Morgunblaðið - 11.10.2005, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 11.10.2005, Qupperneq 47
kl. 5.30, 8 og 10.30 b.i. 16 Göldrótt gamanmynd! Sýnd kl. 6 Íslenskt tal Night Watch is F***ING COOL! Quentin Tarantino i t t i I ! ti r ti RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY Hrikalega hraður háloftatryllir með Jamie Foxx, Josh Lucas og Jessicu Biel í aðalhlutverkum. FRÁ LEIKSTJÓRA FAST AND THE FURIOUS & XXX I I Hrikalega hraður háloftatryllir með Jamie Foxx, Josh Lucas og Jessicu Biel í aðalhlutverkum. 400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 14 ára Skemmtilega ævintýramynd með íslensku tali. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15  Ó.H´T / RÁS 2  H.J. / MBL  S.V. / MBL Miða sala opn ar kl. 17.15 Sími 551 9000í i Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 14 ára HÖRKU SPENNUTRYLLIR FRÁ WES CRAVEN LEIKSTJÓRA SCREAM MYNDANNA. RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY 553 2075Bara lúxus ☎ "BRÚTAL, BLÓÐUG, ÓGNVEKJANDI OG SLÁANDI ... SVO MAGNÞRUNGIN AÐ ÞÚ SITUR EFTIR Í LOSTI!" EMPIRE MAGAZINE. UK "ÉG SEF ENN MEÐ LJÓSIN KVEIKT" INTERNET MOVIE DATABASE FRÁBÆR GRÍN OG SPENNUMYND Harðasta löggan í bænum er þann mund að fá stórskrýtinn félaga! Sýnd kl. 8Sýnd kl. 8 og 10.20 RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY Hrikalega hraður háloftatryllir með Jamie Foxx, Josh Lucas og Jessicu Biel í aðalhlutverkum. "FLOTTASTA HROLLVEKJA ÁRSINS" KÓNGURINN OG FÍFLIÐ / X-FM Topp5.is  S.V. / MBL Sýnd kl. 6 ísl tal Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 B.i. 16 ára Skemmtilega ævintýramynd með íslensku tali. 450 kr. Síðustu sýningar Í 36.000 FETUM VARÐ HENNAR VERSTA MARTRÖÐ AÐ VERULEIKA. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 47 SKYGGNSTBAK VI‹ TJÖLDINKÍNA: Kynntu flér máli› og skrá›u flig á endurmenntun.is ÞAÐ er ekki oft sem við fáum tæki- færi til að sjá kvikmyndir frá Rúm- eníu, en Dauði hr. Lazarescu bætir það svo sannarlega upp. Myndin sem segir frá gömlum hálffullum karli sem kvartar um kviðverki er rúmlega 2 og hálfur tími að lengd, og af einhverjum skemmtilegum ástæðum heldur hún manni hug- föngnum allan þann langa tíma, enda hættir hún aldrei að koma manni á óvart. Hr. Lazarescu er einmana ekkill sem býr einn í sjúskaðri blokkaríbúð ásamt köttunum sínum. Þennan laugardagsmorgun vaknar hann með maga- og höfuðverki, og þegar þeir hafa ekkert skánað um kvöldið hringir hann á sjúkrabíl með aðstoð nágrannanna. Þegar sjúkrabíllinn loksins mætir, hefst næturlangt ferðalag hr. Lazarescu á milli sjúkrahúsa Búkarest-borgar. Með honum er sjúkraliðinn Mioara, sem reynir að vernda karlangann frá sjálfhverfu starfsliði heilsukerfisins. Saga hr. Lazarescu er byggð á sannsögulegum atburðum og virðist svo sannarlega sönn. Myndin er tek- in í heimildarmyndastíl, án aukalýs- ingar, vel grófkorna og óstöðug myndavél. Takturinn hægur og byrjun myndarinnar í rauntíma – manni finnst maður vera á staðnum. Án þess að þekkja sérstaklega til er ekki