Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DÓMUR HÆSTARÉTTAR emborg sem ekki er skráður í bókhaldi hluta- félagsins. Færsla nr. I00725 dags. 30.06.2001 með texta: „Kaupþing fært á fyrirframgreiddan kostnað“ Lykill Heiti lykils Debet Kredit F 73112 Biðreikningur 21.582.000,00 B 74592 Annar fyrirframgreiddur kostnaður án vsk 21.582.000,00 Færslan, sem er millifærsla af „Biðreikningur“ og til eignar á „Annar fyrirframgreiddur kostn- aður án vsk“, er byggð á fyrirmælum um færslur samkvæmt bókunarblaði sem er hand- skrifað, ódagsett og óundirritað. Hvorki fylgir skýring millifærslunni né tilvísun í hina upp- runalegu færslu nr. S005128 dags. 08.07.1999. Hluti ofangreindrar eignfærslu að fjárhæð kr. 21.582.000,00 var færður til gjalda á bók- haldslykla með heitunum „Ýmislegt án vsk“ og „Ýmislegt ófrádráttarbært“ í bókhaldi Baugs hf. með 16 mánaðarlegum færslum hver að fjárhæð kr. 900.000,00, á tímabilinu mars 2001 til júní 2002, samtals að fjárhæð kr. 14.400.000,00. 31. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa fært og eða látið færa rangar og til- hæfulausar færslur í bókhald Baugs hf., þegar þeir létu færa til eignar á viðskiptamannareikn- ing Kaupþings hf., [kt.], og til tekna hjá Baugi hf. kr. 38.045.954,00 með eftirgreindum færslum og fylgigögnum: Færsla nr. L0565 dags. 30.04.2000 með texta: „Tekjur v.ábyrgð á hlutabréfum“ Lykill Heiti lykils Debet Kredit V560882-0419 Kaupþing 25.000.000,00 F 51990 Aðrar fjármuna- tekjur 25.000.000,00 Færslan, til eignar á viðskiptamannareikningi Kaupþings hf., er byggð á fyrirmælum um færslur á bókhaldslykla, í fylgiskjali sem er handskrifað og óundirritað bréf (innra frum- gagn), dags. 30.04.2000, þar sem eftirfarandi skýring kemur fram: „Tekjur Baugs v/ ábyrgðar á hlutabréfum í UVS. Heildartekjur 50 mills. 25 tekjufært í apríl samkv. TJ“. Ytri frumgögn til staðfestingar vantar í bókhaldið. Færsla nr. L0619 dags. 30.06.2000 með texta: „Þóknun vegna hlutabréfakaupa“ Lykill Heiti lykils Debet Kredit V560882-0419 Kaupþing 13.045.954,00 F19922 Tekjur utan sam- stæðu án vsk 13.045.954,00 Færslan, til eignar á viðskiptamannareikningi Kaupþings hf., er gerð án þess að viðeigandi frumgögn, ytri sem innri, liggi að baki í bók- haldi Baugs hf. 32. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa fært og eða látið færa rangar og til- hæfulausar færslur í bókhald Baugs hf., um viðskipti og notkun fjármuna þegar þeir létu færa sölu á 3,1 milljón hluta í Arcadia Plc. til Kaupthing Bank Luxembourg fyrir kr. 332.010.000,00 og tilhæfulaus endurkaup sömu hluta fyrir kr. 544.050.000,00. Ráðstafanir ofan- greindra hlutabréfa voru færðar í bókhald Baugs hf. með eftirgreindum færslum og fylgi- gögnum: Færsla nr. I00296 dags. 31.12.2000 með texta: „Lokaf. Sala hlbr. Ar- cadia til Kaupþ. Lux“ Lykill Heiti lykils Debet Kredit V560882-0419 Kaupþing 332.010.000,00 F65595 Erlend hlutabréf 167.399.464,00 F55505 Hagnaður af sölu hlutabréfa 164.610.536,00 Færslan byggir á óundirrituðu færslublaði frá endurskoðunarskrifstofu Baugs hf., dags. 