Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 27 lagði út fyrir og innheimti síðan sem ferðakostn- að hjá Baugi hf., samkvæmt fyrirmælum ákærða ...“. Þeir þrettán reikningar, sem hér um ræðir, eru síðan taldir upp í ákærunni og tiltekin þar dagsetning þeirra, númer, texti, erlend fjárhæð, sem sögð er nema samtals 14.354 bandaríkjadöl- um, dagsetning greiðslu og heildarfjárhæð henn- ar í innlendri mynt að meðtöldum bankakostnaði. „4. Ákærða Tryggva með því að hafa dregið sér samtals kr. 99.605,00 hinn 17. maí 2001, þegar ákærði lét Baug hf. greiða Tollstjóranum í Reykjavík eftirgreind aðflutningsgjöld; virð- isaukaskatt kr. 72.479,00, vörugjald kr. 26.087,00 og toll kr. 1.039,00, samtals kr. 99.605,00, þegar hann lét Baug hf., flytja til landsins og toll- afgreiða sláttuvélatraktor af gerðinni Crafts- mann, sem ákærði hafði keypt til eigin nota í Bandaríkjunum, ásamt fylgihlutum, fyrir samtals USD 2.702,97, samkvæmt vörureikningi útgefn- um af Nordica Inc., Miami, Flórída í Bandaríkj- unum, dags. 4. apríl 2001 á Baug-Aðföng hf.“ Í lok þessa kafla ákæru er tiltekið að ætluð brot varnaraðilans Jóns Ásgeirs samkvæmt 1. og 2. lið hennar teljist varða við 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, varnaraðilans Tryggva samkvæmt 1., 3. og 4. lið við sama laga- ákvæði og varnaraðilans Jóhannesar samkvæmt 2. lið einnig við sama lagaákvæði, en samkvæmt 1. lið við 247. gr., sbr. 22. gr. laganna. Loks er háttsemi varnaraðilans Kristínar samkvæmt 1. lið talin varða við síðastnefndu lagaákvæðin. Í framangreindum 1. lið ákærunnar er varn- araðilunum Jóni Ásgeiri og Tryggva gefið að sök að hafa dregið sér „og öðrum“ þargreinda fjár- hæð með því að láta Baug hf. greiða alls 34 reikn- inga, sem hafi verið félaginu óviðkomandi. Ekki er þess getið skýrlega hvernig þessir varnarað- ilar hafi sjálfir átt að hafa haft hag af þessum greiðslum eða hvort það hafi verið aðrir og þá hverjir. Verður því ekki ráðið af verknaðarlýs- ingu í ákærunni hvernig talið sé að varnarað- ilarnir hafi auðgast af þessari háttsemi, svo að heimfæra mætti hana til 247. gr. almennra hegn- ingarlaga, sbr. 243. gr. sömu laga. Eftir hljóðan ákærunnar virðist sem þessir varnaraðilar hafi í öllum umræddum tilvikum átt að hafa sameig- inlega gefið fyrirmæli um greiðslur, en ekki er skýrt frekar hvernig það var gert. Þá er ekki greint frá því hvernig þessar greiðslur voru tekn- ar eða þær færðar í bókhaldi félagsins. Að engu leyti er tiltekið í hverju ætlað liðsinni varnarað- ilanna Jóhannesar og Kristínar, sem sökuð eru um hlutdeild í brotum samkvæmt þessum lið, eigi að hafa verið fólgið. Sérstök ástæða var þó til að taka af tvímæli um þetta þegar þess er gætt að í ákærunni kemur fram að sá fyrrnefndi var á um- ræddu tímabili stjórnarmaður og starfsmaður hjá Baugi hf., en sú síðarnefnda varamaður í stjórn hluta þessa tímabils. Með 2. lið ákærunnar eru varnaraðilarnir Jón Ásgeir og Jóhannes sakaðir um að hafa dregið sér tiltekna fjárhæð með því að hafa látið Baug hf. í sautján tilvikum greiða Sparisjóði Reykja- víkur og nágrennis þóknun og annan kostnað vegna bankaábyrgðar, sem þeir hafi stofnað til og verið hafi félaginu óviðkomandi. Varnaraðilunum er í verknaðarlýsingu gefið að sök að hafa drýgt þessi brot á tímabilinu frá 19. apríl 1999 til 17. desember 2002, en samkvæmt upptalningu á greiðslunum, sem fram kemur í þessum lið ákær- unnar, virðist