Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 45 MENNING Rannís tekur þátt í evrópska verkefninu Researchers in Europe 2005 til að kynna mikilvægi vísinda og rannsókna fyrir samfélagið. Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • www.rannis.is Ásrún Elmarsdóttir plöntuvistfræðingur, 34 „Mér hefur alltaf þótt gaman að vasast í mold og gróðri. Ég pressaði plöntur í öllum bókunum mínum sem lítil stelpa heima á Ólafsfirði og hafði áhuga á náttúrunni. Það lá því snemma ljóst fyrir að þar lægi mitt áhugasvið,“ segir Ásrún Elmarsdóttir sem vinnur á Náttúrufræðistofnun Íslands. Hún lauk BS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands og MS-prófi í plöntuvistfræði frá Colorado State University í Bandaríkjunum. Stærstu verkefni Ásrúnar á Náttúrufræðistofnun snúa annars vegar að því að kanna áhrif skógræktar á gróðurfar ásamt fleiri vísindamönnum og hins vegar að rannsóknum á gróðurfari á háhitasvæðum í samvinnu við fleiri aðila. „Það eru margir vinklar innan þessa fags og rannsóknarverkefnin fjölbreytt. Og við erum að leita svara við spurningum sem skipta máli fyrir framtíðina — sem gerir þetta enn meira spennandi.“ Ásrún segir ekki skilið við plöntur þegar hún stimplar sig út úr vinnunni því þá heldur hún heim í garðinn sinn, gróðursetur og fylgist með vexti og framvindu mála allan ársins hring með fjölskyldu sinni, milli þess sem hún fer í gönguferðir og lúrir í bókum. Sjá nánar um rannsóknir Ásrúnar á vefnum www.visindi2005.is [gróður og göngur] Vísindi – minn vettvangur P R [ p je e rr ] HRAFN Andrés Harðarson, bæj- arbókavörður í Bókasafni Kópavogs og ljóðskáld, heldur senn til Ástralíu til að hlýða á tónverk sem samið hef- ur verið við texta sjö ljóða hans. Það er ástralska tónskáldið Rosalind Page sem hefur samið tónverkið, fyrir sópran, hörpu, selló og píanó. Hreifst af ljóðabók Tónverk þetta á sér langa sögu, sem rekja má allt aftur til ársins 1992. Þá hélt Grímur Marínó Stein- dórsson myndlistarsýningu í Perl- unni, og Hrafn Andrés samdi ljóð við myndirnar. Gunnar Reynir Sveins- son gerði lög við nokkur ljóðanna, og kom út bók í kjölfarið sem nefndist Tónmyndaljóð, sem naut mikilla vin- sælda og kom út á ensku ári síðar og hét þá TonePicture Poems. Þeirri bók kynntist tónskáldið Rosalind Page gegn um íslenska ættingja Hrafns í Bandaríkjunum og hreifst mjög af. „Þegar hún var á leið heim til Ástralíu hitti hún mig að máli, og í kjölfarið höfum við átt í tölvupósts- amskiptum um þetta mál,“ segir Hrafn Andrés. Úr bókinni hefur Page síðan unnið Hrafnsöngva, sem er söngljóð- aflokkur í sjö þáttum, sem tekur um 23 mínútur í flutningi. „Þetta er einskonar ljóðahringur sem lýtur að sköpun heimsins, hinu stærsta og hinu smæsta, og hún kallar verkið Hrafnsöngva vegna þess að hrafnar koma fyrir í einu ljóðanna með spá um nýjan dag. Þar er að finna vísun í fuglinn Fönix sem rís uppúr öskunni og boðar komu nýs dags,“ útskýrir Hrafn. Hann segir Page mjög hrifna af Íslandi og hafi meðal annars skrifað kvikmyndahandrit sem tengir Ís- land og Ástralíu saman. „Það fjallar um popphljómsveit sem fer frá Ís- landi til Ástralíu í tónleikaferð og úr verður mikil örlagasaga,“ segir hann og bætir við að Page hafi reynt að fá myndina framleidda hér á landi. Ljóðræn tónlist Hrafn hefur fengið að heyra æf- ingaupptöku af Hrafnsöngvum og hrifist mjög af. „Ég óttaðist að þetta yrði kannski tónlist sem enginn skildi, en þetta er hins vegar ákaf- lega ljóðræn tónlist sem fellur mjög vel að þessu efni. Má segja að hún sé dálítið dulúðug – fjallar um sköp- unina og hvernig nýtt líf rís upp af hinu gamla. Þar er mikið vísað í gömlu Edduna, meðal annars með hröfnunum. Ég er alveg himinlifandi með útkomuna á tónverkinu, og eftir því sem ég hlusta oftar á það, því fal- legra finnst mér það,“ segir Hrafn. Verkið verður frumflutt í Con- servatorium of Music í Sydney í tón- leikaröð tónlistarhóps sem nefnist Halcyon.Yfirskrift tónleikanna, þar sem einnig verða leikin verk eftir Olivier Messiaen, Manuel de Falla, Michael Berkelay og Kaija Saariaho, er Tone Birds og er nafnið dregið af bókinni Tone Picture Poems. Tónleikarnir verða haldnir laug- ardaginn 29. október næstkomandi og verður Hrafn viðstaddur ásamt eiginkonu sinni og vinum. „Þetta verða dýrustu tónleikar sem við höf- um farið á um ævina, og eigum sennilega eftir að fara á nokkurn tíma,“ segir Hrafn og hlær, en þau hyggjast taka sér tíma í leiðinni til að kynnast Sydney og nágrenni. „En það var ekki spurning hjá okkur að drífa okkur, þegar það kom upp að það ætti að frumflytja verkið. Ég var auðvitað geysilega ánægður þegar ég frétti að hún hefði samið við þetta og enn ánægðari þegar ég frétti að það ætti að flytja verkið opinber- lega. Mér sýnist að þarna sé verið að flytja metnaðarfulla tónlist að öðru leyti, og að mjög fagmannlega sé að málum staðið.