Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AUSTURLAND LANDIÐ Reyðarfjörður | Dagana 3. til 6. októ- ber var haldin pólsk þemavika hjá nemendum Grunnskólans á Reyð- arfirði. Var hún haldin í samvinnu við Fjarðaálsverkefnið, en Bechtel og skólinn hafa ákveðið að hafa með sér samstarf í vetur. Upphaf þessa sam- starfs er áhugi Bechtel á því að vinna að umhverfis-, öryggis- og heilbrigð- ismálum. Fyrirtækið vill gjarnan miðla af sinni reynslu og læra af því hvernig aðrir vinna að slíkum málum. Þar sem þemavika var framundan í skólanum nýttu starfsmenn og nem- endur skólans tengslin við fyrirtækið og völdu að vinna að verkefninu Pól- land, saga og menning. Ástæðan er m.a. sú að nú vinna hjá fyrirtækinu á Reyðarfirði um 300 Pólverjar tíma- bundið og var fróðleikur sóttur í smiðju þeirra. Umsjón að hálfu Bechtel höfðu María Ósk Krist- mundsdóttir, Þóra Birna Ásgeirs- dóttir og Michael Slawek Gorski, fræðslustjóri Fjarðaálsverkefnisins, var með kynningu á Póllandi, sýndi myndir og fræddi nemendur um land og þjóð. Aleksandra Wojtowicz kynnti tungumálið og kenndi nem- endum nokkur pólsk orð og nem- endum voru sýndir og kenndir pólsk- ir dansar og miðlað til þeirra fróðleik um skjaldarmerki. Pólsk hringekja Kennarar skólans unnu síðan með nemendum fjölbreytt verkefni með „hringekjufyrirkomulagi“ þ.e. allir fengu að takast á við öll verkefnin. Nemendur teiknuðu og máluðu fólk í ýmsum þjóðbúningum en mikil hefð er fyrir þeim. Í öðrum hópum voru saumaðar svuntur, búnir til hattar og teiknuð skip, þriðji hópurinn lærði dansa og söngva frá Póllandi og unnu upp plaköt með þekktum Pólverjum. Fjórði hópurinn bakaði kex og bjó til hluti úr saltdeigi og lærði um salt- námur Póllands. Eldri nemendur sungu einnig og dönsuðu, saumuðu fallegan þjóðbúning og höfuðföt, unnu upp plaköt með upplýsingum um pólska landsliðið í knattspyrnu og þekktar stjörnur úr íþróttum, vís- indum og tónlist. Eldri nemendur steiktu pólskar kleinur sem eru ljúf- fengar en nokkuð ólíkar nöfnum sín- um á Íslandi. Nemendur lærðu einnig nokkrar setningar á pólsku og sýndir voru ýmsir munir í eigu Pólverja sem bú- settir eru í Fjarðabyggð. Í lokin var opið hús þar sem sýnd voru verkefnin, ýmsir dansar, sungið á pólsku og hljóðfæraleikur sem Tón- listarskólinn sá um, en nemendur skólans æfðu upp pólskt lag í tilefni vikunnar. Þá var boðið upp á pólskar kleinur, pólskt kex og „pírokí“. Pólska söngkonan Elísabeta Arsso Zlavenski söng pólsk lög við undirleik Daníels Arasonar. Um 300 manns mættu í opna húsið. Áfram verður haldið með sam- starfið og er áætlað að í nóvember verði nemendum kynnt ýmis öryggis- mál, svo sem brunavarnir, sjúkrabíl- ar og búnaður þeirra og jafnvel verði nemendum sýnd Búkolla (jarðvegs- flutningabíll) til þess að þeir geri sér grein fyrir stærð og afli þess tækis. Bechtel og grunnskólinn á Reyðarfirði í litríku samstarfi Pólskar klein- ur og menning- arkynning Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir Pólsk músík Grunnskólanemendur á Reyðarfirði kynntu gestum þjóðlagatónlist. Mývatnssveit | Góð reynsla er af þátttöku íslenskra aðila í verkefn- um sem styrkt eru af Norður- slóðaáætlun Evrópusambandsins (Northern Periphery Programme, NPP). Flest markmið með þátt- töku hafa gengið eftir en Íslend- ingar taka nú þátt í 27 verkefnum af 45 eða í 60% allra verkefna á vegum NPP, sem teljast verður afar góður árangur. Þetta var meðal þess sem fram kom á 40 manna fundi íslenskra þátttakenda í verkefnum innan Norðurslóðaáætlunarinnar, sem haldinn var á Hótel Reynihlíð 3. og 4. október sl. Þar var farið yfir framgang verkefna, samskipti við aðalskrifstofu og kynntar fyrstu niðurstöður ráðgjafarfyrirtækisins IMG um þátttöku Íslands í áætl- uninni. Verkefni innan áætlunar- innar eru afar fjölbreytt og eru beinir þátttakendur hérlendis yfir 50 bæði fyrirtæki, stofnanir og