Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jón EarnestHensley fæddist í Hafnarfirði 28. apríl 1943. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 29. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru María Guðbjörg Jónsdóttir, f. 8. des- ember 1925, d. 13. janúar 2003 og Charles Earnest Hensley, d. 1985. Systkini Jóns sam- mæðra eru; Sigurður Ólafsson, f. 6. mars 1945, Sóley Sigursveins- dóttir, f. 12. desember 1948, Jó- hann Ósland Jósefsson, f. 23. febr- úar 1957, Guðlaugur Smári Jósefsson, f. 23. september 1959 og Bergsteinn Ingi Jósefsson, f. 29. nóvember 1961. Jón kvæntist Báru Björnsdóttur, f. 15. septem- ber 1934, þau skildu. Þau eignuð- ust tvær dætur; 1) María Guð- björg, f. 2. júní 1967, maki Stefán Kristján Pálsson, f. 25. október 1957. María á eina dóttur, Báru Rúnar Hauksson, f. 18. september 1959. Þau eiga þrjú börn, Agnesi Maríu, Edith Þóru og Pál Árna. 3) Rúnar Guðni Kellogg, f. 22. mars 1963, móðir Páls er Ingibjörg Baldvinsdóttir. Jón ólst upp í Hafnarfirði hjá móðurforeldrum sínum, Jónu Gísladóttur og Jóni Bergsteini Péturssyni, fram til 16 ára aldurs, en þá flutti hann til móður sinnar í Keflavík. Jón var til sjós á yngri árum og starfaði seinna meir sem símvirki. Árið 1967 fluttist hann til Akureyrar og þar tók hann mikinn þátt í ýmiskonar félagsstörfum. Má þar helst að nefna störf hans fyrir handknattleiksdeild KA og Framsókn á Norðurlandi eystra. Jón var lengi búsettur í Bandaríkj- unum þar sem hann dvaldi meðal annars hjá föður sínum. Árið 1993 fluttist hann aftur til Íslands. Árið 1997 veiktist Jón af erfiðum sjúk- dómi sem hann barðist við til ævi- loka. Vegna veikinda sinna dvaldi hann mikið á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar þar sem hann naut mikillar umhyggju. Einnig fékk hann mikla og góða aðstoð frá Heimahlynningu á Akureyri. Síðustu ár ævi sinnar bjó Jón hjá dóttur sinni, Maríu. Jón verður jarðsunginn frá Glerárkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Hensley Pétursdótt- ur og Stefán þrjú börn frá fyrra hjóna- bandi, Óðin, Gunnar og Matthildi. 2) Helga, f. 5. júní 1975, maki Jóhannes Gísli Pálmason, f. 29. ágúst 1974. Þau eiga tvö börn, Sindra Snæ og Elísabetu Ýr. Seinna kvæntist Jón, Ólöfu Lóu Jóns- dóttur, f. 22. október 1948, þau skildu. Þau eignuðust tvö börn; 1) Erla Björk, f. 6. apríl 1981. Hún á eina dóttur, Ragnheiði Lóu Snæ- dal. 2) Jón Þorri, f. 6. desember 1982. Fyrir átti Jón þrjú börn; 1) Hjör- dís, f. 20. september 1960, móðir Helga Sólveig Hafsteinsdóttir, lát- in. Maki Guðlaugur Aðalsteinsson, f. 22. apríl 1964. Þau eiga eina dóttur, Írísi Helgu og Hjördís á tvö börn fyrir, Þóru og Gísla Hrafn Ólafsbörn. 2) Dóróthea, f. 18. októ- ber 1961, móðir Edith María Pruitt Meadows, látin. Maki Pétur Elsku pabbi minn, það er erfitt að trúa því að þú sért farinn. Við höfum gengið í gegnum svo margt saman frá því að ég fæddist og skrítið að hugsa til þess að þú verðir ekki með mér áfram til að upplifa fleiri hluti með mér. Það er margs að minnast þegar ég lít til baka. Þegar ég var lít- il þá var ég alltaf í kringum þig, þú tókst mig með í Skemmuna þar sem æfingar hjá handknattleiksdeild