Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 41 DAGBÓK maður ætlar að nálgast það. Svo að lokum hvað DV varðar. Æ, dapurt hvað þetta áður ágæta blað virðist hafa ánægju af því að reyna að leggja fólk í einelti og brjóta niður, stundum án þess að hafa kynnt sér málið vel. Og ef blaðamennskan er orðin svona þá segi ég bara, hvar endum við? Og þar á bæ kemur helgarblaðið til mín á mánudegi í póstinum og mánudagsblaðið á þriðjudegi. Sennilega svona fáir lesendur á þessu svæði. En mæli semsagt með því fyrir auglýsendur að nota Morgunblaðið. Með kveðju og þökk. Lesandi á Selfossi. Eyjar í Karíbahafinu FYRIR nokkrum dögum birtust í DV nokkrar myndir af eyjum í Karíbahafi. Ekki fylgdu neinar skýringar, né lýsingar á þeim, enda þarf meira til. Það vill svo til, að ég var við störf í Karíbahafi um nokkurra ára skeið og þekkti því þessar eyjar allar, og margar fleiri. Þær eru allar mjög ólíkar og ekki hægt að lýsa þeim í stuttu máli. Ég dvaldi misjafnlega lengi á þessum eyjum, bæði við störf og sem ferðamaður. Ég heillaðist af þeim mörgum, öðrum ekki. Jamaíka er ákaflega falleg eyja og mikil ferðamannaparadís, hvergi er þó meiri glæpatíðni en þar t.d. Kingston (down town), og ættu engir að hætta sér þangað. Aðrar eru alveg lausar við ofbeldi og glæpi, t.d. Antigua St Lucia o.fl. Menningarheimur þessara eyja er æði misjafn, enda tilheyrðu þær mismunandi löndum, (Holland, England, Danmörk, Frakkland o.s.frv.) Erfitt er að gera upp á milli mismunandi eyja nema hafa dvalið þar einhvern tíma. Hvergi er fátækt meiri en á Haítí, sem er v. hluti af Dóminíska lýðveldinu sem er yndisleg eyja. Antigua, Martinique, Guateloupe og St. Lucia eru þær eyjar sem ég heill- aðist mest af, að mörgum öðrum ólöstuðum. Alltaf er þó gaman að koma til Kúbu, hvernig sem á því stendur. Santiago de Cuba, Guantanamo, Manzanillo, á suðurströnd Kúbu eru ekki síðri en á norðurströnd- inni. Kúbverjar eru ákaflega þægi- leg þjóð, en mjög þvinguð af einræðisherra Fidel Castro. Svanur Jóhannsson. Dagblöðin á Selfossi ÁN efa erfitt að alhæfa, en ég hef verið áskrifandi Morgunblaðsins undanfarið og kann því mjög vel að það er alltaf komið inn um lúguna hjá mér þegar ég fer á fætur um klukkan sjö á morgnana. Manni finnst maður kannski ekki geta gert kröfur um útburð hvað Fréttablaðið varðar, þar sem mað- ur borgar ekki fyrir blaðið, en þó hef ég verið að velta fyrir mér að fyrir auglýsendur hlýtur það að vera leitt að fólk er án efa í mörg- um tilfellum farið í vinnuna þegar það berst inn um lúguna. A.m.k. er það þannig í mínu til- felli, ég bý á Selfossi og hér kemur blaðið bara einhvern tíma morguns þegar ég oftast er farin í vinnuna. Um helgar kemur einfaldlega ekk- ert blað! Ég hef ekki nokkurra hagsmuna að gæta fyrir Morg- unblaðið en kann því vel hvað þeir sem það bera út standa í stykkinu. Vona að þeir sem bera ábyrgð á útburði Fréttablaðsins fari að taka sig á. Að lokum vil ég einnig hrósa Blaðinu fyrir hvað það er ágætt lesefni en þeir mættu þó vera sýni- legri og oft er blaðið búið þegar Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Haldið verður