23.03.2001. Engin ytri frumgögn fylgja með færslunni í bókhaldi Baugs hf. Afrit af undirrit- uðum en tilhæfulausum kaupsamningi lá fyrir utan bókhaldið. Færsla nr. T000630 dags. 02.02.2001 með texta: „Sala á Arcadia hlutabréfum“ Lykill Heiti lykils Debet Kredit B 720 Íslandsbanki hf. 332.010,00 B 720 Íslandsbanki hf. 331.677.990,00 V560882-0419 Kaupþing 332.010.000,00 Færslan byggir á handskrifuðu blaði, ódag- settu og óundirrituðu, með skýringunni „Sala á Arcadia hlutabréfum“, auk afrits af banka- yfirliti Baugs hf. sem sýnir innborgun á reikn- ing Baugs hf., hinn 01.02.2001, að sömu fjár- hæð. Engin ytri frumgögn fylgja með færslunni í bókhaldi Baugs hf. Greiðslan var framkvæmd með millifærslu af bankareikningi Baugs hf. í Lúxemborg sem ekki var skráður í bókhaldi Baugs hf., inn á tékkareikning hluta- félagsins hjá Íslandsbanka. Færsla nr. L1073 dags. 11.05.2001 með texta: „Stofnhlutafé í A- Holding“ Lykill Heiti lykils Debet Kredit F 65193 Hlutafé, A-Holding 544.050.000,00 V560882-0419 Kaupþing 544.050.000,00 Færslan byggir á handskrifuðu blaði, dags. 27.06.2001, merkt „Jóhanna“, með skýringunni: „1. Baugur selur K. Lúx. 3,1 m x 0,85 x 126 = 332 mills. 2. Baugur kaupir aftur 3,1 m bréf x 135 x 130 = 544 mills. K. Lúx lánar. 27/6 TJ og Magnús útvega skuldabréf til 5 ára með 4 afb. útg.dagur 30/6 með áföllnum vöxtum. Bókast sem stofnframlag Baugs hf. í A-Holding (Hlutafé)“. Engin ytri frumgögn fylgja með færslunni í bókhaldi Baugs hf. til staðfestingar á að við- skiptin eða lánveitingin hafi átt sér stað. Afrit af undirrituðum en tilhæfulausum kaupsamn- ingi lá fyrir utan bókhaldið. Færsla nr. I00743 dags. 30.06.2001 með texta „Lokaf. Bakf. skuld við Kaupþing.“ Lykill Heiti lykils Debet Kredit V Holding Baugur Holding S.A. 544.000.000,00 V560882-0419 Kaupþing 544.000.000,00 Færslan byggir á óundirrituðu lokafærsluskjali frá endurskoðunarskrifstofu Baugs hf., dags. 27.09.2001, með skýringartextanum „Bakfærð skuld við Kaupþing (skuldfærist í bókhaldi B- Holding)“. Með framangreindum færslum sem til- greindar eru í þessum 32. ákærulið hefur verið búin til skuld í bókhaldi Baugs hf., að fjárhæð kr. 212.040.000, sem ekki á við rök að styðjast.“ Um heimfærslu á þessari háttsemi varnarað- ilanna segir eftirfarandi í lok þessa kafla ákær- unnar: „Brot ákærða Jóns Ásgeirs samkvæmt 29. til og með 32. tölulið ákæru teljast varða við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39, 1995, sbr. 3. og 5. tl. 1. mgr. 37. gr., sbr. 8. gr., sbr. 36. gr. laga nr. 145, 1994, um bókhald, 2. tl. 1. mgr. 83. gr., sbr. 3. og 9. gr., sbr. 82. gr. laga nr. 144, 1994, um ársreikninga, sbr. 1. og 3. gr. laga nr. 37, 1995 og samkvæmt 29. tölulið ákæru telst brot ákærða jafnframt varða við 1. tl. 1. mgr. 153. gr. hlutafélagalaga nr. 2, 1995. Brot ákærða Tryggva samkvæmt 29. til og með 32. tölulið ákæru teljast varða við 2. mgr. 262. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39, 1995, sbr. 3. og 5. tl. 1. mgr. 37. gr., sbr. 8. gr., sbr. 36. gr. laga nr. 145, 1994 um bókhald, til vara sbr. 2. mgr. 37. gr., sbr. og 22. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, 2. tl. 1. mgr. 83. gr., sbr. 3. og 9. gr., sbr. 82. gr., laga nr. 144, 1994 um ársreikninga, sbr. 1. og 3. gr. laga nr. 37, 1995 sbr. til vara sbr. 2. mgr. 83. gr. og 22. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940 og samkvæmt 29. tölulið ákæru telst brot ákærða jafnframt varða við 1. tl. 1. mgr. 153. gr. laga um hlutafélög nr. 2, 1995.“ Í fyrrgreindum 29. lið ákærunnar er varn- araðilunum Jóni Ásgeiri og Tryggva gefið að sök að hafa í sameiningu fært eða látið færa „til tekna í bókhaldi Baugs hf. ... tvo tilhæfulausa reikninga, sem ekki áttu stoð í viðskiptum fé- lagsins“ og þannig rangfært bókhald þess og oftalið tekjur með þeim afleiðingum að gefið hafi verið til kynna í árshlutareikningi 30. júní 2001 að hagnaður félagsins hafi á nánar tiltek- inn hátt verið hærri en hann var í raun. Í þess- ari lýsingu á verknaði varnaraðilanna er ekki skýrt frekar hvernig þeir eru taldir hafa staðið að þessu í sameiningu. Af því, sem fram kemur í lok þessa kafla ákærunnar um heimfærslu ætlaðra brota samkvæmt 29. til 32. lið hennar til refsiákvæða, sést að varnaraðilanum Tryggva er til vara gefið að sök að hafa verið hlutdeildarmaður í brotum varnaraðilans Jóns Ásgeirs. Háttsemi þess fyrrnefnda er þó hvergi lýst í þessum liðum ákærunnar á þann hátt að samrýmst geti þeirri heimfærslu. Þá er einnig til þess að líta að reikningar, sem beint er að fé- lagi, hljóta eðli máls samkvæmt að fela í sér kröfur annarra á hendur því, sé ekki annað tek- ið fram. Kröfur á hendur félagi verða ekki færðar því til tekna í bókhaldi þess. Án nánari skýringa verður því ekki séð hvernig færsla á tilhæfulausum reikningum frá öðrum geti auk- ið bókfærðan hagnað þess, sem þeim er beint að, svo sem felst í orðalagi verknaðarlýsingar í þessum lið ákæru. Samkvæmt 30. lið ákærunnar er varnarað- ilunum Jóni Ásgeiri og Tryggva gefið að sök að hafa gert eða látið gera tilhæfulausar færslur „um viðskipti og notkun fjármuna“ í bókhaldi Baugs hf. þegar þeir hafi látið „færa eigin hlutabréf í hlutafélaginu, að nafnverði kr. 40.000.000,00 ..., til vörslu hjá Kaupthing Bank Luxembourg, eins og um sölu hlutabréfanna væri að ræða til Kaupthing Bank Lux- embourg“. Bréfin hafi þó allt að einu enn verið í eigu Baugs hf. og ráðstafað í nafni félagsins, meðal annars „til greiðslna til nokkurra af æðstu stjórnendum hlutafélagsins.“ Í þessum lið ákærunnar er síðan tíundað með upptaln- ingu á bókhaldsfærslum hvernig ráðstöfun „ofangreindra fjármuna“ sé talin hafa verið rangfærð og dulin í bókhaldi félagsins með fylgiskjölum, sem að nokkru eru þar rakin efn- islega. Ekki verður séð hvað átt er við þegar fjallað er í ákærunni um að varnaraðilar hafi látið færa hlutabréfaeign Baugs hf. „til vörslu“ hjá fyrrnefndum banka „eins og um sölu“ þeirra væri að ræða. Talningin á bókhalds- færslum, sem virðist eiga að sýna hvernig raunveruleg ráðstöfun þessara hlutabréfa hafi verið rangfærð og dulin, er sundurlaus og nán- ast óskiljanleg eins og hún er fram