KA fóru fram og yfir sumartímann var farið á fótboltavöllinn. Svo þegar ég eignaðist Báru litlu fórst þú aftur í uppeldishlutverkið og stóðst þig með sóma. Síðustu árin voru erfið hjá þér en þú ætlaðir að halda áfram eins lengi og þú gast. Þú varst svo ánægður með að Bára væri farin að æfa handbolta og fórst meira að segja á eina æfingu hjá henni. Ég veit að þú er í góðum höndum þar sem þú ert, laus við alla verki og stendur teinréttur í baki. Ég á eftir að sakna þín mikið og Bára litla líka. Takk fyrir allt sem þú gafst mér og mínum. Þín dóttir María. 29. september byrjaði sem venju- legur dagur og pabbi á batavegi. Ég hafði verið hjá pabba síðan á laug- ardag. Pabbi hafði oft verið uppi á spítala áður en aldrei fékk ég það á tilfinninguna að ég yrði að vera hjá honum, ekki eins og núna. Margir undruðust á því að ég skildi sitja svona yfir honum og meira að segja pabbi sagði að ég mætti alveg fara heim. En ég sagði við hann að ég vildi hvergi annars staðar vera og ég meinti það af öllu hjarta. Þó að mín biði hversdagleikinn sat ég sem fast- ast. Pabbi hafði haft orð á því við systur mínar að ég væri búin að vera hjá honum alla daga og spjalla, leysa krossgátur og lesa blöð. Ég held hann hafi verið ánægður með það. En eitt vissi hann ekki. Að á með- an hann svaf þá horfði ég á hann, grandskoðaði fingur hans og hendur, andlit og bringu. Ég skoðaði hverja einustu hrukku í andliti hans og hlustaði á andardrátt hans. Ég horfði á hjartaritann eins og sjáöldur augna minna og var meira að segja farin að tala við tækið. Ég tók bara krossgátuna upp þegar pabbi vakn- aði. Þegar þú hélst ég væri ekki að horfa, heyrði ég þig fara með bæn. Og ég trúði því að það væri til Guð sem ég gæti alltaf talað við. Þegar þú hélst ég væri ekki að horfa, fann ég að þú kysstir mig góða nótt. Og ég fann að ég var elskuð. Þegar þú hélst ég væri ekki að horfa, sá ég augu þín fyllast af tárum. Og ég lærði það að sumt særir mann, og það er í lagi að gráta. Þegar þú hélst ég væri ekki að horfa, sá ég væntumþykju þína. Og ég vildi verða allt sem ég gat orðið. Þegar þú hélst ég væri ekki að horfa, horfði ég. Og ég vildi þakka þér fyrir allt sem ég sá (Höf. ók.) Á morgnana er ég vakna, vonast ég til að mig hafi verið að dreyma en þá kemur nístandi sársauki líkt og hjarta mitt ætli að bresta eins og þitt. Skarðið í lífi okkar Lóu er stórt og söknuðurinn mikill. Allt þetta ferli er erfitt, elsku pabbi, en ég finn að þú styður við bakið mitt þegar ég er að detta. Þú ert ljósið mitt, pabbi, hvíldu í friði. Erla Björk. Það er með trega sem ég kveð þig, Jón Hensley tengdaföður minn. Ég kynntist þér fyrir meir en tólf árum síðan en þá varstu nýfluttur heim aftur frá Bandaríkjunum. Við kom- umst fljótt að því að við höfðum báðir mikinn áhuga á íþróttum og gátum endalaust spjallað saman um þær. Umræðurnar urðu oftar en ekki fjör- ugar því við vorum hvergi samherjar á neinu sviði íþróttanna. Þú spáðir mikið í mat og matargerð og voru ófá skiptin sem þú stóðst fyrir matar- boði fyrir fjölskylduna. Skemmst er frá því að segja þegar þú ákvaðst að fagna heimkomu barnabarns þíns með matarboði og til þess að allt tækist sem