sú fyrsta hafa verið innt af hendi 27. janúar 1999 og sú síðasta 19. desember 2002. Ekki er tilgreint í ákærunni hvernig ákærðu „létu“ félagið inna þessar greiðslur af hendi eða stóðu að því í sameiningu, en til þess verður að líta í þessu sambandi að samkvæmt því, sem fram kemur í upphafi ákærunnar, verður ekki án frek- ari skýringa séð hvernig varnaraðilinn Jóhannes hafi starfa sinna vegna átt að vera í stöðu til að gera slíkt. Í verknaðarlýsingu segir enn fremur að greiðslurnar hafi verið vegna bankaábyrgðar, sem þessir varnaraðilar hafi stofnað til, svo og að það hafi verið gert í tengslum við kaup þeirra og nafngreinds manns á skemmtibáti, sem um ræði í 7. lið ákærunnar. Af þeim ákærulið verður ekki annað ráðið en að Bónus sf. hafi aflað þessarar bankaábyrgðar á árinu 1996, en eins og nánar segir hér síðar er ekki greint frá því í ákærunni hver séu tengsl þessara varnaraðila við það sam- eignarfélag. Eins og síðar verður vikið að eru auk þess aðrir annmarkar á 7. lið ákærunnar, sem valda því að efnisdómur verður ekki felldur á hann. Sakargiftir samkvæmt 2. lið ákærunnar standa í slíkum tengslum við 7. lið hennar að efn- isdómur verður þegar af þeirri ástæðu heldur ekki felldur á þann fyrrnefnda. Þá er þess ekki getið í ákærunni hvernig greiðslur samkvæmt 2. lið hennar voru teknar eða þær bókfærðar hjá Baugi hf. Í 3. og 4. lið ákærunnar er varnaraðilanum Tryggva gefið að sök að hafa dregið sér fé frá Baugi hf. með því að hafa látið félagið greiða til- tekna reikninga og önnur útgjöld, sem því hafi verið óviðkomandi og honum á tilgreindan hátt til hagsbóta. Ekki er þess getið nánar í ákærunni hvernig þessar greiðslur hafi verið teknar eða þær færðar í bókum félagsins, sem skiptir máli við mat á því hvort um fjárdrátt hafi verið að ræða. Vegna þeirra annmarka á ákærunni, sem að framan greinir, verður að vísa málinu frá héraðs- dómi að því er varðar 1. til 4. lið hennar. IV. Í II. kafla ákæru eru varnaraðilarnir Jón Ás- geir, Tryggvi og Jóhannes sakaðir um umboðs- svik með því að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi hf. á þann hátt, sem nánar greinir í 5. til 7. lið ákærunnar. Þessir liðir eru svohljóðandi: „5. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa blekkt og misnotað aðstöðu sína sem for- stjóri og aðstoðarforstjóri Baugs hf. þegar þeir fengu, með vitund ákærða Jóhannesar sem stjórnarmanns, stjórn þess á stjórnarfundi hinn 20. maí 1999 til þess að heimila ákærða Jóni Ás- geiri að ganga til samninga og að kaupa 70% hlutafjár í Vöruveltunni hf. Á stjórnarfundinum leyndu ákærðu stjórn hlutafélagsins því að ákærði Jón Ásgeir var þá sjálfur umráðandi 70% hlutafjár og átti stærsta hluta þess og var raun- verulegur stjórnandi Vöruveltunnar hf., frá því að hann gerði hinn 7. október 1998 bindandi samning um kaup á öllu hlutafé í Vöruveltunni hf., að nafnverði kr. 4.600.000,00 fyrir kr. 1.150.000.000,00 og með viðbótargreiðslu að fjár- hæð kr. 100.000.000,00 samkvæmt viðbótarsamn- ingi ákærða við seljendur sem dagsettur er hinn 5. júní 1999. Baugur hf. eignaðist með viðskipt- unum á árinu 1999 70% hlutafjár í Vöruveltunni hf. sem ákærði Jón Ásgeir átti að meginhluta og réði yfir, fyrir kr. 1.037.000.000,00. 6. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa misnotað aðstöðu sína, Jón Ásgeir sem for- stjóri Baugs hf. og Tryggvi sem aðstoðarforstjóri Baugs hf. og stjórnarformaður Fasteignafélags- ins Stoða hf., dótturfélags Baugs hf., þegar Fast- eignafélagið Stoðir hf. keyptu fasteignir að Suð- urlandsbraut 48, Laugalæk 2, Sporhömrum 3, Langarima 21-23 og Efstalandi 26 í Reykjavík, af Litla fasteignafélaginu ehf., fyrir kr. 354.000.000,00, en í árslok 1998 höfðu ákærðu selt Litla fasteignafélaginu ehf. eignirnar frá Vöru- veltunni hf. fyrir kr. 217.000.000,00 með því að einkahlutafélagið yfirtók skuldir Vöruveltunnar hf., auk greiðslu. 7. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Jóhannesi með því að hafa hinn 30. nóvember 1998, við yfirtöku Baugs hf. á Bónus sf., [kt.], misnotað aðstöðu sína hjá Baugi hf., til þess að binda það við erlenda bankaábyrgð í SPRON, að andvirði kr. 12.219.990,00, sem var óviðkomandi rekstri Bón- us sf., en til ábyrgðarinnar höfðu ákærðu stofnað í nafni sameignarfélagsins hinn 17. júlí 1996, vegna lántöku í nafni bandaríska félagsins Nord- ica Inc. hjá Ready State Bank, Hialeah í Flórída í Bandaríkjunum, að fjárhæð USD 135.000. Ábyrgðin var stofnuð vegna kaupa ákærðu, í fé- lagi við eiganda hins bandaríska félags, Jón Ger- ald Sullenberger, samkvæmt sölureikningi dag- settum hinn 16. ágúst 1996, á 37 feta skemmtibát af gerðinni Sea Ray Sundancer sem fékk nafnið „Icelandic Viking“, en með þessu varð Baugur hf., síðar Baugur Group hf., bundið við ábyrgðina sem gjaldféll á hlutafélagið hinn 17. október 2002.“ Í lok þessa kafla ákæru er tiltekið að ætluð brot varnaraðilans Jóns Ásgeirs samkvæmt 5., 6. og 7. lið hennar teljist varða við 249. gr. almennra hegningarlaga og varnaraðilans Jóhannesar sam- kvæmt 7. lið við sama lagaákvæði, en ætluð brot varnaraðilans Jóhannesar samkvæmt 5. lið og varnaraðilans Tryggva samkvæmt 5. og 6. lið við 249. gr., sbr. 22. gr. laganna. Af áðurgreindu orðalagi 5. liðar ákærunnar verður ekki annað ráðið en að sökum, sem þar er getið, sé beint jöfnum höndum að varnarað- ilunum Jóni Ásgeiri og Tryggva, en í niðurlagi II. kafla hennar kemur þó fram að ætlað brot þess fyrrnefnda sé heimfært til 249. gr. almennra hegningarlaga og þess síðarnefnda talið hlutdeild í því. Þá er varnaraðilinn Jóhannes jafnframt borinn sökum í þessum ákærulið um sams konar hlutdeildarbrot, en ætluðum verknaði hans er þó lýst á ófullnægjandi hátt. Af verknaðarlýsingu virðist mega ráða að varnaraðilinn Jón Ásgeir sé talinn hafa orðið „umráðandi“ 70% hlutafjár í Vöruveltunni hf. og átt „stærsta hluta þess“ í október 1998 eftir að hafa gert samning um „kaup á öllu hlutafé“ í félaginu, en ásamt „ákærðu“, sem þó er ekki getið nánar, leynt þessu fyrir stjórn Baugs hf. og fengið heimild hennar í maí 1999 til að kaupa handa félaginu 70% hlutafjár í Vöruveltunni hf., sem síðan hafi verið gert. Verknaðarlýsing í þessum lið ákæru er ruglingsleg og vart unnt að draga af henni og fjárhæðunum, sem þar koma fram, haldbærar ályktanir um hvort því sé haldið fram að varn- araðilinn Jón Ásgeir hafi auðgast af þessari hátt- semi eða hún leitt til tjóns eða hættu á tjóni fyrir Baug hf., þannig að varðað gæti við 249. gr. al- mennra hegningarlaga. Í 6. lið ákæru er varnaraðilunum Jóni Ásgeiri sem forstjóra Baugs hf. og Tryggva sem aðstoð- arforstjóra félagsins og stjórnarformanni Fast- eignafélagsins Stoða hf., sem sagt er vera dótt- urfélag Baugs hf., gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína þegar dótturfélag þetta keypti til- teknar fasteignir á