málþing um fjarnám ogfjarkennslu í Fjölbrautaskóla Suð-urnesja dagana 14. til 15. október.Fyrir málþinginu stendur 3F – Félag um upplýsingatækni og -menntun en Sólveig Friðriksdóttir er formaður félagsins. „Fjarnám og fjarkennsla er vaxandi þáttur í menntakerfinu allt frá grunnskóla og upp í háskóla og ærin ástæða til að varpa ljósi á stöðu og þróun á þessu sviði hér á landi og erlendis,“ segir Sólveig. Innlendir og erlendir fyrirlesarar Málþingið fer þannig fram að fyrri daginn, föstudag, verða fluttir þrír fyrirlestrar. Þar taka til máls tveir erlendir fyrirlesarar og einn ís- lenskur: „Ian Semey fjallar um opin hugbúnað (open-source) í fjarkennslu, kennsluaðferðir og um tæknina sjálfa,“ segir Sólveig. „Elsebeth Korsgaard Sorensen flytur sinn fyrirlestur í gegnum fjarfundabúnað en hún mun fjalla um fjarmenntun í lýðræðislegu og hnattrænu sam- hengi og leggja sérstaka áherslu á netsamskipti og samvinnu í uppbyggingu þekkingar. Loks mun Sólveig Jakobsdóttir, dósent í fjar- kennslufræðum við KHÍ, fjalla um þróun kennsluaðferða og tæknilausna í fjarnámi hér á landi og erlendis.“ Seinni dag málþingsins verða haldnar mál- stofur með styttri erindum og umræðum. „M.a. verður fjallað um netsamskipti, sem eru víða mjög vannýttur möguleiki hér á landi í fjar- kennslu. Einnig verður fjallað um þróun á raf- rænu námsefni, s.s. örkennslu, hreyfimyndir og aðgengi, notkun opins hugbúnaðar, fjarkennslu á mismunandi skólastigum og stefnumótun. Þá verður einnig fjallað um launamál fjarkennara og haldið umræðuþing um vandamál sem kunna að brenna á fólki. Málþinginu lýkur svo með erindi Patriciu L. Rogers um breyttar áherslur og við- mið í menntun með tilkomu Netsins.“ Fagfélag um upplýsingatækni í menntun 3F er vettvangur þeirra sem starfa að upplýs- ingatækni í menntun. Í félaginu eru kennarar á öllum skólastigum, frá leikskóla upp í háskóla, og kerfisstjórar einnig. Félagið er fyrst og fremst fagfélag og var stofnað í lok 9. áratugarins og hét þá Félag forritara fræðslukerfisins en þaðan er komið heiti félagsins í dag, 3F. Með tilkomu nýrr- ar Aðalnámskrár 1999 varð félagið síðan fagfélag í upplýsingatækni og menntun. Félagið heldur úti heimasíðu á slóðinni htttp://www.ismennt.is/ not/3f en dagskrá málþingsins má finna á ráð- stefnuvefnum http://ut.vefurinn.net. Nauðsyn- legt er að skrá þátttöku í málþinginu fyrirfram og er hægt að gera það gegnum ráðstefnuvefinn. Málþing | 3F heldur þing um fjarnám og fjarkennslu í Fjölbrautaskóla Suðurnesja Fjarnám og fjarkennsla  Sólveig Friðriksdóttir fæddist í Reykjavík 1949. Hún lauk stúd- entsprófi frá Verzl- unarskóla Íslands 1969 og kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1971. Sólveig leggur stund á BA-nám í ís- lensku við HÍ og M.Ed- nám við framhaldsdeild KHÍ. Sólveig kenndi í grunnskóla en hóf störf við Verslunarskóla Ís- lands 1985 þar sem hún kennir upplýsinga- tækni og tölvunotkun. Sólveig hefur setið í vinnuhóp um endurskoðun Aðalnámskrár í UT. Hún er gift Guðmundi Kr. Hjartarsyni og eiga þau þrjú uppkomin börn. 1. c4 e5 2. g3 Rc6 3. Bg2 f5 4. Rc3 Rf6 5. e3 d5 6. cxd5 Rb4 7. d3 Rbxd5 8. Rxd5 Rxd5 9. Re2 Bb4+ 10. Bd2 Bxd2+ 11. Dxd2 0–0 12. 