“ Tónlist | Ástralskt verk við texta Hrafns Andrésar Harðarsonar frumflutt í Sydney Ljóðaflokkur um sköpun heimsins Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is www.newmusicnetwork.com.au/ halcyon/ www.amcoz.com.au/comp/p/ rpage.htm Morgunblaðið/Þorkell Hrafn Andrés Harðarson. Tónverk eftir ástralska tónskáldið Rosalind Page við texta Hrafns verður frumflutt í lok mánaðarins í Sydney. RÓBERT Reynisson lauk námi frá Tónlistarskóla FÍH og hefur síðan að mestu dvalist erlendis m.a. í Sviss. Hann var í hljómsveit Ís- lands sem lék í Norrænu ungliða- djasskeppninni 2002 í Kaupmanna- höfn. Róbert hefur fengist við frjálsan djassspuna með félögum sínum í Evrópu. Í hljómsveitinni Karmelgebach léku með honum tveir Þjóðverjar. Altósaxistinn og klarinettuleikarinn Tobias Schirrer sem starfar í Berlín og tónskáldið og píanistinn Noko Meinhol sem hefur getið sér gott orð víða í Evr- ópu og hlotið margvísleg verðlaun. Auk þess voru tveir landar Ró- berts á sviði: Eiríkur Orri Ólafs- son, sem er nýkominn heim eftir framhaldsnám í Amsterdam og Helgi Svavar Helgason trommu- leikari kraftmikill að vanda. Fimm verk voru á efnisskránni. Þrjú þau fyrstu eftir Róbert, Eirík Orra og Nelga Svavar og leikin sem heild. Það fyrsta var kennt við heimabæ Róberts, Akureyri, og skiptust á þrælskrifaðir kaflar og spuni. Tvö síðustu lögin á efnis- skránni voru einnig eftir Róbert. Þetta var skemmtilegur kvintett og þótt fátt kæmi á óvart í leik hans okkur sem höfum verið að hlusta á framúrstefnudjass í hálfa öld var leikgleðin í hásæti. Meinhol er magnaður tónlistarmaður og tókst að halda hrynsveitinni sam- an, oft bassakenndum gítar Ró- berts og þungum trommuleik Helga. Tobias er fínn blásari, en meira fannst mér koma til sólóa Eiríks Orra. Hann hefur verið við nám erlendis og tekið stórstígum framförum. Hið breiða svið tromp- etsins er hans aðal og minnir í tóni á Red Allen þótt ekki sé margt sameiginlegt í tónhugsun. Eiríkur Orri hefur alltaf verið sterkur á neðra tónsviði trompetsins og bætti flygilhornið þar engu við. Blúsaður ópus Helga var einna hefðbundnastur af tónverkunum en verk Róberts í Evrópufram- úrstefnudjassinum. Stórskemmti- legir tónleikar. Formföst færni Niko Meinhold lék einnig á seinni tónleikunum í Þjóðleikhús- inu, en nú sat hann við flygilinn einan og hafði fjarlægt rafmagns- hljómborðin. Víbrafónn og marimba stóðu einnig á sviði og Taiko Saito í þjóðlegum jap- önskum búningi. Hún hóf að læra á marimbu átta ára gömul, en eftir að hún flutti frá Japan hefur hún búið í Þýskalandi. Það máti heyra í upphafi að þau hafa leikið mikið saman. Næmur frjáls samspuni skiptist á við þrælerfiða skrifaða kafla og þvílíkt var vald þeirra yfir hljóðfærunum að það var einsog þau hefðu ekkert fyrir þessu. Flest voru verkin eftir Saito og báru japönsk nöfn og mátti þá greina á stundum japanskan blæ í tónlist- inni. Eitt og eitt flaut með eftir Meinhold, stundum með blæ af fúgu og yfirleitt sterkari djass- keimur af þeim. Saito er einnig frábær ballöðusmiður og þrátt fyr- ir að tónlistin var nýtískuleg var hún hvorki stríhljóma né lagleysur ráðandi. Meihold lék sér dálítið af tón- breytingum á flygilinn og tróð tuskum milli strengja og ýmsum hlutum og virkaði það vel. Gull- falleg tónlist glæsilegra lista- manna. Framsækið og formfast Vernharður Linnet DJASS Þjóðleikhúskjallarinn Karmelgebach Róbert Reynisson gítar, Tobias Schirrer á altósaxófón og klarinett, Noko Meinhol, hljómborð, Eiríkur Orri Ólafsson trompet og flygilhorn og Helgi Svavar Helgason trommur. Fimmtudagskvöldið 29. september 2005. Þjóðleikhúskjallarinn Koko Taiko Saito á víbrafón og marimbu, Niko Meinhold píanó. Aðfaranótt föstudagsins 30. september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.