ótilgreindum tíma af Litla fasteignafélaginu ehf. fyrir 354.000.000 krónur, en í árslok 1998 hafi sömu varnaraðilar selt síð- astnefnda félaginu þessar fasteignir frá Vöru- veltunni hf. fyrir 217.000.000 krónur. Samkvæmt upphafsorðum II. kafla ákærunnar, sem þessi lið- ur hennar heyrir til, varðar hann ætluð umboðs- svik varnaraðilanna Jóns Ásgeirs, Tryggva og Jóhannesar, sem þeir hafi gerst sekir um með því að misnota aðstöðu sína hjá Baugi hf. Eftir verknaðarlýsingunni í þessum lið ákæru verður ekki annað séð en að ætluð misnotkun tveggja fyrstnefndu varnaraðilanna á þeirri aðstöðu eigi í þessu tilviki að hafa verið fólgin í því að annað fé- lag, Fasteignafélagið Stoðir hf., sem ekki verður séð af ákæru hvort varnaraðilinn Jón Ásgeir hafi starfað fyrir, hafi keypt fasteignir af Litla fast- eignafélaginu ehf., sem engan veginn verður séð hvort tengist varnaraðilunum, á hærra verði en þeir hafi látið Vöruveltuna hf. selja Litla fast- eignafélaginu ehf. þær fyrir. Hvorki verður ráðið af þessum lið né 5. lið ákærunnar hvernig varn- araðilarnir Jón Ásgeir og Tryggvi hafi verið bær- ir til að ráðstafa eigum Vöruveltunnar hf. Óger- legt er að álykta af þessu hvernig umræddir varnaraðilar séu taldir hafa auðgast af þessari háttsemi, bakað Baugi hf. tjón eða valdið hættu á því. Þá er verknaði varnaraðilans Tryggva lýst eins og hann sé aðalmaður í ætluðu broti ásamt varnaraðilanum Jóni Ásgeiri, en háttsemi þess fyrrnefnda er þó allt að einu heimfærð í niðurlagi þessa kafla ákærunnar til refsiákvæða eins og um hlutdeildarbrot sé að ræða. Í 7. lið ákærunnar er varnaraðilunum Jóni Ás- geiri og Jóhannesi gefið að sök að hafa í nóv- ember 1998 við „yfirtöku Baugs hf. á Bónus sf.“ misnotað aðstöðu sína hjá fyrrnefnda félaginu með því að „binda það við erlenda bankaábyrgð“ hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, sem hafi verið óviðkomandi rekstri sameignarfélags- ins, en til hennar hafi verið stofnað af félaginu í júlí 1996 í tengslum við kaup varnaraðilanna og nafngreinds manns á skemmtibáti. Með þessu hafi Baugur hf. og síðar Baugur Group hf. orðið bundið af ábyrgðinni, sem hafi fallið á félagið í október 2002. Af þessu virðist mega ráða að Bón- us sf., sem hvergi er skýrt í ákærunni hvernig tengt sé varnaraðilum, hafi aflað ábyrgðar fyrr- nefnds sparisjóðs vegna skuldbindingar erlends félags, sem ekki hafi komið rekstri sameign- arfélagsins við, heldur tengst tilteknum persónu- legum viðskiptum varnaraðilanna. Þeim er ekki gefið að sök að hafa brotið gegn sameignarfélag- inu. Þess er í engu getið hvernig félagið hafi orðið skuldbundið í tengslum við þetta, þótt svo virðist sem það hafi átt þátt í því að útvega bankaábyrgð hér á landi fyrir skuld erlends félags. Af ákær- unni verður ekki ráðið hvort eða hvernig hugs- anleg viðskipti í tengslum við þetta kunni að hafa verið bókfærð hjá sameignarfélaginu eða hvaða skuldbinding hafi færst á hendur Baugs hf. við „yfirtöku“, sem svo er nefnd án frekari skýringa, á fyrrnefnda félaginu. Þótt ætla megi af niðurlagi þessa ákæruliðar að einhver óútskýrð skuldbind- ing, sem tengist framangreindu, hafi í október 2002 fallið annaðhvort á Baug hf. eða Baug Group hf., verður ekkert ráðið af ákærunni um hvernig varnaraðilarnir eru taldir hafa auðgast með aréttar vegna frávísunar Héraðsdómi Reykjavíkur Morgunblaðið/Brynjar Gauti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.