annað hægt en að halda að kvikmyndin sé gagnrýni á sjúkra- stofnanir í Rúmeníu, þar sem starfs- fólkið virðist uppteknara af sjálfu sér en sjúklingunum, annaðhvort á það í stríði hvert við annað eða sjúkraflutningafólkið. Kerfið er greinilega sjúkara en sjúklingarnir sem er kastað til og frá, og lítil sem engin virðing sýnd. Hvað þá göml- um karli sem brennivínslykt er af – en við getum ekki annað en fundið til með honum. Persónurnar eru vel skrifaðar og mjög raunsæjar. Samtölin hjálpa þar mikið til, þau eru mjög trúverð- ug, bæði ryþminn og innihaldið. Ég verð að nefna atriðið með nágranna- konunni og sjúkraliðanum inni í eld- húsi hr. Lazarescu sem var svo skemmtilega satt á hversdagslegan máta. Frammistaða leikaranna und- irstrikar trúverðugheit mynd- arinnar. Hvernig Lazarescu greyið verður veikari með tímanum er mjög áhrifaríkt og fær mann til að finna til. Mioara er sérlega mannleg innan um alla hrokagikkina og ná- grannahjónin eru ljóslifandi karakt- erar og samskipti þeirra eru mjög tragi-kómísk. Sá svarti húmor sem er kynntur í upphafi gengur út í gegnum alla myndina, og gerir okk- ur áhorfendum lífið léttara á þrauta- göngunni með hr. Lazarescu. Titill myndarinnar gefur margt til kynna, og er hálfkaldhæðinn þar sem hr. Lazaraescu er lítill herra í augum þeirra sem hann mætir. Væntanlega gefur hann einnig til kynna endi myndarinnar, nema hr. Lazarescu hljóti sömu örlög og ann- ar Lasarus sem við þekkjum, en á því virðist lítill möguleiki í þessum grimma heimi sem hér hefur verið lokið upp fyrir okkur á undarlega hrífandi hátt. „Sá svarti húmor sem er kynntur í upphafi gengur út í gegnum alla mynd- ina, og gerir okkur áhorfendum lífið léttara á þrautagöngunni með hr. Lazarescu,“ segir í dómnum. Hrífandi þrautaganga KVIKMYNDIR Tjarnarbíó: AKR 2005 Leikstjórn: Cristi Puiu. Handrit: Cristi Puiu og Razvan Radulescu. Aðal- hlutverk: Ion Fiscuteanu og Luminota Gheorghiu. 154 mín. Rúmenía 2004. Dauði Hr. Lazarescu (Moartea domnului Lazarescu)  Hildur Loftsdóttir ÞAÐ örlar á s-amerísku töfra- raunsæi í Heilögu stúlkunni, sem kemur ekki á óvart því myndin er argentínsk, gerð af leikstjóranum Martel (La Ciénaga). Hún dregur nafn sitt af Amaliu (Alche), 16 ára, heittrúaðri stúlku sem lítur á það sem köllun frá Himnaföðurnum þeg- ar hún finnur fyrir manndómi lækn- isins Janos (Belloso), er hann nudd- ast við hana í mannþröng. Janos situr læknaþing á litlu fjölskylduhót- eli sem Helena (Morán) móðir Amal- iu rekur. Til að byrja með ætlar Amalia að forða lækninum góða frá freistingum holdsins en sá góði ásetningur breytist í átök efnis og anda. Hvort sem Janos er viljandi eða óviljandi þátttakandi í gjörningnum, verður hann afdrifaríkur fyrir þrenninguna, lækninn, stúlkuna og móðurina, því um sinn kemur Janos róti á tilfinningalíf mæðgnanna beggja. Hvað hann er að vilja er ekki ljóst en yfir manninum er flóttalegur blær, nánast öfuguggalegur. Hitt er ljóst að skilin eða misskilin skila- boðin sem Amalia nemur, koma hon- um í koll og setja