sett í ákær- unni. Að auki er sá meginannmarki á verkn- aðarlýsingu í þessum ákærulið að ógerningur er að ráða af henni hvernig haldið sé fram að hlutabréfum þessum hafi í raun nákvæmlega verið ráðstafað, en án upplýsinga um það er ófært að taka afstöðu til sakargifta á hendur varnaraðilunum um að þeir hafi rangfært og dulið þær ráðstafanir. Í 31. lið ákæru eru varnaraðilarnir Jón Ás- geir og Tryggvi sakaðir um að hafa gert eða látið gera í bókhaldi Baugs hf. rangar og til- hæfulausar færslur á tekjum félagsins að fjár- hæð samtals 38.045.954 krónur og samsvarandi eign þess á viðskiptamannareikningi Kaup- þings hf. Samkvæmt lýsingu á þessum verkn- aði í ákærunni á þetta að hafa verið gert í tvennu lagi, annars vegar 30. apríl og hins veg- ar 30. júní 2000, en færslurnar í fyrrgreinda skiptið hafi verið reistar á handskrifuðu og óundirrituðu bréfi, sem geymt hafi fyrirmæli um færslur á bókhaldslykla, þar sem eftirfar- andi hafi meðal annars komið fram: „25 tekju- fært í apríl samkv. TJ“. Að þessu virtu skortir í ákæru viðhlítandi skýringar á því hvernig varn- araðilarnir Jón Ásgeir og Tryggvi séu taldir sameiginlega bera refsiábyrgð á þessum ráð- stöfunum og að þeim síðarnefnda sé til vara gefið að sök að vera hlutdeildarmaður í broti þess fyrrnefnda, svo sem ráðið verður, eins og áður greinir, af heimfærslu ætlaðra brota varn- araðilanna til refsiákvæða í lok þessa kafla ákærunnar. Í 32. lið ákærunnar er varnaraðilunum Jóni Ásgeiri og Tryggva gefið að sök að hafa gert eða látið gera á árunum 2000 og 2001 rangar og tilhæfulausar færslur í bókhaldi Baugs hf. um sölu á tilteknum hlutabréfum í erlendu félagi til nafngreinds banka fyrir 332.010.000 krónur og endurkaup sömu hlutabréfa á 544.050.000 krónur. Samkvæmt því, sem segir í niðurlagi þessa ákæruliðar, hafi þetta leitt til þess að í bókhaldi félagsins hafi verið „búin til skuld“, sem ekki eigi við rök að styðjast, fyrir mismun- inum á fyrrgreindum fjárhæðum. Í ákærunni er leitast við að gera frekari grein fyrir þessum verknaði með sundurlausri rakningu á bók- haldsfærslum og gögnum, sem þær eru sagðar að nokkru leyti hafa verið reistar á. Þær fá- brotnu skýringar, sem gefnar eru í ákærunni á þessum færslum, nægja engan veginn til að gera lýsingu á ætluðum verknaði varnarað- ilanna skiljanlega. Að virtu öllu framangreindu verður málinu vísað frá héraðsdómi að því er varðar 29. til 32. lið ákæru. IX. Í VIII. kafla ákærunnar, sem kemur næstur eftir VI. kafla hennar, eru sakir bornar á varn- araðilana Jón Ásgeir, Tryggva, Stefán Hilmar og Önnu um brot gegn almennum hegning- arlögum og lögum um ársreikninga. Þessi kafli, sem hefur að geyma 33. til 36. lið ákærunnar, er svohljóðandi: „33. Ákærði Jón Ásgeir, sem fram- kvæmdastjóri Baugs hf., með því að hafa, við undirbúning, gerð og framsetningu ársreikn- ings vegna ársins 1998, með tilstuðlan og að- stoð meðákærða Tryggva sem aðstoð- arframkvæmdastjóra og yfirmanns fjármála hlutafélagsins, sett fram rangar og villandi sér- greiningar á liðum skammtímakrafna í efna- hagsreikningi þar