0–0 c6 13. e4 Rf6 14. Had1 De8 15. Db4 fxe4 16. dxe4 b6 17. Rc1 c5 18. Dd2 Be6 19. Dc3 Dh5 20. f4 Bh3 21. f5 Bxg2 22. Kxg2 Had8 23. Df3 Df7 24. De2 Db7 25. Kf3 h5 26. h3 Rh7 27. Kg2 Rf6 28. Kf3 Hfe8 29. g4 Rh7 30. De3 De7 31. Kg3 hxg4 32. hxg4 Dg5 33. Df3 Rf6 34. Hh1 c4 35. Re2 b5 36. Rc3 Hd4 37. Hhe1 Hed8 38. Rd5 Eins og margir aðrir íslenskir skák- menn hefur Róbert Harðarson (2.361) öðru hvoru farið í skákvíking til A-Evrópu síðastliðin ár. Fyrir skömmu varð hann hlutskarpastur á lokuðu skákmóti í Kesckemét í Ungverjalandi og náði áfanga að alþjóðlegum meist- aratitli. Í þessari stöðu hafði hann svart gegn eina stigalausa keppanda mótsins, David Bennett. 38. … H8xd5! 39. exd5 Hxg4+ 40. Kf2 Hf4 og hvítur gafst upp enda drottningin að falla í valin. Lokastaða mótsins varð þessi: 1.–2. Róbert Harðarson (2.361) og At- tila Jakab (2.451) 7 vinninga af 9 mögu- legum. 3. Zoltan Sarosi (2.336) 5½ v. 4.–6. Tibor Farkas (2349), Igor Kragelj (2.230) og Zsofia Domany (2.101) 5 v. 7. Tamas Vasvari (2.203) 4 v. 8. David Bennett 2½ v. 9.-10. Richard Keresztes (2232) og Matyas Donko (2040) 2 v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali Mikið endurnýjað og afar sjarmerandi járnklætt einbýlihús á þremur hæðum, kjallari, hæð og ris, alls um 106 fm. Húsið skiptist í aðalhæð og ris, ásamt auka- íbúð í kjallara með sérinngangi. Á aðalhæð er sofa og borðstofa, ásamt eldhúsi og lítið herbergi. Í risi er tv-hol, baðherbergi með baðkari ásamt svefnherbergi. Ris mikið undir súð. Sólpallur með skjólveggjum og heitum potti. Rafmagn og skolplagnir yfirfarnar. Húsið er vel staðsett innst í götu. Sérlega góðir möguleik- ar á stækkun hússins. Teikningar til af stækkun hússins. Verð 29,9 millj. Verið velkomin í dag frá kl. 17.00-18.00. Hákon sölumaður verður á staðnum báða dagana frá kl. 17.00-18.00. OPIÐ HÚS Í DAG OG Á MORGUN NÝLENDUGATA 5 - EINBÝLISHÚS - LAUST FLJÓTLEGA www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli verkstæði hans á Stokkseyri sem mun fara í Grindavíkurkirkju. Hefur Björgvin þar með smíðað öll orgelin í kirkjunum við suður- ströndina; Stokkseyrar-, Eyrar- bakka-, Þorlákshafnar- og Grindavíkurkirkju. Aðeins orgelið í Strandarkirkju er ekki verk hans en það orgel smíðaði meist- ari hans í Þýskalandi. Páll Ísólfsson var fyrsti formað- ur Organistafélagsins og einn besti organisti í Evrópu á sinni tíð og undirritunin með þessu tengd minningu hans. Að loknum tónleikunum verður svo Orgel- verkstæði Björgvins, sem nú er fullbúið, til sýnis. 112 ár eru á morgun liðin frá fæðingu tón- skáldsins Páls Ís- ólfssonar á Stokkseyri. Um árabil hefur minning Páls verið heiðruð með sam- komuhaldi á fæð- ingardegi hans. Að þessu sinni verða hátíð- artónleikar í Menningarsal lista- og menningarverstöðv- arinnar Hólmarastar á Stokkseyri kl. 21. Þar koma fram söngkonan Hlín Pétursdóttir frá Stokkseyri og píanóleikari verður Hrefna Eggertsdóttir. Flytja þær sönglög Páls Ísólfssonar og fleiri tón- skálda sem og aríur. Þetta eru fyrstu tónleikar Hlínar Péturs- dóttur á Stokkseyri