Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Frábær rómantísk gamanmynd sem steinliggur fyrir stefnumótið. Með þeim stórgóða John Cusack og hinni fallegu Diane Lane. Erfi ðasta brellan er að fá þá til að staldra við. Diane Lane John Cusack  A.G. Blaðið ROGER EBERT Upplifðu stórkostlegustu endurkomu allra tíma. Óskarsverðlaunahafarnir Russell Crowe og Renée Zellweger fara á kostum í sterkustu mynd ársins. Óskarsverðlaunahafarnir Russell Crowe og Renée Zellweger fara á kostum í sterkustu mynd ársins. Upplifðu stórkostlegustu endurkomu allra tíma. Mynd eftir Ron Howard (“A Beautiful Mind”). Mynd eftir Ron Howard (“A Beautiful Mind”). Cinderella Man kl. 5.30 - 8.30 - 10 Charlie and.. kl. 5,45 - 8 - 10.15 Must Love Dogs kl. 6 - 8 - 10.10 Strákarnir Okkar kl. 6 - 8 - 10 KVIKMYNDAHÁTÍÐ Kings game / Kónga kapall Sýnd kl. 8 Með Steve Carell úr “Anchorman” og “Bruce Almighty” ROGER EBERT Skelltu þér á alvöru mynd. Það er alltaf hægt að þekkja myndir sem eiga eftir að keppa um Óskarinn. R.H.R / MÁLIÐ VARÚÐ: Þú gætir farið úr kjálkaliðum af hlátri LEIRBRÚÐUMYNDIN Wallace and Gromit: The Curse of the Were-Rabbit fór beint í efsta sætið á að- sóknarlista bandarískra kvikmyndahúsa um helgina. Myndin fjallar um uppfinningamann og hundinn hans sem berjast við risastóra kanínu. Myndin ýtti spennumyndinni Flightplan úr efsta sæt- inu. Gamanmyndin In Her Shoes, með Cameron Diaz í aðalhlutverki, fór beint í 3. sætið og spennumyndin Two For The Money, með Al Pacino og Matthew McCon- aughey, fór beint í 4. sæti. Í fimmta sæti var einnig ný mynd, The Gospel. Miklar skemmdir í eldsvoða Óttast er að munir og sviðsmynd sem notaðir voru við gerð þessarar vinsælu leirbrúðumyndar hafi eyðilagst þegar eldur kom upp í húsi framleiðslufyrirtækisins í Bristol í Bretlandi í gær. Slökkviliðsmenn réðu ekkert við eldinn, sem var á öllum þremur hæðum hússins. Talsmaður fyrirtækisins, Aardman Animations, sagði alla sögu fyrirtækisins hafa eyðilagst í brunanum. Hann sagði þetta ekki hafa getað gerst á verri tíma því starfs- fólkið hefði verið að fagna góðum árangri félaganna Wallace og Gromit í Bandaríkjunum. Geoff Cater, slökkviliðsstjóri, sagði allar þrjár hæðir hússins hafa hrunið og útveggir hússins væru að hruni komnir. Að hans sögn var eldurinn svo mikill að ekki þótti mögulegt að senda slökkviliðsmenn inn í húsið. Þess í stað varð að berjast við eldinn utan frá. Enginn var í húsinu þegar eldurinn kom upp klukkan sex að morgni. Kvikmyndir | Wallace og Gromit vinsælir í Bandaríkjunum Leirbrúðumynd á toppinn Reuters Óttast er að munir og sviðsmynd sem notuð var við nýju Wallace og Gromit-myndina hafi eyðilagst í eldi. HERMIGERVILL er listamannsnafn ungs Reykvíkings sem skankar skífum af einstökum myndarleik, spilar á fleiri hljóðfæri en margur annar, endurhljóðblandar lög með svo miklum ágætum að hann hlýtur verðlaun fyrir og á þar að auki tvær breiðskífur að baki. Það sem meira er, af þessu getur hann gortað, einungis tuttugu ára gamall. Sveinbjörn Thorarensen heitir tónlistarmaðurinn réttu nafni og eins og hann lýsir sér sjálfum þá „lekur tónlist úr hverri einustu svitaholu“. Fyrsta plata Hermigervils Lausnin kom út í takmörk- uðu upplagi síðla árs 2003 og seldust öll 110 eintökin upp á örskotsstundu. Nú tveimur árum síðar er önnur skífan Sleepwork komin út – í ótakmörkuðu upplagi, eins og hann segir sjálfur. Sveinbjörn lýsir tónlistinni á nýju plötunni sem instru- mental hip hop-i. „Hins vegar teygi ég það út í ystu æsar og ég er ekki að einskorða mig við einn stíl. Á plötunni teygi ég til dæmis tónlistarformið út í hálfgert rafpopp en jafnvel enn lengra í hina áttina, að alls óþekktum hip hip stílum.“ Hann segir að það hafi aldrei komið til greina að notast við rappara þrátt fyrir að hann sé að búa til hip hop tónlist og einu raddirnar sem heyrast á plötunni, fyrir utan þær sem eru hljóðsmalaðar, er söngur Hrundar Óskar Árna- dóttur. „Því hefur verið fleygt að mér líki ekki við rappara en það er ekki satt. Málið er einfaldlega það að þegar ég hlusta á rapptónlist heyri ég ekkert rapp. Að því leytinu til hef ég mun meira gaman af góðum söng ofan á hip hop- tónlist.