Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Úr verinu á morgun Sjávarútvegsráðherra hefur tröllatrú á sjávarútveginum ÚR VERINU MISTÖK urðu við birtingu töflu um úrslit sameiningarkosninganna í Morgunblaðinu í gær. Er beðist vel- virðingar á því. Hér birtist taflan rétt og má lesa úr henni hlutfalls- tölur um kosningaþátttöku og hve margir studdu eða felldu sameining- artillögur í hverju sveitarfélagi sem tók þátt í kosningunni.                   ! " # #$   % &'()'* ( !  #     #    " ) #  +   ,-           .  ))      //  ,  //         )) 01 #    //     2  // 3   // ",- +4  // 5(  //    5   // "6 7 )'+      2  // 5$ ,  "$#  //  ) ))    +#!' ) #$ 8  // 3(  ) & 71  ' 91 :                             :    -7 ;  ;  ;   -7 ;  ;  ;  ;  ;   -7  -7 ;  ;  ;  ;  ;  ;   -7 ;   -7 ;   -7 ;  ;  ;  ;     )#$ < # #$ . +4 )) 8   // "$)1 )) 8  % #   +  +      ! =   //  !"   6    // 8   // "6 +4  0$  // 3   // >? #    // #  #   // !"    +    // @, #   // #    ))    // (/ #    // "" *, #    // ;  )) ;1 6 #   ! 8  )) $  % &&""   &'()' 6/+! ! " -  // 51 ,) )) 4- &'()' # ! ! $  % ' ()"  +    ! +#!'2 () "  )   //  ) (  // "+  )  +#!'># 3(  ) & 71  ' 91 :                                   :    -7  -7 ;  ;  ;  ;  ;  ;  ;  ;  ;   -7 ;  ;   -7  -7 ;   -7  -7 ;   -7  -7  -7  -7  -7 ;   -7 ;  ;  ;  ;  ;  ;  ;  "  *""  "  +, )- Úrslit kosninga um sameiningu MUN meira var flutt utan af ísuðum fiski í gámum og í siglingum á síðasta fiskveiðiári en fiskveiðiárið á undan. Það skýrist að hluta af mikilli aukn- ingu á ýsu í kjölfar mun meiri ýsuafla á síðustu tveimur árum. Útflutningur á ísuðum karfa vegur svipað á milli ára og sama gildir um þorskinn og ufsann. Að meðtöldum öðrum botn- fisktegundum og flatfiski má reikna með að heildarmagn upp úr sjó í gáma og siglingar hafi verið um 55 þúsund tonn á síðasta fiskveiðiári. Þetta kom fram í skýrslu Arnars Sig- urmundsson, formanns Samtaka fiskvinnslustöðva, á aðalfundi sam- takanna. Ef fimm ára tímabil er skoðað kem- ur í ljós að mestu sveiflurnar hafa orð- ið í útflutningi á þorski og ýsu. Á fyrsta ári þessa fimm ára tímabils nam þorskurinn rúmlega 8 þúsund tonnum, en fór lægst í rúm 5 þúsund tonn, en á nýliðnu fiskveiðiári í tæp 10 þúsund tonn. Ýsan hefur sveiflast nokkuð eftir aflabrögðum og fór lægst í rúm 4 þúsund tonn, en var rúm 19 þúsund tonn á síðasta fisk- veiðiári. Mjög takmarkað hefur verið flutt út af ísuðum ufsa á síðustu fimm árum. Fór magnið niður í 250 tonn, en hækkaði upp í rúm 1.700 tonn upp úr sjó á síðasta fiskveiðiári. Árlegur út- flutningur á ísuðum karfa verið á bilinu 8 þúsund upp í tæp 12 þúsund tonn í fyrra. Breytt ráðstöfun botnfiskaflans Ráðstöfun botnfiskaflans hefur breyst nokkuð á síðustu 10 árum. „Við upphaf tímabilsins var fjölgun vinnsluskipa komin fram að miklu leyti og tekið var að draga úr hlut- deild gámafisks. Veiðar utan lögsög- unnar voru umtalsverðar á fyrstu 2–3 árum tímabilsins og sama gilti um innflutning á Rússaþorski. En hlut- irnir breytast hratt. Mikill samdrátt- ur varð í botnfiskveiðum utan lögsög- unnar og vinnsla á rússafiski innanlands minnkaði mjög mikið. Heildarbotnfiskaflinn hefur