fé- lög en að verkefnunum koma yfir 1.000 manns með einum eða öðr- um hætti. Efla atvinnulíf á norðlægum svæðum Vorið 2002 gerðust Íslendingar aðilar að Norðurslóðaáætlun ESB NPP (Northern Periphery Pro- gramme). Áætlunin nær til norð- lægra svæða í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Skotlandi, en einnig til Grænlands, Færeyja og Íslands. Meginmarkmið áætlunarinnar er að stuðla að eflingu atvinnu- og efnahagslífs svæða og byggða með svipaðar aðstæður, með samstarfs- verkefnum yfir landamæri á milli einstaklinga, fyrirtækja og stofn- ana í þessum landshlutum. Reynt er að koma í veg fyrir að landa- mæri þjóðríkja sé hindrun í sam- starfi og framþróun byggða og at- vinnulífs með það að markmiði að tækifæri og styrkleikar svæðanna fái notið sín sem best. Með aukinni alþjóðavæðingu er sífellt mikil- vægara að unnið sé að alþjóðleg- um verkefnum til að auka sam- keppnishæfni byggða og atvinnulífs. Á ráðstefnunni kom fram að NPP-verkefnin ykju möguleika einstakra svæða til auk- innar alþjóðavæðingar – vegna þeirrar miklu fjölþjóðasamvinnu, margbreytileika verkefna og góðr- ar tengingar við atvinnulíf sem verkefnin bjóða upp á. Kom sér vel eftir lokun Kísiliðjunnar Áætlunin er rekin á svipuðum forsendum og rannsóknaráætlanir innan EES-samningsins, þar sem innsendar umsóknir keppa í gæð- um um það fjármagn sem til ráð- stöfunar er. Framlag íslenskra stjórnvalda til áætlunarinnar eru 27 milljónir á ári til ársins 2006 og eru íslenskir umsóknaraðilar ein- göngu styrktir af þessu fjármagni. Heildarfjármagn áætlunarinnar er um 5 milljarðar íslenskra króna fyrir árin 2001–2006. Einstök verkefni fá stuðning eftir mat sér- fræðinga frá öllum aðildarlöndun- um og er stuðningur háður a.m.k. 40%–50% mótframlagi umsóknar- aðila. Heildarverkefniskostnaður verkefna með íslenskri þátttöku eru rúmir 2,3 milljarðar og því er með takmörkuðu fjármagni tekið þátt í mjög umfangsmiklum sam- starfsverkefnum. Í Mývatnssveit var verkefnið Snjótöfrar eða „Snow Magic“ styrkt af Norðurslóðaáætluninni. Það kom sér vel hér á sama tíma og margir urðu atvinnulausir í kjölfar lokunar Kísiliðjunnar. Byggðastofnun hefur í samráði við iðnaðarráðuneytið haft umsjón með áætluninni fyrir Íslands hönd. Nánari upplýsingar er að finna á vef Byggðastofnunar www.- byggdastofnun.is og á vef áætl- unarinnar www.northernperiph- ery.net. Listaverk úr snjó Smíði alls kyns snjóverka svo sem snjóhúss og snjókerl- inga var hluti Snjótöfra í Mývatnssveit. Finnur Baldursson var einn af átta sem unnu að verkefninu þar sl. vetur, meðal annars sem snjókarlasmiður. Góð reynsla af þátttöku í NPP- verkefnum Eftir Birki Fanndal Hvammstangi | Krabbameinsfélag Hvammstangalæknishéraðs stendur annað hvert ár fyrir basar til efl- ingar starfsemi sinnar. Basarinn var í dag 7. október og seldist allt upp á skömmum tíma. Aðalsöluvara á basarnum er tilbú- ið slátur, bæði ferskt og soðið en einnig fryst. Um tuttugu manns kemur að sláturgerðinni, en Kaup- félag Vestur-Húnvetninga gefur hráefni til sláturgerðarinnar og eru búnir til um 500 keppir. Einnig koma velunnarar félagsins með kök- ur, kartöflur og ýmis önnur matvæli til að leggja í púkkið. Félagið skilgreinir aðaltilgang sinn í tvennu lagi: Það styrkir krabbameinssjúklinga á svæðinu, sem oft þurfa að kosta mikið til í ferðum og uppihaldi, og kemur framlag félagsins til aðstoðar þar sem stuðningi Tryggingastofnun ríkisins lýkur. Einnig styrkir félagið Heilbrigðisstofnunina á Hvamms- tanga til tækja og búnaðarkaupa í þágu krabbameinsmeðferðar. Stjórn félagsins skipa Geir Karls- son, Helga Hreiðarsdóttir, Kristín Guðjónsdóttir, Elsche Apel og Elín- borg Ólafsdóttir. Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson Á basarnum Geir Karlsson formað- ur að taka við greiðslu. Tilbúnir sláturkeppir á basar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.