líf Janosar í upp- nám. Martel svarar ekki spurningunni hvað sé í gangi; Trúar- grillur, vakning kynhvatanna, til- raun til tælingar eða perraháttur, heldur kýs að láta áhorfandanum eftir að túlka atburðarásina eftir eig- in höfði. Leiðir hann inn í flókið til- finningalíf þriggja persóna og skilur eftir án óvefengjanlegrar nið- urstöðu. Ungu stúlkurnar leika sannfær- andi en hin glæsilega, argentínska gæðaleikkona, Morán (La Ciénaga), drottnar yfir myndinni. Andinn og holdið KVIKMYNDIR Háskólabíó: AKR 2005 Leikstjóri: Lucrecia Martel. Aðalleik- endur: Mercedes Morán, Carlos Belloso, Alejandro Urdapilleta, María Alche. 100 mín. Argentína. 2005. Heilaga stúlkan (The Holy Girl/ La Niña santa)  „Ungu stúlkurnar leika sannfærandi en hin glæsilega, argentínska gæða- leikkona, Morán (La Ciénaga), drottnar yfir myndinni,“ segir m.a. í dómi. Sæbjörn Valdimarsson FORTÍÐIN plagar Albert Tueis (Zabor), víðfrægan franskan ljós- myndara sem er að leggja síðustu hönd á sýningu verka hálfrar aldar ferils. Hann veit að mikilvægustu myndirnar vantar, þær sem hann tók af hryllilegum stríðsglæpum landa sinna þegar hann var við her- þjónustu í nýlendunni Marokkó. Þá var hann ungur og tilfinninganæmur maður sem hafði ekki kjark til að stöðva fólskuverk sem framin voru á landsmönnum. Um sama leyti sömdu Frakkar og Marokkóbúar, landið hlaut sjálfstæði, og Tueis sneri heim með byrði á bakinu en myndirnar urðu eftir. Æ síðan hafa minningarnar ásótt ljósmyndarann, nú er að duga eða drepast, hann heldur til baka til Marokkó til að friða sálina. Þangað til verður opnunin að bíða. Að vera eða vera ekki er stóra spurningin sem kvelur ljósmynd- arann Albert, hann stóð sig greini- lega ekki í stykkinu þegar á hann reyndi og Zabor túlkar einkar vel linnulausa kvölina sem samviskan bakar viðkvæmum manni. Augna- ráðið er erfitt en ófrávíkjanlegt upp- gjör þar sem örlögin koma enn einu sinni til skjalanna, nú á bless- unarlegan hátt og Albert fær end- urgreiddan þann manndómsbrag að standa frammi fyrir heiminum og játa og iðrast gjörða sinna. Reyndar voru aðstæðurnar slíkar í styrjöldinni að Albert hinn ungi fékk við lítið ráðið. En það skiptir litlu máli, eins og þjóðskáldið orti þá; „iðrast margt lífið eitt augnakast/ sem aldrei verður tekið til baka.“ Ekki má gleyma að geta frammi- stöðu leikarans sem fer með hlut- verk Alberts stríðstímanna og nokkrar hliðarsögur frá Marokkó samtímans eru snyrtilega fléttaðar inn í umhugsunarverða mynd sem tekst að skila með prýði ofur- viðkvæmu innihaldi. Það er erfiður línudans og oft mjótt á mununum, en jafnvægið hefur alltaf betur áður en illa fer. Athyglisvert að Augnaráðið er fyrsta, langa, leikna mynd hins norsk/marokkóska Lahmaris. Eitt augnakast KVIKMYNDIR Háskólabíó: AKR 2005 Leikstjóri: Nour-Eddine Lakhmari. Aðal- leikendur: Jacques Zabor, Khalid Bench- agra, Florian Cadiou, Abdellah Didane, Guillaume Lanson. 88 mín. Noregur/ Marokkó. 2005. Augnaráðið (Le regard)  Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.