aftur á móti lítið breyst á milli ára og verið um og yfir 500 þúsund tonn upp úr sjó flest árin. Ráðstöfun botnfiskafla til vinnslu innanlands var komin niður í tæp 60% fyrir áratug og hefur haldist mjög ná- lægt því hlutfalli síðan. Fyrstu sjö mánuði þessa árs er áætlað að 58% af botnfiskaflanum hafi farið til vinnslu hér á landi og ferskfiskvinnsla í flug innifalin í þeim tölum. Er þetta 4 pró- sentustigum lægra hlutfall en á síð- asta ári. Nær alveg hefur tekið fyrir innflutning á Rússaþorski til vinnslu innanlands og var hann aðeins tæp- lega 350 tonn sem er meira en helm- ingi minna en á sama tíma í fyrra. Hlutdeild vinnsluskipa í botnfiskafl- anum hefur verið að meðaltali um og yfir 30% á síðustu árum. Fyrstu sjö mánuði þessa árs er hlutfall vinnslu- skipa 26% og þessu til viðbótar kemur úthafsafli innlendra vinnsluskipa sem vegur um 2% fyrstu sjö mánuði ársins. Eru þetta svipaðar hlutfallstölur og á sama tímabili í fyrra. Hlutfall gámafisks og siglinga fiski- skipa á erlendan markað náði há- marki, tæpum 20% fyrir einum og hálfum áratug. Síðan tók hlutfallið að lækka og varð nokkuð stöðugt eða 6–7% af heildarbotnfiskaflanum. Fyrstu sjö mánuði þessa árs er hlut- fall gámafisks áætlað um 13% af botn- fiskaflanum, en allt árið í fyrra nam gámafiskur 12%. Aukinn ýsuafli á verulegan þátt í aukningu gámafisks á síðustu tveimur árum. En fiskvinnslan er ekki eingöngu háð hráefni af innlendum fiskiskipum. Ef við skoðum hlutfallstölur frá fisk- veiðiárinu sem lauk 31. ágúst sl. kem- ur í ljós að 79% af hráefni til rækju- vinnslu er innflutt á móti 60% árið áður og 12% af uppsjávarfiski eru af erlendum veiðiskipum, sem er nær sama hlutfall og árið áður,“ sagði Arn- ar Sigurmundsson á aðalfundi SF. Útflutningur á óunnum fiski hefur aukist mikið 76 !'(               ."  / 0* " " " ""/" 1222324 " 1225326 " -A' -$#'# +  $+                Kolmunna- deilan snýst um 120 þús- und tonn DEILAN um skiptingu kolmunnans snýst 120.000 tonn, sem eru að verðmæti um 800 milljónir króna upp úr sjó. Það verðmæti miðast við Noreg, en það er norska blaðið Fiskaren, sem hefur reiknað verð- mætið út. Kolmunnaaflinn á þessu ári verður um tvær milljónir tonna og verðmæti þess afla um 16 millj- arðar króna. Deilan snýst nú um 6% heildar- innar, en Noregur Ísland og Evr- ópusambandið höfðu komið sér saman um skiptingu þannig að 57% kæmu í hlut Noregs og Evrópusam- bandsins, 18% í hlut Íslands og 25% í hlut Færeyja og Rússlands. Fisk- aren segir Færeyinga hins vegar hafa krafizt 27% hlutdeildar fyrir sig eina. Hlutdeild Rússa hefur ver- ið um 4%, en þeir hafa veitt miklu hærra hlutfall vegna fiskveiðisamn- inga við Færeyinga og ESB. Það standa því 6% út af miðað við sam- komulag ESB, Noregs og Íslands. Krafa Færeyinga er athylgisverð í ljósi aflahlutdeildar þeirra á síðasta ári. Þá varð aflinn 2,4 milljónir tonna og var hlutur Færeyja minnstur, 322.000 tonn, eða um 13%. Rússar komu næstir með 347.000 tonn eða 15,4%, þá ESB með 360.000 tonn eða 15%. Ísland var með 422.000 tonn eða 17,6% og Noregur var með langmest, 958.000 tonn eða 40%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.