best hafðir þú samband við færustu matreiðslumenn lands- ins. Var þessi undirbúningur líka vel þess virði og nutum við góðs af. En nú er þinni lífsgöngu lokið og var hún bæði ævintýraleg og erfið. Núna seinni ár varstu orðinn mikill sjúklingur en misstir þrátt fyrir það aldrei húmorinn og góða skapið. Þú hefur kennt þeim sem kynntust þér að missa aldrei lífsviljann hvað sem á dynur. Hafðu þökk fyrir það Jón. Blessuð sé minning þín. Fannir í fjöllum, frostrós á skjá. Fuglar í lofti, fiðrildin smá. Lindin tær, augun skær ótrúlega blá. Það er svo ótal margt sem minnir þig á. Vetrarnótt, vorkvöld hljótt, er sumarsólin skín, ár og daga, alla tíð, ég hugsa til þín. (Jóhanna G. Erlingsson.) Kveðja, Jóhannes Gísli. Komið er að kveðjustund, ástkær bróðir minn Nonni er látinn. Hugur minn reikar til æskuáranna í Hafn- arfirði, í stóra húsið á horni Aust- urgötu og Linnetsstígs. Þar bjuggu sæmdarhjónin Jóna Gísladóttir og Jón Bergsteinn Pétursson skósmið- ur, amma okkar og afi. Hjá þeim eignaðist mamma Nonna og þar voru þau bæði til húsa þar til að hún stofnaði sitt eigið heimili í Hafnar- firði nokkrum árum síðar en Nonni vildi bara vera hjá ömmu sinni og afa, enda var hann augasteinninn þeirra. Ég var sex árum yngri en Nonni og lengi vel vorum við bara tvö systkinin og segja má að á milli okkar hafi alltaf verið sterk taug. Þegar Nonni var 16 ára breyttist margt í lífi hans því þá lést afi okkar og amma gat ekki lengur haft hann og flutti Nonni þá til Keflavíkur, en mamma var flutt þangað. Á meðan Nonni bjó í Keflavík var hann mikið til sjós, þar á meðal á togurum frá Hafnarfirði. Eftir sigl- ingar kom hann heim færandi fal- legar gjafir handa mér og bræðrum okkar, þeim Jóhanni, Smára og Bessa sem þá voru smá pollar. Nonni hjálpaði mér mikið eftir að hann flutti til Keflavíkur og það var mér mikils virði að eiga hann að. Nonni var vinsæll og oftast mikið að gerast í kringum hann, stundum of mikið. Ég var alltaf svolítið montin af þess- um vinsæla bróður sem var með myndarlegri mönnum sem ég hef séð, með fallegt blásvart hár og fag- urblá augu. Nonni var vinamargur og margir af bestu vinum hans voru frá Keflavík og voru þeir honum mikils virði. Það gaf oft á bátinn hjá Nonna bróður mínum enda valdi hann ekki alltaf besta og breiðasta veginn. Hans mesta gæfuspor í lífinu var þegar að hann kynntist fyrri konu sinni, henni Báru Björnsdóttur. Þau giftu sig árið 1967 og hófu búskap á Akureyri. Þau eignuðust tvær dæt- ur, Maríu Guðbjörgu og Helgu. Þetta voru góðir dagar í lífi Nonna og hann sagði sjálfur við mig að árin sem þau Bára bjuggu saman hefðu verið þau bestu í lífi sínu. Þegar leið- ir þeirra skildu reyndist Bára Nonna ákaflega vel og allt til hinsta dags. Nonni vann mikið að félagsmálum eftir að hann flutti til Akureyrar, m.a. fyrir handknattleiksdeild KA. Hann lærði símvirkjun og vann við það ásamt ýmsu öðru. Seinni kona Nonna var Ólöf Jóns- dóttir, en þau slitu samvistum. Þeirra börn eru Erla Björk og Jón Þorri. Nonni fór til Bandaríkjanna árið 1984 og hafði upp á föður sínum sem var hermaður hér á landi á stríðs- árunum. Þetta átti bara að vera nokkurra vikna ferð en það liðu hátt í 