. Umræðurnar eftir myndirnar voru líka vel sóttar og heppnuðust vel,“ segir Hrönn og bætir við: „Þeir voru sammála um að Reykjavík væri heppilegur staður fyrir alþjóðlegar kvikmyndahátíðir. Bæði vegna þess að Ísland er staðsett á milli Banda- ríkjanna og Evrópu og einnig vegna þess að það er auðvelt að hafa hátíð- ina í miðborg Reykjavíkur því hún er svo hæfilega stór og því auðvelt að- gengi fyrir alla.“ Hrönn segir að strax sé farið að huga að næstu hátíð. „Stefán Jón Hafstein tilkynnti á lokahófinu á sunnudag að hann væri mjög ánægður með hátíðina og lofaði því að borgin tæki þátt í byggja þetta upp með okkur,“ segir hún. „Við stefnum einnig að því að hafa fleiri atburði tengda hátíðinni á öðr- um árstíðum. Okkur langar til dæm- is að sýna fleiri heimildamyndir hér á landi en það virðist vera þörf á því.“ Hrönn ítrekar að lokum þakklæti til áhorfenda og segist viss um að há- tíðin geti orðið mjög góður vett- vangur fyrir óháða alþjóðlega kvik- myndagerð um heim allan í framtíðinni. Kvikmyndir | Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík lokið Þakklæti í garð áhorfenda Morgunblaðið/Árni Sæberg Hrönn Marinósdóttir ásamt leikstjóranum og ljósmyndaranum Abbas Kiar- ostami sem kom hingað til lands í tilefni hátíðarinnar. Jennifer Lopez hefur játað að húnkvíði því að eldast. Hún kveðst ekki hafa útilokað að hún muni fara í fegrunaraðgerð. Þetta kemur fram í frétt Ananova. Þar segir að J-Lo hafi sagt í samtali við tímaritið Harper’s Bazaar að hún hafi ekki farið í lýtaaðgerð. Hún vilji hins vegar ekki fordæma þá sem fara í slíkar aðgerðir því „ég veit ekki hvort þetta er eitthvað sem gæti hugsað mér þegar ég verð fertug eða fimmtug“. „Ég veit að það er erfitt að eldast … ég hugsa stöðugt um að. Nú er ég á miðjum fertugs- aldri, og þá fer maður að hugsa, Guð, úff, þetta færist nær.“ Lopez segir eitt leyndarmálanna á bak við gott útlit vera að fara í löng, heit böð. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.