“ Sveinbjörn segir að það sé ekki til nein ein formúla að því hvernig lögin verði til og segir ennfremur að væri sú formúla til, hefði hann hætt fyrir löngu. Það segir þó ef til vill einhverja sögu um innihaldsefni plötunnar þegar þessi texti í umslagi plötunar er lesinn: „Hermigervill ágyrgist 100% óskvikin óld-skúl grúv á þessari hljómplötu, og því voru engir samplidiskar, „breaks“ safnplötur, skankplötur eða internet-sömpl not- uð við gerð hennar. Hún inniheldur sömpl af 149 vínyl- plötum, einum útvarpsþætti og einni kvikmynd. So SUE me.“ „Ég er með einskonar „fetish“ fyrir trommubreikum og safna þeim í gríð og erg. Á plötunni reyni ég náttúrlega að forðast þessi allra þekktustu eins og „Funky Drummer“ og önnur en ég hef á móti fundið alveg frábær breik af söngleikjaplötum og öðrum sem eru kannski ekki líklegar til að enda inn á hip hop-plötu.“ Spurður út í útvarpsþáttinn segir hann að það sé bútur úr breskum útvarpsþætti sem spilaði lag eftir hann og í hljóðbrotinu eru útvarpsþulirnir að berjast við að bera nafnið fram. „Mér fannst þetta svo fyndið að ég ákvað að skella því á plötuna.“ Hvað kvikmyndina varðar sé smalið þar úr japönsku teiknimyndinni Akira en Sveinbjörn segir að það sé ekki möguleiki fyrir nokkurn mann að finna það á plötunni. „Ég gef hinum sama hundrað kall ef honum tekst það.“ Framundan hjá Sveinbirni er Airwaves-tónlistarhátíðin sem hefst í næstu viku. Hermigervill spilar á miðvikudags- kvöldinu í NASA og eins og hann orðar það sjálfur er hann þeirrar gæfu aðnjótandi að spila á undan Annie. „Þetta er mitt stóra „break“. Ég á eftir að hitta Annie í NASA og í framhaldinu má gera ráð fyrir langtíma ást- arsambandi okkar á milli.“ Tónlist | Hermigervill sendir frá sér plötuna Sleepwork Svitnar tónlist Hermigervill er fjölhæfur tónlistarmaður. Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is HEIMILDARMYNDIN Kórinn eftir Silju Hauksdóttur verður frumsýnd í kvöld klukkan 18 í Háskólabíói. Kórinn er heimildarmynd um Létt- sveit Reykjavíkur sem er skipuð 120 konum og í myndinni er fylgst með nokkrum kórfélögum, persónu- legum högum þeirra og bakgrunni. Þá er einnig fylgst er með kór- starfi Léttsveitarinnar, æfingum og tónleikum en einnig fjársöfnun, svo sem sölu á klósettpappír og kökum í Kolaportinu. Slegist er í för með kórnum til Ítalíu þar sem kórinn heldur tón- leika í Veróna og Fen- eyjum og loks er farið í útilegu í Galtalæk þar sem sungið er í ís- lenskri sumarnótt. Silja Hauksdóttir leikstjóri segir að kór- starfið, og það sam- félag sem myndist í slíkum hópum, sé í raun eins konar þver- skurður af samfélag- inu öllu og því mjög áhugavert hráefni til heimildarmynd- argerðar. „Þessi mynd er að því leytinu til rannsókn á samfélaginu en það sem er líka svo merkilegt við þessa mynd er að það verkefni sem þetta sam- félag tekst á við, er söngurinn og tónlistin.“ Heimildarmyndin um Kórinn hef- ur verið í vinnslu í eitt og hálft ár og segir Silja að konunum hafi aldrei liðið illa í návist kvikmyndagerð- arfólksins. Þær hafi þvert á móti verið óhemju skemmtilegar og lífs- glaðar á meðan tökum stóð. „Þær voru allan tímann ótrúlega samvinnufúsar og fljótar að venjast kvikmyndatökuvélinni og áður en maður vissi af var hún orðin að hverjum öðrum kórmeðlimi.“ Um heimildar- myndaformið segir Silja að það sé gjör- ólíkt því venjulegu kvikmyndaformi sem hún hafi hingað til unnið með. „Maður hefur til dæmis enga stjórn á atburðarásinni og neyðist því oft til að spila með þeim óvæntu atvikum sem gerast hverju sinni. Þetta er mjög ólíkt því að vinna með handrit þar sem hvert einasta smáat- riði er skipulagt út í hörgul.“ Þrátt fyrir það vill Silja ekki skera úr um hvort formið sé erfiðara. „Þetta er hvorki einfaldara né erfiðara, bara allt öðruvísi.“ Kórinn er eins og áður sagði frumsýnd í kvöld klukkan 18 í Há- skólabíói og er von á Léttsveitinni allri eins og hún leggur sig á frum- sýninguna „Mér skilst að þær séu mjög spenntar og í miklu frumsýning- arstuði,“ segir Silja að lokum. Framleiðandi myndarinnar er Björn B. Björnsson fyrir Spark. Kvikmyndir | Heimildarmynd eftir Silju Hauksdóttur frumsýnd í dag Allar í kór Fylgst var meðal annars með kórferðalagi Léttsveitar Reykjavíkur. Silja Hauksdóttir leikstjóri. Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is Úr heimildarmyndinni Kórinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.