sem fjárhæð lána, sund- urliðað ásamt upplýsingum um vexti, greiðslukjör og aðra helstu skilmála, til hlut- hafa, stjórnarmanna, framkvæmdastjóra og aðila þeim nátengdum, var ekki sérstaklega getið, heldur felldar undir liðinn aðrar skamm- tímakröfur í efnahagsreikningi, auk þess sem þeirra var ekki getið í skýrslu stjórnar eða í skýringum ársreikningsins eins og bar að gera. Ársreikninginn með þessum röngu og villandi sérgreiningum og án viðeigandi skýringa, árit- aði ákærði Stefán Hilmar, endurskoðandi hlutafélagsins, án fyrirvara. Lán til hluthafa, stjórnarmanna, fram- kvæmdastjóra og aðila þeim nátengdum námu í lok reikningsárs 1998 fjárhæðum sem hér greinir: Lánþegi Samtals krafa í lok reikningsárs Lánveitingar árið 1998 and- stæðar 104. gr. laga um hluta- félög nr. 2, 1995. Jón Ásgeir Jóhannesson 221.298,00 kr. 61.466,50 kr. Gaumur ehf. 401.430,00 kr. 401.430,00 kr. 34. Ákærði Jón Ásgeir, sem framkvæmda- stjóri Baugs hf., með því að hafa, við undirbún- ing, gerð og framsetningu ársreiknings vegna ársins 1999, með tilstuðlan og aðstoð með- ákærða Tryggva sem aðstoðarframkvæmda- stjóra og yfirmanns fjármála hlutafélagsins, sett fram rangar og villandi sérgreiningar á lið- um skammtímakrafna í efnahagsreikningi þar sem fjárhæð lána, sundurliðað ásamt upplýs- ingum um vexti, greiðslukjör og aðra helstu skilmála, til hluthafa, stjórnarmanna, fram- kvæmdastjóra og aðila þeim nátengdum, var ekki sérstaklega getið, heldur felldar undir lið- inn aðrar skammtímakröfur í efnahagsreikn- ingi, auk þess sem þeirra var ekki getið í skýrslu stjórnar eða í skýringum ársreiknings- ins eins og bar að gera. Ársreikninginn með þessum röngu og villandi sérgreiningum og án viðeigandi skýringa, áritaði ákærði Stefán Hilmar, endurskoðandi hlutafélagsins, án fyr- irvara. Lán til hluthafa, stjórnarmanna, fram- kvæmdastjóra og aðila þeim nátengdum námu í lok reikningsárs 1999 fjárhæðum sem hér greinir: Lánþegi Samtals krafa í lok reikningsárs Lánveitingar árið 1999 andstæðar 104. gr. laga um hlutafélög nr. 2, 1995. Jón Ásgeir Jóhannesson 7.048.346,00 kr. 215.145,51 kr. Gaumur ehf. 143.068.986,00 kr. 205.310.411,00 kr. 35. Ákærði Jón Ásgeir, sem framkvæmda- stjóri Baugs hf., með því að hafa, við undirbún- ing, gerð og framsetningu ársreiknings vegna ársins 2000, með tilstuðlan og aðstoð með- ákærða Tryggva sem aðstoðarframkvæmda- stjóra og yfirmanns fjármála hlutafélagsins, sett fram rangar og villandi sérgreiningar á lið- um skammtímakrafna í efnahagsreikningi þar sem fjárhæð lána, sundurliðað ásamt upplýs- ingum um vexti, greiðslukjör og aðra helstu skilmála, til hluthafa, stjórnarmanna, fram- kvæmdastjóra og aðila þeim nátengdum, var ekki sérstaklega getið, heldur felldar undir lið- inn aðrar skammtímakröfur í efnahagsreikn- ingi, auk þess sem þeirra var ekki getið í skýrslu stjórnar eða í skýringum ársreiknings- ins eins og bar að gera. Ársreikninginn með þessum röngu og villandi sérgreiningum og án viðeigandi skýringa árituðu ákærðu Stefán Hilmar og Anna, endurskoðendur hlutafélags- ins, án