eftir að hún kom heim frá Þýskalandi. Enginn aðgangseyrir er og eru tónleik- arnir í boði Tónminjaseturs Ís- lands. Á hátíðarsamkomunni mun Björgvin Tómasson, orgelsmiður á Stokkseyri, undirrita samning um smíði fyrsta orgelsins í Orgel- Tónleikar í minningu Páls Ísólfssonar Hlín Pétursdóttir Páll Ísólfsson RANNÍS stendur í kvöld kl. 20 að þriðja Vísindakaffinu, þar sem vís- indin verða rædd á mannamáli, í kaffihúsinu Cultura í Alþjóðahús- inu. Tilgangur vísindakaffisins er að færa vísindin nær almenningi. Þar fá vísindamenn annars vegar tækifæri á að kynna rannsóknir sín- ar og markmið fyrir hinum al- menna borgara og hins vegar að gefa almenningi tækifæri á að hlusta á vísinda- og rannsóknar- menn ræða störf sín á mannamáli. „Fátt er rammara en forneskjan“ verður umræðuefnið í kvöld. Þar munu þeir dr. Orri Vésteinsson, fornleifafræðingur og Kjartan Ragnarsson, leikstjóri sitja fyrir svörum. Orri starfar hjá Fornleifa- stofnun Íslands og hefur komið að mörgum fornleifarannsóknum á Ís- landi undanfarin ár. Kjartan er leikstjóri og einn af stofnendum og frumkvöðlum að Landnámssetri í Borgarnesi. Kaffistjóri, nú sem fyrr, verður Davíð Þór Jónsson, þýðandi. Fjallað um forneskjuna www.visindi2005.is Tígultvisturinn. Norður ♠K65 ♥K1087 S/NS ♦106543 ♣6 Vestur Austur ♠872 ♠-- ♥962 ♥DG43 ♦-- ♦ÁKDG987 ♣D1087532 ♣K4 Suður ♠ÁDG10943 ♥Á5 ♦2 ♣ÁG9 Í bók sinni „Sigrar og ófarir við brids- borðið“ kveðst franski höfundurinn José Le Dentu hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að spilið að ofan hafi komið upp í rúbertubrids á Ítalíu 1987. Það er ástæðulaust að efast um það og við skul- um lifa okkur inn í atburðarásina: Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 lauf * 5 lauf ! Dobl Pass 5 spaðar Pass 6 spaðar 7 lauf 7 spaðar Pass Pass Pass Suður vekur á sterku laufi og vestur stekkur hindrandi í fimm lauf á drottn- inguna sjöundu. Það er mikið á spilin lagt, en svo er að sjá sem hindrunin hafi heppnast vel, því NS láta ýta sér í sjö spaða. Sem er ekki álitlegur samningur þegar horft er á tvær hendur (tómar í tígli). Vestur á hins vegar engan tígul til að spila út og kom út í laufi. Sagnhafi var ekki vongóður, en gerði sitt besta. Hann trompaði lauf í öðrum slag, fór heim á spaða og stakk aftur lauf. Spilaði svo hjarta á ásinn og öllum trompunum. Í tveggja spila endastöðu átti blindur K10 í hjarta, en heima var sagnhafi með hjartahund og tígultvist. Austur hafði enn engu hent, en hann hélt á tígulás og DG í hjarta. Hann valdi á endanum að kasta tígulásnum og suð- ur hafði fylgst nógu vel með til að vita að tígultvisturinn var frír! Eftir á að hyggja hefði vestur getað réttlætt hindrun sína með því að trompa út – það sker á samgang sagnhafa, svo hann nær ekki að stinga lauf tvisvar og byggja líka upp þvingun. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is FERTUGASTA Skálda- spírukvöldið verður haldið að vanda í Iðu, Lækjargötu, kl. 20 jarðhæð. Í þetta sinn er kvöldið helgað Þorsteini Eggertssyni, skáldi og lagatextahöfundi. Þorsteinn á Skáldaspírukvöldi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.