10 ár áður en hann kom heim aftur. Eftir að Nonni kom heim var hann um tíma í Reykjavík en flutti síðan til Akureyrar þar sem hann bjó að mestu í skjóli Maríu dóttur sinnar til hinsta dags. Nonni var mikill sjúklingur síð- ustu árin og dvaldi oft langdvölum á lyflækningadeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri. Þar unnu læknar og annað starfsfólk oft kraftaverk í hans þágu og sendi ég þeim kærar þakkir fyrir allt sem það gerði fyrir hann. Nonni tók á veik- indum sínum með miklu æðruleysi, kvartaði ekki og reyndi eins og hann gat að taka þátt í daglegu líf. Þegar hann gat verið heima hugsaði hann um litlu afastelpuna sína, hana Báru. Hann gætti hennar þegar þess þurfti og gaf það honum mikið enda þótti þeim einstaklega vænt hvoru um annað. Einnig komu Sindri, Elísabet og Lóa mikið til afa síns. Ég vil sérstaklega þakka systrun- um Maríu og Helgu fyrir hversu vel þær reyndust föður sínum. Þær gerðu allt sem hægt var til að honum liði sem best, ekki síst María sem tók hann til sín þegar hann gat ekki lengur verið einn. Hjá þeim fann hann mikla væntumþykju og reynd- ust tengdasynir hans, þeir Stefán og Jóhannes Gísli, honum vel. Nonni eignaðist sjö börn, þau eru Hjördís, Dórótea, Rúnar Guðni, María Guð- björg, Helga, Erla Björk og Jón Þorri. Elsku Nonni, kærar þakkir fyrir samfylgdina og allt sem þú gerðir fyrir mig, blessuð sé minning þín. Ég votta börnum Nonna, tengdasonum, barnabörnum og öðrum ástvinum samúð mína og bið guð að styrkja ykkur í sorginni. Sóley Sigursveinsdóttir. Ég verð að fara, ferjan þokast nær og framorðið á stundaglasi mínu. Sumarið, með geislagliti sínu hjá garði farið, svalur fjallablær af heiðum ofan, hrynja lauf af greinum, og horfinn dagur gefur byr frá landi. Ég á ekki lengur leið með neinum, lífsþrá mín dofnar, vinir hverfa sýn, og líka þú, minn guð, minn góði andi, gef þú mér kraft til þess að leita þín. Ég verð að fara, ferjan bíður mín. (Davíð Stefánsson.) Það haustar að og laufblöð trjánna eru byrjuð að falla og fjúka undan svölum fjallablænum, þá kom fréttin um að þú værir fallinn frá. Já, Jón, þú varðst að fara einmitt þegar við álitum að þú værir kominn yfir það erfiðasta og værir að vinna sigur einu sinni enn með þinni ótrú- legu þrautseigju og dugnaði. Það hefði svo sem verið þér líkt þú varst svo lengi búinn að berjast við van- heilsu og sjúkdóma og sigra, en í þetta skipti hafði dauðinn betur. Já lífið var þér hreint ekki auðvelt en flestu tókstu þó með jafnaðargeði, ein af þessum hvunndagshetjum sem var hreint ekki að bera sorgir sínar og erfiðleika á torg, en eru þó hverjum manni sem kynnist eftir- minnilegar. Ég kynntist þér fyrir nokkrum ár- um þegar sonur minn steig það gæfuspor að fara að búa með Helgu dóttur þinni, síðan áttum við oft eftir að hittast, oftast á gleðistundum í lífi barnanna okkar, þar varstu hrókur alls fagnaðar. Ég tók strax eftir því hversu náið og gott samband var á milli þín og dætra þinna þriggja sem búa fyrir norðan og síðan barna- barnanna og þótt þú værir oft veikur og líðanin slæm varstu boðinn og bú- inn til að gæta barnabarnanna þegar þau þurftu á að halda, því er mikil sorg að þeim kveðin