fyrirvara. Lán til hluthafa, stjórnarmanna, fram- kvæmdastjóra og aðila þeim nátengdum námu í lok reikningsárs 2000 fjárhæðum sem hér greinir: Lánþegi Samtals krafa í lok reikn- ingsárs Lánveitingar árið 2000 andstæðar 104. gr. laga um hlutafélög nr. 2, 1995. Jón Ásgeir Jóhannesson 19.537.582,00 kr. 1.041.542,50 kr. Gaumur ehf. 121.443.932,00 kr. 76.224.951,00 kr. Fjárfar ehf. 113.602.581,00 kr. 114.500.000,00 kr. 36. Ákærði Jón Ásgeir, sem framkvæmdastjóri Baugs hf., með því að hafa, við undirbúning, gerð og framsetningu ársreiknings vegna árs- ins 2001, með tilstuðlan og aðstoð meðákærða Tryggva sem aðstoðarframkvæmdastjóra og yfirmanns fjármála hlutafélagsins, sett fram rangar og villandi sérgreiningar á liðum skammtímakrafna í efnahagsreikningi þar sem fjárhæð lána, sundurliðað ásamt upplýsingum um vexti, greiðslukjör og aðra helstu skilmála, til hluthafa, stjórnarmanna, framkvæmda- stjóra og aðila þeim nátengdum, var ekki sér- staklega getið, heldur felldar undir liðinn aðrar skammtímakröfur í efnahagsreikningi, auk þess sem þeirra var ekki getið í skýrslu stjórn- ar eða í skýringum ársreikningsins eins og bar að gera. Ársreikninginn með þessum röngu og villandi sérgreiningum og án viðeigandi skýr- inga árituðu ákærðu Stefán Hilmar og Anna, endurskoðendur hlutafélagsins, án fyrirvara. Lán til hluthafa, stjórnarmanna, fram- kvæmdastjóra og aðila þeim nátengdum námu í lok 14 mánaða reikningsárs 2001, 28. febrúar 2002, fjárhæðum sem hér greinir: Lánþegi Samtals krafa í lok reikn- ingsárs Lánveitingar reiknings- árið 2001 andstæðar 104. gr. laga um hlutafélög nr. 2, 1995. Jón Ásgeir Jóhannesson 67.218.559,00 kr. 14.464.627,00 kr. Kristín Jóhannesdóttir 3.388.833,00 kr. 3.786.727,00 kr. Gaumur ehf. 244.347.997,00 kr. 151.823.363,00 kr. Fjárfar ehf. 168.883.376,00 kr. 85.758.591,00 kr Brot ákærða Jóns Ásgeirs samkvæmt 33. til og með 36. töluliðs ákæru teljast varða við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39, 1995 sbr., 2. tl. 1. mgr. 83. gr., sbr. 82. gr. sbr. 43. gr., sbr. 36. gr. laga nr. 144, 1994, um ársreikninga. Brot ákærða Tryggva samkvæmt 33. til og með 36. töluliðs ákæru teljast varða við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39, 1995, sbr. 2. tl. 1. mgr. 83. gr., sbr. 82. gr., sbr. 43. gr., sbr. 36. gr. laga nr. 144, 1994, um ársreikninga. Til vara teljast brot ákærða Tryggva varða við 2. mgr. 262. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39, 1995, sbr. 2. tl. 1. mgr. 83. gr., sbr. 82. gr., sbr. 43. gr., sbr. 36. gr., sbr. 2. mgr. 83. gr. laga nr. 144, 1994, um ársreikninga, sbr. 22. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39, 1995. Brot ákærða Stefáns Hilmars samkvæmt 33. til og með 36. töluliðs ákæru teljast varða við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39, 1995, sbr. 2. og 3. tl. 85. gr., sbr. 82. gr., sbr. 43. gr., sbr. 36. gr. laga nr. 144, 1994 um ársreikninga. Brot ákærðu Önnu samkvæmt 35. og 36. tölulið ákæru teljast varða við 2. mgr. 262. gr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.