Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR INNFLUTNINGSHRAÐSENDINGAR DHL ENGIR ERLENDIR GJALDMIÐLAR SEM ÞARF AÐ UMREIKNA. OG ÞVÍ ENGIN ÞÖRF Á AÐ ÚTSKÝRA HVERNIG Á AÐ UMREIKNA. Kannaðu málið á dhl.is eða í síma 535 1100. „ALÞJÓÐA geðheilbrigðisdagurinn snýr að öllum, því það er engin heilsa án geðheilbrigði. Dagurinn er til þess fallinn bæði að viðhalda þeirri viðhorfsbreytingu í garð geð- heilbrigðis sem orðið hefur í þjóð- félaginu á umliðnum árum og einnig að minna fólk á að huga að geðheil- brigði sínu. En kjarni málsins snýr að því að menn geri sér grein fyrir því að andleg heilsa og líkamleg eru óaðskiljanlegur hlutur,“ segir Sveinn Magnússon, framkvæmda- stjóri Geðhjálpar, sem tók ásamt Varða, hundi sínum, á móti blaða- manni og ljósmyndara í tilefni opins húss samtakanna á alþjóða geðheil- brigðisdeginum sem var í gær. Að- spurður um veru hundsins útskýrir Sveinn að hann hafi þegar hann hóf störf hjá Geðhjálp á sínum tíma haft vissar efasemdir um hvort hann gæti leyft sér að taka hundinn með í vinnuna, en snarlega skipt um skoð- un eftir að hafa orðið vitni að því þegar mikið veikur einstaklingur sem glímdi m.a. við mikla fé- lagsfælni vegna veikinda sinna gaf sig að hundinum af heilum hug. „Við þetta sannfærðist ég um að það fel- ist mikil þerapía í því að vera með skepnuna hér,“ segir Sveinn og klappar Varða góðlátlega. Geðrækt fyrir börn Líkt og fram hefur komið var al- þjóða geðheilbrigðisdagurinn hald- inn hátíðlegur hérlendis í tíunda skiptið í ár. Að sögn Sveins voru há- tíðahöld í tilefni dagsins með nokkuð öðru sniði í ár en undanfarin ár þar sem dagskráin spannaði heila viku. Aðspurður segist Sveinn býsna ánægður með aðsóknina að þeim við- burðum sem boðið hefur verið upp á sl. viku og nefnir hann í því sam- hengi sérstaklega Geðhlaupið sem í kringum tvö hundruð manns tóku þátt í. Bendir Sveinn á að með bæði geðhlaupi, geðsundi og geðgöngu sem í boði var nú um helgina hafi menn viljað undirstrika tengslin milli líkamlegrar heilsu og geð- heilsu. Aðspurður segist Sveinn ljóst að ákveðin viðhorfsbreyting hafi orðið í samfélaginu á umliðnum árum, ekki síst með tilkomu Geðræktarátaksins sem einmitt var stofnað til í húsnæði Geðhjálpar á Túngötu fyrir fimm ár- um og hýst þar fyrstu árin áður en það færðist undir Lýðheilsustöð. „Þetta verkefni olli straumhvörfum í því að draga úr fordómum, en þetta er afar mikilvægt forvarnarverkefni. Því ef forvörnum er ekki sinnt þá verðum við endalaust í viðgerð- arvinnu um ókomna framtíð og það er eitthvað sem við eigum að láta til- heyra 20. öldinni. Nú erum við kom- in á 21. öldina og nú viljum við fara að sjá forvarnir og aðgerðir sem lúta að því að koma í veg fyrir að fólk verði veikt,“ segir Sveinn og nefnir í því samhengi verkefni sem Chris Bale kynnti á ráðstefnu um geðheil- brigðismál sem haldin var sl. föstu- dag. Um hundrað manns hjá Geðhjálp á degi hverjum Aðspurður segir Sveinn að um hundrað manns leggi leið sína í hús Geðhjálpar á degi hverjum. Stór hluti þeirra kemur í húsið til að sækja námskeið Fjölmenntar sem hýst eru í húsinu, en á sl. þremur síðustu önnum hafa um hundrað manns sótt nám á hverju misseri. Að sögn Sveins er bæði um að ræða af- þreyingarnámskeið sem og eining- arbært nám, sem hefur veitt fólki kost á að útskrifast bæði úr fram- haldsskóla sem og jafnvel Háskóla Íslands. „Hér er fólk sem var hvorki les- andi né skrifandi, en fékk þann stuðning sem til þurfti til að læra bæði að lesa og skrifa,“ segir Sveinn og segir mikið hægt að gera í mál- efnum geðsjúkra. Andleg heilsa manna og líkamleg eru óaðskiljanlegir hlutir Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Í tilefni dagsins bauð Ingibjörg Gunnlaugsdóttir ráðskona gestum upp á glæsilegar veitingar. Gera má ráð fyrir að um hundrað manns leggi daglega leið sína í hús Geðhjálpar, hvort heldur til að borða í hádeginu, lesa blöðin, spjalla eða sækja námskeið á vegum Fjölmenntar, sem starfrækt er í kjallara hússins. Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, ásamt hundi sínum Varða sem er orðinn mikill heimilisvinur hjá Geðhjálp við Túngötuna. 35 ÁRA gamall íslenskur karl- maður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn 15 ára stúlku í Bretlandi hinn 31. maí sl. að því er segir á fréttavef Surreyonline. Maðurinn var ákærður hinn 9. september og hefur komið fyrir dóm vegna málsins. Hann er frjáls ferða sinn gegn tryggingu en var gert að tilkynna sig mán- aðarlega á lögreglustöð í sumar. Ákærði hefur haldið því fram að hann hafi ekki vitað að stúlkan var einungis 15 ára og jafnframt neitað því að hún hafi ekki gefið samþykki sitt fyrir samræði. Mál- inu hefur verið frestað til fimmtudags. Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku GEÐHEILBRIGÐISMÁL hafa verið í brennidepli innan Háskóla Ís- lands að undanförnu. Hagur þeirra nemenda sem þjást af geðröskunum vænkaðist í gær, á alþjóða geðheil- brigðisdaginn, þegar hagsmuna- félagið Manía var stofnað en það mun beita sér fyrir bættri stöðu ein- staklinga með geðraskanir, stuðla að almennu geðheilbrigði nemenda og opna umræður um málefnið. Á stofnfundi Maníu var Tinna Mjöll Karlsdóttir skipuð formaður félagsins, hún segir að fyrsta mark- mið þess verði að ýta á eftir því að skólinn móti stefnu í geðheilbrigðis- málum en Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, lýsti því yfir á fundinum að í undirbúningi væri vinna að slíkri stefnu. Óskað viðræðna við rektor um stefnuna Tinna Mjöll mun óska eftir við- ræðum við rektor og krefja svara um hvenær stefnan á að vera tilbúin en hún vill að Manía taki virkan þátt í mótun hennar. Félagið hafi nú þegar kynnt sér geðheilbrigðisstefnur í há- skólum í Evrópu með góðum árangri og ætti því að geta lagt margt til. Aðspurð segist hún hafa fengið sterk viðbrögð frá nemendum skól- ans sem margir hverjir hafi furðað sig á hvers vegna slíkt félag hafi ekki verið stofnað fyrr, mikil nauðsyn sé en talið er að um tuttugu prósent allra fái einhvern tíma geðraskanir um ævina. Félag fólks með geðraskanir innan HÍ stofnað í gær Morgunblaðið/Sverrir Stofnfundur Maníu, félags fólks með geðraskanir innan Háskóla Íslands, var haldinn í gær. Unnið að bættum hag ein- staklinga með geðraskanir Á FUNDI borgarráðs sl. fimmtu- dag var ákveðið að fela borg- arstjóra að ganga til viðræðna við fasteignafélagið Klasa hf. vegna beiðni félagsins um við- ræður um ráðstöfunarrétt á Strætólóðinni við Borgartún. Fyrir skömmu sendi Klasi borgarstjóra bréf þar sem félag- ið, sem er í eigu Íslandsbanka og Sjóvár, óskar eftir að ganga til samningaviðræðna við Reykjavík- urborg um kaup á lóðinni Borg- artún 41, svonefndri strætólóð, um skipulag lóðarinnar og flutn- ing á starfsemi Strætó. Fram kemur í bréfinu að Ís- landsbanki þurfi að horfa til framtíðar fyrir höfuðstöðvar bankans við Kirkjusand. Bankinn og félög tengd honum vilji vaxa og dafna á svæðinu og það henti afar vel fyrir starfsemi bankans. Unnið sé að því að flytja aðrar starfsstöðvar og við það muni húsnæðisþörfin aukast úr 8.000 fermetrum í 15.000 fm en gert sé ráð fyrir að húsnæðisþörfin muni jafnvel þrefaldast á næstu 10 ár- um. Klasi gerir ráð fyrir blandaðri byggð skrifstofubygginga og íbúða á lóðinni og leggur til að uppbygging taki ekki lengri tíma en þrjú ár. Íslandsbanki flyst á Strætólóðina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.