en þau eiga góð- ar minningar um elskulegan afa og mikil er gæfa þeirra að hafa fengið að njóta návistar þinnar í svo ríkum mæli. Við viljum þakka góð kynni og biðjum algóðan guð að styrkja börn- in þín og fjölskyldur þeirra í sorg þeirra og söknuði, blessuð sé minn- ing þín. Helga Sigríður Árnadóttir og fjölskyldan frá Sámsstöðum. Ekki munum við hvenær, en það er langt síðan við sáum Jón Earnest Hensley í fyrsta sinn. Stór og mikill maður sem sat á áhorfendabekkjun- um í gömlu Íþróttaskemmunni og horfði á æfingu hjá KA. Hann vildi slást í hópinn, ekki sem leikmaður enda ekki íþróttamannslega vaxinn, en tilbúinn í allt annað. Nýfluttur frá Keflavík, vinur Rúna Júl. og hafði að sögn verið „rótari“ hjá Hljómum um tíma, en þeir voru þá ekki minna frægir en Bítlarnir. Auk þess ófor- betranlegur framsóknarmaður og hélt með Manchester Utd. Ekki þarf að fjölyrða um að hann varð strax óaðskiljanlegur hluti af handboltaliði KA, sem liðsstjóri og um tíma einnig stjórnarmaður í handknattleiks- deildinni. Það er margs að minnast frá þeim árum sem leiðir okkar lágu saman. Glaðlyndur og hlýr maður sem taldi ekkert eftir sér þegar KA var annars vegar. Minnisstætt er t.d. þegar Birgir Björnsson þjálfaði KA og var með æfingar í hádeginu, þá kom Hensley með mat handa liðinu sem ég veit ekki betur en hann hafi útbú- ið sjálfur og hann vantaði nánast aldrei á æfingu. Fjölmargar keppn- isferðir skilja eftir ótal sögur og minningar sem ekki verða rifjaðar upp hér, en ber oft á góma þegar leikmenn frá þessum tíma hittast og í þeim flestum er Hensley ekki í neinu aukahlutverki. Hann var lífs- glaður maður sem kunni að meta stað og stund. Ekki var hann neinn sérfræðingur í handbolta, en fór létt með að blása okkur fulla af sjálfs- trausti og kappi fyrir leiki. Þegar tími var til að skemmta sér, sem oft gafst, tók hann við fyrirliðabandinu og máttu menn hafa sig alla við að fylgja honum eftir. Hjá einum okkar hringdi síminn snemma á sunnudagsmorgni, eftir að „ávaxtasafi“ hafði verið drukkinn upp úr þvottabala í stórafmæli hjá Hensley kvöldið áður. Afmælisbarn- ið var sjálft í símanum og sagði ým- islegt hafa komið í ljós þegar balinn tæmdist, aðallega glös og borðbún- aður, en bætti síðan við. Átt þú nokk- uð góminn sem ég fann þar líka. Þannig var Hensley, ávallt léttur. Síðar lá leið hans til skyldfólks í Bandaríkjunum þar sem hann var í nokkur ár, en hélt alltaf sambandi við okkur, t.d. hringdi hann á að- fangadagskvöldum til að þakka fyrir jólakort og fá nýjustu fréttir úr bolt- anum. Síðustu árin átti hann við van- heilsu að stríða, en það virtist þó ekki koma niður á góða skapinu og aldrei var langt í grínið. KA maður var hann harður fram í andlátið, fylgdist með af áhuga og ekki kæmi okkur á óvart að verða boðaðir á handboltaæfingu af Hensley þegar við mætum á svæðið handan móð- unnar miklu. Fjölskyldu og aðstandendum Jóns Earnest Hensley vottum við okkar dýpstu samúð. Stjórn handknattleiks- deildar KA ásamt núverandi og fyrrverandi leikmönnum. JÓN EARNEST HENSLEY Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Stapahrauni 5 Sími 565 9775

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.