Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 9 FRÉTTIR Þri. 11/10: Buritos m. chillisósu, tveimur salötum og hýðis- hrísgrjónum. Mið. 12/10: Karabískur draumur í appelsínusósu og buff m. tveimur salötum og hýðishrísgrjónum. Fim. 13/10: Ofnbakað gourmetbuff og sæt kartafla m. tveimur salötum og hýðishrísgrjónum. Fös. 14/10: Ítalskur pottur og polenta m. pestó, tveimur salötum og hýðishrísgrjónum. Helgin 15.-16/10: Linsubaunabakstur m. heitri sósu, tveimur salötum og hýðishrísgrjónum. Laugavegi 4, sími 551 4473 • www.lifstykkjabudin.is Þú minnkar um 1 númer Litir: Svart - hvítt - húðlitað Póstsendum Saumlaust aðhald Silkitré og silkiblóm Ný sending af Cyprus trjám il it il i l Laugavegi 63 (Vitastígsmegin), sími 551 2040. www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Str. 38-56 Full búð af nýjum vörum frakkar, jakkar, pils, peysur Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mán. - fös. frá kl. 10 - 18 lau. kl. 10 - 16 Í kuldann! Húfur - Sjöl - Kanínuponcho Fermingarmyndartökur Fjölskyldumyndatökur Tilboðsmyndatökur Pantið tímanlega Mynd, Hafnarfirði sími 565 4207 Ljósmyndastofa Kópavogs sími 554 3020 sími www.ljósmynd.is Mörkinni 6, sími 588 5518. Úlpur, stuttkápur, rúskinnsjakkar, leðurjakkar, þunnir ullarjakkar, treflar - hattar og húfur 50% afsláttur af ullarkápum í stærðum 36-40 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16 Laugarvegi 63 s: 551 4422 NÝ SENDING I Stakir ullarjakkar, grófar haustdraktir t ir ll rj r, r f r st r tir Söfnunarsíminn er 907 2020 Með því að hringja í söfnunarsímann leggur þú fram 1.000 kr. til hjálparstarfsins í Pakistan. Einnig er hægt að leggja fram fé með kreditkorti á www.redcross.is, eða millifærslu á bankareikning 1151-26-000012, kt. 530269-2649. M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN DIGITAL Ísland hefur hafið út- sendingar á Selfossi og á næstu dögum og vikum er stefnt að því að bæta við útsendingarsvæðum á Suðurlandi og Akureyri. Stafrænar útsendingar Digital Íslands ná frá Akranesi til Keflavík- ur og nú til Selfoss en á næstunni er gert ráð fyrir að útsendingar hefj- ist í Hveragerði og Þorlákshöfn og á Stokkseyri, Eyrarbakka, Hellu og Hvolsvelli. Miðað er við að útsend- ingar á Akureyri hefjist fyrir lok nóvember og þá nái útsendingar- svæðið til yfir 80% heimila í land- inu. Sendar eru út 12 íslenskar stöðvar og 52 erlendar stöðvar. Pálmi Guðmundsson, markaðs- stjóri 365 miðla, segir að útsending- arnar gangi almennt mjög vel. Bryggjuhverfið í Grafarvogi hafi verið það svæði sem erfiðast hafi gengið með að ná til en unnið hafi verið í því að laga það. Af og til komi ábendingar um slæmar út- sendingar og markvisst sé unnið að því að setja upp endurvarp til að út- rýma vandamálunum. Hágæða stafræn móttaka á mynd og hljóði er helsta ástæða þess að fólk vill ná útsendingum Digital Ís- lands, að sögn Pálma. Hann nefnir einnig þjónustu eins og Stöð 2+, Sýn+ og Stöð 2 Bíó. Digital Ísland til Selfoss TVÖ fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Borgarnesi um helgina, um tíu grömm af kannabisefnum fundust í bíl sem stöðvaður var við hefðbundið um- ferðareftirlit og lítilræði til við- bótar í kjölfar húsleitar, ásamt því að lagt var hald á óskráð skot- vopn. Þá fannst smáræði af kannabisefnum í fórum ökumanns sem einnig var stöðvaður í um- ferðareftirliti lögreglunnar. Á föstudag var ökumaður tek- inn fyrir ölvunarakstur og reyndi hann að hlaupa af vettvangi en hafði ekki erindi sem erfiði og þarf nú að skila inn ökuskírteini sínu. Tvö fíkniefnamál í Borgarnesi FRIÐARGANGA var farin í kring- um Tjörnina í Reykjavík á sunnu- dag en gengið var fyrir vináttu og bræðralag án þess að þjóðerni, kyn- þættir, trúarbrögð eða aldur skipti máli. Allir þeir sem tóku þátt í göngunni fengu blöðru en eftir labbið var boðið upp á hressingu. Morgunblaðið/Sverrir Gengið í þágu friðar STURLA Böðv- arsson sam- gönguráðherra hefur ráðið Braga Baldursson flug- vélaverkfræðing í stöðu aðstoðar- forstöðumanns Rannsókn- arnefndar flug- slysa frá 1. október 2005. Bragi er með MS-gráðu frá Virg- inia Polytechnic Institute í Banda- ríkjunum en áður hafði hann lokið BS-gráðu í flugvélaverkfræði við Iowa State University í Bandaríkj- unum. Síðastliðin tvö ár hefur Bragi gegnt stöðu deildarstjóra verk- fræðideildar Icelandair Technical Services (ITS) sem sér um viðhald flugvéla Flugleiða. Bragi Baldursson er í sambúð með Stina Tjelflaat og saman eiga þau tvö börn. Bragi Bald- ursson ráðinn til RNF KJÖRDÆMISÞING Sjálfstæðis- flokksins í Norðausturkjördæmi var haldið að Seli í Mývatnssveit laugardaginn 24. september sl. Mættir voru 68 fulltrúar ásamt alþingismönnum kjördæmisins og gestum. Líflegar umræður og skoðanaskipti fóru fram um bætt- ar samgöngur, uppbyggingu menntakerfisins, styrkingu sveit- arstjórnarstigsins o.fl. Gunnar Ragnars gaf ekki kost á sér áfram sem formaður Kjör- dæmisráðs og var honum þakkað mikið og öflugt starf. Nýr for- maður var kjörinn Guðmundur Skarphéðinsson, Siglufirði og með honum í stjórn Gunnar Ragnars, Akureyri, Jónas Þór Jóhannsson, Fljótsdalshéraði, Maríanna Jóhannsdóttir, Fljóts- dalshéraði, Jón Helgi Björnsson, Húsavík, Jóhanna Ragnarsdóttir, Akureyri og Árni Helgason, Fjarðabyggð. Formanns- skipti í NA- kjördæmisráði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.